Alþýðublaðið - 19.01.1982, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.01.1982, Blaðsíða 3
> Þriðjudagur 19. janúar 1982 3 ar Kisuleikur er einmitt þess konar leikrit, sem Benedikt Árnason brillerar i, hefur bezt vald á. Allt er spilað á lágu tón- unum, hvergi ofkeyrt, hvergi smekkleysur. Textinn fær aö njóta sin, allt kemst til skila, undirstrikað finlegum en sterkum dráttum. Stjarna kvöldsins var Herdis Þorvaldsdóttir. Það var engu likara en hlutverkið væri skapað fyrir hana. 1 hennar meðförum varð frú Orban væntumþykjanleg persóna, stór i sniðum, örlát, fljótfær, ein- föld en samt vitur. t>að var hrein unun að því að fylgjast með henni þessa kvöldstund. Það var lika gaman að sjá Guðbjörgu Þorbjarnardóttur, sem er ein af okkar traustustu leikkonum. Á frumsýningu var eins og Guðbjörg væri ekki alveg i essinu sinu, eitthvað óöryggi spillti leik hennar, svo að hann náði ekki fullkomnum tökum á manni. Engu að siður var Giza mjög sterk og stilfáguð i höndum Guðbjargar. Þóra Borg kemur fram i litlu hlutverki, en tekst samt að skapa eftirminnilega persónu. bað gerir Þorsteinn Hannesson lika i gervi skúrksins Viktors. Leikmáti hans stingur að visu i stúf við hina. en Þorsteinn dregur upp trúverðuga mynd af fyrrverandi glæsimenni og kvennabósa. Bryndis Péturs- dóttir leikur hina slóttugu Pálu á ísmeygilegan hátt, og þær Margrét Guðmundsdóttir og Þórunn Magnea léku báðar eins og höfundur og leikstjóri hefðu helzt kosíð. Þessi sýning i leikhús- kiallaranum lætur kannski litið yfir sér, en engu að siður býr hún yfir skáldlegum krafti og mannlegu innsæi, sem heldur manni föngnum löngu eftir að ljósin eru slokknuð. Bryndis Schram 85 ára Áttatíu og fimm ára er í dag , 19. jan. Elínborg Elísdóttir vistkona á Hrafnistu í Hafnarfirði. Hún verður stödd i dag I hjá dóttur sinni Bröttu- kinn 15 Hafnarfirði. ivogsæðar, 3ja áfanga fyrir i/íkur. Otboðsgögn eru af- vorri Fríkirkjuvegi 3, gegn gingu. Tilboðin verða opnuð kudaginn 17. feb. n.k. kl. 11. REYKJAVÍKURBORGAR 3 - Simi 25800 ifarar tiðargjöf Norðmanna auglýsir eftir r sjóðnum vegna Noregsferða 1982 skrá er tilgangur sjóðsins „að aö ferðast til Noregs. 1 þessu skyni im félögum, samtökum, og skipu- yrki til Noregs i þvi skyni að efla . með þátttöku i mótum, ráðstefn- , sem efnt er til á tvihliða grund- veittir styrkir til þátttöku i sam- n haldin eru til skiptis á Norður- ithlutað ferðastyrkjum til einstak- eru styrkhæfir af öðrum aðilum.” ;ir einnig, að áhersla skuli iögð á enna til beins ferðakostnaðar, en eri dvalarkostnað i Noregi. r umsóknum frá þeim aðilum, sem skilyrði. 1 umsókn skal getið um rin, fjöida þátttakenda og tilgang ka'l tílgreina þá upphæð, sem 'farið ar til stjórnar sjóðsins, Forsætis- ráðshúsinu, Reykjavik, fyrir 15. LESANDABRÉF Hr. ritstj.: Fimmtudaginn 7. jan. sl. segir Þagall á baksiðu Alþýðubl., aö allt landið sé, að sögn Morgunblaösins i kaldakoli — nema Stykkishólm- ur að sögn fréttaritara blaðsins þar (Arna Helgasonar). Kunnugum kemur þetta ekki á óvart: A.H. er nefnilega einn úr tiltölulega smáum hópi ihaldsmanna, sem áratugum saman hafa lifað og hrærzt i sælli trú á Gunnar Thoroddsen. (Innan sviga: Kannski A.H. hafi „frelsast” á stjórnmálanámskeiði 1938?). Annað dæmi um trúarofstæki sömu tegundar má heyra og sjá annan hvern dag hjá fréttamanni sjónvarps, Ólafi Sigurðssyni (vigslubiskups Pálssonar, er lætur Gunnar Thoroddsen vaða elginn þar, hvenær sem færi gefst, ellegar hefur eftir Gunnari Thoroddsen „visdóms- orð” hans. Meö þökkum fyrir birtingu, vinsamlegast Guðm. Guðmundsson. Auglýsing um framboðsfrest fyrir prófkjör vegna komandi bæjar- stjórnarkosninga i Kópavogi Alþýðuflokksfélag Kópavogs hefur ákveöið að taka þátt i sameiginlegu prófkjöri stjórnmálaflokka i Kópavogi, sem fer fram laugardaginn 6. mars 1982. Samkvæmt reglugerð um prófkjörið skulu framboðslistar skipaðir mest 18 frambjóðendum. Kjörgengi hjá Alþýðu- flokknum i Kópavogi hafa allir þeir, sem hafa meðmæli minnst 15 manna, sem eru flokksbundnir i félögum Al- þýðuflokksins i Kópavogi, og uppfylla lagaskilyrði um kjörgengi til sveitarstjórna. Prófkjör er bindandi ef frambjóðandi, sem kjöri nær, fær a.m.k. 20 af hundraði kjörfylgis Alþýðuflokksins við siöustu bæjarstjórnarkosningar i Kópavogi. Prófkjör er einnig bindandi ef frambjóðandi verður sjálfkjörinn. Allir frambjóðendur verða að gefa kost á sér i 1. sæti á framboðslistanum og að öðruleytihlita lögum um prófkjör Alþýðuflokksins. Kosningarétt hafa allir Kópavogsbúar sem orðnir eru 18 ára og eiga lögheimili i Kópavogi. Tillögum um framboð ber að skila á stööluöu eyðublaði, sem gefið er út af Alþýðuflokksfélagi Kópavogs og liggur frammi hjá Jóni H. Guðmundssyni Alfatröð 5 Kópavogi, en hann mun einnig taka við framboðum. Tillögur um framboð þurfa að hafa borist fyrir kl. 22.00 föstudaginn 5. febrúar 1982. Framboð sem koma eftir þann tima verða ekki tekin til greina. STJÓR ALÞVUÐFLOKKSFÉLAGS KÓPAVOGS. Auglýsing um prófkjör á Akureyri, framboðsfrestur og prófkjörs- dagur vegna bæjarstjórnarkosninga 1982 Fulltrúaráð Alþýðuflokksfélaganna á Akureyri samþykkti á fundi sinum þann 9. janúar 1982, að prófkjör um skipan efstu sæti á lista Alþýðuflokksins við bæjarstjórnarkosn- ingar á Akureyri 1982 fari fram þann 28. febrúar n.k. Kosið verður um skipan 6 efstu sæta. Viðhöfð verður utankjörfundaratkvæðagreiðsla, en nánar tilkynnt um hana sfðar. Skv. flokkslögum er prófkjör bindandi um skipan á fram- boðslista hafi frambjóðandi hiotið I viökomandi sæti 1/5 hluta af atkvæðafjölda Alþýðuflokksins við siðustu bæjar- stjórnarkosningar á Akureyri 1978. Prófkjör er einnig bindandi, verði frambjóðandi sjálfkjör- inn. Kosningarétt i prófkjörinu hafa allir þeir, sem lögheimili eiga á Akureyri og orðnir verða fullra 18 ára þann dag, sem bæjarstjórnarkosningarnar fara fram og eru ekki flokksbundnir i öðrum stjórnmálaflokkum. Kjörgengir eru allir þeir, sem hafa meðmæli minnst 25 fiokksbundinna Alþýðuflokksmanna á Akureyri og skulu meðmælendur hafa náð 18 ára aldri, þegar bæjarstjórnar- kosningarnar fara fram. Tillögum um framboð skal fyigja skriflegt samþykki þess, sem tillaga er gerð um. Framboðsfrestur rennur út laugardaginn 6. febrúar 1982 kl. 24.00 og skal framboðum skilað til formanns fulltrúa- ráðsins, Snæiaugs Stefánssonar, Viðilundi 8 c, Akureyri. Framboð, sem berast kunna eftir ofangreindan tima verða ekki tekin til greina. Stjórn Fulltrúaráðs Alþýðuflokksfélaganna Jfc RÍKISSPÍTALARNIR lausar stödur LANDSPÍTALINN AÐSTOÐARLÆKNIR óskast við Barna- spitala Hringsins i námsstöðu til 1—2 ára frá 1. mai n.k. Umsóknir er greini frá menntun og fyrri störfum ásamt vott- orðum þar um, sendist Skrifstofu rikis- spitalanna fyrir 1. mars n.k. AÐSTOÐARLÆKNIR óskast frá 1. mars n.k. til 4—6 mánaða. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist Skrifstofu rikisspitalanna fyrir 17. febrúar n.k. Upplýsingar um ofangreindar stöður veitir forstöðumaður Barnaspitala Hringsins i sima 29000. SVÆFINGAHJOKRUNARFRÆÐINGAR óskast sem fyrst á svæfingadeild. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri Landspitalans i sima 29000. HJÚKRUNARFRÆÐINGAR óskast i hlutastöður á öldrunarlækningadeild. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri Landspitalans i sima 29000. FóSTRUR óskast bæði til dag- og kvöld- vinnu á barnaheimili spitalans (Sólhlið). Upplýsingar veitir forstöðumaður barna- heimilisins i sima 29000 ( 591). KLEPPSSPÍTALINN HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRI Óskast á deild X. frá 15. febrúar. HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRI óskast á deild XI. frá 15. febrúar. HJÚKRUNARSTJÓRI óskast strax á næturvaktir. HJÚKRUNARFRÆÐINGAR óskast einnig sem fyrst á hinar ýmsu deildir spitalans. Upplýsingar um störf þessi veitir hjúkr- unarforstjóri Kleppsspitalans i sima 38160. FóSTRA óskast sem fyrst á Geðdeild Barnaspitala Hringsins við Dalbraut. Upplýsingar veitir hjúkrunarstjóri deildarinnar i sima 84611. Reykjavik 17. janúar 1982. RÍKISSPÍTALARNIR FLOKKSSTARF Auglýsing um framboðs- frest fyrir prófkjör vegna borgarstjórnarkosn- inga í Reykjavík Fulltrúaráð Alþýðuflokksins i Reykjavik samþykkti á fundi 10. desember sl. að prófkjör um skipan framboðs- lista Alþýðuflokksins við borgarstjórnarkosningar I Reykjavik 1982 fari fram dagana 13. og 14. febrúar. Kosið verður um skipan sex efstu sæta. Pró.fkjör er bindandi ef frambjóðandi, sem , kjöri nær, fær a.m.k. 20 af hundraði kjörfylgis Alþýðuflokksins við siö- ustu borgarstjórnarkosningar i Reykjavik. Prófkjör er einnig bindandi ef frambjóöandi veröur sjálf- kjörinn Kosningarétt hafa allir þeir sem orönir eru 18 ára, eiga, lögheimili i Reykjavik og ekki eru flokksbundnir i öðrum stjórnmálaflokki. Kjörgengi hafa þeir sem hafa meömæli minnst 50 manna, sem flokksbundnir eru i félögum Alþýðúflokksins i Reykjavik og uppfylla lagaskilyrði um kjörgengi til Alþingis. Tillögur um framboö ber að senda formanni kjörstjórnar Asgeiri Ágústssyni, á skrifstofu Alþýöuflokksins við Hverfisgötu i Reykjavík. Framboðsfrestur er til kl. 24.00 miðvikudaginn 20. janúar n.k. Tillögur um framboð sem siðar koma fram verða ekki teknar til greina. Kjörstjórn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.