Alþýðublaðið - 25.05.1982, Blaðsíða 2
2
Þriðjudagur 25. maí 1982
RITSTJORNARGREIN'
OSIGUR
fllþýðuflokkurinn beið alvarlegan ósigur í
þessum kosningum. Alþýðuf lokksmönnum
ber að horf ast í augu við þá staðreynd og játa
ósigur sinn undanbragðalaust.
Það er í ósigrinum sem reynir á menn.
Samagildir um stjórnmálaf lokka. Verster/ ef
menn vilja varpa sökinni á aðra eða f inna upp
ótal viðbárur og afsakanir, til að skýla sér
með. Það er ekki einasta lítilmannlegt heldur
ógiftusamlegt, þegar til lengri tíma er litið.
Karlmannlegast er að játa mistök sín, horfast
í augu við staðreyndir, þótt óþægilegar séu, og
læra síðan af mistökunum. Ef þannig er
brugðizt við, stælast menn af mótlætinu og eru
þá betur búnir til átaka næst. Slík viðbrögð
verða Alþýðuflokksmenn að temja sér nú.
Orrusta hef ur tapazt. En striðið heldur áf ram.
Það kemur dagur eftir þennan dag.
Þessar kosningar voru háðar við afar
óvenjulegar aðstæður. Sjálfstæðisflokkurinn
gekk í fyrsta sinn til kosninga í höf uðborginni
sem stjórnarandstöðuflokkur, bæði gegn
meirihluta borgarstjórnar- og gegn ríkis-
stjórn. Honum tókst að magna upp fylgis-
sveiflu gegn báðum, meirihlutaflokkum í
borgarstjórn og gegn ríkisstjórn, sem stendur
höllum fæti. ( því samhengi breytti engu, að
hluti Sjálfstæðisf lokksins veitir ríkisstjórninni
forstöðu og ber pólitíska ábyrgð á tilveru
hennár. A því leikur enginn vafi, að það eru
stjórnarandstæðingar innan Sjálfstæðis-
flokksins, sem hafa styrkt Stöðu sína.
Vígstaða Alþýðuf lokksins í þessum kosning-
um var vandráðin. Annars vegar var f lokkur-
inn þátttakandi í fráfarandi borgarstjórnar-
meirihluta og þar i samstarfi við Alþýðu-
bandalagið, sem beið stærsta ósigurinn í þess-
um kosningum, í tölum talið. Alþýðubandalag-
iðtapaði mestu fylgi hlutfallslega og flestum
sveitarstjórnarfuiltrúum.
Hins vegar var Alþýðuf lokkurinn eini heil-
steypti stjórnarandstöðuf lokkurinn á þingi, og
i andstöðu við Alþýðubandalagið í landsmál-
um og innan launþegahreyf ingarinnar. Samt
sem áður tókst honum ekki í kosningabarátt-
unni að færa sér í nyt vaxandi vantrú á ríkis-
stjórninni, né heldur vonbrigði óánægðra kjós-
enda Alþýðubandalagsins. Þeir snerust til
fylgis við kvennaframboðið. Þannig varð Al-
þýðuflokkurinn á milli. Honum tókst ekki að
skapa sér sérstöðu. Andstaðan gegn ríkis-
stjórninni snerist á sveif með Sjálfstæðis-
flokknum, óánægjan með árangursleysi Al-
þýðubandalagsins fann sér farveg í kvenna-
framboðinu.
Þversagnirnar í þessum kosningaúrslitum
eru torráðnar. Sá stjórnarflokkanna, Alþýðu-
bandalagið, sem mestu hefur ráðið innan
rikisstjórnarinnar, og beitt hefur samstarfs-
aðilana stöðvunar- og neitunarvaldi í stærstu
málum, galt afhroð. Eini flokkurinn sem var
heill og óskiptur í stjórnarandstöðu, Alþýðu-
flokkurinn, varð fyrir meiri háttar áfalli. Sá
stjórnarflokkanna, Framsóknarf lokkurinn,
sem situr uppi með að hafa engum árangri
náð í stjórnarsamvinnunni, miðað við gefin
loforð, slapp óskaddaður. Og sá flokkur,
Sjálfstæðisflokkurinn, sem gekk til kosninga
eins og tvíhöfða þurs, klofinn milli stjórnar-
og stjórnarandstöðu, hagnaðist mest á sveiflu
gegn stjórninni, og andúð á uppivöðslu og
valdahroka Alþýðubandalagsins, sem sjálf-
stæðismenn hafa lyft til æðstu valda.
Það er vantraust á Alþýðuf lokkinn, að á
sama tíma og kjósendur snúa unnvörpum baki
við Alþýðubandalaginu, vegna vanefnda þess
við launþega og árangursleysi í rikisstjórn,
skuli þeir sneiða hjá garði Alþýðuf lokksins,
sem er einn óskiptur í stjórnarandstöðu.
Það er vantraust á Alþýðuflokkinn, að
fylgissveifla gegn rikjandi stjórnarstefnu
skuli leita til Sjálfstæðisf lokksins, sem ber þó
ábyrgð á bæði stjórnarstefnu og stjórnarfor-
ystu.
Það er vantraust á vinstrif lokkana, og þá
ekki síztá sósíaldemókratískan flokk, að jafn-
réttisbarátta kvenna skuli ekki f inna sér vett-
vang innan slíks flokks, og að lítt undirbúið
skyndif ramboð af þvi tagi skuli reynast þriðj-
ungi fylgisdrýgra en rótgróinn flokkur jafn-
aðarmanna.
Baráttumál Alþýðuf lokksins eiga eðli máls-
ins samkvæmt fyrst og fremst að höfða til
lífsviðhorfa og hagsmuna launþega og neyt-
enda í þéttbýli. Þess vegna er það óvæginn
dómur um Alþýðuflokkinn að hann skuli hafa
tapað nær 2 af hverjum 3 kjósendum frá Al-
þingiskosningum 1978, einum af hverjum
þremur frá borgarstjórnarkosningum sama
ár, og rúmlega öðrum hverjum kjósanda frá
alþingiskosningum 1979. Og verða minnsti
flokkurinn af 5 í höf uðborg landsins. Og tapa
verulega fylgi að auki í mörgum helztu kaup-
stöðum landsins. Að vísu eru þar Ijósir punkt-
ar innan um hér og þar. Vestfirðir skiluðu
sínu. Á Isafirði, Dalvfk, Kópavogi og Húsavfk,
varð nokkur fylgisaukning og Hafnfirðingar
vörðust vel.
Það breytir samt ekki því, að þessi úrslit
eru stóralvarleg viðvörun til allra jafnaðar-
manna, og forystumanna þeirra, bæði í
sveitarstjórnarmálum og landsmálum. Nú
reynir á, að viðbrögðin verði æðrulaus og f um-
laus. Hér dugir engin leit að syndahöfrum til
að varpa sökinni á. Hér dugar ekkert annað en
hlutlæg, heiðarleg krufning á sameiginlegum
mistökum. Við þurf um að taka stef nu, starfs-
hætti og málf lutning Alþýðuf lokksins til gagn-
gerrar skoðunar, komast að sameiginlegum
niðurstöðum og læra af mistökunum. Það er
mikið verk að vinna og eftir engu að bíða. Við
skulum byrja strax. —JBH
Vinnueftirlit ríkisins:
NÝJAR REGLUR UM
ÖRYGGISSTARFSEMI
INNAN FYRIRTÆKJA
Stjórn Vinnueftirlits rikisins
hefur sett reglur um heilbrigöis-
og öryggisstarfsemi innan fyr-
irtækja. Reglur þessar voru
staöfestar af félagsmálaráöu-
neytinu þann 26. febráar sl. og
birtust i Stjórnartiöindum 29.
mars s!..
Reglurnarerusettar á grund-
velli laga um aöbiinaö, hollustu-
hætti og öryggi á vinnustööum
frá 1980. Annaö meginmarkmiö
þeirra laga er aö skapa skilyröi
fyrir þvi aö innan vinnustaö-
anna sjálfra sé hægt aö leysa
vandamál á þessu sviöi meö
samvinnu atvinnurekenda og
starfsmanna.Er megin tilgang-
ur reglnan nasáaöútfæranánar
þau ákvæöi laganna sem þetta
samstarf varöa.
Samkvæmt lögunum eru fé-
lagslegur trúnaöarmaöur
starfsmanna og atvinnurekandi
og/eöa verkstjóri hans I for-
svari fyrir þessu samstarfi þar
sem starfa 9 eöa færri. Séu
starfsmenn hins vegar 10 eöa
fleiri, skulu þeir kjósa sérstak-
an öryggistrúnaöarmann úr sin-
um rööum og atvinnurekandi
tilnefna sérstakan fulltrúa úr
rööum stjórnenda öryggisvörö.
Séu starfemenn50eöa fleiri skal
sett á laggirnar öryggisnefnd,
skipuö 2 fulltrúum frá hvorum
aöÖa og teljast báöir fulltrúar
starfsmanna öryggistrúnaöar-
menn og báðir fulltrúar at-
vinnurekenda öryggisveröir,
samkvæmthinum nýju reglum.
Reglunum er skipt I 6 kafla
þar sem kveöiö erá um skipulag
heilbrigöis- og öryggisstarfsemi
innan fyrirtækja, hvernig staöiö
skuli aö tilnefningu öryggis-
varöar, kosningu öryggis-
trúnaöarmanns eöa öryggis-
nefndar. Akvæöi eru um starfs-
hætti og verkefni þessara aðila,
réttindi þeirra og skyldur,
greiöslu kostnaöar vegna starfs
þeirra aö vinnuvernd og sam-
skipti þeirra viö Vinnueftirlit
rikisins.
Astæöa er til aödrepa á nokk-
ur atriöi reglnanna, sérstak-
lega. Þannig er t.d. veitt svig-
rúm til þess I fyrirtækjum, sem
starfa i sjálfstæðum einingum
eöa útibúum, aö koma á fót ör-
yggistrúnaöarmannakerfi i
hverri starfseiningu eöa útibúi
fyrir sig, ef ástæöa er til þess aö
ætla aö öryggisnefnd fyrirtækis-
ins hafi ekki nægilega yfirsýn
yfir starfsemina. Starfstimabil
öryggisvarðar, öryggis-
trúnaöarmannsog öryggisnefda
skalvera tvöár isenn og ber at-
Laus staða
Landsbanki íslands vill ráða útlærðan
matsvein til starfa.
Þarf helst að geta hafið störf sem fyrst.
Góð vinnuaðstaða og vinnutimi.
Nánari upplýsingar eru gefnar á skrif-
stofu starfsmannastjóra, Austurstræti 11,
4 hæð LANDSBANKI ÍSLANDS
Athygli manna hefur f rfkari mæli
beinst að vinnuvernd og holiustu
á vinnustöðum. Reynslan sýnir að
víða má bæta öryggisþáttinn.
Vinnueftiriitið hefur nú gefið út
nýjar reglur um heilbrigðis- og
öryggisstarfsemi innan fyrir-
tækja sem taiið er að muni bæta
mjög ástand á þessu sviði innan
fyrirtækjanna.
vinnurekenda aö tilkynna
Vinnueftirliti rikisins hverjum
hefur veriö falin öryggisvarsla
og öryggistrúnaöarstarf I fyrir-
tæki hans.
Vitaö er aö I mörgum fyrir-
tækjum hefur þaö dregist aö til-
nefna öryggisveröi og kjósa
trúnaöarmenn vegna þess að
menn töldu sig vanta reglurnar.
Vonandi veröur þvi tilkoma
þeirra til þess aö meiri skriöur
komist á málin, svo aö öflugt
starf er miðar aö bættum aö-
búnaöi, hollustuháttum og ör-
yggi á vinnustööum geti hafist
sem viöast.
Vinnueftirlit rikisins hefur nú
gefiö reglurnar um heilbrigöis-
og öryggisstarfsemi innan fyr-
irtækja úti sérprenti og er þeim
sem vilja veröa sér úti um ein-
tak bent á aö snúa sí til aöal-
skrifstofu stofnunarinnar aö
Siöumúla 13 ellegar til umdæm-
iseftirlitsmanna.
Fréttatilkynning
frá Vinnueftirlitirikisins.
AðalfunJur Hlífar, Hafnarfirði:
Hallgrímur Pétursson
endurkjörinn formaður
— Auka þarf
byggingu verka-
mannabústaða
í bænum
Aðalfundur Verkamanna-
félagsins Hllfar var haldinn
fimmtudaginn 29. aprll s.l.
Formaður flutti skýrslu
stjórnar og las og skýrði endur-
skoðaðaársreikninga félagsins.
Sjóðir félagsins jukust veru-
lega á árinu. Reikningarnir
voru samþykktir einróma.
Við stjórnarkjör kom fram
einn listi, listi uppstillingar-
nefndar og trúnaðarráðs og var
þvi sjálfkjörið i stjórn og aðrar
trúnaðarstöður Hllfar.
Stjórnin er þannig skipuö:
Hallgrimur Pétursson
formaöur, Siguröur T. Sigurös-
Hallgrimur Pétursson, formað-
ur Hlifar
son varaformaöur, Höröur
Sigursteinsson ritari, Eövald
Marelsson gjaldkeri, Stefán
Björgvinsson vararitari,
Guöbergur Þorsteinsson fjár-
málaritari, ólafur Jóhannsson
meðstjórnandi.
Aðalfundurinn samþykkti
m.a. eftirfarandi tillögur:
„Aðalfundur Vm.f. Hlifar
haldinn 29. april 1982 skorar á
alþingi aö samþykkja „Frum-
varp til laga um breytingu á
lögum nr. 87 frá 24. des. 1974,
um orlof ” sem þeir Karl Steinar
Guönason og Eiöur Guönason
flytja”.
„Aöalfundur V.m.f. Hlifar
haldinn fimmtudaginn 29. april
1982 telur kjarakröfur Verka-
mannasambands íslandsfrá s.l.
hausti ennþá i fullu gildi og
hvetur aöildarfélög sambands-
ins aö sameinast um þær i kom-
andi samningsgerð og fylgja
eftir af fulium krafti.
Jafnframt skorar fundurinn á
Vinnuveitendasamband Islands
og Vinnumálasamband sam-
vinnufélaganna að ganga strax
til samninga viö Verkamanna-
sambandiö og ljúka samnings-
gerö fyrir 15. mai svo komist
veröihjá höröum kjaradeilum.”
„Aöaifundur V.m.f. Hlifar
haldinn 29. april 1982 samþykkir
aö heimila trúnaöarmannaráði
aö boöa verkfall i samráöi við
önnur félög innan Alþýöu-
sambands Islands.”
„Aöalfundur V.m.f. Hlifar
haldinn 29. april 1982 lýsir yfir
samþykki sinu á-helgarvinnu-
bann i fiskvinnslu og hafnar-
vinnu frá 15. mai til 1. septem-
ber”.
„Aöalfundur V.m.f. Hlifar
haldinn 29. april 1982 átelur
bæjarstjórn Hafnarfjaröar fyrir
Framhald á 3. siðu.