Alþýðublaðið - 13.10.1982, Síða 4

Alþýðublaðið - 13.10.1982, Síða 4
alþýðu- ■ ÍIET.IT.M Miðvikudagur 13. október 1982 Otgefandi: Alþýöuflokkurinn. Framkvæ'mdastjdri: JóhannesGuðmundsson Stjórnmáiaritstjóri og ábm. Jón Baldvin Hannibalsson. Kitstjórnarfulltrúi: Guömundur Arni Stefánsson. Blaöamaöur: Þráinn Hallgrlmsson. Gjaldkeri: Haildóra Jónsdóttir. ■Dreifingarstjóri: Siguröur Steinarsson. Ritstjórn og auglýsingar eru aö Siðumúla 11, Reykjavik, slmi 81866. Áskriftarsíminn er 81866 El Salvador: 23 kennarar í kennara- samtökum handteknir E1 Salvadornefndin á Islandi hefur farið þess á leit við Al- þýðublaðið að það birti eltir- farandi beiðni frá kennarasam- tökum í E1 Salvador sem nefnast ANDES. Laugardaginn 14. ágúst s.l. kl. 8.30 voru 23 kennarar, fé- lagar í stéttarsamtökunum ANDES. handteknir þar sem þeir sátu fund. I'eir hafa verið ákæröir fyrir að vera tengdir pólistískum og hernaðarlegum samtökum. Viö hiljum ykkur um að skrifa bréf til forseta lýöveldis- ins og forseta þjóðþingsins í mótmælaskyni: Exigimos la inmediata aparieion y libertad para los maestros: P. Me- léndez, A.M. Castro, J. Dom- inguez, W. Zuleta, A.de Ast- orga, E. Espinoza, M.L. Eseal- ;inte, C.A. Sánehez, B.C. Ort- iz, Z.E. Ramos, A.R. de Burg- os. M.G.Medrano, J.C. Fabi- Mannréttindanefnd E1 Salvador kynnti hér á landi á síðasta ári hvernig herforingjar í El Salvador halda landsmönnum í skcfjum með manndráp- um og pyntingum. Stjórnin í El Salvador hefur einnig um langt skeið notað aðferð sem „vinsæl“ er meðal leiðtoga Suður og Mið-Ameríku - þ.e. að nema fólk á brott, láta það hverfa hljóðlega... an, J.R. Dubon, I.D. Villafu- erte, C.H. Ouintanilla, B.A. Gutierrez, A.C. Barrera, C. Guevara, F. Molina, Sra. de Menehu, L. Marroquin y S. Zamora, capturados en San Salvador el 14 de agosto. Las aetividades greminales de ANDES 21 junio, deben ser respetades. Textinn er á íslensku: Við krefjumst þess að tafarlaust verði látnir lausir kennararnir: ...sem teknir voru til fanga í San Salvador hinn 14. ágúst. 1 lalda verður í heiðri hin fag- . legu störf kennarasamtakanna ANDES 21 de junio. Bréfið sendist til: Sr. Presi- dente de la Republica Alvaro Magana, Casa Presidencial, San Salvador, E1 Salvador, - eða til Presidente de la Asam- blea Constituyente, Mayor Ro- berto D’Abuisson Asemblea Legislativa, Centro de gobi- erno, San Salvador, E1 Salv- ador. Peir sem skrifa bréf þessi eru beðnir að láta Björk Gísladótt- ur starfsmann nefndarinnar vita í síma 26102. Félag járniðnaðarmanna: Vill breytingu á lánskjaravísitölunni Eftirfarandi tillaga var sam- þykkt stimhljóðá á félagsfundi í Félagi járniðnaðarmanna 28. september sl. „Félagsfundur í Félagi járniðn- aðarmanna haldinn 28. sept. 1982, samþykkir að skora á Alþingi og ríkisstjórn að verða við þeirri réttmætu kröfu, að breyting lánskjaravísitölu miðist við breytingu almenns kaupgjalds. Staðreynd er að sífellt dregur í sundur með lánskjaravísitölu og almennu kaupgjaldi launafólki í óhag, og kemur slíkt með mest- um þunga á þá sem leitast við að eignast eigið húsnæði og dregur jafnframt úr kjarki launafólks til að ráðast í íbúðakaup. Þegar verðbætur á laun eru skertar eins og nú er gert og stefnt að, er sam- ræming breytinga á lánskjaravísi- tölu og almennu kaupgjaldi, þýð- ingarmikið réttlætismál fyrir launafólk." UR EINU SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN BER ÁBYRGO Á STJÓRNINNI OG ATHÖFNUM HENNAR Það ætti ekki að vefjast fyrir neinum lengur, að Sjálfstæðisflokkurinn sem heild (ef hægt er að nota það hugtak um flokkinn) - bæði Gunnars- armur og Geirsarmur - ber fulla ábyrgð á tilvist og stjórnleysi nú- verandi ríkissjórnar. Alþýðublaðið hefur margoft sýnt fram á það með gildum rök- um hvernig stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar hljóta traust og stuðning innan Sjálfstæðis- flokksins hvað eftir annað. Þann- ig hafa þeir setið þingflokksfundi stjórnarandstöðunnar í gegnum tíðina, bæði Eggert Haukdal og Albert Guðmundsson, sem þó í sömu mund, hafa haldið lífinu í ríkisstjórninni. Það liggur einnig fyrir, að mik- ill vilji er meðal flokksfor- ystunnar í Sjálfstæðisflokknum að fá ráðherra ríkisstjórnarinnar í framboð fyrir flokkinn í næstu kosningum, þ.e. Friðjón Þórðar- son og Pálma Jónsson, - minni áhugi mun fyrir Gunnari í því sambandi. Samstarf stjórnarliða og stjórnarandstæðinga í Sjálfstæðisflokknum um nefndarkosningu í þinginu segir einnig þessa sögu alla. Hvernig skyldi standa á því að stjórnar- andstaða Sjálfstæðisflokksins tekur höndum saman við stjórn- arliða um kosningu í trúnaðar- störf á þinginu? Er stjórnar- andstöðulið Sjálfstæðisflokksins í raunverulegri stjórnarandstöðu, eða styður það stjórnina þegar á reynir ? Það er auðvitað borðliggjandi, að ekki er hægt að halda og sleppa á sama tíma. Það er hins vegar það, sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefur verið að reyna að gera alla stjórnartíð ríkis- stjórnarinnar. Geirsarmurinn hefur verið á móti stjórninni, en þó ekki þorað að taka á málinu með einurð, vegna flokksbræðra sinna á stjórnarheimilinu. Sterkar líkur má leiða að því, að ef Geirsarmur Sjálfstæðis- flokksins hefði tekið föstum tökum á þeim þingmönnum flokksins, sem hlupu til liðs við stjórnina á sínum tíma og hafa verið lífankeri hennar þessi ár, sem hún hefur verið við lýði, þá væri ríkisstjórnarsamstarfið sprungið fyrir lögnu, því að Pálmi og Friðjón, svo ekki sé talað um Albert og Eggert, hefðu aldrei þorað að hætta sínu pólitíska lífi, ef þeir hefðu vitað og trúað því, að þeir yrðu settir út á kaldan klaka í Sjálfstæðisflokknum vegna þeirra verka sinna. Fjór- menningarnir vissu hins vegar að Geirsarmurinn þorði ekki að hrófla við þeim og því hefur ríkis- stjórnin hangið saman. Ergo: Sjálfstæðisflokkurinn ber fulla ábyrgð á ríkisstjórninni, og sá baggi er þungur að bera. Þótt Mogginn og ákveðnir þingmenn Sjálfstæðisflokksins séu harðorðir og þungorðir í garð ríkisstjórnarinnar á stundum, þá er forsenda þeirrar gagnrýni aðeins óvild og hatur í garð Gunnars Thoroddsen. Hvenær tekur Morgunblaðið t.a.m. fast og ákveðið á þeim Pálma og Frið- jóni, og kallar þá til ábyrgðar á verkum ríkisstjórnarinnar? Svar- ið er auðvelt: aldrei. Alþýðublaðið hvetur lands- menn til að fylgjast náið með tíð indum innan Sjálfstæðisflokks- ins á næstu vikum og mánuðum, því spá Alþýðublaðsins er sú, að hægt og rólega nálgist stjórnar- andstöðuliðið stjórnarliða uns „sáttum" er náð (aldursforseti þingisins er þarna undanskilinn). Það bendir því allt til þess að Sjálfstæðisflokkurinn fari út í næstu kosningabaráttu bæði sem andstæðingur Gunnarsstjórnar- innar og stuðningsmaður hennar. Allir endar verða þar opnir. Sjálfstæðisflokkurinn hefur hald- ið lífinu í stjórninni fram að þessu. Flokkurinn tekur afleið- ingum þeirra misgjörða. Prófkjör fllþýðu- flokksins þegar verið tímasett í fimm kjördæmum í lok september skoraði flokks- stjórn Alþýðuflokksins á kjör- dæmisráð allra kjördæmanna að hefja sem fyrst undirbúning fyrir prófkjör og kosningar, þar eð sýnt þykir að allra veðra er von. Nú er svo komið að flest kjör- dæmisráðin hafa tekið ákvörðun um prófkjör. í Reykjavík verður haldið prófkjör helgina 27.-28. nóvember, á Vesturlandi 27. nóvember, á Norðurlandi vestra verður prófkjör 20.-21. nóvem- ber, en á Vestfjörðum er enn ekki endanlega afráðið hvort Framh. á bls. 2 Fjölbreytt dagskrá í tilefni afmælis Sambands Alþýðuflokkskvenna um helgina: Ráðstefna um frið og afvopnun á laugardag Fjölbreytt dagskrá verður um helgina á afmælishátíð Sambands Alþýðuflokks- kvenna. A laugardag verður ráðstefna um frið og afvopnun og verða aðalgestir ráðstefn- unnar þau Gro Harlem Brunt- land, fyrrum forsætisráð- herra Noregs og Kjartan Jó- hannsson, formaður Alþýðuflokksins. Kristín Guðmundsdóttir, formaður sambandsins mun setja ráð- stefnuna. Gro Harlem mun ræða um kjarnorkuvopnalaus svæði á Norðurlöndum með sérstakri áherslu á störf Palme-nefndarinnar. Kjartan Jóhannsson ræðir síðan stöðu íslands í utanríkismálum. Eftir erindin verða pallborðs- umræður um þetta sama efni. Auk framsögumanna munu þar taka þátt þau Gunnlaugur Stefánsson, Eiður Guðnason, Guðríður Þorsteinsdóttir, en Gylfi Þ. Gíslason, fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins mun stjórna umræðunum. Fundarstjóri ráðstefnunnar verður Helga Kristín Möller. Um kvöldið verður síðan kvöldverðarfagnaður, þar sem Ásthildur Ólafsdóttir mun flytja stutt ágrip af sögu sambandsins. Kristín Viggós- dóttir syngur síðan nokkur lög við undirleik. Veislustjóri verður Rannveig Guðmunds- dóttir. Nokkur ungmenni í Alþýðuflokknum munu flytja dagskrá um aðalumræðuefni ráðstefnunnar: frið og af- vopnun. Nú eru síðustu forvöð að til- kynna þátttöku í ráðstefnunni á laugardag, en tilkynningar eiga að berast skrifstofu Al- þýðuflokksins í síma 29244. Önnur ráðstefna verður síðan daginn eftir á Hótel Loftleiðum um Konuna, Al- þýðuflokkinn og stjórnmálin og er einnig æskilegt að þátt- tökutilkynningar berist sem fyrst.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.