Alþýðublaðið - 13.10.1982, Page 3
Miðvikudagur 13. október 1982
3
Hvað er að gerast í Guatemala?
„Margir indjánar styðja skæru-
liða. Þeir eru því að okkar mati
uppreisnarmenn. Og hvernigför-
um við með uppreisnarmenn? Vit-
askuld verðum við að drepa þá
vegna þess að þeir vinna með skær-
uliðum. Auðvitað er hægt að segja,
að við séum að drepa saklaust fólk.
Þrátt fyrir að svo sé sagt, erum við
á andstæðri skoðun. Þeir vinna
með uppreisnarmönnum og upp-
skera samkvæmt því“. Þessar setn-
ingar eru hafðar beint eftir Fra-
nsisco Bianchi, talsmanni forseta
Guatemala og vekja eflaust marga
til umhugsunar um, hvað sé að ger-
ast í landinu því.
Martína Xen, sjö mánaða gömul
mundi vart flokkast undir þann
samnefnara stjórnarandstæðinga
„að hafa unnið með uppreisnar-
mönnum". Engu að síður voru her-
menn stjórnarinnar þeirrar skoð-
unar, þegar þeir myrtu hana ásamt
15 öðrum íbúum í þorpinu Patzi-
bal. Fimm hinna myrtu voru undir
tíu ára aldri. Einn þeirra var eldri
bróðir Martínu, tveggja ára og
annar afi hennar, sem var hálf-
áttræður.
Nokkrum dögum áður voru þrjú
smábörn myrt í Chichastenango
sem einnig er í Quiche-héraði í Gu-
atemala. Tveimur dögum seinna
voru 25 börn vegin í sama þorpi. í
maí og júní- á aðeins tveimur mán-
uðum - voru yfir 2200 fátækir
bændur drepnir í landinu - flestir í
héraðinu Quiche. Morðin voru
frami'n með líkum hætti og í ná-
grannaríkjunum, þar sem herfor-
ingjar fara með völd: Hermenn,
annaðhvort í beinum tengslum við
stjórnarher eða öryggissveitir unnu
verkin. Þessum manndrápum er
enn haldið áfram.
Þannig varð sagan sú af
mannréttindayfirlýsingum sem
hershöfðinginn og núverandi for-
seti Guatemala, Ríos Montt, lofaði
að koma í framkvæmd með valda-
töku sinni. Sjö mánuðum eftir
valdaránið er hann á góðri leið með
að eyða bókstaflega öllu lífi í
Quiche-héraði, en þar hafa skæru-
liðar átt vissan stuðning.
Nýjar sveitir taka
við óhæfuverkum
Eftir valdaránið þann 23. mars
reyndi Ríos Montt að afla sér al-
mennra vinsælda með því að benda
á, að kosningasvindl hefði átt sér
stað í kosningum, sem haldnar
voru skömmu áður. Hann gaf út
hástemmdar yfirlýsingar um að
mannréttindi yrðu í heiðri höfð.
Hann leysti upp lögreglusveitir
sem kölluðust Cuerpo de Detecti-
vos sem báru ábyrgð á fjöldamörg-
um manndrápum í landinu. Þetta
hafði þau áhrif að nokkrum vikum
eftir valdaránið fór morðum og
manndrápum fækkandi. En það
stóð ekki lengi. Cuerpo de Detecti-
vos var ekki lengur til, en í stað
þeirra sveita kom hann um tveimur
öðrum sveitum, Comando de Op-
eraciones especiales og Departam-
ento de Investigaciones Technicas,
sem í rauninni voru samanlagt
miklu áhrifaineiri sveitir, enda
verkefni þeirra ekki annað en að
þagga niður í stjórnarandstæðing-
um.
Á landsbyggðinni stór jukust því
ógnarverkin í sumar. Hinn 9. júní
lýsti Ríos Montt því yfir að her-
stjórnin færi frá, hann gaf tveimur
félögum sínum reisupassann og
lýsti yfir einveldi. Því næst rak
hann 324 borgarstjóra, sem valdir
höfðu verið í kosningunum og setti
nýja í embætti. Síðan gaf hann út
skipun um að hér eftir ættu allar
tilskipanir, lög og tilkynningar
stjórnar landsins að koma frá
einkaskrifstofu sinni.
Mannréttindayfírlýsingar Ríos
Montt eru orðnar að mar-
tröð......
Quealtenango og frá 1. júlí var lýst
yfir hernaðarástandi í öllu landinu.
Sérstakar reglur sem settar voru
vegna hernaðarástandsins kveða á
um að herinn megi handtaka fólk
án sérstakrar heimildar. Einnig eru
reglur um eignaupptöku og „næt-
urheimsóknir" í opinberarbygg-
ingar og á einkaheimili.
Til þess að hraða málum upp-
reisnarmanna, var komið á sér-
dómstólum til að dæma, „morð-
ingja, skemmdarverkamenn,
hryðjuverkamenn og svikara, til
dauða". Dauðadæmdir menn eiga
þess engan kost að fara fram á náð-
un. Til viðbótar setti forsetinn síð-
an reglurum herta ritskoðun, þará
meðal verða allar upplýsingar sem
varða skæruliða ritskoðaðar og allt
pólitískt starf er bannað.
Ljóst er af þessu að forsetinn er
því búinn að koma sér upp öflugu
lagakerfi til að vernda það lögregl-
uríki, sem hann hefur verið að
byggja upp í sumar. Nokkur svæði,
þar sem skæruliðar höfðust við eru
nú alger eyðintörk. Þúsundir eru
látnir, en margir íbúar þessara hér-
aða, sem farið hafa á flakk, leita
fyrir sér um verustaði í Hondúras
eða Mexikó. Fjöldinn allur hefur
orðið að flýja inn í frumskóga
landsins.
Aukinn stuðningur
Bandaríkjanna og
Argentínu
Þróunin í Guatemala nú er
aðeins hluti af því sem er að gerast í
öðrum ríkjum Mið-Ameríku, þar
sem vopnuð stjórnarandstaða á í
höggi við ógnarstjórnir. Vitað er
að stjórnirnar í Hondúras og E1
Salvador hafa aukið baráttuna
gegn skæruliðum í sumar og her,-
stjórmr þessara landa halda fá-
tækum bændum í skefjum með
samvinnu sín á milli. Þeim kostnaði
sem af þessum hernaðaraðgerðum
hljótast er síðan velt að hluta yfir á
stjórnir Reagans og hans nóta
undir því yfirskyni, að þessar
stjórnir séu að bæta ástandið í
mannréttindamálum.
Það eykur ekki bjartsýni manna,
að Argentínustjórn hefur verið svo
vinsamleg að senda Ríos Montt
„ráðgjafa" og pyndingarmeistara
til að aðstoða við að „hreinsa“
landið af skemmdarverka-
mönnum...
(Arb.þ.)
Sérdómstólar styðja
ógnarverkin
í júní bauð hann þegnum sínum
upp á tilboð, sem virtist í fyrstu
varla hægt að hafna. Hann bauð
upp á vopnahlé; landsmenn áttu að
afhenda vopn sín og „hætta að taka
þátt í ógnarverkum". Fáir tóku
áhættuna á því að afhenda vopn
sín, enda kannski eins vel. Þann 30.
júní kom síðan yfirlýsing um
neyðarástand í héruðunum Quic-
he, Huehuetenango, San Markos
Tilkynning til
söluskattsgreiðenda.
Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að
gjalddagi söluskatts fyrir september mánuð er
15. okt. 1982.
Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna
ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti.
Fjármálaráðuneytið
8.október 1982.
ORÐSENDING TIL NÁMSMANNA
im
LÁNASJÓÐUR ÍSLENSKRA NÁMSMANNA
L.AUGAVEGI 77 - 101 REYKJAVlK - SlMI 25011
TILKYNNING UM
VIÐSKIPTAREIKNING
LÁNASJÓÐUR fSLENSKRA NÁMSMANNA
LAUGAVEGI 77. 101 REYKJAVlK
1. október 1982
DAGSETNING
NAFN NÁMSMANNt Jón Jónsson NAFNNÚMER ll 2 I 3 4 1 5 1 6i7 1 8
HEIMILI Hringbraut 145, 107 Reykjavik j NAMSLAN D Island
SKÓLI Háskóli Islands j DEILD Viöskiptadeild
Hér með tilkynnist Lánasjóðl (slenskra Námsmanna, að sá hluti námslána mlnna sem ekki greiðist
út við undirrltun skuldabréfa, skal lagður belnt Inn á neðangrelndan vlðskiptareikning, jafnóðum
og greiðslur koma til útborgunar.
INNLÁNSSTOFNUN BÚNADARBANKI ÍSLANDS VIÐSKIPTAREIKN. Ávfsanareikningur BANKI HB REIKN. NR.
ÚTIBÚ Melaútibú Sparisjóðsreikn. 0311 03 12345
REIKNINGSEIGANDl/MERKI Jón Jónsson Gíró/Hlaupareikn.
Staðfest:
SYNISHORN
BÚNA0ARBANKI ÍSI ANDS
BANKASTIMPILL
Undirikritt námimtnm *ði umboBtmanni
Athygli námsmanna, sem vænta láns úr
Lánasjóði íslenskra námsmanna, skal vakin
á þeirri ákvörðun sjóðsins, að lán verði greitt
inn á viðskiptareikning lánþega í innláns-
stofnun.
Þeir námsmenn, sem hafa ekki nú þegar
tilkynnt Lánasjóðnum um viðskiptareikning til
innborgunar námsláns, en óska eftir að
stofna slíkan reikning í Búnaðarbankanum,
ættu að gera það sem allra fyrst, vegna
væntanlegra námslána í vetur.
Innlánsdeild aðalbankans og útibú munu
annast sendingu tilkynningar til Lánasjóðsins
um viðskiptareikning, ef þess er óskað. Við-
komandi eyðublöð fást í afgreiðslum bank-
ans.
ÞÖKKUM VÆNTANLEG VIÐSKIPTI
BÚNAÐARBANKI ISLANDS
ODDIHF.