Alþýðublaðið - 03.11.1982, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 03.11.1982, Blaðsíða 1
alþýðu- Miðvikudagur 3. nóvember 1982 163. tbl. 63. árg. Friður — Frelsi — Framtíð Dagskrá flokksþings Alþýðuflokksins SJÁ BAKSÍÐU 41. FLOKKSÞING ALÞÝÐUFLOKKSINS UM NÆSTU HELGI: „Ymsar nýjungar koma til framkvæmda” — segir Bjarni P. Magnússon, formaður framkvæmdastjórnar Alþýðuflokksins 41. flokksþing Alþýðuflokksins fer fram um næstu helgi. Alþýðu- blaðið ræddi við Bjarna P. Magn- ússon, formann framkvæmda-, stjórnar Alþýðublaðsins og sagði hann að ýmsar nýjungar kæmu þá til framkvæmda. „Hæst ber nýjar r'eglur um fjölda fulltrúa. Enn sem komið er vitum við ekki nákvæmlega hver fjöldinn verður, en við reiknum með því að hann verði á bilinu 250-280 manns, en hann komst hæst áður í 180. Á þessu getum við séð að flokksþing- ið er ekki eins lokaður vettvangur og áður og verður því skemmtilegt að fylgjast með útkomu breyting- anna. Einnig má nefna að flokksþingið hefst með öðrum hætti en áður, við höfum fært þingsetninguna yfir til íslensku óperunnar í Gamla bíói og er það í beinu framhaldi af auknum fjölda fulltrúa og þeirri staðreynd að öllu alþýðuflokksfólki er boðið til þingsetningarinnar. Pað er í fyrsta skipti sem slíkt er gert. Að vísu er takmarkað pláss, en ég vona að allir komist að sem vilja. Ég minni á að þingsetningin er kl. 17.00 á föstudaginn kemur. Megin verkefni þingsins verður stjórnmálaumræðurnar og hóp- starfið, einkum stjórnmálaviðhorf- ið og mótun stefnunnar til framtíð- arinnar. Þinghaldið hefur verið skipulagt þannig að málefnaum- ræðunni hefur verið sniðinn sem rýmstur stakkur. Flokksstjórnin hefur í þessu tilliti samþykkt regl- ur, eða drög að reglum sem lagðar verða fyrir flokksþingið til sam- þykktar eða synjunar. f þeim felst m.a. að sjálfstæðar tillögur verða að hafa komið fram á laugardags- morgun eða í síðasta lagi í starfs- hópunum, en eftir það má aðeins koma með breytingatillögur við samþykktir starfshópanna. Ég vil undirstrika að þetta eru aðeins drög og eru til að halda utan um störf þingsins á lýðræðislegan hátt. Svo má nefna þá nýjung, að sam- kvæmt nýjum lögum verða kosn- ingar í trúnaðarstöður með öðrum hætti en áður: Nú verður kosið um formann, varaformann, ritara, gjaldkera og formann fram- kvæmdastjórnar, en ekki vararit- ara og varagjaldkera. Enn er það nýtt að vegna aukins Bjarni P. Magnússon. fjölda fulltrúa og fyrri reynslu verður fyrirkomulagið á kosning- unum til flokksstjórnar öðru vísi. Kosið verður í sérstökum kjör- klefum samhliða þingstörfum. Einnig hvað varðar kosninguna á fulltrúum til framkvæmdastjórnar, sem er nýlunda á flokksþinginu, en áður var það á valdi flokksstjórnar- innar. Þessar breytingar eru eink- um til að nýta tímann betur, áður fór of mikill tími í kosningarnar og því eru þær nú samhliða hinum al- mennu umræðum”, sagði Bjarni P. Magnússon að lokum. Dagskrá flokksþingsins er á bls. 4. ríkisstjórnin hefði á prjónunum ýmsar sparnaðar-og samdráttar- ráðstafanir og stefndi að því að draga saman framvæmdir. Alþýðublaðið hafði samband við Ragnar Arnalds fjár- málaráðherra og spurði hann um þessi mál. „Það er ekki rétt að tala um að framkvæmdum hafi verið eða verði frestað, af þeirri einföldu ástæðu að engar ákvarðanir hafa verið teknar um þær eða hraða þeirra. Pað á eftir að ákveða hvað tekið verður fyrir og er verið að fjalla um þetta innan ríkis- stjórnarinnar og í viðræðum við Landsvirkjun. Ég tel alveg víst að nokkrar framkvæmdir verði á þessum tíma, en um stærðargráður get ég ekki sagt. Það ræðst fyrst og Ragnar Arnalds íjármálaráð herra. Ragnar Arnalds um framkvæmdir við Blönduvirkjun: Framkvæmdahraðinn ræðst af því hvenær við þurfum orkuna og hversu mikil erlend lán við treystum okkur til að taka í Alþýðublaðinu í gær var við- tal við Gísla Júlíusson hjá Lands- virkjun í tilefni þess að frést hafði að etv kynni að verða nauð- synlegt að fresta framkvæmdum við Blönduvirkjun, en samkvæmt áætlun eiga þær að hefjast næsta sumar. Gísli neitaði því ekki að þetta hefði borist í tal og sagði þá hjá Landsvirkjun vita til þess að fremst af því hvenær við þurfum að fá orkuna. En í mínum huga er ekki hagstætt fyrir héraðið og vinnumarkaðinn þar að hafa meiri hraða á framkvæmdum en þörf krefur, því um leið getur fjármagnskostnaður aukist meir en æskilegt er. Það er betra að dreifa framkvæmdinni hæfilega. Það liggja náttúrlega fyrir til- Frh. á bls 3 Framboðsfrestur til prófkjörs i Norðurlandi vestra: Jón S. Sigurjónsson sjálfkjörinn í 1. sætið Alþýðublaðinu hefur borist hef ég orðið var við mikinn áhuga svohljóðandi tilkynning frá kjör- á væntanlegum kosningum. Má dæmisráði Alþýðuflokksins í nefna að ný alþýðuflokksfélög Norðurlandi vestra: hafa verið stofnuð á Hvamms- „Framboðsfrestur vegna próf- tanga og á Blönduósi. Þar var kjörs Alþýðuflokksins í Norður- mikill áhugi ríkjandi, en ekki síð- landi vestra rann út laugardaginn ur á Sauðárkróki, Skagaströnd, 30. okt. Aðeins eitt framboð Hofsósi og svo á Siglufirði sér- barst í 1. sæti listans, en það var staklega, en áhugann þar má framboð Jóns Sæmundar Sigur- rekja til þess að nú er í fyrsta jónssonar hagfræðings. Á fundi skipti Siglfirðingur í fyrsta sæti, kjördæmisráðs 1. nóvember s.l. en þó furðulegt sé hefur það ekki var þeirri áskorun einróma beint gerst, að Siglfirðingur hafi komist til Jóns að hann tæki 1. sæti list- á þing, nema varamenn af og til. ans og hefur hann orðið við þeirri Lykillinn að því að Alþýðu- ósk.Niðurröðun í önnur sæti list flokkurinn nái góðum árangri í ans mun fara fram síðar í mán- komandi kosningum og endur- uðinum.” heimti þingmann þar, er mikið JónSæmundurSigurjónssoner starf á næstu mánuðum og vik- því sjálfkjörinn í fyrsta sætið og um. Vígið er enda erfitt viður- mun prófkjör því ekki fara fram. eignar: Við tvo ráðherra er að Alþýðublaðið hafði samband við etja og að auki einn þingflokks- Jón og ræddi við hann um þessa formann. Ég hef nefnt þetta vígi niðurstöðu. „Herragarðinn”. „Ég er auðvitað á því að það er En björtu hliðarnar eru marg- tvíeggjað að prófkjör fari ekki ar. Þessirmennsemégnefndieru fram. Þau eru nefnilega til þess allir stjórnarliðar og öll vitum við að koma hreyfingu á fylgið og til hversu illa stjórnin hefur staðið þess að flokksstarfið byrji fyrr en sig. Og ég hef orðið var við að ella fyrir kosningar. Því þykir augu fólks hafi í auknu mæli mér fremur leitt að til prófkjörs beinst til Alþýðuflokksins, enda komi ekki. er hann eini stjórnarandstöðu- Að hinu leytinu þekkjum við flokkurinn. galla prófkjöranna. Því er það Flokkurinn á eftir að koma sér vissulegaávinninguraðmennfari saman um kosningadagskrá og heilsteyptir saman í framboð, en ýmislegt er óljóst í atvinnumál- á ferðum mínum um kjördæmið Framh. á bls. 2 Þjóðviljinn telur einstaklinga í verkalýðshreyfingunni óbeint skuldbundna til að kaupa blaðið: „Þetta er frekjugangur” segja viðmælendur Alþýðublaðsins og segja mikla gremju í verkalýðshreyfingunni vegna vinnuaðferða við áskrifendaherferð Þjóðviljans Þjóðviljinn hefur tekið sér það bessaleyfi að senda einstaklingum í forystu verkalýðsfélaga víða um land, blaðið í áskrift, án þess að þetta sama fólk hafí beðið um slíkt. 1 bréfi, dagsettu 21. okt. s.l. sem útbreiðslustjóri Þjóðviljans, Krist- ín Ólafsdóttir hefur undirritað og sent hefur verið þessum einstak- lingum, segir m.a.: „Við áskrif- cndakönnun Þjóðviljans kom í Ijós að þú færð ekki blaðið í áskrift. Þykir okkur það miður og væntum þess að svo sé einnig um þig.” Síðar segir svo: „Þjóðviljinn er eina vinstra dagblaðið í landinu og þar af leiðandi ómissandi í þjóðfé- lagsumræðunni.” í Iok þessa bréfs Þjóðviljans segir síðan: „í ljósi alls þessa og með tilliti til jreirrar ábyrgðar- stöðu, sem þú gegnir fyrir þitt verkalýðsfélag, tökum við okkur það bessaleyfi að senda þér Þjóð- viljann til kynningar. Munum við senda blaðið út þennan mánuð og síðan hafa samband við þig sím- leiðis til að bjóða fasta áskrift. Ekki sakar að þú verðir fyrri til að hringja í síma.... til að biðja um áskrift.” Nokkrir einstaklingar, sem kjörnir hafa verið til trúnaðarstarfa í einstökum verkalýðsfélögum hafa haft samband við Alþýðublaðið vegna þessa máls. Töldu viðmæl- endur blaðsins aðferðir Þjóðviljans í þessu máli einkar ógeðfelldar. í fyrsta lagi væri Þjóðviljinn langt því frá eina vinstra blaðið í landinu, auk þess sem hann væri hreint ekk- ert ómissandi í þjóðfélagsumræð- unni. „Ef ég hefði áhuga á því að kaupa Þjóðviljann, þá sæi ég um það sjálfur,” sagði einn viðmæl- andi Alþýðublaðsins. „Ég þarf ekkert Þjóðviljalið til að fletta mér upp og senda mér nótu af þessu tagi og blaðið til kynningar í nokkra daga. Þótt Þjóðviijanum kunni að þykja það miður að ég kaupi ekki blaðið, þá er það ekki mitt vanda- mál. Ég veit til þess að fjöldi fólks úr verkalýðshreyfingunni hefur fengið ámóta sendingu og það fólk sem ég hef talað við, telur sig ekki skulda Þjóðviljanum eitt né neitt, hvað þá að það sé óbeint skuld- bundið til að kaupa blaðið vegna stöðu sinnar, eins og látið er liggja að í þessu makalausa bréfi Þjóð- viljans. Þetta er frekjugangur.” Það er vert að taka undir orð þessa viðmælanda Alþýðu- blaðsins. Það efast enginn um rétt dagblaða til að auglýsa og óska eftir því að fólk gerist áskrifendur, en að tengja það saman, að fólk sé í ábyrgðarstörfum fyrir verkalýðsfé- lag, þá hljóti það óumflýjanlega að verða að kaupa Þjóðviljann, er skot hátt yfir markið. Þá segir einnig á einum stað í bréfi Þjóðviljans, að „Þjóðviljinn hafi frá upphafi gegnt því hlutverki að vera málsvari verkafólks”. Tæp- ast tekur launafólk undir með Þjóðviljanum í þessu santbandi. Ekki verður a.m.k. séð hvernig flumbrukenndar tilraunir Þjóðvilj- ans til að réttlæta kjaraskerðingar- áform ríkisstjórnarinnar 1. desem- ber næstkomandi, geti samræmst því yfirlýsta markmiði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.