Tíminn - 23.12.1966, Qupperneq 14
14
TÍMINN
FOSTUDAGUR 23 descmber 1966
BÁTS SAKNAÐ ÚT
AF VESTFJÖRÐUM
EJ—Reykjavík, GS—ísa-
firði, fimmtudag.
í dag og kvöld var sakn-
að bátsins Svanur RE-88,
sem er 100 lesta skip. Síð-
ast var haft samband við
bátinn kl- 15 í dag ,og var
hann þá staddur 14—16 míl
ur norðvestur af Stigahlíð-
arhorni á Vestfjörðum. Var
hann þá búinn að draga
upp línuna og á leið í land.
Seint í kvöld hafði síðan
ekkert spurzt til bátsins.
Vont veður var á þessum
slóðum, norðaustan 7—8
vindstig, og samsvarandi
sjór.
Svanur, sem er trébátur, er
í leigu hjá Hraðfrystihúsinu í
Hnífsdal og munu 6 menn vera
á bátnum, allir frá Hnífsdal.
Mun frystihúsið (hafa hann á
leigu til áramóta.
Togarinn Víkingur var síðla
í kvöld staddur um 7 sjómílur
NV af Stigahlíðarhorni og var
að svipast um eftir bátnum, en
skilyrði eru mjög slæm, eins og
áður segir. Þá var Júpíter einn
ig á svipuðum slóðum í kvöld.
Ævintýri barnanna, Adda í mennta
skóla, Anna í Grænuhlíð og Kapp
flugið til tunglsins.
Að lokum er hér listi frá ein
um bóksala, sem ekki vill flokka
efstu bækurnar nákvæmlega eftir
röð, en segir að eftirfarandi bæk
ur skipi 10 efstu sætin.
Síðasta skip frá Singapore
(þýdd)
Landið þitt
Æskufjör og ferðagaman.
í fótspor feðranna
Þættir og drættir
Danskurinn í bæ
Síðustu ljóð Davíðs
Veislan í farángrinum (þýdd)
Karlar eins og ég
Orustan um Bretland (þýdd)
TOGARI
t ramnn .i
Ols lö
Á áttunda tímanum í kvöld
var farið að skjóta línu um borð
í togarann, en skipverjum gekk
illa að hafa hendur á
henni. Eftir fjórar eða fimm til-
raunir tókst það þó, og var þá
klukkan nokkuð gengin í níu.
KI. 9.15 var búið að koma fyrsta
skipverjanum í land. Gekk það
erfiðlega þar sem skipverjar höfðu
fest linuna of lágt, og maðurinn
fór því í sjóinn á leið til lands.
Erfitt reyndist að hafa samband
við skipverjana til þess að fá þá
til að laga þetta. Skipið er raf-
magnslaust og því allt myrkt um
borð í togaranum, enginn loft-
skeytamaður var um borð og eng
inn virtist skilja morse-sendingar.
Togarinn Northern Prince, og ann
ar togari, sem kom að síðar —
Prince Philip — reyndu báðir að
ná sambandi við togarann en árang
urslaust.
Þó tókst að fá línuna lagfærða
og gekk þá greiðlega að ná mönn
unurn í land. Voru þeir 17 komnir
í land um kl. 11 í kvöld, en skip-
• stjórinn einn eftir um borð. Neit
aði hann að yfirgefa skipið.
Fram eftir kvöldi var óljóst,
hversu margir voru um borð í skip
inu. Fyrst var álitið að þeir væru
um 20, en seint í kvöld var þó
ljóst, að þeir voru aðeins 18 með
skip'stjóranum.
Mennirnir voru fluttir að Heima
bæ og þar hlúð að þeim eftir föng-
um .Er þeir höfðu allir 17 náðst í
land, var hafizt handa um að
koma þeim til Ísafjarðar. A 12.
tímanum í k'völd var lagt af stað
með þá í nokkrum bifreiðum, en
jarðýta og' bíll með snjóplóg fóru
á undan til þess að halda veginum
opnum. Var búizt við að þeir
kæmu til ísafjarðar um kl. 00,30
í nótt, og ætlunin að þeir fengju
inni í húsi Hjálpræðishersins.
Töluverður sjór er kominn í tog
arann, m. a. í vélarrúm hans,. og
er talið mjög ólíklegt, að hann kom
ist út af sjálfsdáðum úr þessu.
Aftur á móti er ekki mikill sjór
á strandstaðnum, og þvi ekki bú-
izt við að skipið liðist sundur. Er
því talið, að skipstjóranum sé
hættulaust að dvelja um borð í
togaranum til monguns að því
leyti.
Togarinn mun upphaflega hafa
verið á leið til ísafjarðar vegna
bilunar á radar skipsins. Margir
togarar hafa leitað til ísafjarðar
í dag og kvöld vegna veðursins.
MORÐ
Framhald af bls. 1.
hjóna í Njarðvíkum 1. október sl.
Ekki var sími í íbúðinni,
en konan hringdi til lögreglunn-
ar í síma á efri hæð hússins. Eng-
inn var þar heima, en allar dyr
opnar svo konan átti auðvelt með
að kotoast í símann. Hún hringdi
tvisvar á lögregluna, þar sem
henni fannst biðin eftir að ein-
hver kæmi á staðinn nokkuð löng,
' sem vonlegt er undir slíkum kring
Um'Stæðum.
Konan var nokkuð ölvuð er
lögregla og sjúkraflutningsmenn
komu á staðinn, og auk þess var
hún í miklu uppnámi. Báðir hin-
ir látnu voru með áfengi á sér,
svo auðséð var að drykkja hefur
átt' sér stað þarna. Konan skýrði
svo frá að hún hafi verið sofandi
í næsta herbergi er atburðurinn
átti sér stað. Eyþór og Finn voru
báðir í íbúöinni er hún lagði sig
fyrir, en hún kveðst hafa vakn-
að við það, er Eyþór hafi hróp-
að upp nafn sitt, og þá hafi hún j
farið fram á ganginn og inn í;
stofuna. Sá hún þá báða liggjandi |
á gólfinu, og Eyþór enn greini-j
lega með einhverju lífsmarki.
Komst hún síðan í síma, eins og
áður greinir.
Finn Kol'björn Nilsen ko'm með
síldarbátnum Óskari Halldórssyni,
sem hann var háseti á, af mið-
unum fyrir austan á mánudaginn,
en á þriðjudaginn fóru þau hjón-
in saman til prests hér í borg-
inni, og þar hafði verið ákveðinn
skilnaður þeirra að borði og sæng.
Eftir því sem blaðið hefur fregn-
að ætluðu lögfræðingar þeirra að
ÞAKKARÁVÖRP
Mitt innilegasta hjartans þakklæti til allra þeirra er
minntust mín á 70 ára afmæli mínu 15. desember síðast-
liðinn með heimsóknum gjöfum og skeytum. Guð gefi
ykkur öllum gleðileg jól, og gott og farsælt komandi ár.
Theodór Teitsson, Almenningi V.Hún.
Hjartkær fóstra okkar,
Katrín Þorvarðardóttir
frá Stóru-Sandvík,
andaðist aS heimili sínu, StóragerSi 36, þ. 21. þ. m.
Systkinin.
ganga frá skilnaðinum hjá borg-
arfógetaembættinu í dag eða á
morgun.
Finn kom í íbúðina upp úr kl.
fimm í gær, fór þaðan, en kom síð
an aftur. Ekki er vitað nákvæm-
lega hvenær það var, en talið er,
þótt ekkert verði fullyrt, að hann
hafi komið aftur á meðan konan
svaf, og þá hafi þeir, — Finnur
og Eyþór hitzt. Eftir því sem kon-
an skýrir frá, þá ræddust þeir
við um þetta ástand, þ.e. brott-
flutninginn úr Njarðvíkum, skiln-
aðinn og svo það að Eyþór var
farinn að búa hjá konunni, að
mestu. Eyþór og konan voru nokk
uð drukkin, en Finn var ekki á'ber
andi ölvaður. Mörg atriði hafa
komið upp við rannsóknina, sem
benda til þess að enginn vafi
muni vera á, því að Finn hefur
framið verknaðinn. Fyrst er að
telja, að byssan, sem notuð var,
skammbyssa af gerðinni Ruby,
spænsk, var í eigu eins af skip-
verjanum á Óskari Ifal'ldórssyni,
og geymdi hann byssuna í skáp
um borð. Var hún þar síðast kl.
níu i þriðjudagsmorgiuninn, og
skotfæri hjá, og hennar ekki sakn
að fyrr en í dag, þegar að var
gáð. Sikápurinn var læstur, en lyk-
illinn stóð í skránni. Annað mik-
ilvægt sönnunargagn er bréf, sem
fannst í vasa Finns, og var það
stílað til tengdamóður hans. Bréf-
ið er dagsett í gær, og tímasett
klukkan sex síðdegis, og bendir
efni þess mjög til þess að sálár-
ástand hans hafi verið mjög öm-
urlegt. Segir hann í bréfinu að
eitthvað voðalegt komi fyrir, því
hann sé að verða brj'álaður.
Þá hefur við rannsókn komið,
í ljós að þrem skotum hafði veriðj
skotið úr byssunni, eitt lenti í!
sófa, rétt þar sem Eyþór lá, ann-j
að ofarlega í vinstra brjóst hans;
og stefndi niður og þriðja skot-|
inu skaut Finn i sig, upp í munn-
inn og upp í höfuðið.
Auk konunnar, hefur eigandi
byssunnar verið yfirheyrður.
Ekki er að sjá að nein átök
hafi átt sér stað í íbúðinni, en
eins og áður segir voru ekki aðr-
ir í húsinu, og enginn til frásagn
ar um atburðinn.
Finn Kolbjörn Nilsen var 34
ára gamall og hafði hann verið
kvæntur konunni í um tvö ár, en
alls hefur hann verið hér á
landi í um 11 ár. Konan er 38
ára gömul og áttu þau ekkert
barn saman.
Kristján Eyþór var 37 ára gam-
all, ættaður frá Patreksfirði.
alþm., Gils Guðmunds-son, al-
þm. og Einar Hannesson.
Vert er að hafa það í huga,
að framkvæmdanefndin, sem
þessir menn hafa vikið úr kem
ur reglulega saman á fundi oe
markar stefnu samtakanna.
Miðstjórn samtakanna, þar
sem Ifannibal er formaður, en
í henni sitja yfir hundrað
manns, kemur saman einu
sinni á ári. Það eru því níu
menn, undir forustu Guðmund
ar Hjartarsson, sem marka
stefnu Alþýðubandalagsins í
framtíðinni.
JACKIE
Framhair at hls 16
Look greiðir honum t.d. 665,000
dollara fyrir að fá að birta
kafla úr bókinni, og eitt fyrir-
tæki, sem gefur út bækur í vasa
bókarbroti, mun hafa boðið
milljón dollara fyrir réttindin
til þess að gefa bókina út í því
broti. Þó má búast við, að bók
in í útgáfu Harper & Row
verði metsölubók um langan
tíma og veiti fyrirtækinu og
höfundinum stórfé
Eins og áður hefur komið
fram hér í blaðinu, hefur mál
þetta valdið miklum blaðaskrif
um — og Jackie oft verið gagn
rýnd allharkalega í ýmsum
blöðum. Bandaríska tímaritið
Newsweek skrifar t.d. langa
grein um málið, og segir í lok
hennar, að deilan hafi greini-
legast sýnt, hversu ómögulegt
væri að ætla sér að hræra sam-
an reynslu fjölmargra og gera
að endanlegum sannleika. Ljóst
sé í þessu máli, að hvorki sé
hægt að fullnægja kröfum um
vernd einkalífsins né heldur
kröfum sagnfræðinnar.
Maður féll af
þaki 2ja hæða
húss áAkureyri
EJ-Reykjiavík, fimmtudag.
Um klukkan 11 í morgun féll
línumaður hjá rafveitunni á Akur-
eyri, Páll Emilsson, 0fan af þaki
tveggja hæða húss í Glerárhverfi.
Mun rann hafa slasazt eitthvað og
var fluttur í sjúkrahús. Var hann
enn á sjúkrahúsi seint í kvöld.
JÓLABÆKURNAR
Framhald aí bls 16
Björn sagði, að mjög margar
bækur fylgdu fast á hæla þeirra
bóka, sem taldar eru upp hér að
framan. Hann sgaði að það væri
áberandi nú hvað íslenzkir barna
bókahöfundar ættu vaxandi fylgi
að fagna, en 6 söluhæstu barna
bækurnar hjá Norðra væru: Anna
og Heiða, Dularfulli erfinginn,
LÍKKISTA
Framhald af bls. 1.
Byggingin fer inn í garðinn
á einum stað, og var Landsím-
anum fyrinskipað að hætta að
grafa, ef þeir rækjust á kistu,
og taka hana síðan upp með
varúð. Verður það væntanlega
gert á morgun, þegar búið er
að mæla á staðnum.
— Að vísu átti ég ekki von
á, að kista væri svona austar-
lega í garðinum, — sagði Lár-
us, — þetta er um tveim áln-
um austar en ég hafði gert ráð
fyrir að nokkur kista væri. En
garðurinn hefur verið orðinn j
svo þröngur. að þetta þarf ekki j
að vekja neina undrun. j
— Er nokkuð vitað um ald-
ur kistunnar? j
— Það getur maður ekkert
um sagt. En garðurinn við Suð
urgötu var íyrst notaður árið
1838 svo að það er fyrir þann
tíma, sem þessj kista er graf-
in. En vegna þess að kistu-
lokið er alveg heilt, og Loft
í kistunni, þá má gera ráð fyr-
ir að þetta hafi verið með síð-
ustu greftrunum á þessum stað.
— Hver fær svo þennan
fund til rannsóknar?
— Það er Þjóðminjasafnið
og Jón Stephensen, beinafræð-
ingur við Rannsóknarstofu Há
skólans, sem fá þau bein, sem
þarna kunna að koma upp, til
athugunar.
Brauðhúsið
LAUGAVEGl 126.
Smurt brauð
tjt Snittur
Cocktailsnittur
tþ Brauðtertur
S I M I 2-46-31.
BRIDGESTON E
H JÓLBARÐAR
ALÞYÐUBANDALAG
Framhals af bls. 1.
nefndinni, en í bréfinu lýsa
þeir því yfir, að þeir sjái sér
ekki fært að mæta á fundum
nefndarinnar fyrst um sinn.
Þeir fimm, sem skrifa undir
eru Hannibal Valdimarsson,
formaður Alþbl. Björi Jóns-
son, alþm., Alfreð Gíslason,
Síaukirt sala
BRIDGESTONEj
sannar gæðin.
Veitir aukið
öryggi i akstri.
BRIDGESTONE
ávallt fyrirliggjandi.,
GÓÐ ÞJÓNUSTA — I
Verzlun og viðgerðir.
Simi 17-9-84
Gúmmíbarðinn h.t,
Brautarholti 8,