Alþýðublaðið - 20.02.1982, Síða 4

Alþýðublaðið - 20.02.1982, Síða 4
alþýöu nFrrrr.j Laugardagur 20. febrúar 1982 titgefandi: Alþýöuflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guðmundsson Stjórnmálaritstjóri og ábm. Jón Baldvin Hannibalsson. Ritstjórnarfulltrúi: Guömundur Árni Stefánsson. Blaðamaöur: Þráinn Hallgrímsson. Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir. Auglýsingar: Sigrfður Guömundsdóttir. Dreifingarstjóri: Sigurður Steinarsson. Ritstjórn og auglýsingar eru að Síöumúla 11, Reykjavik, sími81866. Áskriftarsíminn er 81866 Samtök um vestræna samvinnu: Fyrirlestur dr. Gylfa Þ. Gíslasonar Framtið vestrænnar samvinnu Stjórn Varðbergs og stjórn Samtaka um vestræna sam- vinnu hafa farið þess á leit við dr.Gylfa Þ. Gislason, prófess- or, og fyrrverandi ráðherra, að hann tali á hádegisfundi, .semfélögin halda laugardag- inn 20. febrúar i Atthagasal Hótel Sögu. Fundurinn hefst kl. 12 á hádegi. Ræðuefni dr. Gylfa er: Forsendur og framtið vest- rænnar samvinnu. — Hver er sérstaða vest- rænna samfélaga? — Hvaða innri og ytrihættur steöja að þeim? Tyrkland: Versta ógnarstjórn aldarinnar í okkar heimshluta ,,Herforingjastjornin í Tyrk- landi er versta ógnarstjórn sem setið hefur i okkar heimshluta i heila öld. A tfmabili komst stjórnin upp með það að beita pyntingum og kúgun ánþess, að fjölmiðlar i V-Evrópu og viðar i hciminum kæmust að hinu sanna. Herforingjastjórnin hcf- ur réttlætt stjórnarbyltinguna m cð því að hún hafi viljað koma i veg fyrir pólitisk hryjuverk til hægri og vinstri. En þetta tókst aöeins að nokkru leyti. En menn gleyma oft að geta þess, að 1378 voru sett herlög um nær allt land og að ógnarstjórnin jókst þegar frá leið. Siðan var þaö ástand notað sem skálka- skjól fyrir stjornarbyltingunni I september 1980.” Það eru tveir landflótta Tyrkir, sem hafa þetta að segja um feril herforingjastjórnar- innar i Tyrklandi, sem hefur orðiö fyrir geysiharðri gagnrýni upp á siðkastið. beir Yiicel Top og Burhan Sahin voru i Osló i janúarbyrjun I boði norsku verkalýðssamtakanna til aö gefa þeim skýrslu um ástandið i Tyrklandi. Yilcel Top var fram- kvæmdastjóri fyrir lögfræði- skrifstofu DISK-samtakanna, en krafist hefur veriö dauöa- refsingar yfir 52 forystumönn- um þeirra. Burhan Sahin var formaður I félagi grafiskra sveina, einu af verkalýðs- félögunum, sem árið 1%7 stofn- uöu DISK. Hann var handtekinn morguninn.sem valdaránið átti sér staö, sat nokkra mánuði i fangeisi, var pyntaður og væri nú I fangelsi meðal 52 forystu- manna samtakanna, ef hann hefði ekki af misgáningi verið látinn laus.Hann komst úr landi rétt áður en lögreglan ætlaöi að handtaka hann aftur. Hann býr nú i Stokkhólmi. Bágborið efnahagsá- stand Efnahagsástandið i Tyrklandi hefur um margra ára skeið verið mjög bágborið. 5 milljónir manna eru atvinnulausir, sem ereinn f immtihluti vinnufærrra manna. Veröbólgan er um 150% á ári og rikisf jármálin eru rekin með miklum halla. Þennan halla hafa stjórnvöld réttaf með erlendum lántökum. I upphafi árs 1980 lagði stjórn Demirels fram áætlun, þar sem reyna átti að bæta ástandið með hjálp Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Sjóðurinn setti mjög ströng skil- yrði fyrirlánum. Kauphækkanir yrði að stöðva, verðlag átti að gefa frjálst, segja áttifólki upp i mörgum atvinnugreinum og setja átti reglur um starfsemi verkalýðsfélaga. Lögreglan og herinn fengju aukin áhrif. „Þessa áætlun var ekki unnt að framkvæma nema afnema lýðræðið í landinu”, sagði fyrr- um forsætisráöherra Bulent Ecevit. Og það gerðist einmitt þann 12. september 1980. Nafnalisti Pyntingarnar og barátta stjórnvalda gegn lýðræðisöflum landsins, tekur á sig ýmsar myndir, að sögn sendimanna DISK. 500 manns hafa verið vegnir á götum úti, margir hverjir áberandi forystumenn samtakanna. Einn var neyddur til að leggjastá hné á götu Uti og siöan skotinn til bana. Burhan Sahin segir að 130 manns hafi dáið af völdum pyntinga. Hann hefur lagt fram nöfn fanga og fangelsa þar sem pyntingar voru framkvæmdar.Hann hefur einnig lagt fram lista með nöfnum lögreglumanna og her- foringja, sem hafa stjórnað — segja landflótta félagar í DISK - 80% félaga í DISK eru kratar pyntingum í fangelsum lands- ins. Enginn vildi skrifa undir Burhan Sahin var handtekinn kl. 6.30 daginn sem herinn hrifsaði völdin. Hann var ásamt öðrum formönnum DISK-sam- takanna fluttur i fangelsi i bæn- um ogsiðan imoskuna Orta-Hif- nayin. Þar voru fangarnir pynt- aðir. látta daga voru þeirlátnir sitja á stálbekkjum með bundið fyrir augun. Þrjá siðustu dagana fengu þeir hvorki mat né drykk. Þriðja daginn bað Sahinum vatnsglas og fékk glas af þvagi. Pyntingarnar héldu áfram i fangelsinu. A nóttunni voru fangarnir vaktir upp með því að byssustingjum var otað að kviö þeirra. Rafstraumi var hleypt á fingurgóma, tær og kynfæri. Rafstraumi hleypt á höfuöið til að ,,losa út þaö sem inni bjó”. Þeir voru slegnir undir iljarnar og hengdir upp i kross á hönd- um, sem einnig voru bundnar aftur á bak. Hengingar og af- tökur voru settar á svið og konur, er skildar voru föngun- um, voru fluttar tilfangelsins og þær afklæddar. ,,Ég veit að það hljómar ekki trúverðugt til frásagnar, en inúna eru þúsundir Tyrkja sem lifa við þessar aðstæður. Það hefur lika gerst að konur, sem heimsækja fangana eða sem eru fangelsaðar, verða þungaðar af völdum þeirra, sem pyntingun- um stjórna”, segir Burhan Sahin. Sahin er karlmannlega vaxinn, var 75 kiló, þegar hann var handtekinn, en i desember 1980 var hann orðinn 54 kiló, skegg hans var að mestu slitið, hendur hans óhæfar til flestra hluta eftir py ntingarnar og hann neyðist nú til að nota gleraugu. Pyntingarstjórarnir vildu fá tvennt fram hjá föngunum. Þeir áttu að viðurkenna að hafa út- vegað ólöglegum andstöðu- hópum vopn, og þeir áttu að rita nafn sitt undir skjal, þar sem sagði, aö þjóðflokkur Tyrkja væri yfir aðra hafinn og að ekki væru til Kúrdar I Tyrklandi. Enginn fékkst til að skrifa undir þetta, segir Sahin. Kratar... DISK eru ekki öfgasamtök vinstri manna, segja þeir félagar. Herforingjastjórnin gerði sina atlögu að samtökun- um, þar eð þeir vörðu lýðræðið og börðust gegn kynþáttamis- munun. Um þessar mundir eru framin hræðileg fjöldamorð á kúrdum i landinu. Margir flokksmenn ýmissa pólitiskra samtaka tengjast DISK sam- tökunum.en Iiklega eru um 80% af félögunum sósialdemókratar. Formaður samtakanna, Abdullah Basturk er einn þeirra.Hann hefurveriðá þingi fyrir sósialdemókrata tvivegis. Af þeim 52 forystumönnum samtakanna, sem nú eiga dauðadóma yfir höfði sér eru yf- ir 40 dóslaldemókratar. Það er engin ástæða til að halda, að herforingjastjórnin efni loforð sitt um f rjálsar kosn- ingar, segja þeir félagar. Her- foringjastjórnin er nú að vinna aö nýrri stjórnarskrá, en enginn af hinum pólitisku flokkum landsins fær að taka þátt i þvi starfi. Kosningar verða þvi sjónarspil — ef af þeim verður. Fundurinn er eingöngu ætl- aöur félagsmönnum i hinum tveimur félögum og gestum þeirra. Á AKREINA- SKIPTUM VEGUM iD á jafnan að aka á hægri akrein ||U^FERÐAR 2. Eru mál öryggisgæslufanga endurskoðuö reglulega, eins og lög gera ráö fyrir? 3. Hefur dómsmálaráðherra reynt að fá ósakhæfan geð- sjúkling, sem lengi hefur dvalið I fangelsi, innlagðan á geðsjúkrahús til meðhöndl- unar og aðhlynningar? 4. Hvar fer geðrannsókn á af- brotamönnum fram og hvaða aðilar bera kostnaðinn af rannsókninni? 5. Hversu oft hefur ákvæði 62 gr. refsilaga verið beitt um vistun ósakhæfra manna á viöeigandi stofnun? Árni Gunnarsson og Jóhanna Sigurðardóttir með fyrirspurn i sex liðum til dómsmálaráðherra: Hvernig er háttað vistun ósakhæfra afbrotamanna? „Hefur dómsmálaráðhcrra >ng, sem lengi hefur dvalið I ósakhæfir, en ekki dæmdir i reynt aö fá ósakhæfan geðsjúkl- fangelsi innlagðan á geðsjúkra- öryggisgæslu? 6. a) Til hvaða stofnana hefur verið leitað þegar slikur úrskurður liggur fyrir? b) Hafastofnanir, sem til hefur verið leitað, synjað um slika vistun? c) Ef svo er, geta yfirmenn heilbrigðisstofnana gegniö i berhögg við úrskurð dómstól- anna? hús til meðhöndlunar og að- hlynningar?”, spyrja þing- mennirnir Arni Gunnarsson og Jóhanna Sigurðardóttir meðal annars I fyriýspurn sem þeir hafa lagt fram á þingi og beint er til dómsmálaráðherra. Árni og Jóhanna spyrja sex spurninga, sem tengjast vistun ósakhæfra afbrotamanna, en málefni þessa hóps hafa tals- vert verið til umfjöllunar á siðustu vikum og mánuðum. Spurningarnar sem dóms- málaráðherra skal svara, eru þessar: 1. Hvaö margir geðveikir af- brotamenn hafa verið metnir

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.