Alþýðublaðið - 19.08.1982, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 19.08.1982, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 19. ágúst 1982 121.tbl.63. árg. Blekkir Haukdal w forseta Islands? Sjá bls. 2 Bakreikningar frá búskussum Ritstjórnargrein á bls. 2 Tæplega 200 starfsmenn flugstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli senda áskorun til rikisstjórnarinnar: Vilja að þegar í stað verði hafin bygging nýrrar flugstöðvar Tæplcga tvö hundruö starfs- menn flugstöðvarinnar á Kefla- víkurflugvclli hafa sent rikis- stjórn Gunnars Thoroddsen áskorun þess efnis að þegar verði hafist handa um byggingu nýrrar flugstöðvar á Kefla- víkurflugvelli.' Segir i tilkynn- ingu frá starfsmönnunum að þessar undirskriftir hafi verið sendar fors ætisráðherra Gunnari Thoroddsen i fyrradag, þriðjudag, þannig að þær lægju fyrir fundi rikisstjórnarinnar, sem halda átti i gær, en þar hafi verið fyrirhugað að taka mál- efni flugstöðvarinnar til um- ræðu. Hins vegar var rikisstjórnar- fundinum frestað vegna um- ræðna innan rikisstjórnarinnar um efnahagsráðstafanir. Áskorun hinna tæplegu 200 starfsmanna fer hér á eftir og skýrir sig sjálf: Við undirritaðir starfsmenn i hinni 34 ára gömlu bráðabirgða- flugstöð á Keflavikurflugvelli skorum hér með á r ikisstjórnina að hlutast til um að hafist verði nú þegar handa við byggingu nýrrar flugstöðvar á Kefla- vikurflugvelli. Vinnuaðstaða, aðbúnaður og umhverfi núverandi flugstöðvar Framhald á bls 3. Friðjón Þórðarson dóms- og kirkjumálaráðherra: „Ekki kunnugt um hvort búið er að tryggja atkvæði Eggerts Haukdal” „Við munum fyrst leggja efna- hagstillögurnar fram áður en hægt er að sjá hvert fylgi þær hljóta”, sagði Pálmi Jónsson landbúnaðarráðherra. Hefði ekki rétt röð verið sú, að kanna fyrst fylgið og ef nægt reyndist að leggja tillögurnar þá fram? „Mcr er ekki kunnugt um að búið sé að tryggja atkvæði Egg- crls Haukdal og raunar hef ég ekki minnstu hugmynd um hvað hann hyggst fyrir, en von min og okkar er sú að Eggert taki skyn- samlega afstöðu til þeirra mála sem um er að ræða og þá eink- um cfnahagsmáianna”, sagði Kriðjón Þórðarson dóms- og kirkjumálaráðherra i samtali við Alþýðublaðið er hann var inntur eftir þvi hvort stjórnin. væri búin að tryggja sér stuðn- ing mcirihluta á þingi þegar efnahagsaðgerðirnar verða bornar upp. Friðjón sagði að i æði mörg horn væri að lita þessa dagana sem endranær og að sér væri ekki fullkunnugt um gang mála þar eð hann hefði ekki heyrt siö- ustu fregnir, en hins vegar væri Framhald á bls 3. Palmi Jónsson landbúnaðarráðherra:__________ „Þiö skuluð ekki hafa neinar áhyggjur af því þarna á Alþýðublaðinu hvort stjórnin hefur kannað fyigi við efnahagstillögur sinar’' Eggert taki skynsamlega af- „Ég ætla ekkert að fara að ieitaði upplýsinga um afstöðu stöðu til efnahagsmálanna”, svara fyrir Alþýðubandalagið um stjórnartiða Alþýðubandalagsins sagði Kriðjón Þórðarson, dóms- hvort þcir eru samþykkir afnámi lil afnáms útflutningsbóta á land- 0g kirkjumálaráðherra. útflutningsbóta, það gera þeir húnaðarvörur. sjálfir. En ég á von á að það verði Blaðamaður spuröi landbún- þungur biti að kyngja, annars aðarráðherra hvort þaö sem um stjórnarinnar, en þvi vildi hann skallu bara lesa þér til um þessi þessi mál stæði i Þjóðviljanum engu svara. mál i Þjóðviljanum”, var svar væri ábyggilegt og eins og þaö -lfefur stjórnin tryggt sér meiri- Pálma Jónssonarer Alþýðublaðið kæmi fram i umræðum innan Framhald á 2. siðu Vigdís heimsækir Reagan í Bandaríkja formm Korseti islands, Vigdis Kinnbogadóltir, verður i B a n d a r i k j u n u m d a g a n a 4.—22. scptembcr n.k. i tilefni af Norrænu menningarkynn- ingunni „Scandinavia today”. 1 upphafi ferðarinnar verður forsetinn opinber gestur Bandarikjaíorseta i Washing- ton D.C. Mun íorseti Islands heimsækja Konald Reagan Bandarikjalorseta i Hvita húsið 8. september. Forset- arnir munu hittast fyrir há- degið, en siðan býöur lorseti Bandarikjanna til hádegis- verðar til heiðurs forseta ls- lands og öðrum þjóðhöfðingj- um Norðurlanda eða full- trúum þeirra sem verða staddir i Washington vegna setningar Norrænu menn- ingarkynningarinnar þar sið- degis þennan dag. Forseti lslands fer til Minneapolis 10. september og New York 12. september. Mun forseti m.a. flytja ræður af hálfu þjóðhöfðingja Norður- landa við upphaf menningar- kynningarinnar i áöurnefnd- um þremur borgum. Þá mun forseti fara til Seattle 18. september og loks hafa stutta viðstöðu i Chicago 21. september á heimleið. Steingrímur og Tómas eftir þingflokksfundinn i gær: „Ekki okkar að taka afstöðu til tillagna Alþýðu- bandalagsmanna, heldur öfugt” Steingrimur og Tómas eftir þingflokksfundinn I gær. Aðspurðir um tillögur Alþýðubandalagsmanna um afnám útflutningsbóta á landbúnaðarafurðir vilduþeir lítið tjá sig, enda snerist umræðan minnst um það atriði. Kramsóknarmenn voru fremur þungir á brún og fámálii eftir þingflokksfundinn i gær. Þegar Alþýðublaðið ræddi við þá Steingrfm Hermannsson sjávarútvegsráðherra og Tómas Arnason viðskiptaráð- herra vildu þeir litið tjá sig um hvað frant hefði kontið á fund- inum. Aðspurðir um hvort afstaða hefði veriö tekin til nýjustu til- lagna Alþýðubandalagsmanna töldu þeir að i raun væri ekki þeirra að taka afstöðu heidur öfugt, þvi Framsóknarmenn hefðu lagt sinar tillögur fram 20. júli og aístaða þeirra væri ljós. „Þó verð ég að segja að margt jákvætt heíur komið frá þeim að undaníörnu. Við erum vissulega ánægðir með það og teljum ekki útilokað að endar fari brátt að ná saman”, sagði Steingrimur, en þeir félagar vildu ekki tjá sig meira að sinni. Spurningu um tillögur Alþýðubandalagsmanna um skerðingu eða afnám á út- flutningsbótum landbúnaðar- afurða létu þeir ósvarað , en tóku f ram að i raun snerust um- ræðurnar ekki svo mikið um þetta atriði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.