Alþýðublaðið - 10.08.1982, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 10.08.1982, Blaðsíða 1
alþýöu- blaðiö n Þriöjudagur 10. ágúst 1982. 116.tbl.63. árg. Alþýðubandalagið vill halda og sleppa ríkisstjórninni Sjá leiðara á bls. 2 „Hugmyndir Alþýðu bandalagsmanna um gróða verslunarinnar eru óraunhæfar” Sjá bls. 4 Albert Guðmundsson: Vill ekki að kaupmáttur skerðist frekar og vill að opinberar áiögur á nauðsynjavörur lækki. „Þjóðfélagið hefur ekki efni á þvi ástandi sem rikir”. Albert Guðmundsson alþingismaður: vGreiði ekki atkvæði með því að skerða kaupmátt umfram það sem hann er nú” dæmið að ganga upp hjá þeim. Ég er sjálfur ekki aðili að ríkis- stjórnarsáttmálanum og til min hefur ekki verið leitað,” sagði Albert Guðmundsson i samtali við Alþýðublaðið i gær. Hann var spurður hvort hann mundi greiða atkvæði með skerðingu á verðbótum á laun umfram það sem samningar A.S.t. gefa til- efni til. „Ég mundi ekki greiða þvi at- kvæði að kaupmáttur launþega Framhald á 3. siðu. — lækka ber opin- berar álögur á nauðsynjavörur „Það er gefið mál að ríkis- stjórnin getur ekki stjórnað með bráðabirgðalögum nema með tryggan meirihluta að baki. Ef rétt er að Eggert hafi lýst yfir stuðningi við bráðabirgðalög rikisst jórnarinnar, þá ætti 15% gengisfell- ing í vikunni? Samkomulag um efnahagsráð- stafanir í þessum mánuði — eða stjórnarslit Ljóst er að nýrra efnahagsúr- ræða er að vænta frá ríkis- stjórninni i þessum mánuði, ef aðilum hennar tekst á annað borð að ná samkomulagi um einhverjar aðgerðir. Þetta fékk Alþýðublaðið staðfest frá fleiri en einum stjórnarliða i gærdag. Talsverð gagnasöfnun mun hafa verið i gangi siðustu daga og vikur og „hefur verið unnið af fullum krafti að þeim málum upp á siðkastið”, eins og einn stjórnarliðinn orðaði það. Stað- an liggur nú fyrir, en þá er þrautin þyngri að finna lausnir vandamálanna, sem stjórnar- flokkarnir geta komið sér sam- an um. Litið hefur reynt á það innan rikisstjórnarinnar, enn sem komið er,hvort grundvöllur er fyrir samkomulagi um rót- tækar ráðstafanir i efnahags- málunum, en flestir viðmælend- ur Alþýðublaðsins töldu þó, að rikisstjórninni tækist liklega að komast að sameiginlegri niður- stöðu um einhverjar ráðstaf- anir. „Menn eru einhuga um, að það verði að nást samkomulag i þessum mánuði, og þvi fyrr þvi betra”, sagði einn heimildar- maður Alþýðublaðsins úr röðum stjórnarsinna. „Það kemur þvi i ljós i þessari viku og byrjun þeirrar næstu, hvort menn eru almennt sammála um að gripa með alvöru á þeim vandamál- um, sem við blasa, eða þá hvort slitni upp úr rikisstjórnarsam- starfinu.” Talsverða athygli hafa vakið yfirlýsingar foringja Alþýðu- bandalagsins siðustu daga, þar sem þeir hafa gert þvi skóna, að þingkosningar gætu allt eins orðið fyrr en siðar. I fréttabréfi framkvæmdastjórnar Alþýðu- bandalagsins, sem gefið var út fyrir skömmu, segir m.a. að þingkosningar „geti brostið á með skömmum fyrirvara”. t viðtölum hefur Svavar Gestsson formaður flokksins skýrt þetta orðalag á þann hátt, að Alþýðu- bandalagsmenn vilji einfald- lega halda flokksmönnum við efnið og fara af stað með kosn- ingaundirbúning timanlega. Svavar segir það hreint út, að Alþæyðubandalagið hafi þegar hafið undirbúning að kosning- um. Á hinn bóginn segir for- maður Alþýðubandalagsins einnig, að hann geri sér vonir um að rikisstjórninni takist að Nú vandast málið hjá Gunnari. Efnahagspakkinn tómur ennþá, enda Gunnar farinn aö hraöa störfum stjórnarskrárnefndar- innar. Er timinn aö hlaupa frá Gunnari? ná samstööu um efnahagsúr- ræði á næstu vikum. Framsóknarmenn og Gunn- arsmenn i rikisstjórninni munu litt hressir með þennan mólatil- búnað Alþýðubandalagsins og einn úr þeirra hópi sagöi við Alþýðublaðið, að „menn reyndu að lesa i þessar yfirlýsingar Alþýðubandalagsmanna, en hefðu ekki komist að niður- stöðu”. „A hinn bóginn”, sagði þessi sami viðmælandi blaðsins, „er ljóst að allir aðilar innan rikisstjórnarinnar reyna að spila þessa stöðu sem sterkast, þvi það getur allt gerst og þá er betra að hafa vaðið fyrir neðan sig.” Þvi verður ekki neitað, að ýmsar blikur hljóta að vera á lofti, þegar einn stjórnarflokkur lýsir þvi yfir, að kosningar geti Framhald á bls 3. „Verulegum áfanga” náðað sögn Olafs Ragnars: Eggert Haukdal styður hvaða bráðabirgðalög sem ríkisstjórnin kann að setja Kaupir Kópavogs- bær Ikarus vagnana? Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að meirihluti Sjálfstæðismanna i Reykjavik fól innkaupastofn- un borgarinnar að auglýsa eft- ir tilboðum i Ikarusvagna þá sem vinstri meirihlutinn keypti. Enn eru 10 dagar þar til fresturinn til að gera tilboð rennur út, en af umræðum manna á milli er litið sem bendir til annars en að Kópa- vogsbær verði einn um hituna, þó of snemmt sé um það að fullyrða. I Kópavogi hefur gengið vel að reka vagnana, þvert gegn reynslunni i Reykjavik. Litið hefur komið fram sem skýrt getur þennan mismun á rekstrinum , en erfitt er að imynda sér að Reykjavikur- borg hafi fengið lélegri vagna en Kópavogsbær. Þess má geta að i innkaup- um fást þrir Ikarusvagnar fyrir hverja 2 Volvovagna og að Ikarus-fyrirtækið hefur hafist handa um að smiða yfir Volvovagna. Vitað er að stjórn Strætis- vagna Kópavogs hefur sótt um heimild til að gera tilboð i vagnana og mun svar væntan- lega fást eftir bæjarráðsfund i dag. Eggert Haukdal hefur þegar lýst yfir stuöningi við bráða- Er bóndinn á Bergþórshvoli nú tilbúinn aö kyngja hverju þvf sem aöhonum verður rétt.eins og Ólafur Ragnar segir? Eöa er rétt aðtaka ummæium ólafs Ragnars með nokkrum fyrirvara? birgðalög rikisstjórnarinnar, — bráðabirgöalög sem ekki hafa verið sett ennþá, sem enginn veit hvort rikisstjórnin verður sam- mála um og enginn veit hvernig verða! Og þetta hefur DV i gær eftir ólafi Ragnari Grimssyni, þing- manni Alþýðubandalagsins! Þetta kallar Ólafur Ragnar Grimsson „verulegan áfanga, þvi að fyrir nokkrum vikum kom fram mikil óvissa um þetta”. Dagblaðið gleymdi þvi raunar i sama viðtali að spyrja ólaf Ragnar Grimsson sjálfan að þvi, hvort hann myndi styðja bráða- birgðalög rikisstjórnarinnar, þar sem mögulega yrði kveðið á um verulega skerðingu visitölubóta. Það væri fróðlegt að heyra svör Ólafs við sliku. Alþýðublaðið reyndi árangurs- laust i gær að ná tali af Eggert Haukdal. Varla verður þó ætlað að þingmenn almennt, þ.á m. Eggert Haukdal, lýsi yfir stuðn- ingi sinum við efnahagspakka, sem enginn veit hvað kemur til með að innihalda, þ.e. ef sam- staða næst þá um nokkur úrræði i efnahagsmálunum. En fyrst Ólafur Ragnar segir þetta, þá hlýtur það að vera satt, — er ekki svo? Samdráttur og uppsagnir i vændum i Álverinu? „STENDUR EKKI TIL í AUGNABLIKINU — en til einhverra aðgerða verður að gripa”, segir Ragnar Halldórsson „Það stendur ekki til á þessu augnabliki að loka verksmiðj- unni, né draga úr framleiöslu á áli”, sagöi Ragnar Halldórsson, forstjóri ísal, i viðtali viö AI- þýðublaðið. Orðrómur hefur verið uppi meöal starfsmanna fyrirtækisins að i vændum sé verulegur samdráttur i starf- semi verksmiðjunnar og jafnvel horfur á að til lokunar geti kom- ið um næstu áramót. Alþýðublaðið innti Ragnar eftir réttmæti þessa orðróms og hvort eitthvað væri til i þessu. „Það er alveg ljóst að til ein- hverra aðgerða verður að gripa ef markaðsmálin verða óbreytt ogsvoheldur fram sem horfir. Við liggjum nú með um 30.000 tonn af áli sem er þriggja til fjögurra mánaða framleiðsla en venjulega er það aðeins um mánaðarframleiðsla sem við erum með á lager i venjulegu árferði. Þannig að þessar birgð- ir eru óvenju miklar”, sagði Ragnar. Ragnar sagði aö Norðmenn væru farnir að draga verulega úr framleiðslu sinni á áli, ein- faldlega vegna skorts á mörk- uðum erlendis, og það sama gilti að sjálfsögðu fyrir islenzka álið og verksmiðjuna hér, að ef „Ekkert verið rætt um sam- drátt framleiðslunnar, hvað þá lokun fyrirtækisins”, sagði Ragnar llalldórsson forstjóri tsal. framlefeslan seldist ekki, yrði að draga úr henni og það þýddi eðlilega að til einhverra upp- sagna kæmi. Varðandi það hvort sölutregða islenzka álsins stafaði af lágum gæðum þess svaraði Ragnar þvi til að það væru nokkuð misjöfn gæði á framleiðslunni hér sem annars- staðar,einn og einn farmur gæti verið lakari öðrum. Hann taldi ekki að islenzka álið væri al- mennt neitt lakara en frá öðrum löndum sem framleiddu þennan málm — málmur væri þess eðlis aðþaö sköpuðust gæðasveiflur i honum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.