Alþýðublaðið - 07.04.1982, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.04.1982, Blaðsíða 2
2 RITSJORNARGREIN Miðvikudagur 7. apríl 1982 Vinstri - - Hægri flustur - - Vestur Á undanförnum árum hefur hvað eftir annað komið til skarpra skoðanaskipta milli ýmissa talsmanna einhliða afvopnunar lýð- ræðisríkianRa annars veqar oq forvstumanna andófshreyfinga gegn Sovét-fasismanum í A- Evrópu hins vegar. Nýlegt dæmi um þetta, er að finna i seinasta hefti M og m. Tilefnið er, að Edward P. Thompson, einn, helzti tals- maður brezku afvopnunarhreyf ingarinnar, sá hinn sami oq nýlega sótti heim íslenzka her- stöðvaandstæðinga kom víða að lokuðum dyrum andófsmanna í heimsókn til Prag fyrir skömmu. Einn þessara andófsmanna ritaði Thompson sfðan opin bréf, i brezka vikuritið NeW Statesman. Þar varar hann vestræna af- vopnunarsinna eindregið við þeirri háskalegu einfeldni, að leggja að jöfnu stjórnarfar í lýð- ræðisrikjum annars vegar, og kúgunarkerfi alræðisins, hins vegar. Forystumenn mann- réttindahreyf inga í A-Evrópu telja það bera vott um takmarkaðan skilning á eðli alræðis- ríkja að unnt sé að friðmælast við þau, með því að leggja niður varnir, einhliða. Þeir menn, sem í einlægni boði einhliða af vopnun, í trausti þess, að Sovétríkin muni fylgja því góða fordæmi, eigi eftir að verða fyrir sárum vonbrigðum. í bréfi sínu til Thompsons, segir hinn tékkneski andófsmaður, m.a.: „ Ég held að kjarni skilnings yðar, sé fólginn í þeirri pólitísku forsendu, sem skiptir póli- tískum öflum í hægri og vinstri. Innan þess ramma fallist þér aðeins á skiptingu i íhalds- og afturhaldsmenn annars vegar, og and- stæðinga þefrra hins vegar, þ.e.a.s. annar skilgreinir hinn. Þessi skipting er úrelt, vegna þess, hve afgerandi áhrif alræðistilhneig- ingarhreyfingar og -stjórnkerfi, hafa. Þessi hættulega tímaskekkja stafar af þeirri stað- reynd, að þau skil, sem máli skipta, virðast vera á milli alræðis- og lýðræðisstrauma, bæði vinstra og hægra megin, í hinu pólitiska lit- rófi." Pólski heimspekingurinn Leszek Kola- kowski, sem einnig sótti Island heim fyrir skömmu, hefur áður tekið Thompson og skoðanabræður hans til bæna á svipuðum for- sendum. Alkunna er, að stuðningur við ein- hliða afvopnun lýðræðisríkjanna kemur eink- um frá stjórnmálahreyfingum, sem skil- greina sjálfar sig lengst til „vinstri". Ýmsir forystumanna þessara hreyfinga, draga ekki dul á það, að þeir sjá enga ástæðu til að halda uppi vörnum fyrir lýðræðið, þar sem þeir leggja það að jöfnu við stjórnarfar alræðis- rikjanna. Sumir ganga jaf nvel lengra, eins og Thompson, sem telur Bandaríkin vera „háskalegri" en sjálft Gulagið. Thompson er fyrrverandi kommúnisti, en er nú stuðningsmaður vinstra arms brezka Verkamannaf lokksins, sem er kominn lang- leiðina að leggja þann flokk i rúst. Oft virðist sem „vinstri stefna" þessara stjórnmála- hreyfinga lýsi sér einkum í öfgakenndum „and-ameríkanisma". Þessir aðilar vilja binda endi á varnarsamstarf lýðræðisríkj- anna beggja vegna Atlantshafsins. Það er hins vegar söguleg staðreynd, að án sarristarfs við Bandaríkin er V-Evrópa varnarlaus frammi fyrir hernaðaryfirburðum Sovétríkjanna. Rof ni þetta samstarf verður þess skammt að bíða, að V-Evrópa breytist í sovéskt áhrifa- svæði. Það vill einatt vefjast fyrir þeim, sem hugsa um stjórnmál og alþjóðamál innan ramma hinna hefðbundnu hugtaka um „vinstri" og „hægri", að skilgreina hvað þeir eiga við. Hin Stalíniska formúla, að sá einn taldisttil vinstri, sem fylgdi Sovétríkjunum og utanríkisstefnu þeirra í blindni, dugar varla lengur. Ef lögregluríki Persakeisara var til hægri, er morðæðí Mullahanna þá til vinstri? Erum við nokkru nær, að kalla lögregluríki þriðja heimsins „til vinstri", ef þau þiggja sovésk vopn, en „til hægri" ef vopnin eru f rá Vestúrlöndum? Eru þýzkir terroristar, sem við flugvélarán dauðamerkja alla farþega sem eru gyðingar, til vinstri? Er eitthvað til, sem heitir „afturhaldssam- ar" pyndingar, og annað sem heitir „fram- farasinnaðar" pyndingar? Eru til „vinstri sinnaðar" þrælabúðir, og „hægri sinnaðar" þraSlabúðir? Er til eitthvað sem heitir „afturhaldssöm" ritskoðun, en annað sem heitir „frjálslynd" ritskoðun? Það er vegna þess, hvernig þær svara spurningum af þessu tagi, segir Kolakowski, að mannréttindahreyf ingar innan Sovéska ný- lendukerfisins stíga út fyrir hinn hefðbundna ramma hugtakanna til hægri og vinstri. Kjarninn í þeirra hugmyndafræði snýst um hugtakið mannréttindi. Því hugtaki verður ekki skipt milli hægri og vinstri. Ekki fremur en f relsishugtakinu sjálf u, sem að endingu er hið eina pólitíska hugtak, sem hefur gildi f sjálf u sér. Einfaldlega vegna þess, að án þess glata önnur mannleg gæði gildi sínu. Það er að vfsu bæði „f ull atvinna" og „f riður" ríkjandi í þræiabúðum Gulagsins. Samt hefur hingað til ekki þótt við hæfi, að kenna það stjórnarfar við „velferð" eða „lýðræði". Þjóðfélagsskip- an, sem beinlínis byggir á þvi, að svipta þegna sína frumstæðustu mannréttindum, er i sjálf u sér ógnun við friðinn. Aðalfundur iðnaðarbankans: „Síðasta ár að mörgu leyti hagstætt” Laugardaginn 27. mars s.l. var aöalfundur Iðnaöarbanka íslands hf. haldinn i Súlnasal Hótel Sögu. A fundinum var gerö grein fyrir rekstri og hag bankans árið 1981. Einnig var gerö grein fyrir starfsemi Iön- lánasjóðs. Skyrt var frá þvf aö Valur Valsson framkvæmda- stjóri Félags íslenskra iðnrek- enda heföi veriö ráöinn banka- stjóri viö Iönaðarbankann. Gunnar J. Friöriksson, sem veriö hefur formaöur banka- ráðsins siöan 1974 gaf ekki kost á sér til endurkjörs. l>róun peningamála 1 upphafi máls sins rakti hann þróun peningamála árið 1981, sem hann taldi verið aö ýmsu hagstæöa framan af árinu. Verðbólga fór hjaðnandi, svó litill munur var á vöxtum og á verðbiMgustigi. Hins vegar hafi dæmiö snúist viö siöustu mánuöi ársins, þvi hinni óraunhæfu gengisstefnu hafði þá ekki lengur veriö hægt aö halda til streytu. Hins vegar fylgdu vextir ekki verðbólgustiginu eftir, raskaðist þar með á ný þaö jafnvægi sem náöst hafði. Gunnar vék aö hinni sérstöku sveigjanlegu bindisskyldu, sem lögö var á innlánsstofnanir til viðbótar gömlu almennu innlánsbindingunni, sem um nokkurra ára bil hefur numiö 28% af innlánum. Gunnar sagöi nafn hinnar svokölluöu sérstöku sveigjanlegu innlánsbindingar óneitanlega minna á hinn upp- haflega yfirlýsta tilgang innlánsbindingar, sem átti að vera sveigjanlegt hagstjórnar tæki, en var þaö ekki i raun. Sagðist hann vona aö sveigjan- leikinn yröi ekki bara uppáviö aö þessu sinni. Tollkrít Gunnar sagöi fróölegt aö fylgjast meö því, aö á sama tima og rætt væri um þörf á aö- haldi i peningamálum, hafi fengiö byr undir báöa vængi hugmyndir um svokallaöa toll- krit. Tollkrit væri hins vegar jafngildi útlána, þensluáhrifin væruhin sömu. Benti hann á að með tollkrit yröu áhrif hinnar sérstöku sveigjaniegu bindingar aö engu gerö, auk þess sem óeölilegt yröi aö teljast að rikiö færi inn á verksviö viöskipta- bankanna meö þessum hætti. Með tollkrftinni myndi fyrir- tækjum veröa mismunaö eftir stærð, því hún væri aöeins ætluö stærri fyrirtækjum. Jafnframt væri augljóst aö tollkrit mundi þýöa skerta samkeppnisaðstööu islensks iönaöar gagnvart inn- flutningi. Hún myndi leiöa til aukinnar einkaneyslu, minni sparnaöar, aukinnar veröbólgu og verri gjaldeyrisstööu lands- ins. Staða bankans Þrátt fyrir það, aö nærri bönkunum hafi verið gengiö meö aukinni innlánsbindingu, þ.á .m. Iönaöarbankanum, sagöi Gunnar J. Friöriksson aö ekki heföi oröiö verulegt afkomutjón hjá honum vegna hinnartraustu lausafjárstööu bankans. Þá sagöi formaöur banka- ráösins, aö góö rekstrarafkoma bankans heföi gert bankanum kleift að ráðast i nokkrar fjár festingar og rakti hann þær helstu. Þá skýröi hann frá þvi' aö bankinn heföi nú fengiö leyfi til aö opna nýtt útibú i Garöabæ. Reikningar bankans Bragi Hannesson, banka- stjdri, gerði grein fyrir reikn- ingum bankans á síöasta ári. Heildarinnlán jukust um rúm 61% á árinu og er áriö 1981 fjóröa áriö i röö sem innlán bankans aukast verulega aö raungildi. Var sú aukning um 12% á siöasta ári miöaö viö lánskjaravisitölu. Eigiö fé fyrir- tækisins hækkaöi um 66% á ár- inu og var i' árslok 39 m. í lok máls sins sagði Bragi Hannesson. ,,í stuttu máli má segja aö áriö 1981 hafi verið Iönaöarbankanum á margan hátt hagstætt ár. Bankanum tókst að auka heildarUtlán sín um tæp 90% án þess að rýra lausafjárstöðuna við Seðla- bankann, með þvi að auka endurkaup frá Seðlabanka um 138% og útlán veðdeildar bankans um 310%, þrátt fyrir nokkru minni innlánsaukningu en sem nemi meðaltali bank- anna. Auk þess var afkoman á siöasta ári hagstæðari bank- anum en mörg undanfarin ár. A aöalfundinum var sam- þykkt aö auka hlutafé bankans um 42,11% meö útgáfu jöfunar- hlutabréfa, til jafns við hækkun vlsitölu jöfunarhlutabréfa, sem rikisskattstjóri gefur út. Einnig var samþykkt að greiöa 5% arö til hluthafa. Iðnlánasjóður Ragnar Onundarson aðstoöarbankastjóri geröi grein fyrir starfsemi Iönlánasjóðs áriö 1981. A árinu voru afgreidd samtals 343 lán að fjárhæö 93,6 m. kr. Eigið ráðstöfunarfé sjóðsins á árinu var 42,8 m. kr. Tekjuafgangur Iönlánasjóös 1981 var 16,6 m. kr. Bein fram- lög til sjóösins, iðnlánasjóðs- gjald, framiag rikissjóös og framleiðsugjald af áli námu samtals nokkurn veginn sömu tölu eöa 16,5 m. kr. Sagði Ragnar þessa tölu sýna að Iðnlánasjóður heföi getað verið án beinna framlaga á árinu 1981. 1 bankaráð Iðnaöarbanka Isiands hf. voru kjörnir: Davið Sch. Thorsteinsson forstjóri, Sveinn Valfells verkfræðingur og Gunnar Guðmundsson raf- verktaki. Til vara: Magnús Helgason forstjóri og Sveinn A. Sæmundsson forstjóri. Iönaðar- ráöherra skipaöi þessa: Kjartan Ölafsson ritstjóra og Sigurö Magnússon rafvélvirkja., Til vara: GuörUnu Hallgrims- dóttur matvælaverkfræöing og Guöjón Jónsson járnsmiö. Endurskoðendur voru kjömir Haukur Björnsson fram- kvæmdastjóri, Sveinn Jónsson löggiltur endurskoöandi og Þór- leifur Jónsson framkvæmda- stjóri. Njarðvik 1 Gunnólfi var boöiö 5. sæti listans af uppstillingarnefnd, en hann hafnaöi þvi. Þaö var þvi alllt reynt til aö ná sameiginlegri niöurstööu, en tókst ekki. Þvi var engin önnur leiö fær, en láta full- trúaráö flokksins skera á hnutinn á lýðræöislegan hátt með at- kvæðagreiöslu,” sagöi Edvald Bóasson aö lokum. Hreppsnefnd Hólmavíkur lýsir vanþóknun á sofandahætti ráðamanna i símamálum A fundi hreppsnefndar Hólmavlkurhrepps sem hald- inn var þann 1. aprii 1982 var eftirfarandi ályktun gerö: „Hreppsnefnd Hóimavikur- hrepps vill vekja athygli á þvi ófremdarástandi sem rikir i simamálum á Hólmavik og nærliggjandi sveitum. Nú i vetur hefur keyrt um þverbak i þeim efnum, þar sem sam- bandslaust hefur verið um sjálfvirka simann við aðra hluta landsins meira og minna svo mánuðum skiptir. Lýsir hreppsnefndin yfir furðu og vanþóknun á sofandahætti ráöamanna I þessum efnum og skorar á ráöherra sima- mála og póst- og simamála- stjóra aö sjá svo til aö á þessu veröi geröar skjótar úrbæt- ur.” Haildór Sigurjónsson Frá aöalfundinum. — Gunnar J. Friöriksson flytur skýrslu stjórnar. Viö boröið sitja þeir Viglundur Þorsteinsson, Bragi Hannesson og Ragnar önundarson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.