Tíminn - 13.12.1966, Qupperneq 7
ÞMÐJUDAGUR 13. desember 1966
TÍMINN
7
GOTT ER SKYRIÐ, SLÁTRIÐ OG
SVIÐIN. EN HANGIKJÖTIÐ. - NB
Valerí Berkoff málfræðingur
við Leningradháskóla kom fyrir
nokkrum vikum til íslands í
fyrsta sinn, heilsaði þó á ís-
lenzku sem heimagangur væri,
talaði svo kunnuglega um sögu
persónur Njálu, að ætla mátti,
að þar væri kominn Rangæing-
ur. Fyrst hitti ég Valerí Ber-
koff austur 1 Leningrad í vor
eð leið. Þrisvar lá leið okkar
þar um, þriggja íslenzkra blaða
manna á ferð um iandið, höfð
um við þar viðivöl í öll skiptin
og gististaður ávallt hinn sami,
Hotel Evrópa (Évropeiskaja).
Eitt sinn að áliðnum degi komu
þangað að heimsækja okkur
tveir kennarar háskólans og
mæltu á íslenzku, þeir Steblín-
Kamenskí prófessor og Valerí
Berkoff dósent, báðir í norræn
um tungumálum, hinn fyrr-
nefndi forseti þeirrar deildar,
en síðarnefndur fyrrverandi
nemandi hans og núveirandi
einn af sex kennurum í deild
inni. Þeir voru ósköp fegnir að
hitta íslendinga í heimaborg
sinni, við áttum skemmtilega
kvöldstund með þeim á hinum
stóra veitingasal „Evrópu".
Steblín-Kamens'kí prófessor hef
ur tvisvar komið til íslands og
á hér marga kunningja, er mál
vísindamaður en kunnugur ís-
lenzkum bókmenntum yfirleitt,
ekki sízt þjóðsögum, hefur
gaman af að rifja upp ís-
lenzkar draugasögur. Hann
var ekki yfirtaks prófessor.ileg
ur eða með bókaorms útlit, að
visu roskinn og gráhærður og
virðulcgur, en sólbrúnn og sæl
legur og því líkast sem haan
væri nýkominn sunnan úr sólar
löndum. Við gátum ekki stillt
okkur um að hafa orð á þessu,
hvernig á því stæði að menn
væru svo sólbakaðir norður við
Fmnska flóa svo snemma vors.
Steblin-Kamenskí svaraði þá að
það væri ekki svo dul jrfullt,
hann væri nýkominn af skíða
slóðuar norðan úr landi, þang
að fari hann iðulega til að
viðra sig og safna kröftum á
skíðum í snjó og fjallasól.
Ég spurði Valerí Berkov, hví
þeir hefðu ekki komið með ein-
hverja íslenzka stúdenta með
sér á hótelið, hér hlytu þó
ag vera íslenzkir stúdentar í
þessari fögru mennta- og lista
borg, og þá anzaði Valerí: „Nei,
því miður eru nú engir íslenzk
ir stúdentar hér við nám, þeir
fara nú allir til Moskvu. Hér
voru um tíma tveir fslendingar
við nám, Líney Skúladóttir
stúdent og Snorri Þorvaldsson
fiðluleikari. Ég sá mikið eftlr
þeim, er þau voru farin. Einu
sinni lá ég á spítala um tíma,
og þau hemsóttu mig og töl-
uðu við mig á íslenzku, þannig
fékk ég ætingu í að tala málið,
þótt ég sé enn allt of stirður í
því.“ Þegar ég spyr hann um
kennsluna í deild hans við há
skólann, svarar hann, að þar
séu kennd nútímamálin danska,
norska og sænska og geti stúd
entar valið um, en hvert þeirra
sem þeir velji, séu þeir skyld
ugir að læra einnig forn-
íslenzku, á sama hátt og gerist
í háskólum á Norðurlöndum, er
stúdentar þar velji eitthvert
skandinavisku málanna sem að-
alnámsgrein. Sjálfur kvaðst
Berkoff hafa innritazt í
norrænudeild Leningradhá-
skóla og valið norsku sem aðal
grein, og síðar hafi hann, fyrir
áeggjan Steblfns-Kamenskís, far
ið að nema íslenzku til meiri
hlítar en áður, og þannig hafi
hann lagt nokkurn veginn á-
líka rækt við norsku og ís-
lenzku. Það kom og upp úr
kafinu, að faðir þessa áhuga-
sama rússneska norrænufræð-
ings er eitfnig prófessor við
sama háskóla, og er sérgrein
hans rússneskar bókmenntir á
18. öld. Þá sagði Valerí, að
kona sín fengizt og við kennslu,
væri eðlisfræðikennari, og þau
eiga dætur tvær, Olgu og Onnu,
ellefu og sex ára. Valeri sagði
okkur loks með mikilli tilhlökk
un, að hann mundi líklega heim
sækja fsland í haust, og mest
hlakkaði hann til að koma á
sögustaði Njálu. Þessi ungl-
maður hafði sem sé þegar þýtt
Njáls sögu á rússnesku, þótt
aldrei hefði hann til íslands
komið. Það leyndi sér ekki að
þar áttu íslendingar hauka í
horni, sem þessir tveir fTæðl-
menn í Leningrad voru.
Og nú upp úr allraheilagra-
messu skaut svo Vaierí/ Berk
off upp kollinum hér útnorður í
hafi, var nú kominn til fyrir-
heitna landsins. Hann hafði ver
ið hér og ferðazt um í nokkra
daga, er ég hitti bann á af-
mæiisdegi byltingarinnar, sem
gerð var einmitt í heimaborg
hans fyrir 49 árum og skók
heimsbyggðina. Nú var Valerí
í sjöunda himni og hafði þó
hreint ekki allt lán leikið við
hann síðan hann kom. Til að
mynda daginn, er hann ók í bíl
austur yfir fjall til að skoða
sögustaði Njálu, langþráða tak
markið, í fylgd með Rangæing
unum Árna Böðvarssyni mál-
fræðingi og Birni Þorsteins-
syni sagnfræðingi, þá var dimm
viðri og hellirigning, er þeir
komu í hlað að Bergþórshvoli
og fóru meðfram Fljótshlíð, svo
tæpast var hundi út sigandt.
Vissulega leiddist Valerí þetta.
en hann er raunsæismaður sem
vísindamanni sæmir, og lætur
ekki rómantík eða óromantík
augnabliksins villa sér sýn,
hann er jafnsannfærður og fyrr
um það, að fögur sé hlíðin, þeg
ar sólinni þóknast að skína á
hana. Og þrátt fyrir þetta lelð-
indaveður austan fjalls lét
hann sér ferðina lynda, var
raunar allt að þvi alsæll af
að hafa þó komið á sögustaði /
Njálu eftir allt. Síðan sagði
hann mér að Bjöm sagnfræðing
ur hafi boðið heim til veizlu,
þar sem einungis var íslenzkur
matur á borðum, margar góm
sætar matartegundir, sagði
Valerí og þótti mikig til koma.
— Bragðaðist þér vel allur
íslenzki maturinn hjá Birni?
— íslenzkur matur er fyrir
taks góður. Gott þykir mér skyr
ið, og slátrið, og sviðin, já.
— Og hangikjötið?
— Hangikjötið, nei. Það á
ekki við mig þetta sterka reykj
arbragð. Mér þykir fyrir því, að
ég kann ekki að meta þennan
þjóðarrétt ykkur, kannski læri
ég það næst, þegar ég kem til
íslands.
Valerí Berkoff
— Hvað er annars að frétta
af Steblín-Kamenskí? Hvort
mun hann nú vera að renna sér
á skíðum norður við Ladoga-
vatn eður ei?
— Nei, þar er hann víst ekki
nú, anzaði Valerí. Síðast er ég
frétti af honum, var hanu á
ferð suður í Tékkóslóvakíu að
flytja fyrirlestra um hljóðfræði-
leg efni.
—Hafið þið einhver rit á
prjónunum um þessar mundir?
— Það eru að koma út tvær
bækur eftir Steblín-Kamenskí,
annað um íslenzka menningu,
hitt um kerfisbundna hljóð-
fræði, og þar er uppistaðan
einnig mikið til íslenzk. Ég hef
í smíðum rússnesk-norska orða
bók, og í öðru lagi doktorsrit
gerð, sem fjallar raunar um
orðabækur. Ég mun halda á-
fram þessum verkum mínum
þegar ég kem heim eftir bessar
ógleyznanlegu vikur hér á ís-
landi.
— Þá óska ég bér góðrar
ferðar og þér og þínum alls
góðs. Og, með þökk fyrir síðast,
bið ég að heilsa Steblín-Kam
enskí og öðrum íbúum á 101
hólma Nevu. G.B.
HEIMA OG HEIMAN
MINNING
Jóhann Jónsson
trésmiður frá Laxárdai
Jóhann var fæddur í Hrafn'adal
18. jplí 1890. Hann dó 20. nóv.
síðastliðinn á Borgarsjúkratfhús-
inu og var jarðsunginn laugar-
daginn 26. sama mánaðar frá
Prestbakkakirkju í Hrútafirði.
Foreldrar Jðh'anns voru: Kristín
Jónasdóttir og Jón Aðalsteinn
Jónasson. Hann óist upp í Laxár-
dal hjá Dagmar Jónasdóttur föður-
systur sinni og manni hennar
Sigurjóni Guðmundssyni. Systkini
Jóhanns voru: Jónas, Jón, Guð-
mundur, Guðrún, Guðlaug og fri
Helga kona Bjarna Þorsteinssonar
kenh'ara í Lyngholti, og er hún nú
við fráfall Jóhanns ein á lífi af
þessum systkinum. Á þessu ári
hafa þaú dáið fjögur systkinin.
Guðrún, Guðlaug Guðmundui og
nú síðast Jóhann. Allir sem þessi
systkini þekktu minnast þeirra
með hlýjum vinarhug og söknuði.
Þegar ég frétti lát Johanns brá
*mér mjög við, því ég hafði ekki
heyrt að hann hefði verið veik-
ur. Það koma margar minningar
fram í huga minn, er ég nú rifja
upp samveru og kynningu okkar
Jóhanns, sérstaklega veturinn
1914 - 1915, er við vorum saman
í Hjarðarholti í Laxárdal. Þá
Þá vorum við fjórir Hrútfirðingar
í sikólanum, við Jóhann og bræður
hans tveir Jónas og Jón, sem nú
eru báðir dónir. í skólanum var
Jóhann umsjónarmaður á þeim
herbergjum, sem Hrútfirðingarn
ir og tveir Laxdælingar bjuggu
og kom það glöggt fram í þessu
starfi hans h '» óhlutdrægur og
réttlátur hann var, því ekki gerði
hann mun á hvort bræður hans
eða viw áttum blut að, skóiareglurn
ar giltu jafn tyrir alla og Jó
hanni var hlýtt án mótþróa og
hvergi var betri agi en í Hvítanesi
og Síberíu, en svo hétu þau her-
bergi, sem hann hafði umsjón
með.
Næstu árin eftir að Jóhann
var í Hjarðarholti fór hann til
Reykjavíkur og lærði trésmíði hjá
ir mín var dómbaer á að meta
þessa hæfileika Sigríðar enda var
hún hjá móður minni nokkrar vik
ur. Það lætur því að líkum að
hjónaband Sigriðar og Jóhanns
væri gott, enda Var svo og það
með ágætum.
Þegar þau hjónin fóru frá Bæ
flytja þau að Litlu-Hvalsá og búa
þar í ellefu ár. Frá Litlu-IIvalsá
flytja þau til Borðeyrar og dvelja
þar eitt ár. Þaðan flytja þau svo
alfarin úr Hrútafirðinum hingað
til borgárinnar árið 1953. Meðan
þau bjuggu í Hrútafirðinum stund
aði Jóhann húsabyggingar jafn-
hliða búskapnum. Það eni því
imö|þ hús og önnur mannvirki eft
jir hann í sveitinni og í nágrenni
hennar. Allar þær byggingar,
sem JÓhann sá um voru vandað-
j ar og á traustum grnnni reistar.
Vilhjálmi Ingvarssyni, sem lengi Hannt var^.^|n,n hyggni smiður,
var verkstjóri við byggingar hjá *em ^ySSði hus sitt á bjargi og
Thór Jensen
Að loknu trésmíðanámi eða
árið 1922 hóf Jóhann, ásamt syst _ __
kinum sínum búskap í Bæ og bjó borgarinnar byrjar hann að vinna
þar í 19 ár. Árið 1929 giftist hann við byggingar hjá Sambandi ísl.
þess vegna voru öll störf hans
jákvæð.
Þegar Jóhann kemur hingað til
Sigríði Guðjónsdóttur frá Heydal.
Ég vil taka hér upp það, sem ég
samvinnufél. og þar starfar hann
meðan heilsa og kraftar leyfðu,
heyrði móðir mína segja um þá Þegar Sigríður kona Jóhanns dó
mætu konu. „Sigríður Guðjóns- nú fyrir tveimur árum hugsaði
dóttir er mjög vel gefin og gerð ég oft til Jóhanns. Ég vissi að
stúlka, laghent, vandvirk og mik- það var óumræðanleg'a sár harmur
ilvirk. Skapgerð hennar er óvenju j fyrir hann að missa Sigríði, hún
lega góð, hóflát gleði, blíð og sönn, var honum svo dýrmæt og hjart-
sem vinnur hug'. allra, sem með fólgin, ég bjóst þvl við, að missir
henni dvelja." Og ég veit að móðjhans yrði svo þungbær, að það
yrði honum jafnvel ofurefli. En
það fór á annan veg, sem betur
fór. Jóhann bar þessa viðkvæmu
og sám sorg með þeirri skapstill-
ingu og sál'arró að undrun sætti.
í þessum átökum sorgarinnar kom
fram hið mikla andlega þrek, sem
hann bjó yfir. Já, Jóhann hefur
áreiðanlega hugleitt þá staðreynd
að allt líður og það erfiða líka.
Ef til vill hefur hann skynjað, að
hverju fór með hann sjálfan. En
hvað sem hugboð og draumum
leið þá tók hann upp sitt starf
og vann sem áður, kannski hljóð-
ari og dulari en áður, en viðræðu-
góður við aUa, sem á hans fund
sóttu. Hann bar harm sinn í
hljóði og þroskaðist í sorginnL
En er það ekki þetta, að það erf-
i9a líður líka, sem sættir okkur
við viðkvæmustu þættina í Iífi okk
ar og lyftir okkur yfir örðugasta
hjallann?
Eitt langar mig til að minnast
á, sem var sérstakt við Jóhann,
er árin færðust yfir. Það var hvað
hann frikkaði með hverju ári sem
leið eftir að hann varð sextugur.
Þessi íhuguli, róleig og bjarti svip
ur, sem færði manni styrk og frið,
er maður komst í snertingu við
hann.
Vinsældir þeirra hjónanna Sig-
ríðar og Jóhanns voru miklar, er
þau bjuggtK í Hrútafirðinum og
ekki dvínuðu þær eftír að þau
komu hingað til borgarinnar.
Framhald á bls. 1L