Alþýðublaðið - 29.07.1982, Page 2

Alþýðublaðið - 29.07.1982, Page 2
Fimmtudagur29. júlí 1982 --RITSTJORNARGREIN Sameiginlegt skipbrot Framsóknarflokkurinn og Alþýðu- 1 bandalagið hafa verið í pólitísku fóst- bræðralagi í heilan aldarfjórðung. Allan Viðreisnaráratuginn urðu þessir tveir f lokkar að þreyja þorrann og góuna í sam- eiginlegri stiórnarandstöðu. Þá var lagður grundvöllur að því fóstbraeðralagi þessara 2ja f lokka, sem staðið hef ur óslitið síðan, ef frá er skilið framhjáhald Framsóknar með Geir Hallgrímssyni 1974-78. Nú bendir margt til þess að upp úr þessari pólitísku trúlofun Rauðsmýrarmaddömunnar og umskiptingsins, sem nú nefnist Alþýðu- bandalag, sé að slitna. Þetta var frá upp- hafi hagkvæmnisráðahagur fremur en ást við fyrstu sýn. Hvorugur aðilinn þykist lengur hafa hag af ráðahagnum. Báðir aðil- ar eru þess vegna farnir að svipast um eftir undankpmuleiðum. Framsókn er í eðli sínu kerfisflokkur. Alþýðubandalagið var að uppruna stjórnar- andstöðuflokkur, eins konar safnþró óánægjuafla. í þessari löngu sambúð hafa báðir aðilar dregiðdám hvor af öðrum. Sér- staklega er áberandi að 'AB er í vaxandi mæli að breytast í kerfisflokk, sem reynir að h'anga á völdunum valdanna vegna. Framsókn hefur alla tíð, f rá því að skepnan reis gegn skapara sínum, Jónasi f rá Hrif lu, verið slikur kerfisflokkur. Pólitiskt hlut- verk Framsóknar er að vera hugmynda- og stefnulaus flokkur og sem slík liðónýt í stjórnarandstöðu. Þess vegná er henni lífs- nauðsyn að hanga við völd, hvað sem það kostar. Vegna hugmynda- og karakterleysis helzt Framsókn yfirleitt illa á ungu fólki, nema 'Yramapoturum („karríeristum") sem fá kaupið sitt greitt hjá S(S-kerf inu og vita að leiðin til valda og áhrifa liggur í gegnum þjónustu við flokkinn. Alþýðubandalagið hefur notfært sér þessa andlegu örbirgð maddömunnar, með því að nota vinstri arm Framsóknar til pólitisks undaneldis fyrir sig. Framsókn hefur löngum verið varnar- laus fyrir þessum ránsferðum kommanna yfir á vinstrivænginn. Með þessu móti hef- ur kommum tekizt að beita Framsókn eins konar terror eða „blackmair': „Ef þið makkið ekki rétt, stelum við af ykkur vinstra fylginu." Þessi skæruhernaður kommanna yfir á varnarlausan vinstri- væng maddömunnar er skýringin á póli- tískri hug'sun Steingríms Hermannssonar, slík sem hún er. Hann er í pólitískri gíslingu hjá kommunum. Petta langvarandi tvíbýli við Framsókn hef ur lika sett sinn svip á kommana. I sam- býli einstaklinga er þetta kaliað hjónasvip- ur. Það er ekki bara að f yrrverandi Fram- sóknarmenn séu komnir inná gafl hjá kommunum, eins og tvístirnið Olafur Ragnar-Baldur Oskarsson. I ákafa sínum við að lokka til sín óánægða Framsóknar- menn í dreifbýli, hefur AB-forystan freist- ast til að taka upp allt það vitlausasta í stefnu Framsóknarkerfisins. Þeir hafa yfirboðið Framsókn í landbúnaðarsukkinu, reynt að keppa við hana í þeirri öfugsnúnu „byggðapólitík", sem lýsir sér í spilltri fyrirgreiðslu i fjárfestingar- og lánamál- um, og tekur mið af atkvæðavon fremur en arðsemi. Þetta er sú „lúðvizka" í efnahags- og atvinnumáfum, sem tengir flokkana saman. Þessi stefna er fjandsamleg hags- munum launþega og neytenda í þéttbýli. Hún dregur úr hagvexti og arðsemi, stend- ur vaxtarbroddum atvinnulíf sins fyrir þrif- um og endar i stöðugum hallarekstri at- vinnuvega og fyrirtækja. Alþýðubandalagsforystan hefur ímyndað sér að þetta væri leið Islands til sósialism- ans; gjaldþrot atvinnuveganna myndi þýða aðríkiðtæki yf ir, en ríkiseinokun atvinnu- iífsins var formúla kreppukommanna fyrir sósíalisma. Svavar Gestsson og aðrir læri- sveinar Austurevrópukerfisins í forystu AB, vita ekki betur enn í dag. I raun og veru er þetta afturhaldsstefna, sem bitnar fyrst og fremst á hagsmunum launþega í þétt- býli. Hallarekstur atvinnulifsins kallar á hungurtaxta. Lágu launin eru bein af leiðing „lúðvizkunnar". Þess vegna er verkalýðs- forysta AB í reynd dragbitur á bætt kjör launþega. Launþegar í þéttbýli eru að byrja aðátta sig á þessu. Fylgishrun AB í þéttbýl- inu er þegar hafið. Þjóðin hefur nú fengið 7 ára reynslu af þvi, hvernig úreltar og vanhugsaðar hug- myndir þessara flokka, sem sameinast í „lúðvizkunni" hafi gefizt í raun. Sameig- inlega bera þessir tveir f lokkar, ásamt núv. rikisstjórn Sjálfstæðisflokksins, ábyrgð á hrikalegustu mistökum, sem gerð hafa ver- ið í hagstjórn í nokkru Vestur-Evrópuriki eftir stríð. Þrátt fyrir góðæri til lands og sjávar og hagstæð ytri skilyrði, hafa þessir tviburar skiliðeftir sig nær ólæknandi verð- bólgu, atvinnulíf á vonarvöl og vaxandi fé- lagslegt misrétti, sem bitnar af mestum þunga á f jölmennri láglaunastétt i þéttbýl- inu, sem á orðið varla til hnífs og skeiðar. Algert ráðaleysi Framsóknar og komma frammi fyrir afleiðingum gerða sinna, núna þessi misserin, staðfestir gjaldþrot „lúðvizkunnar". Þetta er um leið pólitískt gjaldþrot hinnar nýuppyngdu forystu beggja þessara f lokka. Steingrímur Hermannsson hefur ekki reynzt vera sá þungavigtarglimumaður, sem hann á kyn til og Framsóknarmenn væntu. Þvert á móti sýnist hann vera póli- tískur loftfimleikamaður i f jaðurvigt, sem á það eitt eftir að brotlenda illilega og taka flokk sinn með í fallinu. Svavars Gestssonar, hins unga formanns AB, biður lika pólitískur sálarháski næstu misserin. Hingað til hefur hann haldið að hann gæti fleytt sér á lýðskrumi og róttæk- um frösum, svo sem gert höfðu forverar hans. Það getur gengið fyrir eilífðarstjórn- arandstöðuf lokk, sem enginn tekur mark á. En það dugar ékki fyrir flokk, sem þykist sjálf kjörinn að stjórna landi og þarf að bera ábyrgð gerða sinna frammi fyrir umbjóð- endum sínum. Slíkur flokkur þarf að skila vörunum. Frasarnir eru góðir til síns brúks á safnaðarfundum. Enþeirgeta ekki komið í staðinn fyrir fordómalausa þekkingu, rökrétta hugsun og raunsæi. Þess vegna neyðist Alþýðubandalagið nú til að endur- skoða frá grunni alla sina pólitik.ef það ætl- ar sér nokkurn hlut í því endurreisnar- starf i, sem framundan er i islenzkri pólitík. í framfóknarflokkum er venjan að fórna syndahaf ri, þegar skipta þarf um pólitik og forystu. Þess vegna er Olafur Ragnar þeg- ar farinnaðbrýna kutana. JBH Kosningakannanir 4 sigurmöguleika Nixons. Bæöi Gallup og Harris sýndu „Rocky” sterkari en „Dicky”. Skyndilega snerist dæmið við Skyndilega og án minnsta til- efnis snerist dæmiö alveg við. 1 nýrri Gallup könnun voru niöur- stööurnar þær, aö Nixon var kominn fram úr Humphrey en Rockefeller var honum aöeins jafn. Ahrif þessarar könnunar voru miklu meiri en þeirra á undan. Rockefeller gat ekki lengur sýnt fram á að hann væri liklegri en Nixon til aö sigra. Þessi ákveöna niöurstaöa Gallups réö þvi aö Nixon komst á skriö meöan uppgangur Rockefellers hjaönaöi. Full- trúar sem höföu efast um sigur- möguleika Nixons tóku trúna á ný. Þaö er enn umhugsunar- veröara fyrir þá sök aö næsta Harris-könnun sýndi aftur þver- öfugt!! Hún sýndi aö Rocke- feller var yfir Humphrey 40-34%, meöan Nixon var undir demókratanum 35-41%!! Þessar niöurstööur komu of seint fyrir Rockefeller. Augun fóru aö berast aö hinum mikla mismun á niöurstööum „stofn- aranna”, hverjar þeirra voru rangar? í’jölmiðlar tóku að ráö- ast á stofnanirnar og spuröu sem svo hvort þeim mætti treysta eftirsvona rækilega ósamhljóða niöurstööur. 1 skyndi létu Harris og Gallup stofnanirnar frá sér sameigin- lega yfirlýsingu þar sem reynt var aö draga úr þessum mis- mun, en sú yfirlýsing var hjá- róma og var jafnvel afleit fyrir Gallup, þar sem i henni var gefiö I skyn aö ef eitthvaö þá kynnu niöurstöður þeirra aö hafa veriö ögn ónákvæmari. Þaö er sú könnun sem endan- lega sökkti vonum Rockefellers og tryggöi Nixon forsetaefnistit- ilinn. Hitt er svo annaö mál hvort Rockefeller heföi nokkuð reynst betri forseti en Nixon! Kannanir D&V Menn geta spurt sig hvort ekki sé liklegt aö skoðana- kannanir hafi dregið úr likind- um Péturs Thorsteinssonar og Alberts Guömundssonar á aö sigra i siðustu forsetakosning- um þegar þær þóttu sýna aö aö- alslagurinn yröi sennilega milli Vigdisar og Guölaugs, hvort hópur af fólki hafi hætt viö þá til aö hafa áhrif á það hvort hinna mundi sigra. Fyrir siðustu borgarstjórnar- kosningar var Dagblaöið og Visir meö kannanir er sýndu aö liklega fengi Sjálfstæöisflokkur- inn 14 menn inn. Þær kannanir voru byggöar á fámennu úrtaki þar sem margir voru óákveönir. Þær voru lika langt frá þvi aö vera féttar. Aö Sjálfstæöis- fiokkurinn hafi fengið 12 menn en ekki 14 segir nokkuð til um nákvæmnina, skekkjan reyndist 15%. Fullyröingin um að þáver- andi meirihluti heföi varasjóö i þeim óákveönu studdist ekki viö tölur er sýndu marktækan mun. Ekki er meö öllu óliklegt aö margir hafi einmitt hætt viö aö kjósa Sjálfstæöisflokkinn vegna þess hversu D&V kannanirnar sýndu þá örugga meb 14 menn. Og D&V leyföi sér siðan aö stæra sig af bvi aö hafa sÝnt fram á „þær meginsveiflur sem uröu i borginni”. F. ® lítboð Tilboö óskast i iokafrágang ióöar, 2. áfanga bækistöövar Rafmagnsveitu Reykjavikur, aöSuöurlandsbraut 34. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Frikirkjuvegi 3, gegn 1500 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 17. ágúst nk. kl. 11 fh. INNKAUPASTOFNUN. REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — SímL 25800 íbúð Aburðarverksmiðja rikisins óskar eftir að taka á leigu tveggja herbergja ibúð með húsgögnum frá 1. september n.k. i 8 til 10 mánuði. Ibúðin er fyrir erlendan starfsmann fyrirtækisins og þarf að vera á höfuðborgarsvæöinu. Tilboð merkt „Ibúð AR” leggist inn á afgreiöslu blaðsins fyrir fimmtudagskvöld 5. ágúst. ÁBURÐARVEISKSMiÐJA RÍKISINS PÓSTHÓLF 904 -- 121 REYKJAVÍK W Útboð Tilboð öskast i 3 strætisvagna af Ikarus-gerö. Vagnarnir eru til sýnis i bækistöð Strætisvagna Reykja- vikur v/Kirkjusand. Allar nánari upplýsingar gefur Jan Janssen yfirverk- stjóri á staðnum. Tilboð merkt „IKARUS” skulu berast á skrifstofu vora að Frikirkjuvegi 3, fyrir kl. 11 fh. fimmtudaginn 19. ágúst n.k.,en þá verða þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðend- um sem mættir verða. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. INNKAUPASTOFNUN. REYK3AVÍKURBORGAR Fríltirkjuvegi 3 — Sími 25800

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.