Alþýðublaðið - 12.01.1982, Síða 4

Alþýðublaðið - 12.01.1982, Síða 4
alþýðu ■ H hT'jT'J Þriðjudagur 12. janúar 1982 'Ctgéfandi: Alþýöuflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guðmundsson Stjórnmálaritstjórl og ábm.: Jón Baldvin Hannibalsson. Ritstjórnarfulltrúi: Guðmundur Arni Stefánsson. * Blaðamenn: Einar Gunnar Einarsson, ólafur Bjarni Guðnason og Þráinn Hallgrimsson., Útlitsteiknari og ljósmyndari: Einar Gunnar Einarsson. Gjaidkeri: Halldóra Jónsdóttir. Auglýsingar: Sigrfður Guðmundsdóttir. Dreifingarstjóri: Sigurður Steinarsson. Ritstjórn og auglýsingar eru að Siðumúla 11, Reykjavik, simi 81866. Askriftarsíminn er 81866 Amnesty með herferð gegn „mannshvörfum” Kúgunaraðferð þessi hefur færst i vöxt á siðasta áratug Amnesty International hefur hafið alþjóðlegar aðgerðir gegn ,,m annshvarfi”, sem er kúgun- araðfcrð ýmissa rikisstjórna viða um heim. Félagar úr starfshópi, er mun stjórna þessu starfi, þau Jóhanna Jóhannes- dóttir, Helgi Kristinsson og Baldvin Bjömsson sögðu i við- tali við hlaðið i vikunni, að lögð vrði áhcrsla á kynningu þessa málcfnis i fjölmiðlum. Þar á meðal verða grcinaskrif i blöö, dagskrá i útvarpi og væntanlega rinnig sýning sjónvarps á kvik- mynd um mannshvörf, sem gerð var fyrir tveimur árum. Valdir verða um 20 fangar úr úrtaki :t00 - 400 fanga og þeim gerð nokkur skil. Síðar i mánuð- inum vcrða kynningarnámskeið i bréfaskriftatækni þeirri er samtökin bcita til að hafa áhrif á stjórnvöld. Þcss má geta, að nú eru starfandi um 70 virkir fé- lagar Amnesty hér á landi, en stuðn ingsfélagar eru hátt á fjórða hundraö.Hérá landi mun aðgcrðin gegn „mannshvörf- um” standa i mánuð eða fram til janúarloka. Um hundrað deildir Amnesty I heiminum munu leggjast á eitt i þessu kvnningarstarfi. Með þessari skjótvirku og út- breiddu aðferð „mannshvarfi” hafa þúsundir manna verið numdir á brott og látnir „hverfa” á undanförnum árum að undirlagi yfirvalda — jafnvel hafa stundum einkennisklæddir lögreglumenn eða hermenn framkvæmt mannránið. Mis- i 1 ÍSLANDSDEILD L> amnesty p international Pósthólf 7124. 127 Reykjavik j ”MANNSHVARF”1982 ! i rétti þetta bitnar á fjölskyldu og vinum hins ,,horfna” og heldur öðrum, sem stjómin grunar um græsku, f skefjum. Heimildir sýna glögglega að „mannshvarfi” hefur verið beittí einu landinu á fætur öðru á undanförnum áratug — i Chile, Argentinu, Guatemala, E1 Salvador, Eþíópiu, Gineu, á Filipseyjum, i Alþýðulýðveldinu Yemen og i öðrum löndum. Auk fjöldamorðanna, sem áttu sér stað i Kampútseu undir Khmer Rouge og i Úganda á valdatim- um Idi Amin, vom einnig fjölda- margir látnir „hverfa”. Aðaleinkenni kúgunaraðferð- ar þessarar er, að enginn kann skil á hinum handteknu, þeir eru „horfnir” án vegsum- merkja, og stjórnvöld segjast enga vitneskju hafa um dvalar- stað þeirra eða ferðir. Vitaskuld er óttast um lif fjölda fórnar- lambanna. Aðstandendum er jafnvel einnig varnað að syrgja hinn „horfna”, fjölskylda hans verð- ur að búa við stöðuga óvissu. Það ber við að fjölskylda „horf- ins” manns fær fregnir um, að hann hafi sést I fangabúðum, t.d. getur komið fyrir að fangi, sem látinnhefur verið laus geti skýrt frá sliku. Oftast liða þó vikur, mánuðir og ár án nokk- urra frekari fregna. t Guatemala, þar sem þús- undir manna hafa horfið, hafa mörglik fundist, sem hafa verið sködduð, svo að þau þekkist ekki. I Argentinu hafa, að þvi að talið er, „horfið” fimmtán þús- und manns siðan stjórnarbylt- ing varð 1976. Tók þá herfor- ingjastjórn við völdum og stofn- aðihún fjöldamargar leynibúðir i ýmsum héruðum landsins. Pyntingar voru algengar og margir fanganna eru taldir af, enda þótt stjórnvöldi neiti enn að gera grein fyrir þeim. Félagar Amnesty Internat- ional um allan heim vilja með bréfum, beiðnum, plakötum, fundum og öðrum ráðum beina athygli manna að allmörgum hinna „horfnu” fanga. Má þar nefna verkalýðsleiðtoga á Fil- ipseyjum, verslunarmann i Za- ir, trúarleiðtoga i Eþiópiu, kennara I Alþýðulýðveldinu Yemen. Þessi herferð Amnesty Inter- national hefur það einnig að markmiði að auka og efla við- leitni annarra aðila, sem leitast við að hamla gegn kúgunarað- ferð þessari: Sameinuðu þjóð- irnar lita alvarlegum augum á vandamálið. Hafa þær skorað á rikisstjórnir aðildarrikja að hafa samstarfum aðfinna fórn- arlömbin og að binda endi á mannréttindabrot af þessu tagi. Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hefur komið á fót vinnuhópi, sem safnar gögnum og krefur yfirvöld um upplýs- ingar. Þegar að fyrstu starfsári liðnu skýröi vinnuhópurinn frá, að nokkrir þeir fangar, sem hann hefði leitað að, hefðu fund- ist og verið látnir lausir. Þ. Ingimar Jónsson skólastjóri látinn Ingimar Jónsson skólastjóri lést þann 7. þ.m. niræður aö aldri. Ingimar var fæddur i Hörgs- holti, Hrunamannahreppi sonur hjónanna Jóns Jónssonar og Sesseliu Guðmundsdóttur. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Flensborg árið 1911, kennara- prófi 1913 stúdentsprófi frá Menntaskólanum i Reykjavík 1916 og útskrifaðist guðfræöing- ur úr Háskóla tslands árið 1920. Ingimar Jónsson átti við- burðarika æviað baki. Hann var kennari við Flensborg og seinna prestur að Mosfelli i Grimsnesi 1922 - 28. Frá þvi hann lét af prestsstörfum gerðist hann skólastjóri Gagnfræðaskóla Reykjavíkur (seinna Gagn- fræðaskóla Austurbæjar) 1928 - 53. Hann gegndi ýmsum trúnað- arstörfum fyrir Alþýðuflokkinn allt frá árinu 1930 m.a. sat hann i niðurjöfnunarnefnd, yfir- skattanefnd Reykjavikur, i hreppsnefnd Grimsneshrepps. t skólamálanefnd og i þjóðleik- húsráði. Ingimar átti sæti i stjórn Alþýöusambands lslands vg i stjórn Alþýðuflokksins árin 1932 - 54. 1952 var hann sæmdur ridciarakrossi hinnar islensku fálkavrðu fyrir störf sin. Ingim ar Jónsson var kvæntur Elinborgn Lárusdóttur rithöf- undi. Alþýðublaðiö mun minnasl Ingimars Jónssonar siðar. Fram nú allir í röð .. Hjólum aldrei samsíða á vegum |JUMFERÐAR HUS TIL SÖLU Reykjavikurborg auglýsir til sölu húseignina að Bröttu- götu 6, hér i borg. Húsið er timburhús að hlöðnum sökkli, byggt 1907. Grunnflötur húss brúttó 113 ferm •. Grunnflötur alls brúttó 305 ferm Rúmmál alls brúttó 920 ferm . Gólfflötur alls nettó 202 ferm. Húsinu fylgja leigulóðarréttindi. Útboðsgögn fást hjá undirrituðum dagana 12—15. janúar og skal miða tilboð við skilmála þeirra. Húsið verður til sýnis dagana 13.—17. janúar kl. 10—17. Tilboöum skal skila til undirritaðs og verða þau opnuö i skrifstofu minni, Austurstræti 16, fimmtudaginn 21. janúar n.k. kl. 11.00 að viðstöddum bjóðendum. Bæjarritarinn i Reykjavik 7. janúar 1982 FLOKtöSTARF Auglýsing um framboðs- frest fyrir prófkjör vegna borgarstjórnarkosn- inga í Reykjavík Fulltrúaráð Alþýðufiokksins i Reykjavik samþykkti á fundi 10. desember sl. að prófkjör um skipan framboös- lista Alþýðuflokksins við borgarstjórnarkosningar I Reykjavik 1982 fari fram dagana 13. og 14. febrúar. Kosið verður um skipan sex efstu sæta. Prófkjör er bindandi ef frambjóðandi, sem . kjöri nær, fær a.m.k. 20 af hundraði kjörfylgis Alþýðuflokksins við sið- ustu borgarstjórnarkosningar i Reykjavik. Prófkjör er einnig bindandi ef frambjóðandi verður sjálf- kjörinn Kosningarétt hafa allir þeir sem orðnir eru 18 ára, eiga lögheimili i Reykjavik og ekki eru flokksbundnir i öðrum stjórnmálaflokki. Kjörgengihafa þeir sem hafa meðmæli minnst 50 manna, sem flokksbundnir eru i félögum Alþýðuflokksins i Reykjavik og uppfylla lagaskilyrði um kjörgengi til Alþingis. Tillögur um framboð ber að senda formanni kjörstjórnar Asgeiri Agústssyni, á skrifstofu Alþýðuflokksins við Hverfisgötu i Reykjavik. Framboðsfrestur er til kl. 24.00 miðvikudaginn 20. janúar n.k. Tillögur um framboð sem siðar koma fram verða ekki teknar til greina. Kjörstjórn Auglýsing um prófkjör Alþýðuflokksins í Hafnarfirði um skipan framboðslista við bæjarstjórnarkosningar 1982 Prófkjör um 4 efstu sætin á framboðslista Alþýðuflokksins illafnarfirði við bæjarstjórnarkosningarnar 1982 fer fram dagana 6. og 7. febrúar 1982. Niðurstöður prófkjörs eru bindandi um skipan sætis á framboðslista hafi frambjóðandi hlotið I viðkomandi sæti 1/5 hluta af atkvæðafjölda Alþýðuflokksins við sfðustu bæjarstjórnarkosningar I Hafnarfirði. Kosningarétt I prófkjörinu hafa allir þeir sem lögheimili eiga í Hafnarfirði og orðnir verða fullra 18 ára þann dag sem bæjarstjórnarkosningarnar fara fram og eru ekki flokksbundnir I öðrum stjórnmálaflokkum. Framboðsfrestur rennur út sunnudaginn 17. janúar 1982 kl. 24.00. Framboðum skal skila til formanns kjörstjórnar Hrafn- kels Asgeirssonar Miðvangi 5, Hafnarfirði. Framboðum skulu fylgja meðmæli minnst 25 flokksbund- inna Alþýðuflokksmanna I Hafnarfirði. Meðmælendur skulu hafa náð 18 ára aldri þegar bæjarstjórnarkosn- ingarnar fara fram. Tillögum um framboð skal fylgja skriflegt samþykki þess, sem tillaga er gerð um. Heimilt er frambjóðanda að ráða hve ofarlega hann vill stilla sér I sætiog skal það þá tekið fram, enda býður hann sig einnig i öll sæti þar fyrir neðan. Sé ekkert sllkt tekið fram er frambjóðandi í framboði í öll sætin fjögur. 1 kjörstjórn: Hrafnkell Ásgeirsson. Guðrún Guðmundsdóttir. Einar Rafn Stefánsson. Prófkjörstilkynning Þeir Alþýðuflokksmenn er hyggjast gefa kost á sér i próf- kjöri Alþýðuflokksins vegna komandi bæjarstjórnarkosn- inga i Keflavik, sem fram fara 13 og 14 febrúar 1982 skal bent á að skilafrestur framboðsgagna er fimmtud. 14. jan. að Hringbraut 106 milli kl 20—22. Vegna afhendingu með- mælendalista skal bent á sima 1240 og 3229. F.H. Alþýðuflokksfélaganna i Keflavík Kjörstjórn. Kópavogur Alþýðuflokksfélag Kópavogs heldur fund að Hamraborg 7, þriðjudaginn 12. jan. kl. 20.30. Fundarefni: 1. Sameiginleg prófkjör i Kópavogi. 2. Undirbúningur bæjarstjórnarkosninga. 3. önnur mál. Stjórnin.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.