Alþýðublaðið - 10.08.1982, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.08.1982, Blaðsíða 2
2 Þriðjudagur 10. ágúst 1982. -RITSTJÖRNARGREIN- Alþýðubandalagið vill halda og sleppa ríkisstjórninni Alþýðubandalagið er á skipulögðu undanhaldi. Alþýðubandalagið vill bæði sleppa og halda rikisstjórpinni. En getur raunveru- lega hvorugt. Alþýðubandalagið er í klemmu og foringjar þess vita það manna best sjálf ir. Þess vegna eru nú foringjar Al- þýðubandalagsins sendir út af örkinni með einhverjar loðnar yfirlýsingar um að rikis- stjórnin gæti sprungið/ en þó sé líklegt að hún geri það ekki. Fæstir fá botn í röksemdafærslu af þessutagi. Ef forysta Alþýðubandalagsins telur líklegt að kosningar „geti brostið á með skömmum fyrirvara", þá hlýtur Al- þýðubandalagið að telja ríkisstjórnina feiga. En ef Alþýðubandalagið telur miklar vonir til þess, að samkomulag takist innan ríkisstjórnarinnar um efnahagsúrræði, þá hlýtur líf stjórnarinnar að vera tryggt — næstu vikurnar a.m.k. Eins og oft áður eru yf irlýsingar Alþýðu- bandalagsins gjörsamlega óskiljanlegar. Nú lýsir t.a.m. formaður Alþýðubanda- lagsins, Svavar Gestsson, þvi yf ir, að versl- unin í landinu græðialltof mikið og þar liggi fé, sem nýta þurfi til samneyslunnar. Sömuleiðis segir Svavar að skera þurf i nið- ur milliliði, sem taki allt of mikið til sín. Þetta segir Svavar núna. Þetta sagði Svavar Gestsson líka of t, þeg- ar hann var ritstjóri Þjóðviljans í eina tíð. Þá áttialdeilisaðtaka verslunargróðann og veita honum til þeirra sem lægri hefðu launin. En nú er þessi sami Svavar Gestsson bú- inn að sitja á ráðherrastóli í f jögur ár og um einsog hálfsársskeið á þeim tíma fór hann með ráðuneyti viðskiptamála. Það er því ekki að undra þótt spurt sé: hvers vegna hefur Alþýðubandalagið og Svavar Gests- son ekki tekið á milliliðunum í atvinnulíf- inu? Hvers vegna hefur núverandi rikis- stjórn, með Alþýðubandalagið í broddi f ylk- ingar, ekki skorið á þessa dýru milliliði? Hvers vegna hefur ekki verið náð í gróða verslunarinnar, sem formanni Alþýðu- bandalagsins verður nú svo tíðrætt um. Fyrrverandi ritstjóri Þjóðviljans, Svav- ar Gestsson, vildi taka á verslunargróðan- um með harðri hendi. Svo varð þessi sami ritstjóri ráðherra. Þá gleymdi hann versl- unargróðanum. Nú hallar undan fæti hjá ráðherranum og þeirri rikisstjórn, sem hann og f lokkur hans hafa haldið á líf i síð- ustu þrjú árin, og þá þykir allt i einu við hæfi að fara aftur að tala um verslunar- gróðann. Spurt er: Hvað hefur Alþýðubandalagið verið að gera i ríkisstjórn frá 1978? Hvers vegna hefur ekki gróði verslunarinnar ver- ið sóttur og hvers vegna hafa dýru millilið- irnir ekki verið skornir niður? Og Alþýðubandalagið hef ur líka sýknt og heilagt verið að básúna nauðsyn þess, að skipta þjóðarkökunni réttlátlega og ekki síst núna, þegar þjóðartekjur hafa dregist saman. Hverju hefur Alþýðubandalagið áorkað á stjórnarferli sínum í þær áttir? Er ekki líklegt að láglaunafólkið hafi það langtum betra núna eftir stjórnarþátttöku Alþýðubandalagsins: Þeir eru varla margir sem skrifa undir slikt. Svo uppgötvaði Alþýðubandalagið líka núna fyrir skömmu, að það væru allf of margir togarar í landinu. Það væri ekki hægt að láta flotann stækka gegndarlaust. Það mætti ætla að ráðherrar Alþýðubanda- lagsins hefðu ekki verið í landinu síðustu misseri, þegar yfirlýsingar af þessu tagi eruskoðaðar. Sjómenn og útgerðarmenn og ýmsir aðrir haf a margbent á þá staðreynd, að f lotinn væri of stór og stef na ríkisstjórn- arinnar í þessum málum væri háskaleg. Og nú loksins vaknar Alþýðubandalagið. Seint koma sumir. Alþýðuflokkurinn hefur síðustu ár margbentá þá staðreynd, að f lotinn væri of stór og stemma þyrfti stigu við fjölgun i honum. A það hefur ríkisstjórnin, þ.á m. Alþýðubandalagið, ekki hlustað. i landbúnaðarmálum hefur Alþýðu- bandalagið verið kaþólskara en sjálf Fram- sókn. Uppstokkun og nauðsynlega stefnu- breytingu í landbúnaði hefur ekki mátt minnast á. Alþýðubandalagið hefur ekki viljað hróf la við stöðnuðu, úr sér gengnu og rándýru kerfi landbúnaðarins. Alþýðu- bandalagið hefur lýst því yfir, að vanda landbúnaðarins megi leysa þannig, að landsmenn eti meira kjöt. Þetta heitir að hafa ,,ráð" undir rifi hverju. En þetta er lika „lausn", sem er gjörsamlega óraun- hæf. En í sumum málum segjast ráðherrar Alþýðubandalagsins hafa staðið sig vel. Hjörleif ur gumar t.d. af því á f undum með flokkssystkinum, að hann hafi komið í veg fyrir það, að stóriðjur yrðu reistar hér á landi. Þá segjast ráðherrar Alþýðubanda- lagsins haf a staðið gegn auknum umsvif um bandariska hersins hér á landi. Einhvern tíma var það raunar stefnumið Alþýðu- bandalagsins að koma hernum úr landi, en nú þykir alveg nægilegf að réttlæta stjórn- arþátttöku með þvi að verjast „auknum itökum hersins hér á landi", eins og það er orðað. Þeir herstöðvaandstæðingar, sem kosið hafa Alþýðubandalagið, hljóta auðvitað að vera hæstánægðir með frammistöðu Al- þýðubandalagsins i herstöðvarmálinu síð- ustu árin. Launafólk, sem kosið hefur Alþýðu- bandalagið, hlýtur einnig að vera lukkulegt með Alþýðubandalagið í kjaramálunum. Það væri svo í stíl við allt það sem á und- an hef ur gengið, að Alþýðubandalagið stæði fyrir setningu bráðabirgðalaga, þar sem ákveðið væri að skerða verðbætur á laun um nokkur stig. Þá sæi enginn orðið mun á Geir Hallgrímssyni og Svavari Gestssyni. — GAS. Bókasafnsfræðingar mótmæla ráðningu bókavarðar á Selfossi A fundi bæjarráös Selfoss þ. 23. júni s.l. var staöfest ráöning sagnfræöings i' stööu yfirbtíka- varöar Bæjar- og héraðsbóka- safns Arnessýslu. Félag bókasafnsfræðinga hefur mótmælt ráðningunni viö bæjar- stjórn og bókasafnsstjórn þar sem gengiö var fram hjá eina bókasafnsfræöingnum, sem sótti um stööuna. Ennfremur telur Félag bóka- safnsfræðinga ráöningu þessa ógilda vegna þess aö lögum sam- kvæmt átti aö leita umsagnar bókafulltrúa rikisins og ráðgjafa- nefndar um málefni almennings- bókasafna, en þaö var ekki gert. Lög um almenningsbókasöfn kveða á um, aö forstöðumenn bæjar- og héraðsbtíkasafna skuli aö jafnaöi vera bókasafnsfræö- ingar. Ennfremur aö bókasafns- fræöingar skuli að jafnaöi hafa forgangsrétt til bökavarðarstarfa. Bæjar- og héraösbókasafn Ar- nessýslu þjónar einu stærsta bókasafnsumdæmi landsins og þvi mjög mikilvægt, aö þar hafi yfirstjórn maður sem er bóka- safnsfræöingur. 1 þessu tilfelli er ráðningin þeim mun furðulegri þega r þess er gætt, að auglýst var sérstaklega eftir manni meö slika menntun, en siöan gengiö fram- hjá þeim eina, sem uppfyllti þau skilyrði. Starfsreynsla þess um- sækjanda er einnig mun meiri en þess, sem ráðinn var. Félag bókasafnsfræöinga harmar það fordæmi, sem hér er sett og það skilningsleysi sem fram kemur á gildi og nauösyn sérmenntunar á þessu sviöi. — Laus staða Kennarastaða í stærðfræði viö Fjölbrautaskólann á Sel- fossi er laus til umsóknar. Laun samkv. launakerfi starfs- manna rikisins. — Umsóknir, ásamt ýtarlegum upplýs- ingum um námsferil og störf, sendist menntamálaráöu- neytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 20. þ.m. Umsóknareyöublöö fást i ráöuneytinu. Menntamálaráöuneytiö, 5. ágúst 1982. alþýöu- blaöió Blaðbera vantar í eftirtalin hverfi Flyörugrandi— Boðagrandi Meistaravellir — Kaplaskjólsvegur Varúð: Salmonella sýkillinn getur verið skammt undan Salmonella sýkilinn getur viöa veriö að finna, t.d. i saur manna og gæludýra, í matvæl- um, sérstaklega hráu kjöti, enn- fremur i frárennsli, i fjörunni i grennd viö frárennslisop, i máf- um og rottum svo nokkuð sé nefnt. Stundum heyrist spurt: Er sýking af salmonella nokkuö annaö en magakveisa sem svo tilallir fá i sólarlandaferðum og engum verður meint af? Þvi miöur er þaö ekki svo. Salmon- ellu sýking er ávallt varhuga- verð, jafnvel hættuleg. Þeir sem sýkjast veröa oft smitberar vik- um saman, því salmonella sezt aö i þörmum og berst þaðan meö saur. Eitt sýkingartilfelii þarf e.t.v. ekki aö vera mjög al- varlegt, nema fyrir þann ein- stakling sem fyrir þvi verður. En komist salmonella i matvæli og fái þar hagstæö vaxtarskil- yrði, geta hundruö eöa jafnvel þúsundir manna sýkzt eins og dæmi sanna. Þaö er þvi ekki að ástæöu- lausu að þaö veldur jafnan áhyggjum fyrir þá sem vinna viö framleiöslu og dreifingu matvæla eöa eftirlitsaöila þeirrar vöru, þegar fréttist af salmonella i neyzluvörum eða sýkingu af hennar völdum. Er skemmst aö minnast fregna af stórfelldri salmonella sýkingu i Noregi nú fyrir nokkru og enn- fremur upplýsinga um að salm- onella hafi orðiö vart i' kjúkling- um hér á landi nýlega. Sam- kvæmt rannsóknum undanfar- inna ára bendir allt til þess að sýkill þessi sé oröinn landlægur hérá landi.Þaöer þvi nauösyn- legt aö ofangreindir aöilar og einnig neytendur taki tillit til þessarar vitneskju og hagi sér samkvæmt þvi. En hvað er þaö sem menn geta gert til aö draga úr smit- hættu af völdum salmonella? Fyrsta boöoröið er hreinlæti ogaftur hreinlæti, ekki sizt per- sónulegt hreinlæti. Framleiðendur og dreifingar- aöilar bera ábyrgö á þvi aö öll meðferð hrávöru sé vönduð við slátrun, viö vinnslu, viö geymslu o.s.frv. Ennfremur að gildandi lög og reglugerðar- ákvæöi hér að lútandi séu i heiöri höfð. Þá þurfa opinberir eftirlitsaö- ilar aö sjálfsögöu einnig aö vera vel á verði. Hvað varðar neytandann sjálfan, þá getur hann spillt góöri vöru meö rangri meðferö; á sama hátt geturhann verndaö heilsu sina og sinna nánustu meö réttri geymslu matvæla og matreiöslu. Hafiö þvi hugfast: Haldið viökvæmum matvæl- um vel kældum. Látið ekki sós- ur, salöt,kjötálegg,mjólk o.þ.h. vöru standa á eldhúsborðinu nema sem allra stystan tima. Geymiöhrávörur i isskápnum vel pakkaöar og aðskildar frá annarri vöru. Notið ekki sömu tæki og áhöld — segir heilbrigðiseftirlitið jöfnum höndum viö ósoðin og soðin matvæli, nema eftir vand- legan þvott, strax aö lokinni notkun. Forðistaö nota sprungin kjöt- bretti eða gallaða hni'fa og notiö pappirsþurrkur sem mest i stað borötuskunnar. Látið blóövatn frá kjöti við þiönun ekki menga aðrar vörur. Þiöiö kjötvörur,einkum fugla- og svinakjöt,viö lágt hitastig (t.d. i isskáp) og hefjið ekki matseld fyrr en kjötiö er orðið vel þitt. Þórhallur Halldórsson frkvstj. heilb rigöiseftirlits

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.