Alþýðublaðið - 20.03.1982, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.03.1982, Blaðsíða 2
.RITSJÓRNARGREIN, Laugardagur 20. mars 1982. Nú skal brýna vopnin Þær eru ískaldar kveðjurnar, sem launa- menn í landinu fó frá fulltrúum atvinnurek- enda, nú þegar samningar um kaup og kjör fólks í landinu eru að hef jast. Þorsteinn Páls- son framkvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bandsins sendir í Moggann og þar hefur hann upp raust sína: „Verðum að semja án grunn- kaupshækkana og skerða vísitöluna," segir hann kaldur og rólegur og verður síðan alveg hlessa, þögar verkalýðshreyfingin leggur fram óbreyttar kröfur frá þvi í haust. Atvinnurekendur eru að segja iaunþegum þaðeitt, aðnú þurfi að lækka launin, nú þurfi fólkið í landinu að herða sultarólina. Nú geti atvinnurekendur ekki greitt „hin háu laun" lengur. Auðvitað hef ur þessi söngur atvinnurekenda heyrst fyrr. Þetta er sama viðlagið og þeir notuðu í upphaf i samningaviðræðna s.l. haust. Þetta er sami söngurinn og þeir hafa kyrjað í hverjum samningum. En skyldi atvinnurekendum ekki vera Ijóst að kiarasamningunum í haust lauk aldrei, þeim var í raun aðeins f restað f ram á vor. Og halda Þorsteinn Pálsson og hans menn, að 3% grunnkaupshækkunin, sem launþegar fengu í nóvember s.l. eigi að duga næstu árin? Það halda þeir greinilega og vilja ekki aðeins neita öllum grunnkaupshækkunum, heldur einnig skerða verðbætur á laun. Þeir vilja sem sagt lækka launin. Telja bersýnilega, að þrjú prósentin frá í haust hafi verið þremur prósentum of mikið. Auðvitað er öllum hugsandi mönnum það Ijóst, að kröfur Alþýðusambandsins frá því í haust, eru í fullu gildi nú. Og nú er að koma vor og þá verður tekinn upp þráðurinn þarsem frá var horfið í s.l. haust. Niðurstöður vinnumarkaðskönnunar sýndu, að yfirborganir eru tíðar á vinnumarkaðnum. Það sýnir Ijóslega, að þeir geta ef þeir vilja, greitt hærri laun til launþega. Það segir okkur, að harmagrátur atvinnurekenda vegna erfiðrar rekstrarstöðu, er aðeins einn þáttur sjónarspilsins, sem þeir setja ævinlega ó svið tímum kjarasamninga. það verður hins vegar fróðlegt að fylgjast með ríkisstjórninni í þessum kjarasamn- ingum. Það verður lærdómsríkt að heyra við- horf ráðamanna Alþýðubandalagsins og hvort þeir styðji launþega í sjálfsagðri kjarabar- áttu, eða hvort þeir taki undir með atvinnu- rekendum og segi verðbætur til handa laun- þegum verðbólguhvetjandi og því óæskilegar. Því verður ekki trúað að óreyndu að Svavar Gestsson og co taki undir með Þorsteini Páls- syni, atvinnurekendum og íhaldinu og kenni launum verkafólks um hraða verðbólgunnar. Þessir samningar verða langt f rá þvf átaka- lausir og það verður grannt fylgst með því, hvort forystumenn Aiþýðusambandsins úr Al- þýðubandalaginu, fylgi nú eftir hinum stóru orðum og berjist til sigurs í komandi samn- ingagerð, eða hvort þeir lúffi fyrir stjórnar- herrunum og semji upp á eitthvað smotterf til skamms tíma — svona til að gefa ráðherrum Alþýðubandalagsins frið í ríkisstjórninni. Launafólk mun hins vegar fylgjast vel með framgangi forystumanna ASI í samn- ingunum. Eftir að skyndilega var klippt á þráðinn s.l. haust og samningum i raun frestað fram á vorið, þá töluðu verkalýðsfor- ingjarnir um það, að átakspunkturinn hefði aðeins verið færður um nokkra mánuði. Nú eru þessir mánuðir liðnir og því skulu verka- lýðsleiðtogarnir standa við stóru orðin, og ekki standa upp frá samningaborðum, fyrr en hagur launafólks hefur verið tryggður. Kröfur ASí eru þær helstar, að grunnkaup - hækki um 13% á tveggja ára tímabili og að verðbætur á laun verði óskertar. Þetta hljóta að teljast hófsamar og sanngjarnar kröfur, ekki sfst þar sem vísitölubætur á laun hafa alls ekki náð að fylgja verðþróun i landinu, bæði vegna gallaðs vísitölukerfis og einnig vegna þess hve mörgum mikilvægum þáttum hefur verið kippt út úr verðbótavfsitölunni. Launafólk í landinu þarf að leggja á sig ómælda yf irvinnu til að endar nái saman. At- vinnureksturinn í landinu er að sönnu ekki sér- staklega blómlegur um þessar mundir, en ekki verður þess þó vart að fyrirtæki hrökkvi upp af ístórum stíl. Fyrirtæki á Islandi fara nefni- lega helst ekki á hausinn. Pilsfaldakapítal- isminn, sem þýðir það, að óstöndug fyrirtæki hlaupa undir pilsfald ríkisvaldsins þegar á bjátar, sér svo um að atvinnureksturinn rúllar. Oll fyrirtæki eru ekki jafn vel rekin. Því væri auðvitað eðlilegast að skussafyrir- tækin fengju að sigla sinn sjó. En samtrygg- ingin er svosterk meðal vinnuveitenda. Það er sett pressa á hið opinbera. Það iátið punga út lánum, jafnvel óafturkræf um eða styrkjum af ýmsum tegundum og stærðum til að bjarga fyrirtækjum fyrir horn. Barlómur atvinnu- rekenda verður þvf hjóm eitt við þessar að- stæður. Það er því ekkert í veginum fyrir því, að samtök verkafólks sæki af fullum krafti sjálf- sagðan rétt sinn í komandi kjarasamningum. Verkalýðsforingjarnir skulu vita það, að launaf ólk í landinu mun ekki sætta sig við, að bera skarðan hlut frá borði. Það mun ekki gefa eftir eðlilegar grunnkaupshækkanir til þess að núverandi ríkisstjórn geti lifað eitt- hvað lengur. Ásmundur og co skulu þvi brýna vopnin. — GÁS. Rektorskjör 2. apríl Kjör rektors Háskóla Islands fer fram föstudaginn 2. april nk., en nýkjörinn rektor tekur við störfum með byrjun næsta háskólaárs. Rektor er kjörinn til þriggja ára i senn, og eru skipaðir prófessorar einir kjörgengir. Atkvæðisrétt eiga prófessorar, dósentar og lektorar og allir þeir sem fastráðnir eru eða settir til fulls starfs við háskólann og stofnanir hans og hafa háskólapróf. Þá eiga allir stúdentar, sem skrásettir eru i Háskóla íslaiiás tveim mánuðun á undan reKiors- kjöri, atkvæðisrétt. Greidd at- kvæði stúdenta gilda sem einn þriðji hluti greiddra atkvæða alls. Á kjörskrá verða því um 300 kennarar og aðrir starfsmenn, en um 3.600 stúdentar, eða samtals um 3.900 manns. Kosningarnar munu fara fram i aðalbyggingu Háskóla íslands og stendur kjörfundur yfir frá ' — 18. Háskólaráð hefur skipað kjörstjórn til að annast fram- kvæmdkosninganna og eiga sæti i henni sex menn, þar af tveir úr hópi stúdenta. Formaður kjör- stjórnar er Einar Sigurðsson hásk óla bóka v örður. Tilboð óskast i eftirfarandi bifreiðar, sem verða til sýnis þriðjudaginn 23. mars 1982 kl. 13 — 16 i porti bak við skrif- stofu vora að Borgartúni 7: Volvo 244 DL fólksbifreið árg. '79 Volvo 144 fólksbifreið » » ’71 Mercury Comet fólksbifreið ) » ’77 Toyota Cressida fólksbifreið » » ’79 Toyota Cressida fólksbifreið ’ ’ ’78 Mazda 323fólksbifreið ) » ’78 LandRoverdiesel » ) ’77 Land Rover diesel » » ’75 LandRover diesel » » ’74 Land Rover diesel ” ’73 Volkswagen Double Cab pick-up »i ’75 Ford Escort sendiferðabifreið »» ’72 Gaz 69torfærubifreið ” ’78 U.A.Z. 469B torfærubifreið »» ’80 U.A.Z. 452 torfærubifreið »» ’77 Toyota Hi Ace sendiferðabifreið »» ’74 Chevrolet Suburban 4x4 »» ’77 Scania LS-llOvörubifreið »» ’72 Evenrude 16 Hö vélsleði »» ’68 Til sýnis hjá Flugmálastjórn Akureyrarflugvelli Caterpillar D-7 jarðýtá »» '62 Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 16.30, að viðstöddum bjóðendum. Réttur er áskilinn til að hafna tilboðum, sem ekki teljast viðunandi. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Samvinnuskólinn BIFRÖST SKÓLI FYRIR ÞIG? UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 10. JÚNÍ Umsóknareyðublöð fást í kaupfélögum, Fræðslu- deild Sambandsins, fræðsluskrifstofum og ýmsum skólum. Í|| ÚTB( Tilboð óskast f að Ieggja , veitu Reykjavikur Tilboðin verða afhent á skr gegn 1500 kr. skilatryggin Tilboðin verða opnuð á sa n.k. kl. 11 f.h. INNKAUPASTOFNUN I Fríkirlquvégi 3 LANDSPÍTALINN SÉRFRÆÐINGUF við svæfinga- og spitalans. Upplýsingar er gi fyrri störfum send: spitalanna fyrir 7. Upplýsingar veitir i sima 29000. SKURÐSTOFUH INGUR óskast á ans. Vinnutimi frá daga i viku. Einni^ FRÆÐINGURá \y Hlutastarf kemur Upplýsingar um < hjúkrunarforstjóri Reykjavik, 21. mar RÍKISSPÍTALARP

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.