Alþýðublaðið - 19.01.1982, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.01.1982, Blaðsíða 2
2 Þriðjudagur 19. janúar 198: rfllTSTJÓRNARGREIN------------------------------- „Kanntu brauð að baka ...?” Útreið Steingríms Hermannssonar, í viðureign hans við Ingólf Ingólfsson, málsvara sjómanna í eftir- minnilegum sjónvarpsþætti s.l. föstudagskvöld, er táknræn fyrir stöðu rikisstjórnarinnar, að lokinni rimmunni um sjómannasamninga, fiskverð og geng- isfellingu. Steingrímur kom út úr þessari viðureign með „klof- inn hjálm og rofinn skjöld, brynju slitna, sundrað sverð og syndagjöld", eins og Bölu-Hjálmar orti, I Ingólfi Ingólfssyni hafa sjómenn eignast verkalýðs- leiótoga i þungavigtarf lokki, hafi þeir ekki vitað það áður., Alltsem fyrir ríkisstjórninni vakti i málsmeðferð- inni fór í handaskolum. Vikum saman tönnlaðist Svavar Gestsson á því, að hér væri við lítinn vanda að fást: Fiskverðshækkuntil útgerðarætti að halda í lág- marki, til þess að forðast meiri háttar gengisfellingu. Kjör sjómanna væri auðvelt að bæta með því að af- nema olíugjald af óskiptu, og stofnfjárgjald fiski- skipa. Þegar sjómenn tóku ráðherrann á orðinu, reyndust þau ómerk ómagaorðin. Ráðherrann kunni engin ráð til að bæta útgerðinni það tugmilljarðatjón, sem í tillögunni fólst. Áður vildi Svavar leysa „efna- hagsvandann" með því að afhenda atvinnurekendum gjaldeyrisvarasjóð þjóðarinnar. Líka það reyndist marklaus áróður, enda ekki vitglóra í slíkum tillögum. Þá lýstu þeir því yf ir, Gunnar Thoroddsen og Svav- ar Gestsson, að ríkisstjórninni kæmi kjarasamningar sjómanna og fiskverðsákvörðun ekki við. útgerðar- menn og sjómenn mættu sjálf ir bera f janda sinn. Um það væri ekki nema gott eitt að segja, að sjómenn og útgerðarmenn lýstu verkf alli og verkbanni, til þess að „reka á eftir sjálfum sér". Þvert ofan í þessar yfirlýsingar var Steingrímur Hermannsson gerður út af örkinni, í f ullu umboði rík- isstjórnarinnar, með miðlunartillögur, sem hafnað var af öllum aðilum. þvinæst þverneitaði ríkisstjórnin að staðfesta til- lögur Seðlabankans um gengisfellingu, eða gera að öðru leyti grein fyrir svokölluðum efnahagsráðstöf- unum, fyrr en fiskverð lægi fyrir. Þannig var við- skiptalegum landamærum landsins lokað í heila viku, eins pg um hernaðarástand væri að ræða. Þá var sagt aðfyrir ríkisstjórninni vekti, að ná samstöðu um fisk- verð og þ.a.l. sjómannasamninga, með fiskseljend- um. Á seinustu stundu var það samkomulag rof ið. Full- trúa rikisstjórnarinnar í yfirnefnd var nú vikið til hliðar og Steingrímur samdi sjálfur við fiskkaupend- ur, að lokinni ákvörðun ríkisstjórnar um gengisfell- ingu. En jafnvel þessi síðbúna tilraun til að sýna af sér skörungsskap, að hætti röskra drengja, entist ekki sól- arhringinn. Steingrímur tapaði málinu strax í sjón- varpinuaðkvöldi dags. Daginn eftirrifti ríkisstjórnin samkomulaginu við f iskkaupendur, samdi um hærra f iskverð og neyddist til að lýsa því yf ir að í kjölfarið fylgdi 3% gengisfelling til viðbótar. þannig var þessi örvæntingarfulla viðureign ríkis- stjórnarinnar við af leiðingar eigin óstjórnar orðin að einum samfelldum hrakfallabálki. öll afskipti ríkis- stjórnarinnar af málinu höfðu orðið til þess eins að gera illt verra. Niðurstaða atvinnuleysisráðherrra Al- þýðubandalagsins, að fengnum þessum lexíum stétta- baráttunnar, var sú, að efnahagsmálin væru þrotlaust strit. Honum er hér með bent á að rif ja upp ritgerðir Guðmundar Finnbogasonar prófessors, um að meira vinni vit en 'strit. Með þrotlausu striti hefur Svavari og samráðherr- um hans tekizt að f ella gengið tvisvar á þremur sólar- hringum. Þrátt fyrir þrotlaust strit tókst ekki að semja um fiskverð nema til 28. feb. Og bátakjarasamningar í Reykjavík og samningar sjómanna á stóru togurunum felldir. Og svo eru það syndagjöldin: Hvað er til ráða til að koma í veg fyrir að ríkisstjórninni skoli fyrir borð í þeirri verðbólguholskeflu, sem nú er að rísa? Fjár- málaráðherrra segir: Skattahækkanir til að auka nið- urgreiðslur til þess að falsa enn frekar framfærslu- vísitölu. „Drullukökubakstur" segjrvf lokksbróðir ráð- herrans, forseti ASI. „Ég get út af fyrir sig tekið und- ir þaðmeð Asmundi..." segir formaður röskra stráka i Framsókn. „Við þurfum að ráðast að meininu" — segir Steingrímur i Tímaviðtali: „Vísitölukerfinu, verðmyndunarkerfinu, viðskiptahallanum, hinum geigvænlegu erlendu lántökum, óstjórninni í fjárfest- ingarmálum og peningamálum. „Það verður að marka ákveðna stefnu með tilliti til stöðu atvinnuveg- anna" — segir Steingrímur. Það var og. Er það ekki nokkuð seint i rassinn grip- ið, eftir tveggja ára þrotlaust strit við „drulluköku- bakstur" skv. .forskrift Alþýðubandalagsins? — jgH leiklist A litla sviðinu í Þjóðleikhúsinu A litla sviðimi i Þjóleikhúsinu Kisuleikur Höfundur: Istvan Örkeny Þýðing: Karl Gu'ðmundsson og Hjalti Kristgeirsson I-ýsing: Páll Ragniirsson I.eikmynd og búning'ar: Sigurjón Jóhannsson I.eikstjórn: Benedikt /írnason Ungverjinn Istvan örkeny er ekki með öllu ókunnur íslend- ingum, þvi að fyrir nokkrum árum sýndi Leikfélag Reykja- vikur eitt vinsælasta leikrit hans „Það er kominn gestur”. Undirrituð sá ekki þá sýningu og þekkir litið til þessa höfundar nema af afspurn. Hann er svo til eini ungverski leikritahöfundur- inn sem náð hefur umtals- verðum árangri utan heima- lands sins, og hafa jafnvel sum leikrita hans gengið mánuðum saman i þekktustu leikhúsum Evrópu. Þeirra á meðal er Kisuleikur, sem frumsýndur var á Litla sviði Þjóðleikhússins i seinustu viku. A yfirborðinu er Kisuleikur notaleg gamansaga um hinn ei- lifa þrihyrning ástarinnar. Frú Orban er miðaldra ekkja i Budapest. Vinur hennar, Viktor,, Bryndís Schram skrif er gamall óperusöngvari og skúrkur, sem stingur af með bestu og einu vinkonu frú Orban, Pálu, sem lika er ekkja. Systir frú Orban kemur lika mikið viðsögu, en hún býr i veL- lystingum praktuglega vestan járntjalds ásamt syni sinum uppkomnum ogfjölskyldu hans. Þær systur eru mjög sam- rýmdar, þó að langt sé á milli og skrifa hvor annarri löng og itar- leg bréf um allt, sem á dagana drifur. Er leikritið byggt á bréfaviðskiptum þeirra systra. Undir niðri er þetta lifssaga tveggja ólikra kvenna, skrifuð af svo miklum næmleik og skilningi, að maður gefur sig al- gerlega á vald efninu og finnst að lokinni sýningu erfitt að slita sig burt úr annarlegum heimi þessara sérkennilegu systra. Þær túlka tvenns konar lifsvið- horf, tvær ólikar manngerðir, sem skipta hvor um sig miklu máli i mótun heimsins. Önnur kann fótum sinum forráð, rasar aldrei um ráð fram, tekur enga áhættu. í hennar lifi gerist aldrei neitt óvænt, i þvi felst öryggið. Systir hennar, aftur á móti, lætur tilfinningarnar hlaupa með sig i gönur, hún lætur það eftir sér að verða ást- fangin, velja sér liti og lif að eigin geðþótta, en ekki eins og aðætlast til af henni. Hún er alltaf að gera skissur, verða fyrir vonbrigðum, upplifa óhamingjuna. En þannig lærir hún lika að þekkja hina miklu hamingju. Og hún sér ekki eftir neinu. Svona vill hún lifa lifinu. Hún á ekkert og er ekkert, samt er hún öfunduð af stóru systur, sem ekkert skortir af veraldar gæðum. Textinn er mjög litrikur, skrifaður af skáldlegum inni- leik, sem heldur manni föngnum. Stóran þátt i þvi á auðvitað þýðandinn Karl Guðmundsson, sem fer á kostum. Efniviðurinn er frábær, og úrvinnslan ekki siðri. Fiskverð__________________1 ari hækkun fiskverðs til sam- komulags milli aöila i yfirnefnd Verðlagsráðs, þar sem fyrir liggur loforð sjávarútvegsráö- herra um að kostnaðarauki vegna þessa, sem nemur nær 2% af tekj- um, verði fiskvinnslunni að fullu bættur með aðlögun gengis eða öðrum jafngildum hætti innan tveggja til þriggja vikna. 1 yfirnefndinni eiga sæti: Ólaf- ur Daviðsson, forstjóri Þjóðhags- stofnunar, sem er oddamaður nefndarinnar, Ingólfur Ingólfsson Bygginganefnd Seljaskóla óskar eftir tilboðum í byggingu íþróttahúss við skólann. Húsið er byggt úr forsteyptum ein- ingum og er hér um að ræða gerð hússins frá botnplötu og til þess að vera að mestu tilbúið undir tréverk. Útboðsgögn munu verða afhent á Fræðslu- skrifstof u Reykjavíkur, Tjarnargötu 12 f rá og með þriðjudegi 19. janúar n.k. gegn 2500.00 króna skilatryggingu. Tilboðum skal skila á sama stað og verða þau opnuð þar 9. febrúar n.k. kl. 11.00 f.h. Jgj Þjónustuíbúðir alcðraðra fifiÍ Da'braut 27 — • Reykjavík Óskum eftir að ráða starfsmenn i eftirtal- in störf 1. Við ræstingar 60% starf 2. Starfsmann i eldhús (afleysing) 70% starf. Laun skv. launataxta starfsmannafélags- ins Sóknar. Upplýsingar veitir forstöðumaður frá kl. 13-15 daglega. og Kristján Ragnársson, fulltrúar seljenda og Eyjólfur Isfeld Eyjólfsson og Friðrik Pálsson, fulltrúar kaupenda. Yfirnefndin mun siðar ákveða fiskverð frá 1. mars til 31. mai. ||ffiERaw Þetta umferðarmerki táknar að innakstur er öllum bannaður — einnig þeim sem hjólum aka. UTBOÐ Tilboð í lögn Elliða Hitaveitu Reykja' hent á skrifstofu 1.500 kr. skilatrygi á sama stað miðvi f.h. IN'NKAUPASTOFNUN Fríkirkiuvcgi Styrkir tilNoregf Stjórn sjóðsins Þjóðhál umsóknum um styrki ú Samkvæmt skipulagsi auðvelda íslendingum: skal veita viðurkenndi lögðum hópum ferðast samskipti þjóðanna t.d um, eða kynnisferðum velli, þ.e.a.s. ekki eru norrænum mótum, ser löndunum. Ekki skal ú linga, eða þeirra sem I skipulagsskránni seg að veita styrki, sem r umsækjendur sjálfir b Hér meðer auglýst efti uppfylla framangreind hvenær ferð verður fa fararinnar. Áuk þess s er fram á. Umsóknir óskast send ráðuneytinu, Stjórnar febrúar n.k..

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.