Alþýðublaðið - 01.07.1982, Side 2

Alþýðublaðið - 01.07.1982, Side 2
2 'RITSTJÓRNARGREIN' Fimmtudagur 1. júlí 1982 ÍSLAND OG UMHEIMURINN A fróðlegri ráðstefnu Lífs og lands um efnið: ,,Maður og stjórnmál'', flutti Magnús Torfi Ólafsson það erindi, sem hvað mesta athygli vakti. Umpæðuefni Magnúsar Torfa var fsland og umheimurinn. Magnús Torfi hef ur um langt skeið ritað um erlend stjórn- mál af meiri þekkingu og gerhygli en aðrir menn. Hann var í mörg ár erlendur frétta- skýrandi Þjóðviljans og á þeim árum ein- dreginn talsmaður hlutleysisstefnu í utanrík- ismálum. Hann gerðist síðar ráðherra og formaður Samtaka frjálslyndra og vinstri manna en afstaðaþeirratil varnarsamstarfs lýðræðisríkjanna og nauðsynjar landvarna á íslandi, var vægast sagt reikul og óljós. Með hliðsjón af því vöktu niðurstöður Magnúsar Torfa í umræddu erindi verðskuldaða at- hygli. Hann tekur afdráttarlausa afstöðu með nauðsyn varnarviðbúnaðar i landinu og þáfttöku erlends áhættuf jármagns í íslenzkri iðnþróun. En þetta eru þau tvö helztu ágrein- ingsefni, sem uppi eru með þjóðinni í utan- ríkismálum. Rökstuðningur Magnúsar Torfa fyrir afstöðu sinni er ekki síður athygli verð- ur. Hann sagði: „( síðari umræðum og deilum um þær á- kvarðanir í íslenzkum utanríkismálum, sem teknar voru á árunum 1945-1951, er einatt gengið fram hjá því, viljandi eða óviljandi, að landsmenn skiptust ekki aðeins í tvo flokka heldur þrjá i afstöðunni til beiðni Bandaríkjastjórnar (um herstöðvar á Islandi til 99 ára 1945). Ferðinni réðu hvorki þeir sem segja vildu þvert nei, né hinir sem f úsir voru að játa ósk Bandaríkjamanna um að gera Is- land að Hawaii Norður-Atlantshafsins, held- ur var það hópurinn í miðjunni sem mótaði afstöðu íslenzkra stjórnvalda, þeir sem töldu rétt að heimila Bandaríkjamönnum hernað- araðstöðu á landinu, en hvorki um ófyrir- sjáanlega framtíð né ásamt afsali íslenzkra landsréttinda. Af þessari afstöðu markast Keflavíkursamningurinn, yfirlýsingin af Is- lands hálfu við gönguna í Atlantshafsbanda- lagið og núgildandi varnarsamningur." Ennfremur segir Magnús Torfi: „Fámennri þjóð í strjálbýiu landi, sem byggir blett á hnettinum, þannig i sveit sett- an, að aðstaða þar getur skipt sköpum f hern- aðarátökum, er háskalegt að skiptast í harð- snúnar, andstæðar fylkingar f afstöðu til utanríkismála. Eins og nú er komið, ekki síst eftir tiðindin sem eru að gerast á Suður-At- lantshafi, getur enginn sem vill láta taka sig alvarlega haldið því fram, að sjálfstætt, ís- lenzkt riki geti komizt af án öryggisgæzlu og viðbúnaðar. Spurningin er ekki, hvort örygg- isráðstafana sé þörf gagnvart umheiminum, heldur hvernig þeim ber að haga." Þá segir Magnús Torfi: „Ekki fer milli mála að þróun eldflauga- tækni, geimtækni og neðansjávartækni f hernaðarskyni á síðustu árum hefur aukið hernaðarþýðingu islands. Þjóðsem er aivara að varðveita sjálfstæði sitt til frambúðar getur ekki leitt hjá sér að fylgjast kerfis- bundið af sérþekkingu með framvindunni á þessu sviði. Skjóti íslenzka þjóðin sér undan því að f jalla um öryggismál landsins af al- vöru, vegna þess að framkvæmd þeirra hef- ur um skeið verið falin öðru rfki, er hún dæmd til að glopra úr höndum sér raunveru- legu sjálfstæði." I framhaldi af þessari röksemdafærslu segir Magnús Torf i miklu skipta, „að islend- ingar sjálfir fylgist sem bezt með því, sem aðrir aðhafast í þeirra eigin landi í nafni ís- lendinga og á íslenzka ábyrgð." Þetta þýði að þörf sé íslenzkra manna í islenzkri þjónustu með þá þjálf un og sérþekkingu sem með þarf til að geta fylgzt náið með þvf sem fram vindur í öryggismálum og til að veita íslenzk- um stjórnvöldum sérfræðilega ráðgjöf. Þar með væri kominn upp með þjóðinni kjarni hæfra manna, svo unnt verði að færa í fs- lenzkar hendur öryggisgæzlu og viðbúnað í landinu og umhverfis það, þegar íslenzk stjórnvöld telji að ytri aðstæður hafi skipast þannig, að unnt sé að draga úr eða hverfa f rá erlendri aðild að þvf verkefhi. Sú mikla umræða, sem nú fer fram beggja vegna Atlantshafsins, um nauðsyn þess að stöðva og draga úr kjarnavopnavíg- búnaði risaveldanna, styðst við ærin rök: Ottann við allsherjartortímingu í gereyðing- arstríði og endalok líf s á þessari plánetu, ef til slíkrar styrjaldar kemur. I þeim umræð- um greinir menn einkum á um, hvort ein- hliða af vopnun annars aðilans dregur úr eða eykur líkur á valdbeitingu og hernaðarátök- um. Barátta fyrir gagnkvæmum samdrætti kjarnavígbúnaðar og samningum risaveld- anna um afneitun á slíku stríði, er að sjálf- sögðu jákvæð. Hún breytir hins vegar engu um nauðsyn lýðræðisríkjanna f yrir samstöðu og sameiginlegt öryggiskerfi. Hún breytir heldur engu um það, að „sjálfstætt, íslenzkt ríki getur ekki komizt af án öryggisgæzlu og viðbúnaðar", eins og Magnús Torfi segir. Spurningin er ekki, hvort slíkra öryggisráð- stafana sé þörf, heldur hvernig þeim beri að haga. — JBH Guatemala dýra málma; nikkel, kopar og úranium og einnig eru oliu- lindir, sem gefa af sér talsvert fé. Þannig má færa rök fyrir þvi, að Guatemala sé frábrugöið hinum löndunum á marga visu. Ef fjallað er um ibúana sér- staklega þá stendur upp úr sú staðreynd, að meira en helm- ingur þeirra er af Indjánaætt- um. Þeim hefur veriö ýtt til hliðar eins og fram hefur komið áður. Það er ekki fyrr en á seinni árum að þeir hafa komið af fullum þunga inn i hina póli- tisku baráttu. Auðfólk i landinu hefur ætið notað Indjánana sem ódýrt vinnuafl. Úm 2% ibúa i Guatemala njóta 80% teknanna af auðlind- um landsins. Megin keppikefli stjórnkerfisins hefur verið það að berja á kommúnistum og skapa „takmarkað” lýðræði. Við höfum kosningar á fjögurra ára fresti og skiptum þá um for- seta en forsetinn kemur alltaf úr röðum herforingjanna. A sið- ustu árum hafa herinn og auð- menn sameinast um það að halda völdum og þeir hafa myndað nýja stétt. Yfirmenn Staða forstöðumanns viö nýtt skóladagheimili i Breiðagerðis- skóla er laus til umsóknar. Laun samkvæmt kjarasamningi borgar- starfsmanna. Upplýsingar veitir skólastjóri i sima 11941 i dag og á morgun frá kl. 16 — 18. Umsóknir sendist fræðsluskrifstofu Reykjavikurborgar, Tjarnargötu 12, fyrir 10. júli n.k. Skólastjóri 4 hersins hafa auðgast á þvi að nota almannafé og meö við- skiptasamningum við opinbera aöila. Sumir halda þvi fram að her Guatemaia sé sá best vopnum búni i Mið-Ameriku og kunni að ráðast inn í Ei-Salvador ef þar verða stjórnarskipti? Það er rétt, að herinn i Guate- mala er sá best vopnum búni, tæknilega best þróaður og jafnframt öflugasti her i Miö-Ameriku. Þeir komu So- mosa til aðstoðar hér áður fyrr og við vitum aö nú leggja þeir stjórn E1 Salvador lið. Þeir hafa einnig góð samskipti við herinn i Hondúras og stjórnvöld þar i landi. Þeir vinna ötuilega að þvi að koma hugmyndum sinum á framfæri i nágranna- rikjunum. Það getur leitt til versnandi samskipta við ná- grannalöndin þegar fram i sæk- ir. Þ Uusar kennarastöður Nokkrar kennarastöður við Fjölbrautaskólann á Sauðár- króki eru lausar til umsóknar, kennslugreinar: stærð- fræði, eðlisfræði, islenska, danska, enska, saga og sér- greinar tréiðna. Nánari upplýsingar gefur Jón Hjartarson skólameistari. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu fyrir 10. júli n.k. Menntamálaráðuneytið Félagsfundur Verzlunarmannafélag Reykjavikur held- ur félagsfund að Hótel Sögu, Súlnasal, i kvöld, fimmtudaginn 1. júli 1982, kl. 20.30. Dagskrá: Nýir kjarasamningar Verzlunarmannafélag Reykjavikur FARPANTANIRog FARGJÖLD innanlandsflug millllandaflug FLUGLEIÐIR Við bendum viðskiptavinum okkar á að kynna sér nýju númerin á bls. 78 í símaskránni. Gott fólk hjá traustu félagi 26622 25100

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.