Tíminn - 23.12.1966, Page 7
7
Fagru fiskur í sió
Fagur fiskur í sjó.
Tveir leika og sitja hvor móti
öðrum. Annar réttir fram annan
lófann, en hinn strýkur yfir hann
m'eð flatri hendi, hægum strokum
og mælir fram þessa þulu:
Fagur fiskur í sjó
brettist upp á halanum
með rauða kúlu á maganum.
Anda — Vanda
Gættu þinna handa.
Vingur — slyngur,
vara þína fingur,
fetta — bretta —
svo skal högg á detta!
Við sáðasta orðið reynir sá, er
fer með þuluna, að sló á lófa mót-
leikara síns, en hann reynir aftur
á móti að kippa að sér hendinni
á réttu augnabliki.
Hvíslingaleikur
Laufabrauð
Þrótt fyrir stökkbreytingar í ís-
lenzku þjóðiífi siðustu áratugina,
hafa ýmsir gamlir siðir haldizt og
lifað góðu iífi fram á þennan dag.
Einn þeirra er bakstur Laufa-
brauðsins fyrir jólin. Einkum mun
þessi siður rótgróinn í sumum
sveitum norðan lands, t. d. Eyja
firði og Skagafirði.
Hvernig er þá Laufabrauðið bú-
ið til? Við skulum slá upp í bók-
inni „Matur og drykkur" eftir
Helgu Sigurðardóttuir, þar segir
svo:
„1 fcg. hveiti
1V2 teskeið lyftiduft
1 teskeið salt
5—6 dl. mjólk
Fita til að sjóða í.
Mjóikin er soðin. Hveitið er sett
á borð, þar í blandað salti og lyfti-
dufti, og nú er mjólkinni, sem er
sjóðandi heit, hrært í. Hrært, þar
til það er alveg jafnt, en á að vera
vel þykkt. — Þá er deigið hnoðað
saman og nú er hnoðað, þar til
það er gljáandi, hart og sprungu-
laust, en það má ekki festast við
borðið, það á að vera seigt og
hart. — Hnoðað í lengjur, sem
skornar eru í jafnstóra bita. Bit-
arnir hnoðaðir milli handanna í
jafnar kökur, sem eru breiddar
svo þunnt út sem mögulegt. Þá
er kakan skorin eftir diski með
kleinuhjóli, og síðan skorin með
alls konar laufaskurð. Kökurnar
eru soðnar í feiti við mikinn hita
og eiga þær að vera ljósbrúnar.
Laufabrauð er helzt búið til fyrtr
jólin og er það gamall og góður
siður“.
Laufabrauðið hefur verið og er
aliþýðuréttur á jólum á landi hér,
ásamt hangikjöti og magálum. —
Börnum og unglingum þykir mjög
gaman að því að spreyta sig á
því að skera brauðið. Skurðurinn
reynir á hugmyndaflug og listræna
eiginleika þess, er sker og oft fer
það svo, að allt heimilisfól'kið
grípur í að skera. Koma þá oft
fram margs konar mynstur og má
segja að sum þerra séu orðin
„klassisk", eins og t. d. níu-blaða-
rós, jólatré o. fl.
Nú eru gömlu tré-potthlemm-
arnir úr sögunni, en þeir voru
mikið notaðir við laufabrauðs-
skurð í gamla daga. í stað þeirra
má nota hvaða slétta fjöl sem er,
en ekki er ráðlegt að skera á borð-
plötum. — Þegar kakan er tilbúin
til skurðar, má leggja hana sam-
an tvöfalda, þannig að hún myndi
eins konar hálfmána. Síðan eru
skáskornir stuttir skurðir í brotið.
Síðan er kakan tekin, henni snúið
í hálfhring og flett sundur. Þá
snúa oddarnir á laufunum upp og
frá manni. Takið með hnífsodd-
inum næstefsta laufið og sveigið
það aftur yfir sig og setið brodd-
inn á því fastan með því að styðja
á hann með hnífsoddinum. Takið
því næst lauf nr. 4 og sveigið
broddinn á því niður á broddinn á
laufi nr. 1 og setjið fast. Nr. 6
er sett á nr. 3 o. s. frv. Þegar
hver kaka er fullsikorin, þarf að
pikka hana með prjóni eða hnífs-
oddinum dálítið. Það hindrar það,
að alltof margar lofbbólur komi í
kökuna í suðunni.
Laufabrauðið er búið til nokkr-
um dögum fyrir jól. Það þolir vel
geymslu og sumir telja að það
jafnvel batni við dálitla geymslu.
Til eru sagnir um svo fagurlega
skornar laufabrauö.skökur, að eng-
inn tímdi að borða þær og loks
molnuðu þær niður.
Hvíslingaleikur.
Leikendur sitja í hring og hvísl
ar hver að þeim, sem situr til
hægri handar, nafni einhvers
(kunnugs) manns eða konu, en að
þeim, sem situr til vinstri handar
nafni á hlut eða dýri. Þegar allir
hafa hvíslað, hefur hver leikandi
fengið nafn á manni og nafn á hlut
eða dýri. Nú er það þrautin að
finna hvað er lífct og hvað er ólfbt
með því, sem leifcanda er gefið.
Leikendur sitja í hring um-
hverfis borð. í upphafi leiksins
er etthvað fislétt lagt á miðju
borðsins, t. d. fjöður eða bómull-
arhnoðri. Leifcurinn er fó'uin® í
Nú er byrjað eftir röð og segir sá
fynsti t. d.: „Ég fékk Guðmund
fjósamann og kartöflu. Hvoru-
tveggja er mórautt á litinn, en
kartaflan er notuð til að étast en
Guðmundur til þess að éta“. —
Eða: „Mér var gefin Rósa kaupa-
kona og köttur. Þau taka bæði til
fótanna, þegar þau sjá mús. Rósa
á undan henni, en kötturinn á
eftir henni“.
því, að hver einstakur reynir að
blása fjöðrinni á einhvern annan
en jafnframt varast það, að aðrir
get; blásið henni á sig. — Sá
er úr leik, sem fjöðrin festist við.
Blásið á fjörðina.
OG ERUNDAR ÞRAUTIR
\c ©
1. — Hvaða stúlka kemst í gegn-
um göngin til jólasveinsins?
2. Hver getur komizt inn til Bamba?