Alþýðublaðið - 01.07.1982, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 01.07.1982, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 1. júlí 1982 96. tbl. 63. árg. Alþýðublaðið spyr Steingrim Hermansson: Að dreifa byrðunum — Hvað er skattlagning? í sjónvarpsfréttum á þriöju- dagskvöld var Steingrimur Her- mannsson sjávarútvegsráö- herra spurður hvort ráöstafanir hans tii bjargar útgerðinni — skattatilfærslur, niðurgreiðsla á oliu og fleiri hugsanlegar bráða- birgðaráðstafanir boðuðu ekki skattlagningu á almenning til að halda útgerðinni á floti. Nei, sagði Steingrimur Her- það annað en mannsson. Það á ekki að skatt- leggja almenning. bað á að dreifa byrðunum. Nú spyr Al- þýðublaöið: Hvernig er hægt að dreifa byrðunum án þess að ein- hver borgi? FORKASTANLEGT AÐ SEMJA UM VÍSITÖLU SKERÐINGU LAUNA — segir Pétur Sigurðsson, formaður ASV „Það er forkastanlegt að verkalýðshreyfingin skuli semja um visitöluskerðingu eins og nú hefur verið gert”, sagði Pétur Sigurðsson, formaður Alþýðu- sambands Vestfjarða.i viðtali við Alþýðublaðið i gær. Tilefnið er nýgerðir kjarasamningar ASl og vinnuveitenda, sem undirritaðir voru i fyrrinótt og kveða á um 3% visitöluskerðingu 1. sept. n.k. Þetta er hrikalegt fordæmi, sem forkólfar Alþýðusambandsins hafa gefið og ég tel.að þetta hefðu þeir varla gert fyrir nokkra aðra en þá rikisstjórn sem nú situr.” Þú telur þá að þetta séu ekki góðir samningar? Góðir samningar! Það hljóta að vera afskaplega góðir samning- ar, sem vinnuveitendur með bor- stein Pálsson i fararbroddi eiga frumkvæði að. Það hljóta að vera óskasamningar, sem þessir aðil- ar er nú ráða ASl og forystumenn vinnuveitenda verpa i samein- ingu.Égverðað segja það alveg eins og er, að samningarnir eru búnir að vera eitt samfellt grimu- ball frá upphafi. I byrjun eru sett- ar fram kröfur sem eiga að dekka vilja félagsmanna, en enginn hef- ur kannað hvort vilji er raunveru- lega til að standa við. Siðan er samið upp á brot af þessum kröf- um og svo ætlast menn til að hrópað sé húrra fyrir þessu öllu. Hvernig er það hægt? spyr ég. Þú telur þá að tölurnar hafi verið samþykktar á æðstu stöð- um? Er einhver vafi á þvi? Ég get ekki séð, að þessir samningar séu einhver óskadraumur verkafólks, þar sem fiskvinnslufólkið og þeir sem vinna við frumvinnslu sjáv- arafla verða áfram á botninum. Og hvað með visitöluskerðing- una? Já, visitöluskerðingin, sem verkalýðsforystan semur yfir sig þarna, er það langalvarlegasta við þessa samninga. bað er for- kastanlegt að verkalýðshreyfing- in skuli hafa léð máls á þessu. Maður stendur gjörsamlega mál- laus gagnvart þessu atriði. bað verður þokkalagt fyrir þessa menn i framtiðinni að hafa þetta fordæmi hangandi yfir sér. Ég hef ekki trú á þvi að þetta hefðu þess- ir ágætu herrar gert fyrir nokkra rikisstjórn aðra en þá sem nú sit- ur. En hinum talnavisu sérfræð- ingum sem stýra samningum virðist greinilega hafa tekist að telja ASI menn á að þetta væri eina leiðin. Á móti þessari skerð- ingu koma siðan starfsaldurs- hækkanir, sem mér sýnast nýtast einna helst þeim félögum sem hafa verið lengi i starfi. Þetta þýðir það, að fiskvinnslufólkiö og þeir sem vinna t.d. við úrvinnslu sjávarafla fá ekki þessar hækk- anir, þvi að þeir hafa fæstir lang- an starfsaldur. Hvað þýðir þetta? Þetta þýðir það m.a. að lægstu launin verða áfram eins og þau Pétur Sigurðsson :.... Þessir samningar eru enginn óska- draumur verkafólks, heldur eru þeir viðurkenning Alþýðusam- bandsins á þvi sem vinnuveitend- ur og Þorsteinn Pálsson hafa ver- iö að segja allan timann. voru. Menn hafa talað um að lyfta lægstu Iaununum alla þessa samningagerð. En þegar upp er staðið er það eins og sumir fara með faðirvorið, það er mælt af vörum fram án þess að nokkur meining liggi þar að baki. Þetta þýðir einfaldlega óbreytt ástand, og þá spyr ég: Til hvers voru menn eiginlega að þessu? Lág- launafólkið situr áfram á botnin- um. Og menn tala um niðurlúta verkalýðsleiðtoga? Já, þessir samningar eru ekki til þess fallnir að hrópa húrra fyr- ir þeim. Visitöluskeröingin er stóralvarlegt mál, sérstaklega ef við höfum það i huga, að við búum við svinfalsaða visitölu fyrir, sem hvergi liðst nema i einræöisrikj- um. Þessir samningar eru að visu gerðir við erfiðar aðstæður, en niðurstaða þeirra hlýtur að vera sú, að verkalýðshreyfingin er með þeim að viðurkenna nánast öll rök Þorsteins Pálssonar og vinnuveitenda frá siðustu vikum. Það hlýtur aö teljast aum niður- staða af margra vikna brölti. „Mæli ekki með skerð- ingu verðbóta á laun” L, , m — segir Kristján Thorlacius formaður BSRB „Ég vii ekki leggja neinn sér- stakan dóm á þá samninga sem verkalýðshreyfingin hefur nú gengið frá við vinnuveitendur, en hitt get ég sagt, að ég mæli ekki með þvl að skerða verðbæt- ur á laun. Það hefur ekki gefist vel hingað til”. Þetta sagði Kristján Thorlacius, formaður BSRB, þegar hann var spurður I gær álits á nýgerðum kjara- samningum ASt og VSt. „Við höfum nýveriö lagt fram okkar kröfugerö fyrir komandi samningagerð og þar er við það miðað, að visitölubætur fari eft- ir óskertri framfærsluvisitöiu og verðbætur verði reiknaðar eftir þeim reglum sem giltu á árinu 1977 áður en svokölluð ölafslög gengu i gildi. Kröfu- gerð okkar miðar þvi að fullum verðbótum á laun, enda er öll- um launþegum ljóst hvilikt stór- tjón þeir biða, sem taka á sig visitöluskerðingu við núverandi óðaverðbólgu. Það hefur sýnt sig, að reglur um óskerta visi- töiu á laun hafa reynst launa- fólki happadrýgstar i kjarabar- áttunni og i raun eina aðhaldið gagnvart stjómvöldum i verð- bólgunni. Eg hef margbent á, að þegar verðbætur hafa verið taldar niður, þá fer verðbólgan fyrst af stað. Þannig var það t.d. á árunum ’74 og ’75. Þá voru verðbætur skertar en verðbólg- an hækkaði verulega á sama tima. Ég mæli þvi ekki með skerðingu verðbóta.” En eru ekki líkur á, að nú verði þessi skerðing látin ganga yfir linuna, fyrst búið er að ná henni fram? „Ég get ekki annaö sagt um þetta en það, aö við höfum ekki gert ráð fyrir neinum slikum skerðingum i okkar kröfugerð. Samningar okkar renna út 1. ágúst og ég vil ekki leggja aö öðru leyti dóm á þetta. Þessi skerðing kemur að sjálfsögðu ekki til framkvæmda hjá okkar fólki. Við höfum einnig lagt á það áherslu, aö nýr visitölu- grundvöllur komi til fram- kvæmda i komandi samning- um.” IÍR EINU Samningar ASÍ og VSÍ hljóða upp á 4% hækkun grunnkaups nú og svo 3% skerðingu 1. september: Samið um óbreytt ástand Ekki samningar „til að hrópa húrra fyrir” — Láglaunafólkið ennþá á botninum — ASÍ semur um krukk í verðbætur launafólks Eftir tveggja mánaða samn- ingaþref náðust loks samningar á miili Alþýðusambands Islands og Vinnuveitendasambands Is- lands i gærmorgun. Samning- arnir taka gildi frá og með deg- inum i dag, 1. júli og gilda til 1. september á næsta ári, eða i 14 mánuði. Helstu atriði samn- ingsins eru þau, að nú þegar hækka grunnlaun um 4% en á móti kemur visitöluskerðing á verðbætur um tæp 3% þann 1. september i haust. Þá munú öll starfeheiti hækka um einn launaflokk um næstu áramót. 1 samningunum eru einnig nokkrar starfsaldurshækkanir. Þá má geta þess að til viðbótar 3% skerðingunni 1. september næstkomandi munu ákvæði Ólafslaga einnig gilda til skerð- ingar, en þau taka mið af við- skiptajöfnuði landsmanna. Það vekur talsverða athygli að launþegahreyfingin skuli nú ganga til samninga á þeim grundvelli, að verðbætur á laun skerðist sjálfkrafa á samnings- timanum. Þar með viðurkennir verkalýðshreyfingin að vel megi höggva á launin þegar á bjátar i þjóðfélaginu. Verð- bæturnar hafa verið einasta vörn launafólks gegn þeirri óða- verðbólgu sem geisar og þeim verðhækkunum sem dynja yfir látlaust. Með þessum samn- ingum hefur ASI viðurkennt að verðbætumar eru ekki heilagar, þær má skerða ef stjórnvöldum eða öðrum finnst nauðsyn á sliku. Það má minna á, að i tið hægri stjórnar Geirs Hallgrlms- sonar 1977 urðu miklar deilur vegna þeirrar ákvörðunar rfkis- stjórnar Geirs að skerða verðbætur á laun. Verkalýðs- hreyfingin.Alþýöuflokkur og Al- þýðubandalag gagnrýndu þá þær aðfarir ihalds og fram- sóknar og má fullyrða að kosn- ingasigur A-flokkanna nokkrum mánuðum siðar hafi orðið til vegna óánægju launafólks með aðgerðir rikisstjórnarinnar i þessum efnum. öllum er ljóst að verðbætur á laun hafa ekki fylgt eftir fram- færsluvisitölunni, þannig að launþegar bera skarðan hlut frá borði miðað við verðlagsþróun i landinu. Þá hefur rikisstjórnin einnig leikið þann leik að herða á niðurgreiðslum land- búnaðarafurða, sem vega mjög þungt I visitölunni, miklu þyngra en raunveruleg neysla segir til um, og þannig skert verðbætur. Að öllu samanlögðu hefur þvi visitölukerfið þurft uppstokkunar við og lagfæringa til að rétta hag launafólks. Engu að siður hefur verðbóta- kerfið á þriggja mánaða fresti Framhald á bls 3. Asmundur Stefánsson og Þor- steinn Pálsson á fyrsta viðræðu- fundi ASl og VSl i þeirri samn- \ ingalotu sem lauk f gær. Á ^ myndinni er Þorsteinn bros- fcl mildur, en Ásmundur heldur W þyngri. Þessi svipbrigði hafa Jf ekki breyst i rás samninganna. Frekar að bros Þorsteins hafi breikkað. Slikir eru þeir samn- ingar sem nú hafa verið gerðir milli ASÍ og VSl. . I ANNAÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.