Alþýðublaðið - 07.04.1982, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 07.04.1982, Blaðsíða 1
alþýöu blaðið |//I/^N m -------St AAiðvikudagur 7. apríl 1982 51. tbl. 63. árg. Kosningas krifstof a Alþýðuflokksíns Bankastræti 11,2. hæð x-A Simar: 27846 27860 Listi krata i Njarðvík ákveðinn eftir nokkur átök: „Vonast til að all- ir sættist á þessar niðurstöður77 — segir Eðvald Bóasson annar maður listans Gcngið var frá lista Alþýðu- flokksins i Njarðvik s.l. föstu- dagskvöld. Var tillaga upp- stillingarnefndar um listaskipan, samþykkt á fundinum með 42 at- kvæðum gegn 10. Þessi skipa sjö efstu sæti list- ans: 1. Ragnar Halldórsson, húsasmiður. 2. Eðvald Bóasson, húsasmiður. 3. Guðjón Helgason, húsasmiður. 4. Erna Guðmunds- dóttir, kennari. 5. Borgar Jóns- son, húsvörður. 6. Brynja Arna- dóttir, húsmóðir. 7. Grimur Karlsson, skipstjóri. Alþýðuflokkurinn hefur nú tvo af sjö bæjarfulltrúum i Njarðvik. Efnt var til sameiginlegs þróf- kjörs i Njarðvik um sætaskipan á framboðslista flokkanna. Nokkrar deilur hafa verið i röð- um Alþýðuflokksmanna um niður- stöður prófkjörsins og endanlega niðurröðun á lista flokksins. I prófkjörinu fékk Gunnólfur Arna- son flest atkvæði i fyrsta sæti list- ans, en þó ekki bindandi kosningu ef miðað er við lög Alþýðuflokks- ins, en þar segir að kosning sé ekki bindandi I ákveðin sæti, nema viðkomandi fái 20% at- kvæða af heildaratkvæðamagni flokksins i siðustu kosningum. Hins vegar hefur menn nokkuð greint á um það, hvort þessi klá- súla gildi alfarið, þegar um sam- eiginleg prófkjör allra flokka er að ræða. Telur Gunnólfur að svo •sé ekki og auglýsing um prófkjör- ið hafi gefið þaö augljóslega til kynna. Þess vegna hafi honum borið efsta sæti listans, með til- visun til prófkjörsins. Eðvald Bóasson, sem skipar 2. sæti listans, sagði i samtali við Alþýðublaðið, að allt væri þetta hið leiðinlegasta mál. Hins vegar hefði verið reynt að leita sátta á milli manna, en litið gengið. Eðvald lagði á það áherslu, að niðurstöður prófkjörs hvað efsta sætið varðaði, hefðu ekki veriö bindandi og þvi ekkert óeðlilegt i sjálfu sér, að þau mál hefðu verið endurskoðuö. „Mikill meirihluti fulltrúaráðsins hefur nú komist að niðurstöðu i þessu máli,” sagði Eðvald, ,,og ég vonast til þess að friður komist á og að allir aðilar sættist á þessar J2y niðurstöður. V Ólafur Björnsson, bæjarfulltrúi Keflavik: Fyrirheit um öflugt átak í atvinnuuppbygg ingu á Suðurnesjum hefur verið svikið Þessi fögru fyrirheit i stjórn- arsáttmálanum hafa varla reynst pappirsins virði, sagði Ólafur Björnsson I Keflavfk í gær, þegar hann var spurður, hvernig honum litist á efndir stjórnarinnar á þvi loforði, sem gefið er i stjórnarsáttmála nú- verandi rikisstjórnar , að undirbúið skuli öflugt átak til atvinnuuppbyggingar á Suður- nesjum. „Þetta er tómt kjaftæði eins og margt sem komið hefur frá þessari rikisstjörn,” sagði hann. ,,Við ibdarnir á Suöur- nesjum könnumst ekki við, að neitt hafi verið gert I þessum efnum sem orð er á gerandi. 1 stjórnarsáttmálanum segir svo orðrétt: „Undirbúið verði öflugt átak til atvinnuuppbygg- ingar á Suðurnesjum”. Þeir Kjartan Jóhannsson og Karl Steinar Guðnason hafa nú lagt fram fyrirspurn á Alþingi um hvað liði efndum á þessu loforði rikisstjórnarinnar og einnig hvaö liði starfi nefndar sem skipuö var I þessu skyni i júni s.l. Gunnar Thoroddsen gerði á þingi grein fyrir störfum nefnd- arinnar, sem hefur heimsótt at- vinnumálanefndir á svæöinu og helstu fyrirtæki. „Ég kannast við, aö hafa heyrt talað um þessi fyrirheit stjórnarinnar”, sagöi ólafur Björnsson, ,,en þaö er fjarri lagi, að einhver atvinnuupp- bygging sé i gangi á Suðurnesj- um. Það er miklu frekar aö það stefni i öfuga átt,” sagði hann. „Fyrirtækjum i sjávarútvegi fækkar jafntog þétt. Hér eru nú eftir lifandi tvö frystihús I Keflavik og eítt i Njarðvikum. Það yrði hálf kaldhæönislegt, ef þaðyrðiHelguvikurvinnan, sem bjargaöi Suðurnesjum frá al- varlegu atvinnuleysi,” sagði Ólafur Björnsson. En nú hefur sérstök nefnd á vegum rikisstjórnarinnar feng- ið það verkefni að leita lausnar á atvinnuvanda þessa svæðis. Hefur hún ekkert unnið ? „Þeir komu hér i heimsókn i fyrirtæki, en tóku það sérstak- lega fram, aö þeir færu ekki með stjórn peningamálanna i þessum efnum. Þeim hefur ver- iðbentá ýmsa iðnaðarkosti sem hér gætu komið til greina, svo sem einingasteypuveggi og plasttunnugerð, en ekkert hefur komið út úr þessu. Það er ekki nóg að koma i kurteisisheim- sóknir i fyrirtækin. Það leysir engan vanda,” sagði Ólafur. „Svo sýnist okkur hérna, að það fari að verða litið úr gróð- anum af saltverksmiðjunni, ef siðustu upplýsingar i þeim mál- um reynast réttar,” sagði Ólaf- ur. Þeir saltverksmiðjumenn hafa ekki gert ráö fyrir neinni rýrnun I áætlunum sinum, en allar likur benda til aö rý rnun sé veruleg i saltframleiðslu hér sem annars staðar og þá er hann farinn kúfurinn af arðsem- inni hjá þeim,” sagði Ólafur Björnsson aö lokum. Þ. Frambjóðendur Alþýðuflokksins í * Reykjavík undirbúa kosningastarfið 30 af 42 frambjóðendum Al- þýöuflokksins i komandi borg- arstjórnarkosningum. Myndin er tekin á mánudagskvöld, þeg- ar frambjóðendur komu saman til skrafs og ráðagerða og skipu- lögðu kosningabaráttuna fram aö kjördegi — 22. mai næstkom- andi. Sitjandi frá vinstri talið: Guð- björg Benjaminsdóttir, verka- kona, Stella Stefánsdóttir verkakona, Asta Benediktsdótt- ir, fulltrúi, Sjöfn Sigurbjörns- dóttir, borgarfulltrúi, Jón Ag- ústsson, prentari, Anna Krist- björnsdóttir, fóstra, Guðmund- ur Haraldsson, eftirlitsmaður, Gissur Simonarson, húsasmiða- meistari og Sigurður E. Guð- mundsson, borgarfulltrúi. Standandi i efri röö frá vinstri: Jarþrúöur Karlsdóttir, húsmóðir, Asgerður Bjarna- dóttir, bankastarfsmaöur, Ragna Bergmann, verkakona, Skjöldur Þorgrimsson, fisk- matsmaður, Hans Jörgensen, formaður Samtaka aldraðra, Eggert G. Þorsteinsson, fyrr- verandi ráöherra, Jón Hjálm- arsson húsvörður, Valtýr Guð- mundsson, hafnarstarfsmaður, Jóhanna Elisabet Vilhelmsdótt- ir, bókari, Geir A. Gunnlaugs- son, prófessor, Grétar Geir Nikulásson, framkvæmdastjóri, Bjarni P. Magnússon, fram- kvæmdarstjóri Helgarpóstsins, Bryndis Schram, dagskrárgerð- armaður, Sigfús Jónsson, land- fræðingur, Guðriöur Þorsteins- dóttir, lögfræðingur, Kristin Arnalds, kennari, Hrafn Mar- inósson, lögreglumaður, Thor- vald Imsland , kjötiönaöar- maður, Þórey Sigurjónsdóttir, læknir, Guölaugur Gauti Jóns- son, arkitekt og Snorri Guð- mundsson, vclstjóri. r Obreytt stjórn hjá Flugleiðum Stjórn Flugleiða var öll endur- kjörin á hluthafafundi fyrirtækis- ins, sem haldinn var i gær. I stjórnina voru kjörnir eftirtaldir: E. Kristinn Olsen, Grétar B. Kristjánsson, Halldór H. Jónsson, Óttar Möller, Sigurður Helgason, örn. Ó. Johnson, Kristjana Milla Thorsteinsson, Rúnar B. Jó- hannsson og Kári Einarsson. t varastjórn hlutu kjör, Einar Arnason, ólafur O. Johnson og Jóhannes Markússon, en sá sið- asttaldi kemur nýr inn i vara- stjórn i stað Dagfinns Stefánsson- ar. Stjórnarformaður var kjörinn örn O. Johnson. Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða var endurkjörinn i stjórn félagsins, eins og raunar allir stjórnarmenn aðrir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.