Tíminn - 23.12.1966, Side 8
ð
FÖSTUDAGUR 23 desember 1966
TÍMINN
GBOKMENNTIR
Fkstir gamlir málshættir
hah nokkuð upp á sig
SÁ HLÆR BEZT
Bjarai Vilhjálmsson og
Ólafur Halldórsson:
fslenzkir málshættir
Almenna bókafélagið.
Málshættir eru einn meginþátt-
i'r íslenzkrar tungu, og vafalaust
er því svo farið 1 ýmsum öðrum
Imgþróuðum bókmenntamálum,
j ó að ég kunni ekki á því skil,
Ihver hlutur ísienzkunnar er í slík-
tm samanburði. Ýmis" málsbátta-
söfn íslenzk hafa verið saman tek-
Bjarni Vilhjálmsson
in og jafnvel gefin út, en þó hef-
ur svo verið ástatt um hríð, að
saunileg málsháttabók hefur ekki
verið handbær, og er slíkt skaði,
svo mjög sem menn bregða máls-
háttum fyrir sig í ræðu og riti.
Hefði verið gott, að menn hefðu
v:ð hönd málsháttasafn að fletta
upp í til þess að sannreyna rétta
mynd, og hefur af þeirri vöntun
leitt marga leiðinlega brenglun.
Málaháttasafn það, sem þeir
á'aetu fræðimenn Bjarni Vil-
hjálmsson og Ólafur Halldórsson
hafa tekið saman og Almenna
bófcafélagið gefið út, kemur þvj
í góðar þarfir, og er áreiðaniega
einhver bezta bók, sem þrykkt er
fyrir þessi jól, og verla getur
betri gjöf unnanda tungunnar en
gott safn þessara stuðla íslenzks
vizkumá'ls.
Bjarni Vilhjálmsson gerir í ýtar
legum formálsorðum nokkra
grein fyrir hugtakinu málshátfcur,
og segir svo í upphafi:
„Málsháttur er stutt setning
sprottin 'af langri reynslu, er haft
eftir spænska skáldinu Miguel de
Cervantes, sem er óspar á máls-
hætti í ritum sínum. Þó að skýr
greining þessi sé vissulega bæði
hnyttin og kjarngóð, er hætt við,
að málfræðingum nútimans þylci
hún ekki fullnægjandi. Sannleik-
urinn er sá, að hugtakið málshátt-
ur er hálla og afsleppara en ætíla
mætti í fljótu bragði. Að minni
! hyggju eru málshættir stuttar og
gagnorðar málsgreinar, mjög oft
ein setning hver, sem menn
bregða fynir sig í daglegu tali eða
rituðu máli, gjaman sem skír-
skotun til almennt viðurkenndra
sannyrða um ýmis fyrirbæri mann
legs lífs. Þeim má líkja við gang-
silfur, sem enginn veit, hver hef-
ur mótað. Þeir eru venjulega
höfundarlausir eins og mestallur
orðaforði tungunnar. Málsháttur
er helzt meifa og minna í föstum
skorðum, og honum er ætlað að
fela í sér meginreglu eða lífsspeki.
Þessi stöðugleiki er einkenni máls
háttarins bæði á ferli sínum og
manna á meðal á hverjum tíma
og eins þótt hann erfist frá kyn-
slóð tifl kynslóðar.“
Þetta er vafalaust nokkuð rétt
greining en heldur ekki tæmandi
fremur en hjá Cervantes. Þá ræð-
ir Bjarni einnig um sögu og feril
málshátta, formseinkenni þeirra,
tíðkun í fornritum og íslenzk
málslháttasöfn. Er að þessu hinn
bezti fróðleikur með stuttu og
skilgóðu lagi.
í safninu er málsháttunum rað-
að í stafrósfröð atriðsorða, eða
kjarnorða, og er því býsna au-ð
velt að finna það, sem leitað er
að.
Tvær bækur Axels
Thorsteinssonar
Ólafur Ilalldórsson
j Það hlýtur oft að vera mjög
mikið vafamál. hvað. telja beri
hreinan málshátt eða ekki, þegar
þeim er safnað úr ritum, og sú
I lind mun seint þurrausin. Ef mað-
|ur flettir tifl dæmis upp á lylril-
! orðinu „málsháttur" í þessari bók,
er þar eina setningu að finna og
hljóðar svo: „Plestir gamlir máls-
;hættir hafta nokkuð upp á sig.“
j Ég kann ekki að skera úr um
það með fræðilegum rökum, hvort
þetta telst málsháttur eða ekki,
en í vitund minni vantar margt
til að svo sé. Hins vegar er þetta
góð einkunn og gild reynsluvizka.
Ég leiði alveg hest minn hjá
þvj í þessu rabbi að dæma fræði-
legt gildi þessa verks, en ég vil
ekki láta hjá líða að minna fólk
á, að þessi ágæta bók er út kom-
in og er sannkallaður feginsfeng
ur og handargersemi, enda fögur
í sniðum, svo sem aðrar þær
spjaldmeyjar, sem bóklistarmaður
inn Hafsteinn Guðmundsson býr
að heiman. — AK.
Ási í Bæ:
Sá lilær bezt . . .
Heimskringla.
Ási í Bæ, sá frægi Vestmanna-
eyingur, er víst skemmtilegur mað
ur og sérstæður. Eg hef lesið eft-
lr hann nokkrar kímnar sögur og
þætti í blöðum og ritum ,heyrt af
honum látið og heyrt hann syngja
og leika vísur í útvarp. Hann er
fjöllistarmaður, efcki sirkustrúður
heldur jafn íslenzkur og lundinn.
Um manninn sjálfan vissi ég ekk-
ert, né heldur upp úr hvaða lífs-
reynslu þetta veraldargrín, sem
var milt og lirjúft í senn, væri
sprottið Því hafði ég tekið eftir,
að málfar og frásagnarstíll var ag
aðra, sterkara og meitlaðra en al
mennt gerist um spaugfugla. Mér
varð þó um og ó, er ég heyrði, að
hann hefði skrifað bók um sjálfan
sig. Slíkir skemmtimenn eru oft-
ast beztir í eigin persónu á góð-
um stundum og í frásögn annarra
Þannig lifa þessir menn á vörum
og í brosi þjóðarinnar á hverjum
tíma, verða landfrægir hálfguðir.
En þeir fara stundum flatt á því
jað sýna sig alla í 'bók, alveg eins
|og bráðsnjallir hagyrðingar, sem
eiga vísu á hverri vör, koðna nið-
ur, þegar þeir birtast f bók. Bók
er stórt orð, og þar falla goðin tíð-
um af stalli.
Eg las þvj sjálfsævisögu Ása í
Bæ með kvíðablandinni forvitni,
og eftir lesturinn verð ég að játa
að honum hefur reitt þar betur
af en ég þorði að vona. Björgunar-
bátur hans í þeim skipreika — því
að þetta er skipbrotssaga — er
snjallt málfar hans, karlmannleg
hreinskilni, hið kímireifa lífsskyn
og glaður hugur náttúrubamsins.
f þessum björgunarbát kemur hann
til lesandans í sögulok, keikur og
kátur, frá skipbrotinu mikla við
tröllhamra þeirra mannheima .sem
hann hugðist gista.
Ási í Bæ er svo listilegur frá-
sagnarmaður. að jafnvel gjaldþrot
og bankaraunir verða honum að
ævintýri. Hann segir glaðlega en
þó af djúpum sefa frá æsku sinni
og mótun í fersku og frjálsu lífi
— en síðan hefst sjómannssagan
og útgerðarbálkurinn. Lýsingar
hans af sjó, bátum, veiðum og
Ási í Bæ
mönnum eru oft og einatt frábær-
lega góðar, lifandi, sannar og sterk
ar. Það kemur í ljós í þessari bók
að Ási j Bæ er mikill draumamað-
ur, og draumar eru honum meira
alvörumál en lífið sjálft. Hann
veigrar sér við að gera að þeim
sama gys og hrakföllum vökunn-
ar. Stórútgerðarsaga hans er tölu
vert tilþrifamikil, en skiptin við
peningavaldið dálítið áfallasöm,
nokkur beizkja yfir gjaldþrotinu
fyrst í stað, en síðan nær hin
glaða bímni fullum tökum og ger-
ir sér mat úr öllu saman. En þó
kennir broddsins lengi í garð þess
ómennska valds, sem hefur haft
hann að leiksoppi. Þetta er
skemmtileg bók, leiftrandi af
kímni. Sjómannamálið sindrar og
glitrar, beitt og teprulaust, í
tungutaki hins alþýðlega málhaga.
Sögurnar eru stundum saltar, en
aldrei rammar. Þær dýpka samúð-
ina og bregða birtu á menn, en
vekja ekki aðhlátur á bak. Sjálfs-
ævisaga Ása í Bæ er góður ltestur
Hún er brotasöm sem aðrar bók-
menntir. en hann minnkar ekki
við þessa kynningu — og það er
frægum manni gótfc. A.K.
Nýlega komu út tvær bækur
eftir Axel Thorsteinsson, rithöf-
Xind. Bókaútgáfan Rökkur gefur
út. Bækurnar eru báðar á látlaus
mn og skemmtilegum búningi.
Fyrri bókin kom út i haust og
heiUr Ilorft inn í hreint hjarta.
Er það safn smásagna, sem flestar
hafa birzt áður í tímaritum og
bókum. Fyrsta sagan, samnefnd
bókinni, er að mestu ný. Það er
mjög athyglisverð og skemmtileg
saga. Sögurnar eru allar minning
ar frá fyrri striðsárunum 1914—
18. Höfundur var í her Banda-
manna nokkra mánuði í stríðslok
in og þess vegna verður frásögn
hans lifandi og sönn. Margar bæk-
ur hafa verið ritaðar um þann hild
arleik, en mér finnst þessar fát-
lausu sögur A. Th., sýna manni
betur en flest annað inn í þann
heim sorgar og þjáninga, sem
fylgir hernaði á öllum tímum. Sam
úð höfundar er rík og persónum
sagnanna lýst af nærfæmi og
skilningi. Sumar sögurnar eru
hreinustu periur, t- d. sagan Þung
spor. Slíkar sögur gleymast ekki.
Aðrar sögur eru glettnar og gam-
ansamar og allar vel sagðar. Það
er alkunnugt, að JL. Th. skrifar
gott mál og tilgerðarlaust. Ég
veit, að vinum og velunnurum A.
Th. þykir vænt um að hafa nú
fengið margar smásögur hans i
stórri og fallegri bók.
Önnur bók Axels er alveg ný
komin á markaðinn. Heitir sú
Framhald a bls. 15.
Breiðfirzkur samtín-
ingur úr síðustu leit
Bergsveinn Skúlason:
Breiðfirzkar sagnri III
Bókaútgáfan Fróði.
Heimtur Bergsveins Skúlasonar
á breiðfirzkum sögnum eru orðnar
drjúgar. Að líkindum hefur hann
í upphafi ætlað að láta eina bók
duga, en nú eru þær orðnar þrjár.
Þessi síðasta er þó þynnst- Auk
þess hefur Bergsveinn ritað all-
stóra bók um Breiðafjarðareyjar
og kallaði Um eyjar og annes.
Breiðfirzkar sagnir Bergsveins er
ýmiss konar samtíningur, sagnir
af kynlegum kvistum, slysförum,
reimleikum, sæförum og meriris-
bæncþim- Auk þess er nokkuð af
alþýðukveðskap. Nú mun Berg-
sveinn hugsa sér að láta göngum
lokið, og sé þetta þriðja og síðasta
skilarétt. Því til áréttingar lætur
hann nú fylgja nafnaskrá um öll
bindin. Þetta er orðið eigulegt
sagnasafn eins og önnur þau, sem
kennd eru til ákveðinna land-
svæða. Bergsveinn segir vel frá og
er athugull.
Breiðafjarðareyjar eru enn á
sínum stað, en samt eru þær sokk
ln byggð í sögu landsins. Hvort
sá tími kemur, að þær rísa á ný,
veit enginn, en ævintýrablærinn,
sem hvílir yfir lifinu þar, öldu
Framhald 4 bls. 15.
Bcrgsveiiin Skúlason