Alþýðublaðið - 03.04.1982, Side 2

Alþýðublaðið - 03.04.1982, Side 2
2 Laugardag Líf eða dauði Dauði miðbæjarins er alþjóðlegt sjúkdómseinkenni stórborga samtímans. Miðbærinn er gjarnan elzti borgarhlutinn, þar sem fornar og virðulegar bygg- ingar segja sögu samfélagsins. En gatnakerf i er yf ir- leittekki miðað við umferðarþarf ir nútímans. Þar er hörgull á bílastæðum. Lóðaverð og fasteignaskattar eru háir. Endurbyggingarkostnaður mikill og seina- gangur á f ramkvæmdum. Oft endar þetta með því, að fyrirtæki, stofnanir og starfsemi þrífast ekki í mið- bænum. Fólk og fyrirtæki leggja á flótta út í út- hverfin. Eftir stendur niðurnítt slömm. Þetta hafa orðið örlög miðbæjarins í flestum borgum Ameriku. Miðbærinn, hjarta borgarinnar, hættir að slá. Hann breytist í niðurnítt slömm, þar sem Mafían tekur völdin og klámið og eiturlyfin verða aðalatvinnuveg- urinn. í staðinn teygja syf jaðar svefnborgir anga sina út urn allar trissur. Á ráðstef nu um atvinnulíf ið og höf uðborgina — lif- andi miðbæ— sem haldin var nýlega að Hótel Borg að tilhlutan Verzlunarráðsins, var sýnt f ram á, að sömu sjúkdómseinkenni gera vart við sig í Reykjavík. Mið- bær Reykjavíkur erdeyjandi bær. Hann er aðeins með lífsmarki að degi til virka daga kl. 9—5. Þegar kvölda tekur, breytist hann í Hallærisplan misskilinnar æsku. Hvers vegna? Astæðurnar eru margar. Ein er sú að höfundar aðalskipulags Reykjavíkurborgar 1962—1983 týndu miðbænum út úr skipulaginu. Þeir dæmdu miðbæinn til dauða. f staðinn vildu þeir búa til nýjan miðbæ við Kringlumýrarbraut. Nú eru tveir áratugir þessa aðalskipulags liðnir. Það bólar ekkert á nýja miðbænum, enda verður hann ekki búinn til með reglugeró og reglustriku. I staðinn hefur eðlileg miðbæjarstarfsemi teygt sig frá Grjótaþorpi að Grensásvegi og út um allar trissur. En allan þennan tíma hef ur miðbænum haldið áf ram að blæða út. Fólki hefur fækkað og fyrirtæki hafa f lúið. Það er að verða ógerningur að reka erindi í miðbænum vegna um- ferðaröngþveitis. Eigendur húsa i miðbænum eru fangar eigna sinna. Heimild fæst ekki til niðurrifs og endurbygging er óframkvæmanleg vegna óhagkvæmni og óvissu í skipulagsmálum, eða opinberra kvaða. Kvaðir um bílastæði með nýbyggingum stórhækka byggingar- kostnað, en leysa ekki umferðarmál. Lóðamat í miðbænum er það langhæsta i allri borginni. Fast- eignaskattar eru himinháir á verðlausu og ónýtanlegu húsnæði. Reykjavíkurborg leggur 25% álag á fast- eignagjöld atvinnuhúsnæðis. Það gera nágranna- sveitarfélögin ekki. Þegar saman fer skipulagsleysi, óraunhæft lóðamat, himinhá fasteignagjöld, og hvers kyns kvaðir, sem útiloka endurbyggingu og hag- kvæman rekstur, má Ijóst vera, að stefna borgaryfir- valda er að drepa miðbæinn. Allir stjórnmálaf lokkar eru samsekir. Þessari þróun verður að snúa við. Mið- bærinn er hjarta Reykjavíkur. Lifandi miðbær á að vera hjartans mál allra Reykvikinga. Borgaryf irvöld eiga að gleyma röngum áformum um líffæraf lutning í Reykjavík. Hjarta borgarinnar á að vera á sínum stað: I kvosinni. Þar á allt að vera sem glæðir miðbæinn iðandi lifi: Ys og þys hafnar- innarog miðstöðf jármála og viðskipta: Þar á að vera þinghús, ráðhús, dómkirkja og höf uðstöðvar blaða- og bókaútgáfu. Þar eiga að vera leikhús, ópera, tónleika- salir, bókasöfn og listasöfn. Þar á að vera urmull veit- ingastaða af öllum stærðum og gerðum, kaffihús, krár, almenningsgarðar, útilaugar og útivistarsvæði. Þar eiga að vera stórmarkaðir og urmull smáverzl- ana, ekki sízt bókaverzlanir, sem bjóða andlega þyrstu fólki upp á kaffi og með því. Við viljum ekki slömm i miðbæ Reykjavíkur. Við viljum lifandi miðbæ. Borgarstjórn Reykjavíkur: Vinsamlegast skilið aftur miðbænum sem týndist í aðalskipulaginu. —JBH Akureyrarbær Útboð Bæjarverkfræðingurinn á Akureyri óskar eftir tilboðum i byggingu brúar á Glerá á Hliðarbraut. útboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjarverkfræðings gegn 1000 kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skilað á sama stað og verða þau opnuð fimmtudaginn 29. april 1982 kl. 11.00 f.h. Bæjarverkfræðingur _ LAGERSTJÓRI Innflutningsdeild Sambandsins Holta- görðum óskar eftir að ráða lagerstjóra sem fyrst. Starfið felur i sér meðal annars yfirstjórnun á tölvustýrðum lager og eftir- lit með bónuskerfi. Leitað er að manni með góða stjórnunar- hæfileika og æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu á þessu sviði. Skriflegar um- sóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist starfsmannastjóra fyrir 15. þ. mán. er veitir nánari upplýsingar. SAMBAND ÍSL.SAMVINNUFÉIAGA STARFSMANNAHALD gll ÚTBOÐ Tilboð óskast i hjólbarða, slöngur og borða fyrir Strætis- vagna Reykjavikur og Vélamiðstöð Reykjavikur. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frikirkjuvegi 3, tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 12 maí 1982. kl. 11. f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Útboð Tilboð óskast i að steypa upp frá botn- plötu og fullgera að ulan 2 hús i Tungudal við Isafjörð. Heildarstærð húsanna er 3.034 rúmm. Útboðsgagna má vitja hjá Magnúsi Reyni Guðmundssyni, Bæjarskrifstofunum á ísafirði og á Teiknistofunni óðinstorgi, Óðinsgötu 7, Rvik gegn 2.000,00 kr. skila- tryggingu. Tilboð verða opnuð hjá Magnúsi Reyni Guðmundssyni, föstudagirin 23. april kl. 11:00. Svæðisstjórn Vestfjarðasvæðis um málefni þroskaheftra og Bygginganefnd Styrktarfélags vangefinna Vestfjörðum. Vegagerð rikisins óskar eftir tilboðum i gerð bundins slitlags á Norðurlandsvegi i Hrútafirði, Hrútafjarðarhálsi, i Vatnsdal og um Laxá á Ásum og á Skagastrandar- vegi um Vatnahverfi. Helstu magntölur eru eftirfarandi: Fylling 21000 rúmmetrar Tvöföldklæðning 120000 fermetrar Verkinu skal að fullu lokið eigi siðar en 1. september 1982. Útboðsgögn verða afhent hjá aðalgjald- kera Vegagerðar rikisins, Borgartúni 5, Reykjavik, frá og með miðvikudeginum 7. april n.k. gegn 1000 kr. skilatryggingu. Fyrirspurnir ásamt óskum • um upp- lýsingar og/eða breytingar skulu berast Vegagerð rikisins skriflega eigi siðar en 16. april. Gera skal tilboð i samræmi við útboðs- gögn og skila i lokuðu umslagi merktu nafni útboðs til Vegagerðar rikisins, Borgartúni 7,105 Reykjavik, fyrir kl. 14:00 hinn 20. april 1982, og kl. 14:15 sama dag verða tilboðin opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum, sem þess óska. Reykjavik, i april 1982. Vegamálastjóri LAND i se og stöi n.k 2901 frá stör frá til inga legt A n.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.