Tíminn - 23.12.1966, Page 5
FÖSTUI>j\GUR 23 desember 196Gn
Otgefandi: FRAMSÖKNARIFLOKKURINN
Framkvœimdastjórl: KrJstján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb)s Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og IndriSi
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug.
lýsingastj.: Steingrimur Gíslason. Ritstj.skrifstofur » Eddu-
húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastrætl 7. Af.
greiðslusími 12323. Auglýsingasimi 19523. Aðrar skrifstofur,
sfmi 18300 Askrtftargjald kr. 105.00 á mán. innanlands. — í
lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f.
Vandi útgerðarinnar
Dagur rifjar það nýlega upp í forustugrein, að útflutt-
ar sjávarafurðir hafi um langt árabil skapað 90% eða
meira af gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Án þeirra væri
þjóðin illa stödd með sína fábreyttu framleiðslu og miklu
innflutningsþörf. Síðan rekur Dagur þetta áfram:
Útfluttar sjávarafurðir hafa um langt árabil skapað
90% eða meira af gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Án
þeirra væri þjóðin illa stödd með sína fábreyttu fram-
leiðslu og miklu innflutningsþörf.
Frá því 1960 hefur verðlag útfluttra sjávarafurða
hækkað mjög í verði fram á yfirs^tandandi ár. Frystur
fískur hækkaði t. d. um 45,4%, ísfiskur um 34,4%. salt
fiskur um 64,6%, skreið um 20,3%, lýsi um 45%, saltsíld
um 31,3%. Þetta svarar til 45% hækkunar, að meðaltali
á árunum 1960—1965. Að sjálfsögðu er þetta óvenju
hagstæð þróun og kemur þó fleira til. Magnaukning sjáv
arafurða hefur á sama tíma orðið rúmlega 50%.
Nú í sumar brá svo við, að nokkurt verðfall varð á
mjöli og lýsi, en lýsisverðið er óstöðugt. síðan. Slíkar verð
sveiflur eru algengar, þótt hin hagstæða þróun á erlend
um mörkuðum hafi annars verið óslitin á umræddu tíma-
bffi.
En hvernig er svo umhorfs í þessum atvinnuvegi ís-
lendinga, — eftir þetta einstæða góðæristímabil?
Bjarni Benediktsson orðaði þetta svo í haust, að við
værum „á tímamótum velgengni og vandræða". Orð hans
voru táknræn og hittu í mark. Aflagóðærin hvert af
öðru og hagstæðustu markaðirnir sköpuðu einstök tæki-
færi. En hvers konar vandræði var Bjarni að tala um?
Togaraútgerðin er á heljarþröm. bátaútgerðin einnig,
ýmis hraðfrystihús á barmi stöðvunar eða þegar lokuð
og jafnvel síldarverksmiðjur líka. Hinn mikli atvinnuveg-
ur var svo illa staddur eftir metafla ár eftir ár og hag-
stætt verðlag, að hann þoldi ekki ofurlitla verðsveiflu á
síldarlýsi og mjöli. Verðbólgan hafði holgrafið þennan at-
vinnuveg á þessu tímabili, mitt í öllu góðærinu — heima-
tilbúið þjóðarmein, — sem ríkisstjórnin lofaði að lækna
fyrir 7 árum, en hefur ekki gert það, heldur siálf magnað
verðbólguna. Verðbólgan hefur lagzt með fullum þunga
á sjáavarútveginn og er að koma honum á kné Þetta er
það, sem við blasir nú „á tímamótum velgengni og vand
ræða“.
Frið í Vietnam
Nú eru jólin að nálgast og boðskapur þeirra fer að
hafa veruleg áhrif á hugi manna, fjölgar þeim röddum,
sem krefjast friðar í Vietnam og að þeim skelfingum,
morðum á saklausu fólki og bræðravígum, sem þar eiga
sér stað, linni.
Um jólin eiga menn að sameinast í hæn um það, að
boðskapur jólanna um frið á jörðu, bræðralag og sam-
vinnu manna og þjóða í meðal, fái að taka bólfestu í
hugum þeirra manna, sem mesta ábyrgð bera á þeim
hryggilegu atburðum, sem átt hafa sér stað í Vietnam,
og engar líkur eru á að hætti, nema hugarfarsbreyting
komi til. Vænlegast til þess að friður fáist Vietnam er
að styðja tillögur þær, sem U Thant, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna hefur lagt fram. Ungir Fi’amsóknar-
menn hafa lýst yfir stuðningi við þessar tillögur, og Tím-
inn vill minna á það og taka undir við unga Framsóknar-
msnn.
TÍMINN
ERLENT YFIRLIT
Veröur Westmoreland hershöfð-
ingi forsetaefni republikana?
Verður Gregory Peck frambjóðandi demókrata í Kaliformu?
Gregory Peck og kona hans.
VERÐUR þekktur hershöfð-
ingi frambjóðandi republikana
í næstu forsetakosningum og
verður heimsfrægur leikari
frambjóðandi demókrata í
næstu ríkisstjórakosningum í
Kalifomiu eða jafnvel strax
1968, þegar kosning fer fram á
öðrum öldungardeildarmanni
ríkisins?
Þessar spurningar eru nú á
ýmsra vömm í Bandaríkjun-
um.
Það er sjálfur Brown rfkis
stjóri í Kalifomíu, seim á hug
myndina um að demókratar
tefli Gregory Peck fram sem
næsta frambjóðanda sínum i
Kaliforníu, en Brown er nú í
þann veginn að láta af embætti,
þar sem hann féll fyrir öðrum
leikara, Ronald Reagan, í ríkis
stj'órakosningunum í síðastl.
mánuði. Tillögu Brown er ekki
varpað fram í spaugi vegna þess
að hann féll fyrir leikara, held
ur í fullri alvöru.
Gregory Peck hefur tekið
mjög virkan þátt í flokksstarf-
semi demókrata og hefur mik-
inn áhuga á þjóðmálum. Hann
er maður glæsilegur og kemur
að sjálfsögðu vel fyrir, en er
auk þess ágætur ræðumaður.
Hann hefur undanfarið átt
sæti í sérstakri listanefnd, sem
Johnson forseti skipaði, en hún
hefur m. a. það verkefni að
bæta aðstöðu listamanna og
auka áhuga almennings fyrir
fögrum listum. Peck er sagð
ur hafa innt mikið starf af
höndum í þágu nefndarinnar og
unnið sér á þann hátt mikið
traust Johnsons forseta. Hann
hefur hvað eftir annað verið
gestur Johnsons í Hvítahúsinu
Sá galli er á hugsanlegu fram
boði Pecks í næstu öldunga-
deildarkosningum í Kaliforniu,
sem eiga að fara fram haustið
1968, að republikaninn, sem
skipar það nú, er manna frjáls
lyndastur og styður oítast um
bótamál demókrata á þingi. Það
er Thomas Kuchel, en hann
neitaði bæði að styðja Gold-
water í forsetakosningunum
1964 og Reagan í ríkisstjóra-
Westmoreland hershöfðingl
kosningunum nú. Demókratar
hafa því takmarkaðan áhuga
fyrir að fella hann, en aftur-
haldssinnaðir republikanar vilja
gjarnan losna við hann af þingi
og munu vafalaust reyna að
fella hann í prófkosningu.
Sitthvag bendir til, að þótt
Gregory Peck hafi áhuga á
framtooði, vilji hann ógjarnan
verða til þess að fella Kuchel.
Ef til vill tekur hann því
þann kost að keppa við Reagan
að fjórnm árum liðnum. Peck
er um fimmtugt og getur því
vel beðið og notað tímann til
að kynna sig sem stjórnmála-
mann.
ÞÓTT leikarar þyki orðið álit
legir frambjóðendur við þing-
kosningar og ríkisstjórakosning
ar í Kalifomiu, hafa þeir enn
tæpast náð því að þykja sigur
vænleg forsetaefni. í því sam
bandi þykir enn sigurvænlegra
að leita til hershöfðingjanna.
Það reyndist oft vel á 19. öld
inni og það gafst vel með Eis
enhower. En til þess þurfa þeir
samt að verða stríðshetjur.
Bandaríkjamenn eru nú í þann
veginn að eignast eina slíka
stríðshetju. Það er William C.
Westmoreland, sem u&danfarið
hefur verið yfirhershöfðingi
Bandaríkjanna í Vietnam.
Miklu betri skipan hefur kom
izt á hernað Bandaríkjanna í
Vietnam síðan hann tók við
en áður var. Hann þykir hafa
sýnt í verki, að hann sé góður
herstjórnandi og hafi la0 á
að vera vel látinn af hermönn-
um sínum. Hann er virðulegur
og prúður maður í framgöngu
o* hefur til að bera marga þá
kosti, sem taldir eru forseta
nauðsynlegir.
Vegna þessara ástæðna kom
það ekki á óvart, þegar eitt dag
blaðanna í New York, World
Journal Tribune, skýrði nýlega
frá því, að ýmsir af forustu
mönnum republikana hefðu
augastað á Westmoreland sem
forsetaefni, einkum ef styrjöld
in í Vietnam væri óútkljáð
1968, þegar næstu forsetakosn
ingar fara fram. Þótt vinsældir
Johnsons séu litlar um þessar
mundir, þykja þeir Romney og
Nixon ekki líklegir til að fella
hann, en helzt er nú rætt um
þá sem forsetaefni republikana
Nixon hefur fallið einu sinni áð
ur en Rommney er mormóni.
Ýmsir fleiri hafa verið nefndir
en enginn þykir sérlega sigur-
vænlegur. Það er því engan veg
inn útilokuð þrautalending hjá
republikönum, að þeir tefli
fram stríðshetju eins og West
moreland ef hann yrði fáanleg
ur til framboðs. Sagan frá
1952 myndi þá endurtaka sig.
Þá stóð Kóreustyyrjöldin sem
hæst. Eisenhower var sagður
líklegasti maðurinn tii þess að
geta leitt hana til lykta. Sú
trú átti áreiðanlega mikinn þátt
í sigri hans.
Það fylgdi sögunni í World
Journal Tribune, að Johnson
forseti hefði gert sér lengi
vel dátt við Westmoreland, en
hefði dregið úr því að undan-
förnu. Þetta stafaði ef til vill
af þvj að Johnson hafði hlerað.
hvag væri í bígerð hjá repu-
blikönum. Það gæti einnig staf
að af því, að klókur maður eins
og Johnson gerði sér ljóst,
hvaða pólitísk hætta gæti hlot
izt af því að gera hershöfðingja
að stríðsbetju. Þ-Þ.