Alþýðublaðið - 10.03.1982, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 10.03.1982, Blaðsíða 1
alþýöu blaðið **V'|íííít Um Miðvikudagur 10. mars 1982 36. tbl. 63. árg. flrásirnar á Sjöfn sjá leiðara bls. 2 Niðurstöður Starfsskilyrða- nefndar sjá opnu Úrslit prófkjörs á Seyðisfirði: Hallsteinn Friðþjófsson efstur Prófkjör Alþýðuflokksins á Seyðisfirði vegna bæjar- stjórnarkosninganna i vor, fór fram á laugardag s.l. Kosn- ingaþátttaka var mjög góð. Alls kusu 111 í prófkjörinu og hlutu allir f rambjóðendur bindandi kosningu. Þetta var ágæt þátttaka og við erum ánægð með niðurstöðuna, það virðistvera góð eining um list- ann, sagði Hallsteinn Frið- þjófsson er Alþýðublaðið hafði samband við hann i gær. Hall- steinn varð efstur i prófkjör- inu með 53 atkvæði i 1. sæti og 109 atkvæði samtals. t ööru sæti varö Magnús Guðmundsson með 95 atkvæði i 1.-2. sæti og 109 atkvæðialls. 1 3. sæti varð Helena Lind Birgisdóttir með 81 atkvæði i 1.-3. sæti og 107 atkvæði alls. Valgerður Harðardóttir varð i 4. sæti með 75 atkvæði i 1.-4. sæti og 105 atkvæði alls og i 5. sæti varð Samúel Ingi Þóris- son með 99 atkvæði. Prófkjör krata í Mos- fellssveit Prófkjör verður 13. og 14. mars n.k. i Mosfellssveit á vegum Alþý ðuflokks féla gs Kjósarsýslu um þrjúefstu sæti framboðslista flokksins við sveitarstjórnarkosningarnar i mai n.k. Kosið verður i Brúar- landi frá kl. 13-18 báða dag- ana. Sex frambjóðendur hafa gefið kost á sér i þrjú efstu sætin. Hreinn Þorvaldsson, formaður kjörstjórnar, sagði i samtali við Alþýðublaðið í gær, að mikill hugur væri i flokksmönnum, þar eð gott fólk hefði eins og áður gefið kost á sér til starfa fyrir Al- þýðuflokkinn. Frambjóðendur eru þessir: Gréta Aðalsteinsdóttir, héraðshjúkrunarkona, gefur ásamt Sigurði R. Simonar- syni, æfingakennara, kost á sér i 1. sæti. 1 annað og þriðja sæti listans gefa kost á sér þau Bryndis Oskarsdóttir, hús- móðir og Oddur Gústafsson, hljóðupptökumaður. 1 þriðja sæti gefa kost á sér þeir Grétar Snær Hjartarson og Georg H. Tryggvason, fram- kvæmdastjóri. Rétt til þátttöku i prófkjör- inu hafa allir þeir, sem verða orðnir 18 ára á kjördegi hinn 22. mai i vor og eru óflokks- bundnir i öðrum flokkum. Hreinn Þorvaldsson, for- maður kjörstjórnar, sagði i viðtali við blaðið i gær, að sér litist vel á þetta prófkjör. Al- þýðuflokksfélagið hefði haft starfsömu fólki á að skipa i Mosfellssveitinni, en nú hefði gott og áhugasamt fólk bæst við ihópinn. Þetta er fólk, sem er þekkt af áhuga og dugnaði og ég veitaðþað mun starfa af krafti — sagði hann. Bragi Jósepsson fulltrúi Alþýðuflokksins i fræðsluráði: „Skólarnir verða ekki reknir eins og fiski- bolluverksmiðjur” „Þetta Vogaskólamál er mjög viðtækt og snertir raunar flesta þætti skólamála. Hér er grund- vallarágreiningur á ferðinni,” sagði Bragi Jósepsson fulltrúi Alþv ðuf lokksins i fræðsluráði Reykjavikur. Hann stendur gegn þvi i fræðsluráði að nokkr- ar breytingar scu gerðar á nú- verandi fyrirkomulagi grunn- skólans þar. Bragi sagði: ,,Nú- verandi stefna i skólamálunum byggir á hagkvæmnissjónar- miðum, það virðist grundvall- arstefnan i dag.Þannig eru þeir 22 grunnskólar i Reykjavlk stokkaðir upp eftír hagkvæmn- isútreikningum og nemendur og kennarar sendir á milli hverfa, ef mönnum þykir ástæða til. Sem sé skólana á að reka eins og fiskibolluverksmiðjur. Þessu vil ég mótmæla — skólamir eru ekki fiskibolluverksmiðjur— og tel að hver grunnskóli eigi að vera sjálfstæð rekstrareining, eins og gerist með skólana úti á landi.” Bragi benti á, að i þessum málum væri verið að fjallla um fólk, óskir þess og þarfir, en ekki hvort eitt væri endilega arðbærara en annað. ,,Það verður að hugsa um nemend- uma ■ sjálfa, foreldra þeirra og almennt ibúa þess hverfis, sem skólinn stendur i. Skólinn snert- ir beint og óbeint alla ibúa hverfisins,” sagði Bragi Jóseps- son. ,,Það er ekki hægt að rusla með nemendur fram og til baka og segja kannski krökkum á vorin, aö næsta vetur, eigi þeir að fara i annan skóla og þar næsta vetur, ef til vill i þann þriðja. Svona má ekki reka skóla.” Foreldra og kennarafélag Vogaskóla fylgir stefnu Braga i þessu Vogaskólamáli og fylgir yfirlýsing félagsins hér á sið- unni. Þá sagði Bragi, að á fundi borgarmálaráðs Alþýðuflokks- ins i fyrradag, hefðu menn tekið undir sjónarmið hans i málinu. „Það er t.a.m. alveg ljóst að báðir borgarfulltrúar Alþýðu- flokksins eru á minni li'nu i' þess- um málum,” sagði Bragi. Bragi Jósepsson sagði varð- andi Vogaskólamálið, að sam- þykkt meirihlutans kallaði á mun stærri bekkjardeildir og uppsagnir kennara. „Þessu er ég mótfallinn,” sagðiBragi Jós- epsson að lokum. Vogaskólamálið snýst um grundvallaratriði skólamála Foreldra- og kennarafélag Vogaskóla Styður stefnu fulltrúa Alþýðuflokksins í málinu Eins og fram hefur komið i fréttum, hefur fræðsluráð sam- þykkt að halda áfram grunn- skólarckstri i Vogahverfi, þó með vissum skilyrðum, sem fram koma i nýgerðri tillögu - fræðslustjóra og skólastjóra Vogaskóla. Skilyrðin eru, að bekkjardeildum verði fækkað úr 17 i 14 þannig, að fleiri nem- endur verði i hverri bekkjar- deild en nú er. En Vogaskóli hefur um tima verið rekinn með 19 nemendur að meðaltali i bekkjardeild en opinber staðall er 24 nemendur i bekkjardeild. Þessu fylgja uppsagnir 3—4 kennara og 4—5 kennslustofur myndu losna, sem gætu nýst borginni til annars reksturs. Hvað hefir þessi sparnaður i fór með sér fyrir ibúa Voga- hverfis? 1) Óæskilega stórar bekkjar- deildir. 2) Litla möguleika á stækkun skólans, þegar þess verður þörf. Spurningin er: Hvaðá að gera við nemendur, er bætast við núverandi nemendafjölda. Vis- bendingar eru um fjölgun nem- enda næstu 5 árin en skv. ibúa- skrá árið 1980 voru 167 börn á aldrinum 0—5 ára i hverfinu og þeim hefur fjölgað siðan. 1 skóla með 10 bekkjardeildum er þessi kjarni efni i 3—400 nemenda skóla. Ennfremur eru fyrirhugaðar ibúðarbyggingar i nágrenni skólans. Stefna fræðsluráðs bendir til þess, að fjölga verði enn nem- endum. í þessum 14 deildum, sem þegar eru of stórar eða að visa verði nemendum i Lang- holtsskóla. Kjarni málsins er þessi: Sveiflum i nemendafjölda er ekki hægt að mæta með þvi að binda fjölda nemenda i bekkjardeild við staðal. Sumir skólar verða óhjá- kvæmilega dýrari en aðrir skamma stund. Þetta vilja fræðsluyfirvöld ekki skilja. A fundi fulltrúaráðs Foreldra- og kennarafélags Vogaskóla var þvi fagnað, að fræðsluráð sam- þykkti framhald grunnskóla- reksturs i' Vogahverfi. Samtimis tók ráðið afstöðu gegn fyrirhugaðri lausn málsins og þeim skilyrðum, sem i raun felast i stefnu yfirvalda. Ráðið telur réttara að halda 17 bekkj ardeildum og fækka hvorki kennurum né stofum. Bæta má nýtingu þeirra á ýmsa vegu. Afstaða þessi er ekki endan- leg eða bindandi fyrir félagið. 9. mars nk. verður almennur fundur með ibúum hverfisins i heild. Um leið er leitað til Kennarasambands Islands og annarra foreldrafélaga. Fulltrúaráðið mótmælir þvi, sem Kristján Benediktsson formaður fræðsluráðs segir i viðtali við Dagblaðið/Visi 3. mars sl. Hann túlkar þar samþykkt fræðsluráðs persónulega og segir, að fulltrúar foreldra hafi sætt sig við fyrirhugaðar breytingar. Hið rétta er, að fulltrúarnir fögnuðu eftirfarandi samþykkt á fundi fræðsluráðs. ,,Með tilliti til eindreginna óska aðstandenda Vogaskólans telur fræðsluráð rétt að gerð verði áætíun um skólahald i Vogahverfi næsta skólaár, sem miðist við að i Vogaskóla verði starfræktur óskertur grunnskóli, enda fari kostnaður við skólahaldið ekki verulega fram úr þeim fjárveitingum, sem skólinn á rétt á miðað við nemendafjölda.” (Okkar undir- strikanir). Foreldra- og kennarafélag Vog askóla.” Afgangsorka í orku- öflunarkerfi Lands- virkjunar Varmaveitur á Seyðisfirði og Höfn i Hornafirði fá ódýra orku til upphitunar húsa Hinn 22. lebrúar s.l. aílétti Landsvirkjun allri skerðingu á aígangsorku og var það gert i lramhaldi aí þvi að tiltölulega litilli skerðingu á forgangs- orku var aflétt nokkrum dögum áður, en sú skerðing hafði þá staðið frá þvi i byrjun febrúar og lakmarkast viö stóriðjuna og Kellavikurílug- völl. Hin mikla úrkoma i febrúar og hláka á hálendínu olli stakkaskiptum til hins betra i valnsbúskap Lands- virkjunar og gerði umrædda skeröingu bæði minni og skammvinnari en á horfðisl i ársbyrjun með hliðsjón af óvenju miklum kuldum og þurrviðri mánuðina á undan. I dag er miðlunarforðinn i Þórisvatni mun meiri en á sama tima i lyrra og afgangs- orka i orkuöflunarkerfi Landsvirkjunar fyrir hendi i óvenju rikum mæli miðað við sama árstima undanfarna vetur. Þannig er valnsborð Þórisvatns 2,00 metrum hærra en á sama lima i íyrra. Lands- virkjun hefur þvi ekki aðeins séð sér fært að aílétta allri skerðingu á afgangsorku, heldur einnig aö veröa við til- mælum Rafmagnsveitna rikisins um kaup á ótryggöu raíir.agni fyrir varmaveitur til upphitunar húsa á Seyðis- firði og Höfn i Hornafirði. Var samningur hér að lútandi undirritaður milli Lands- virkjunar og Ralmagnsveitna rikisins hinn 4. þ.m. Gerir hann ráð fyrir allt að 28 GWst orkunotkun á ári á 5 aura á kWst að töpum meðtöldum. Gildir samningurinn til 1. júli 1983 og fylgir almennum skil- málum Landsvirkjunar frá 1. janúar 1977 um sölu ótryggös rafmagns sem felur ma. i sér að Landsvirkjun er heimilt að rjúfa afhendingu raímagns, hvenær sem hún telur þess þörf, enda skuldbinda Raf- magnsveitur rikisins sig til að hafa þá tiltækt nægilegt vara- afl i oliukyntum stöðvum. Notkun ótryggðs rafmagns i stað oliu við rekstur um- ræddra varmaveitna veldur mun lægri rekstrarkostnaöi Rafmagnsveitna rikisins á orkueiningu eða sem svarar til 22 aura á kWst. Miöað við óskerta afhendingu á framan- greindum 28 GWst á ári svarar það til 6,2 millj. króna sparnaðar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.