Alþýðublaðið - 20.02.1982, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.02.1982, Blaðsíða 2
2 FLOKKSSTARF Laugardagur 20. febrúar 1982 i-. ------RITSTJÓRNARGREIN----------------- Hið tvöfalda siðferði í alþjóðamálum Hinn umdeildi sjónvarpsþáttur um Pólland, sem ný- lega var sýndur á skjánum, hef ur orðið ýmsum tilef ni til þrætubókarlistar í eins konar samanburðarsið- fræði: Með hvaða rétti þykjast forystuöfl lýðræðis- rikjanna geta fordæmt herforingjastjórn í Póllandi, á sama tíma oa herforingjastjórn hefur hrifsað til sín völdin í einu bandalagsríkja Atlanzhafsbandalagsins, Tyrklandi? Kommunum þótti nóg um að „hann Gunn- ar okkar Thoroddsen" — eins og Thor Vilhjálmsson orðaði það, — skyldi(koma fram í umræddum sjón- varpsþætti, við hliðina á fulltrúa herforingjastjórnar- innar í Tyrklandi. Það tók Alþingismenn ekki nema nokkrar klukku- stundir að ná samstöðu um ályktun, þar sem herfor- ingjastjórnin i Póllandi var fordæmd. Hins vegar vill það vef jast fyrir sumum alþingismönnum að taka af- stöðu til þingsályktunartiliagna Alþýðuf lokksins um málefni El Salvadors og Tyrklands. Þingsályktunartillaga þingmanna Alþýðuflokksins um vítur á mannréttindabrot herforingjastjórnarinn- ar í Tyrklandi, gefur einmitt tilefni til að leggja áherzlu á þann mun sem er á afstöðu bandalagsríkja Póllands og Tyrklands. Valdarán herforingjanna í Tyrklandi er að því leyti innanlandsmál, að hvorki Bandarikin né Atlanzhafs- bandalagið komu þar við sögu. Valdataka hersins í Póllandi var hins vegar gerð fyrir stöðugan þrýsting frá Sovétríkjunum og undir þrálátum hótunum um innrás Rauða hersins að öðrum kosti. Það fer ekki á milli mála að Sovétrfkin og leppstjórnir þeirra í Aust- ur-Evrópu fögnuðu mjög valdaráni hersins í Póllandi og styðja herstjórnina þar. Því er beinlínis yf irlýst, að herinn sé að bjarga „sósíalismanum" þar í landi. Það má til sanns vegar færa. Setning herlaga f þessum tveimur löndum var gerð viðgerólíkar aðstæður. Hin frjálsa verkalýðshreyf ing í Póllandi hafði vakið aðdáun um vfða veröld fyrir það, að andófsaðgerðir hennar gegn stjórnvöldum fóru fram með friðsamlegum hætti, án þess nokkru sinni að gripið væri til ofbeldisaðgerða. Hin pólska „samstaða" snerist fyrst og fremst um kröfuna um lýðræði, mannréttindi og friðsamlegar þjóðfélagsum- bætur. I Tyrklandi ríkti hins vegar sannkölluð ógnaröld. Hryðjuverkasveitir öfgamanna, einkum frá hægri, stóðu fyrir þrjátíu pólitískum morðum á degi hverj- um. Rikisstjórnin í landinu hafði reynzt ófær um að vernda lýðræðið. Hún gat ekki einu sinni verndað líf manna fyrir löglausum aftökusveitum fasistiskra blóðhunda, sem vildu lýðræðið feigt. Og sá er munurinn á bandalagsríkjum Pólverja og Tyrkja, að kraf an um að tyrkneskir herforingjar virði mannréttindi og afhendi völdin lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum hið fyrsta, er borin fram með vaxandi þunga af bandalagsríkjum Tyrkja. Þvi er öfugt farið um Pólland. Afstaða og ábyrgð bandalagsríkja Pól- lands annars vegar og Tyrklands hins vegar verður því ekki lögð að jöfnu. Oðru máli gegnir um El Salvador. Þar liggur nú- verandi ríkisstjórn Bandaríkjanna undir sívaxandi gagnrýni bandalagsþjóða sinna fyrir hernaðarstuðn- ing við blóðuga ógnarstjórn, sem reynir að réttlæta ódæðisverk sín í naf ni baráttunnar gegn heimskomm- únismanum. Þetta atferli Bandaríkjastjórnar er ekk- ert einkamál hennar. Það er siðferðilega óverjandi. Og það skaðar málstað lýðræðisríkjanna um heim all- an, ekki sízt meðal þjóða þriðja heimsins. Það er ósannað mál, að það sé á valdi Bandaríkja- stjórnar að binda endá á ógnaröldina í El Salvador. En lágmarkskraf an er sú, að hún hætti að veita of beldis- öflunum virkan stuðning. v Það er álitamál, sögulega séð, hvort blóði drifinn ferill einstakra ógnarstjórna hins brúna fasisma í ýmsum ríkjum Suður-Ameriku er grimmúðlegri en ógnarstjórn hins rauða fasisma í Sovétríkjunum og leppríkjum þeirra, vegið á mælikvarða f jöldamorða, pyndinga og þrælahalds. Sá er munurinn að öðrum þjóðum stafar augljóslega minni hætta af óqnar- stjórnum í El Salvador eða Guatemala en af hinu gerzka herveldi, sem allt frá stríðslokum hefur lagt hverja smáþjóðina á fætur annarri undir hramm sinn, og er á ferli um alla heimsbyggðina. Þess vegna er litið mark takandi á siðferðilegum umvöndunum þeirra afla, sem í síbylju hamra á stór- um sem smáum ávirðingum lýðræðisríkjanna, en mæla hvarvetna gegn því að þau snúi bökum saman um að verja lýðræðið gegn ásókn hins rauða alræðis. Sá málflutningur verður aldrei annað en siðferðileg tvöfeldni. —JBH Verkalýðsmálanefnd Alþýðuflokksins Fundur i verkalýðsmálanefnd Alþýðuflokksins verður haldinn n.k. þriðjudag 23. febrúar kl. 17.30 á skrifstofum Alþýðuflokksins. STJÓRNIN Akureyri — Utankjörstaðatkvæðagreiðsla Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla fyrir prófkjör Alþýðu- flokksins vegna bæjarstjórnarkosninga á Akureyri verður aðStrandgötu 9, dagana 22.-27. febr. kl. 16—19 siðdegis. KJÖRSTJÓRN SEYÐISFJÖRÐUR Alþýðuflokksfélag Seyðisfjarðar auglýsir hér með eftir frambjóðendum til prófkjörs um skipan 5 efstu sæta á framboðslista flokksins við bæjarstjórnarkosningarnar i mai' n.k. Framboð þurfa aö berast fyrir 26. febrúar til Ara Boga- sonar, formanns kjörstjórnar, Ingva Svavarssonar og Sigurðar Hjartar Sigurðssonar. Framboðunum þurfa að fylgja meðmæli minnst 7 flokksbundinna alþýðuflokks- manna og þar tilgreint i hvaða sæti viðkomandi býður sig fram. Kjörstjtírn. Alþýðuflokksfélag Kjósarsýslu auglýsir hér með eftir frambjóðendum til prófkjörs um skipan 3 efstu sæta á framboðslista flokksins við sveitar- stjórnarkosningarnar i mai n.k. Framboð þurfa að berast fyrir 28. febrúar n.k., til for- manns kjörstjórnar, Hreins Þorvalssonar, Markholti 6, Mosfellssveit. Framboðum þurfa að fylgja meðmæli minnst 15 flokksbundinna alþýðuflokksmanna og þar til- greint i hvaða sæti viðkomandi býður sig fram. KJÖRSTJÓRN Alþýðuflokksmenn Hafnarfirði Arshátið Alþýðuflokksfélaganna verður haldin laugar- daginn 6. mars í Gaflinum við Reykjanesbraut. Ýmis skemmtiatriði. Allir velkomnir. Miðapantanir og nánari upplýsingar gefa, Arni Hjörleifsson, s. 52453 Elin Harðardóttir, s. 52911 Vaigerður Guðmundsdóttir, s. 51391. Alþýðufiokksfélögin Hafnarfirði Auglýsing um prófkjör Alþýðuffokksins i Garðabæ um skipan framboðslista við bæjarstjórnarkosningar 1982 Prófkjör um 4 efstu sætin á framboöslista Alþýðuflokks- ins i Garðabæ við bæjarstjórnarkosningarnar 1982 fer fram dagana 20. og 21. mars 1982 Niðurstöður prófkjörs eru bindandi um skipan sætis á framboöklista hafi frmbjóðandi hlotið i viðkomandi sæti 1/5 hlutá' atkvæöafjölda Alþýðuflokksins við siðustu bæj- arstjórnarkosningar. Kosningarétt i prófkjörinu hafa allir þeir sem lögheimili eiga i Garðabæ og orðnir verða fullra 18 ára þann dag, sem bæjárstjórnarkosningarnar fara fram og eru ekki flokksbundnir i öðrum stjórnmálaflokkum. Framboðsfrestur rennur út föstudaginn 5. mars 1982, klukkan 20. Framboðum skal skila til formanns kjörstjórnar, Helgu Kr. Möller, Hliðarbyggð 44. Framboðum skulu fylgja meðmæli minnst 5 flokks- bundinna Alþýðuflokksmanna. Meðmælendur skulu hafa náð 18 ára aldri, þegar bæjarstjórnarkosningarnar fara fram. Tillögum um framboð skal fylgja skriflegt samþykki þess, sem tillaga er gerðum Heimilt er frambjóðenda að ráða hve ofarlega hann vill stilla sér i sætiog skal það þá tekið fram, enda býður hann sig einnig i öll sætin þar fyrir neðan. Sé ekkert slikt tekið fram er frambjóðandi i framboði i öll sætin fjögur. Kjörstjórn Helga Kr. Möller Kristinn Þórhallsson ÓIi Kr. Jtínsson (D Útboð Tilboð óskast i 2 Mobil rön Útboðsgögn eru afhent á : 3. Tilboðin verða opnuð á sai n.k. kl. 11 f.h. ínnkaupastofnun Fnkirkjuvæ^' ||| Hitavei Óskar eftir að r< eða tæknifræðing og rafeindabúnað Úpplýsingar ur Gunnarsson i sir sendið umsókn í menntun og starfí 1982. lítboi Hafnarfjarðarbær gerð á Hvaleyrari afhent gegn 1.00( skrifstofu bæjarvf 6. Tilboð verða opni daginn 2. mars kl Bæjarverkfræðing Rafmagns ríkisins óska að ráða við: við f jármáladeild. Umsóknir ásamt u un, aldur og fyri mannastjóra fyrir Rafmagnsveitur ri Langavegi 118. 105 Reyk javik. Rafmagns ríkisins auglýsa starf yfii umsóknar. Umsóknir ásamt i un, aldur og fyri mannast jóra fyrir Rafmagnsveitur ri Laugavegi 118 105 REYKJAVÍK Útboð Laxárdalshreppur að steypa upp 2. ái ardal. Útboðsgagna ma \ dalshrepps, Buöar s.f., Borgartúni 17 fræði- og teiknistc 40, Akranesi, gegr Sveitarstjórinn Bi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.