Alþýðublaðið - 09.02.1982, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 09.02.1982, Blaðsíða 1
BREYTINGAR I BORGARSTJÚRN: Þriðiudaqur 9. febrúar 1982. 19. tbl. 63. árg. OPIÐ PRÓFKJOF Úrslit prófkjörs i Hafnarfirði: ■|T.bÝr>TTFinK'ySTl> Borgarblaðið komið út: Frambjóðendur í prófkjörinu kynntir og helstu baráttu mál þeirra Fyrsta tölublað Borgar- blaðsins á þessu ári kom Ut i gær. Blaðið er að þessu sinni tileinkað prófkjöri Alþyðu- flokksins i Eeykjavik um næstu helgi. I blaðinu eru greinar skrifaðar af frambjóðendum i prófkjörinu ásamt stuttri kynningu á hverjum þeirra fyrir sig. Leiðari blaðsins fjallar um komandi borgar- st jórnarkosningar Bjarni Guðnason skrifar um skatt- leysi bænda og rætt er við EmanUel Morthens fram- kvæmdastjóra Borgar- blaösins. Jón Baldvin Hannibalsson skrifar um opið prófkjör og Vilmundur Gylfason grein sem hann kallar „Að hygla hinu smáa”. Þá er þakkarávarp til Björgvins Guðm undssonar sem nýlega létaf störfum sem borgarfulltrúi og heitu pott- arnir eru á sinum stað. Borgarblaðið er 24 sfður að stærð. Hörður Zophaniasson Guðmundur Arni Stefánsson Bragi Guðmundsson. HÖRÐUR EFSTUR OG GUÐMUNDUR ARNI I ÖÐRU SÆTI HÖRÐUR ZOPHANtASSON bæjarfulltrúi lenti I fyrsta sæti á lista Alþvðuflokksins fyrir bæjar- stjórnarkosningarnar, í prófkjöri sem haldið var um helgina. Hann hlaut 542 atkvæði f fyrsta sæti. Annar maður á listanum varð GUÐMUNDUR ARNI STEFANS- SON ritstjórnarfulltrUi með 326 atkvæði i 1. og 2. sæti. Þriðji varð BRAGI GUÐMUNDSSON, hlaut 371 atkvæði i 1.—3. sætiog i fjórða sæti ienti JÓNA ÓSK GUDJÓNS- D ÓT T I R meöi 417 atkvæði i 1.—4. sæti. öll hlutu þau bindandi kosn- ingu. Alþyðuflokkurinn á nú tvo fulltrúa i bæjarstjóm Hafnar- fjarðar, þá Hörð og Jón Bergsson sem ekki gaf kost á sér i próf- kjörinu. Alls kusu 845 manns i próf- kjörinu, 775 atkvæði voru gild en 70 atkvæði ógild. Úrslit i sameiginlegu prófkjöri i Borgarnesi: Harka að færast i kjaradeiluna á Vestfjörðum: Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur ákveður aðgerðir Fjölmennir fundir hafa verið haldnir á Vestfjörðum á siðustu dögum, þar sem verkalýðsfélög á fjörðunum hafa tekið undir kröfur Alþýðusambands Vestfjarða. 160 manna fundur var i vcrkalýðsfé- laginu Baldri á ísafirði, sem er einn stærsti fundur i verkalýösfé- lagi þar um slóðir um árabil. 1 Bolungavik mættu 50 manns á fundi um kjaramálin. A fundun- um var samþykkt sérstök traustsyfirlýsing á samninga- nefnd ASV, og henni veitt umboð tilaö ákveða aðgerðir og knýja á i þeirri deilu sem verkalýðsfélögin á svæðinu eiga nú i við atvinnu- rekendur. A fundinum á Bolungavik voru greidd atkvæði um traustsyfirlýs- ingu á samninganefnd ASV 33 greiddu tillögunni atkvæði, 5 voru á móti og 12 sátu hjá. A fjölmenn- um fundi á tsafirði var svipuð til- laga samykkt. Stjórn og trúnaðarmannaráð Vt-rkalýðs- og sjómannafélags Bolungavikur hefur þegar ákveð- ið og timasett aðgerðir, en beðið er með að tilkynna þær, þar til niðurstöður annarra funda á Vestfjörðum eru komnar fram. Guðlaugur Þorvaldsson, rikis- sáttasemjari, var á föstudag staddurá Isafirði með aðalsamn- inganefndum beggja aðilja. Eins og komið hefur fram, hafa verka- lýðsfélögin farið fram á jöfnun orkukostnaðar og niðurfellingu söluskatts af flutningsgjöldum. Hafa þeir átt viðræður við full- trúa stjórnvalda, nú siðast i vik- unni sem leið. Þá ræddi Karvel Pálmason við Gunnar Thorodd- sen, Pálma Jónsson og Friðjón Þórðarson. Pálma Jónssyni var þá falið, sem stjórnarformanni RARIKS að kanna orkujöfnunar- málið nánar. Talið er að Alþýðubandalags- ráðherrarnir séu mjög á móti kröfum verkalýðsfélaganna á Vestfjörðum og telja menn til marks um þaö, aö verkalýðsfé- lagið á Þingeyri sem kommar ráða afturkallaði verkfallsheim- ild nýverið og þykir það tiðindum sæta i miðri kjaradeilu. Af viðtölum sem Alþýðublaðið átti við forystumenn verkalýðsfé- laga á Vestfjörðum um helgina, má ráða að þar sé nú rikjandi mikill baráttuandi. Forystumenn eru nokkuð óhressir með, hvað litið hefur heyrst frá öðrum landshlutum um þau baráttumál, sem ASV hefur sett á oddinn. En orkujöfnunarmálin og lækkun eða afnám söluskatts á flutnings- kostnað eru stórmál fyrir alla landsbyggðarmenn. — 1 Sjöfn Sigurbjörnsdóttir tekur sæti í borgarráði — Sigurður Guðmundsson verður aðalfulltrúi í borgarstjórn Sjöfn Sigurbjörnsdóttir tök i siðustu viku við af Björgvin Guðmundssyni í borgarraði, en hann hefur eins og kunnugt er tekið við forstjórastarf i hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur. A sama tima tók Sigurður E. Guðmundsson við sem aðalfull- trúi i borgarstjórninni af Björg- vin Guðmundssyni og sat hann sinn fyrsta fund sem aöalfulltrúi á fimmtudag s.l. Sjöfn Sigurbjörnsdóttir er önnur konan, sem tekur sæti i borgarráði frá upphafi. Auður Auðuns sat eins og kunnugt er i borgarráði um 17 ára skeið og var hún fyrsta konan sem sæti átti i ráðinu. Sjöfn Sigurbjörns- dóttir var auk þessa á fimmtu- dag kosin til að gegna embætti fyrsta varaforseta borgarinnar. Sigurður E. Guðmundsson skipaði þriðja sæti framboðs- lista A lþýðuflokksins við siðustu borgarstjórnarkosningar. Hann á sæti i Stjórn verkamanna- bústaöa i' Reykjavik, er stjórnarformaður Bygginga- sjóðs Reykjavikurborgar og fulltrúi flokksins i Heilbrigðis- ráði. Alþýðublaðið óskar borgar- fulltrúunum velfarnaðar i nýjum störfum sinum. Ingigerður Jónsdóttir efst á lista Alþýðuflokksins — enginn hinna flokkanna með konu i öruggu sæti Ingigerður Jónsdóttir kjötiðn- aðarmaður hrepptiefsta sætið á lista Alþýðulfokksins i prófkjöri fyrir hreppsnefndarkosningar i sumar. Hún hlaut 25 atkvæði. Næstur varð Eyjólfur Torfi Geirsson en hann hlaut 31 at- kvæði i 1. - 2. sæti, þá kom Sveinn Hálfdánarsonmeð 43 at- kvæði i' 1. - 3. sæti og Ingi Ingi- mundarson með 39 atkvæði i 1. - 4. sæti. Alþýöuflokkurinn á einn mann i hreppsnefnd, Svein Hálfdánarson en hann gaf ekki kost á sér i' 1. sæti. Enginn hinna stjórnmála- flokkanna eiga konu i efsta sæti lista sins. í Borgarnesi var haldið sam- eiginlegt prófkjör og kusu sam- tals 393 eða 36.2% af ibúaskrá sem var notuð sem kjörskrá þar sem pr^fkjörið var opið öllum 18 ára oa ;ldri. Alþýðuflokkurinn hlaut 61 atkvæði eöa 15.5% 1 siðustu kosningum fékk flokkurinn 159 atkvæði og vant- aði aðeins 6 atkvæði upp á að fá annan mann kjörinn á kostnað Framsóknarflokksins. Ljóst er að fimm fyrrverandi hrepps- nefndarmanna gefa ekki kost á sértil endurkjörs og má þvi bú- ast við þó nokkurri endurnýjun eftir komandi kosningar. Hækkanir dynja yfir: Bensínlítir inn nálgast 10 krónur Hækkanir dynja nú yfir landslýð um leið og útreikn- ingar hafa verið geröir á hækkun framfærsluvisitölu þ. 1. mars. Bensinið hækkaði á laugardaginn var um 50 aura, úr 8.95 í 9.45 og fer nú að nálgast tikallinn.Ekkier þessi hækkun þó tilkomin vegna verðbreytinga erlendis, held- ur vegna hækkunar vega- gjalds, sem rennur óskipt til rikisins. Þetta er i annað sinn á tæpum hálfum mánuði, sem bensi'n hækkar i verði hér á landi, en fyrri hækkunin nam 5.9%. Rikisstjórnin hefur einnig heimilað hækkun á gjaldskrá Hitaveitur Reykjavikur um 15%. Landsvirkjun var heim- ilað að hækka taxta sina um 14% og Rafmagnsveitu Reykjavikur um 12% að við- bættri 7% hækkun vegna heildsöluhækkunar frá Lands- virkjun. Rafmagn til borgar- búa hækkar þvi verulega á næstu reikningum. Einnig hefur Strætisvögnum Reykjavikur verið heimiiað að hækka fargjöid sin um 14%. Vitaö er um miklar verð- hækkanabeiðnir opinberra fyrirtækja og þjónustufyr- irtækja sem biða eftir opin- berum heimildum i kerfinu, Þannig má búast við að stjórnvöld veröi búin að taka dágóðan skammt af launa- hækkunum 1. mars nokkrum vikum áður en þær komast i umslög launþeganna. Fyrir baunadisk: Sigurður E. Guðmundsson: Um stjórnarand- stöðu Framsóknar Kjördæmamálið Sjá leiðara Sjá opnu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.