Alþýðublaðið - 23.03.1982, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.03.1982, Blaðsíða 4
alþýðu ■ n FT'iT'M Þriðjudagur 23. mars 1982. Útgefandi: Alþýöuflokkurinn. ,Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guömundsson Stjórnmálaritstjóri og ábm. Jón Baldvin Hannibalsson. Ritstjórnarfulltrúi: Guömundur Arni Stefánsson. .Biaðamaöur: Þráinn Haligrimsson. Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir. Auglýsingar: Sigrlöur Guömundsdóttir. Dreifingarstjóri: Siguröur Steinarsson. Ritstjórn og auglýsingar eru aö Siðumúla 11, Reykjavik, simi 81866. Askriftarsíminn er 81866 örn Eiðsson, bæjarfulltrúi Haukur Helgason, skóiastjóri Erna Aradóttir, fóstra Karl ó. Guölaugsson borgar- starfsmaöur á umf.deild. Góð þátttaka i prófkjöri Alþýðuflokksins i Garðabæ: ÖRN EIÐSSON í FYRSTA SÆTI örn Eiðsson bæjarfulltrúi varö efsturi prófkjöri Alþýöu- flokksins I Garðabæ, sem fram fór um helgina. Þátttaka i próf- kjörinu var meö ágætum, en alls tóku 204 stuöningsmenn flokks- ins þátt i þvi. Alþýöuflokkurinn i Garöabæ, fékk um 290 atkvæöi i siðustu bæjarstjórnarkosning- um, þannig aö um 70% af kjör- fylgi flokksins tók þátt i próf- kjörinu um helgina. Kosið var um fjögur efstu sætin og hlutu örn. Eiðsson, Haukur Helgason, Erna Ara- dóttir og Karl C. Guðlaugsson bindandi kosningu i þau sæti. Atkvæðatölur féllu annars þannig á einstaka frambjóð- endur i prófkjörinu. Það skal tekið fram, að ógild atkvæði voru 23 talsins, af þeim 204 at- kvæðum sem greidd voru. örn Eiðsson hlaut 86 atkvæði i 1. sæti, 6 i 2,. 5 i 3 og 15 i 4. sæti, eða til samans 112 atkvæði. Haukur Helgason skólastjóri, fékk 74 atkvæði i 2. sæti, 10 i 3. og 21 i 4. sæti. Alls 105. Erna Aradóttir fóstra hlaut 105 atkvæði i 3. sæti og 20 i annað, eða 125 atkvæði alls. Karl ó. Guðlaugsson borgar- starfsmaður á umf.deild, hlaut samtals 103 atkvæði i 2.-4. sæti. Valborg Soffia Böövarsdóttir fóstra fékk 16 atkvæði i 1. sæti, 23 i 2,. 17 i 3. og 35 i 4. sæti eða samtals 91 atkvæði I prófkjör- inu. Hilmar Hallvarðsson yfir- verkstjóri hlaut 48 atkvæöi i 1. sæti, 11 i 2,. 8 i 3. og 16 i 4 sæti og þarmeð 83 atkvæöi alls. Kristinn Þórhallsson sölu- maður hlaut 26 atkvæöi i 1. sæti, 12 i 2., 5 i 3. og 15 i 4. sæti eða 58 alls. Magnús Arnason kjötiðnaðar- maður fékk 5 atkvæði i 1. sæti, 11 i 2., 14 i 3. og 1714. og i allt 47 atkvæði. Nýtt félag FUJ stofnað í Njarðvíkum Nýtt félag ungra jafnaðar- manna, var stofnað i Njarö- vikum s.l. laugardag. A stofn- fundinum voru rúmlega þrjá- tiu, en stofnfélagar eru eitt- hvað á fjórða tuginn. Kiö nýja félag hefur þegar sótt um inngöngu I Samband ungra jafnaðarmanna (SUJ) og hefur framkvæmdastjórn SUJ, fjallað um máiið og fall- ist á inntökubeiðnina. Formaður hins nýja félags FUJ i Njarðvikum var kjör- inn, Borgar S. Jónsson. Aðrir i stjórn eru, Eirikur Sigurðs- son, Ragnar Halldórsson, Sveindis Arnadóttir, Svein- björn Guömundsson, Jóhann G. Einarsson og Helgi J. Kristjánsson. Kennarar óhressir með niAnrstöður kjarasamninga: „Fordæmanlegt að gera samning upp á ekkineitt” „Viö teljum nýgeröa sér- kjarasamninga einskis viröi. Nær engu úr kröfugerð er náö fram. Forkastanlegt er aö sett sé í samning, sem kjaraatriði að viöræður fari fram.” Svo segir iályktun frá kenn- arafundi Snælandsskóla frá þvi á fimmtudag, sem Alþýðu- blaöinu hefur borist. Undir ályktunina skrifa siðan 29 kennarar. Eru þessir kennar- ar augljóslega mjög óánægðir með sérkjarasamning Kennarasambands Islands og rikisvaldsins. Siðan segir i ályktun kenn- aranna f Snælandsskóla: Að- alkjarasamningur gaf enga launahækkun, en samið um skertar visitölubætur. Það er óskiljanlegt og fordæmanlegt, að gera samning upp á ekki neitt. Vyrir hvern er verið að semja?” Samninganefnd sem treyst- ir sér ekki til aö ná meiru fram ætti að segja af sér,” segir að lokum i þessari harðorðu ályktun 29 kennara I Snæ- landsskóla. Þingmenn Suðurlands mótmæla tillögum og vinnubrögðum Hjörleifs: Iðnaðarráðherra hagræðir sannleikanum F r é 11 a t il k y n n i n g frá þingmönnum Suöurlands „Hjörleifur Guttormsson iðnaöarráðherra hefur nú lagt til I rikisstjórninni að steinull- arverksmiöja veröi staösett á Sauöárkróki um leið og hann segir aö útflutningur sé ekki raunhæfur. Þessari tillögu og reyndar málsmeðferö allri viljum viö harölega mótmæla þvf hér er sannleikanum augljóslega hagrætt. 1 þessu sambandi má benda á eftir- farandi atriöi úr skýrslu nefndarinnar sem um þetta fjallaði. „Nefndin álitur rétt aö velja minni verksmiöjuna (þ.e.a.s. meö 8. þús. tonna há- marksafköstum) en hagnýta útflutningsmöguleika eftir föngum.” — segir I tilkynn- ingu, sem Alþýðublaðinu hef- ur borist frá þingmönnum Suðurlands. Ennfremur segir i tillögum nefndarinnar, „aö hreint hag- kvæmnimat, gæti bent tilstað- setningar á Reykjavikursvæð- inu, þar næst Þorlákshöfn en slst til Sauðárkróks.Munurinn er þó óverulegur, sérstaklega ef miðað er við innlendan markað einvöröungu. Flutn- ingaöryggi og hagræöi við af- greiðslur, sérstaklega útflutn- ing gæti þó bent á sömu röö.” Að fá þaö Ut, að flutnings- kostnaðarmunur viö dreifingu steinullar á innlendan markað sé óverulegur hlýtur að flokk- ast undir reikningsleg krafta- verk, þegar umfang þessara flutninga er haft I huga og 70% innanlandsmarkaöarins er á Stór-Reykjavikursvæðinu. Hin raunverulega ástæða fyrir þessum litla kostnaðarmun er fram kemur i Utreikningum við dreifingu á innanlands- markaði, hvort sem verk- smiðjan er staðsett I Þorláks- höfn eða á Sauðárkróki er byggð á verulegu niðurboði Rikisskips á flutningsgjöldum fyrir Sauðárkrók. Þrátt fyrir þetta niöurboð, verður flutningskostnaður frá Þor- lákshöfn rUmlega 20% lægri en frá verksmiðju á Sauðár- króki. Samt sem áður viröist ekki tekið tillit til þessa mis- munar og staðirnir lagðir að jöfnu. Það er þvf staðreynd aö arð- semi verksmiðju á Sauðár- króki byggist nær eingöngu á þessu tilboði Rikisskips i flutningana, tilboði sem þeir hafa þó allan fyrirvara um, svo sem að þeir fái þrjU ný skip, bætta hafnaraðstöðu o.s.frv. eða eins og segir orð- rétt I bréfi Rikisskips frá 18.1. 82. „að á þessu stigi getur Ut- gerðin, þó ekki skuldbundið sig að þessu leytivegna óvissu um aðra flutninga og vegna þess aö stjórnvöld hafa ekki mótað stefnu Utgerðarinnar svo langt fram i timann. Hér er þvl um hreina til- færslu á raunverulegri rektr- arafkomu verksmiðjunnar eftir staðsetningu að ræða og hljótum við þvi að mótmæla þessum vinnubrögðum sem þingmenn Suðurlands. Sighvatur Björgvinsson alþingismaður: ALÞÝÐUFLOKKURINN MEÐ ATVINNULÝÐRÆÐI — og vill að málinu sé fylgt eftir og nefndir í málinu starfi „Við Alþýöuf iokk sm enn höfum verið baráttumenn fyrir atvinnulýðræði um árabil en hægt hefur miðaö, þvi áhugi annarra flokka á þessu fram- faramáli hefur veriö I lág- marki. Hins vegar sá ég, að ráðstefna Alþýðubandalagsins um sveitarstjórnarmál ályktaði um atvinnulýöræði og þar var tekið undir viðhorf Alþýðu- flokksins I málinu. Þess vegna þótti mér rétt að heyra I for- manni Alþýðubandalagsins, sem jafnframt er félagsmála- ráðherra,og fá það upplýst hvort hugur fylgdi máli, og þá hvort hann hefði einhverjar áætlanir um það að koma á löggjöf um atvinnulýðræði. Þetta er nú fyrst og fremst hvatinn að fyrir- spurn minni.” Ofnangreint er haft eftir Sig- hvati Björgvinssyni,þingmanni Alþýðuflokksins, en eins oR fram kom I Alþýðublaðinu 17* 3. hefur Sighvatur lagt fram fyrir- spurn I tveimur liðum til félags- málaráðherra varðandi störf nefndar sem vinna átti upp lög- gjöf um atvinnulýöræði. Fyrirspurnin hljóðar þannig: 1. Hvað hefur félagsmálaráö- herra gert til þess að reka á eftir störfum nefndar, sem skipuö var 30. ágúst 1973 af þáverandi félagsmálaráðherra til þess að semja frumvarp til laga um at- vinnulýðræði i kjölfar sam- þykktar Alþingis á tillögu til þingsályktunar þess efnis frá þingmönnum Alþýðuflokksins? 2. Hafi nefndin ekki starfað,er félagsmálaráðherra þá ekki reiðubúinn til þess án frekari tafa að leysa hana formlega frá verkefni sinu, skipa nýja nefnd og sjá svo um að hún skili þvl viöfangsefni, sem Alþingi hefur falið rlkisstjórninni að leysa með samþykkt umræddrar þingsályktunartillögu frá þing- mönnum Alþýðuflokksins? „Mér þykir rétt að Svavar Gestsson félagsmálaráðherra svari þessu skýrt og skilmerki- lega,” sagði Sighvatur siðan. ^Annars er saga þessa máls sú, að árið 1974, eða árið eftir að ofangreind þingsályktunartil- laga Alþýðuflokksmanna var samþykkt, þá spurðist ég fyrir um störf þessarar nefndar. Kom þá I ljós aö nefndin hafði aðeins komið saman tvisvar. Sá ég þá, að við svo búið mátti ekki standa og samdi frumvarp til laga um atvinnulýðræði, sem ég lagði fyrir Alþingi 1975. Var um yfirgripsmikið og nákvæmt frumvarp að ræöa. Þaö fékkst hins vegar ekki afgreitt.” Sighvatur sagðist þá hafa bútað þetta frumvarp sitt upp i fleiri smærri frumvörp og flutt á Alþingi árið 1976. „Eitt frum- varpið fjallar um breytingar á lögum um hlutafélög og þar var kveðið á um að fulltrúar starfs- manna fengju sæti i stjórnum hlutafélaga að ákveðinni stærð. Sama átti að gilda um sam- vinnufélög. Þá flutti ég einnig frumvarp um breytingar á lögum um stærri rlkisstofnanir, sem hefðu ekki ákveðna stjórn, eins og t.a.m. ríkisútvarpið, og gerði þar ráð fyrir hlutdeild starfsfólks við stjórnun. Einnig lagði ég fram hliðstætt frum- varp varöandi rikisverksmiðj- urnar. — Ekkert áf þessum frumvörpum fékkst hins vegar afgreitt.” Sighvatur sagðist hafa haft i smiðum lagafrumvarp um þetta efni á yfirstandandi þingi, en heföi þá séð yfirlýsingar Al- þýðubandalagsins, sem lýstu sinnaskiptum I afstöðu til þessa máls. „Ég ákvað þvi að fá svör ráðherra og sjá hvort hann hyggst fá þessa atvinnulýð- ræöisnefnd i gang eða ekki. Mér þykir nauðsynlegt að svo verði, enda um að ræða sjálfsagt rétt- lætismál fyrir launþega i land- inu að hafa áhrif á stjórnun þeirra fyrirtækja, sem þeir vinna hjá. Ég vil þvi ýta á eftir þvi að þessi mál komist i höfn og fróðlegt verður að heyra hvort Alþýðubandalagið meinar eitthvað með yfirlýsingum sinum, eða hvort þær eru sýndarmennska ein. Ég bið þvi svara félagsmálaráðherra og tek afstöðu um næstu skref á grundvelli þeirra,” sagði Sig- hvatur Björgvinsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.