Alþýðublaðið - 06.11.1982, Side 6

Alþýðublaðið - 06.11.1982, Side 6
6 Laugardagur 6. nóvember 1982 Frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla Innritun á vorönn, lýkur 19. nóvember. Skólameistari Dagskrá 41. flokksþings Alþýðuflokksins: Fríður - Frelsi - Framtð Laugardagur 6. nóvember: ari, gjaldkeri og for- maður framkvæmda stjórnar). Kl. 09.00 - Almennar um- ræður. - Flutningur tillagna. Kl. 12.00 - HLÉ. Kl. 13.00 - Starfshópar: efnis- svið eru: a) stjórnmála- og atvinnumál. b) Utanríkismál. c) Mennta- og menningarmál. d) Félags- og kjara- mál. e) Alþýðuflokkur- inn og hagsmuna- samtök launþega. f) Auk þess verður kjörinn kjarni í allsherjarnefnd, sem starfar með sama hætti og hóparnir. Kl. 16.30 - Kosning svkv. 33. gr. A lið (Formaður, varaformaður, rit- Sunnudagur 7. nóvember: Kl. 10.00 - Álit starfshópa. Af- greiðsla tillagna. - Kosning skv. 33. gr. B lið (sex fulltrúar í framkvæmdastjórn) fer fram samhliða þingstörfum milli kl. 13.00-15.00. - Kosning skv. 33. gr. C lið (þrjátíu fulltrú- ar í flokksstjórn án tillits til búsetu) fer fram samhliða þing- störfum milli kl. 15.30-17.30. - forsetar ákveða matar- og kaffihlé eftir aðstæðum. Kl. ca. 19.00 - Úrslitkosninga- Þingslit. Alþýðu- flokksfélag Reykja- víkur boðar til almenns um- ræðufundar um stjórnarskrár- Framsaga: Jón Bald- vin Hannibalsson Mán. 8. nóv. kl. 20.30 að Hótel Esju. Eldri borgurum boðið ókeypis á tónleika í Gamla Bíó I tilefni af ári aldraðra mun Kirkjukór Akraness í samvinnu við Islensku óperuna bjóða eldri borgurum í Reykjavík til ókeypis tónlcika í Gamla bíói. Tónieik- arnir verða tvennir. Hinir fyrri verða iaugardaginn 6. nóvember kl. 10.30 fyrir hádegi, en hinir síðari verða kl. 13.30 sama dag. Flutt verða vinsæl lög, innlend og erlend. Á tónleikunum koma fram nokkrir einsöngvarar með kórnum, en efnisskráin er flutt með píanóundirleik, sem Fríða Lárusdóttir annast. Söngstjóri er Haukur Guðiaugsson. Kynnir á tónleikunum verður sr. Björn Jónsson. Á tónleikum Kirkjukórs Akr- aness í Gamla bíói verður Þórður Kristleifsson, söngkennari, sér- staklega heiðraður. Á árunum 1939-49 gaf Þórður út 7 hefti af „Ljóðum og lögum“ og vann með því framtaki sönglífi okkar ómetanlegt gagn. Við þetta tæki- færi mun Kirkjukór Akraness flytja sex lög úr lagasafni hans. Þess má geta, að Þórður Krist- leifssonVarð 89 ára 31. mars síðastliðinn. Ókeypis aðgöngumiðar verða afhentir í Bókaverslun Lárusar Blöndal á Skólavörðustíg og enn- fremur í Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar í Austurstræti. Þeir sem áhuga hafa á að sækja tónleikana geta sótt sér miða og einnig munu þeir sem væntanlega fylgja hinum eldri borgurum fá ókeypis miða. Þá getur yngra fólkið sótt miða fyrir skyldmenni eða aldraða vini sína og boðið þeim og hlýtt jafnframt á tón- leikana. Þess skal getið að sætin verða tölusett. Á starfsferli sínum undanfarin ár hefur Kirkjukór Akraness far- ið í tvær söngferðir til útlanda. Þá fyrri til ísrael og söng kórinn meðal annars í Betlehem á torg- inu við Fæðingarkirkjuna á jóla- nótt. í sömu ferð hélt kórinn tón- leika í Róm. í næstu ferð sem kórinn tók sér fyrir hendur fór hann til Austur- og Vestur- Þýskalands. í báðum þessum ferðum var kórnum frábærlega vel tekið og eru nokkur af þeim verkefnum sem kórinn söng í þeim ferðum á efnisskránni. Við bjóðum öllu 67 ára og eldra fólki að koma og hlýða á kór- inn og ennfremur biðjum við þá er fylgja þeim sem sækja tón- leikana að þiggja einnig miða eins og áður var tekið fram. Byrjað verður að afhenda miðana í Bókaverslunum Lárus- ar Blöndal og Sigfúsar Eymunds- sonar mánudginn 1. nóbember. Hörður 8 aða og samþykkta stefnuskrá á því sviði.“ Hvað segir þú um stjórnmála- viðhorfið og stöðu flokksins nú með tillit til væntanlegra kosn- inga? „Ef satt skal segja þá finnst mér Alþýðuflokkurinn ekki hafa eins góða stöðu og jarðvegurinn gefur tilefni til. En ég held að ef hann geti komið á framfæri á við- unandi hátt sinni stefnu til al- mennings í landinu þá muni rofa til í þeim efnum. Mér finnst áber- andi að fólk er óöruggt og kvíða- fullt varðandi framtíðina, hvar í flokki sem það er. Það veit ekki hverjum má treysta. En ég er bjartsýnn á að þegar að út í hina hörðu baráttu er komið þá muni jafnaðarstefnan og menn hennar fá þann hljómgrunn hjá þjóðinni sem erindið gefur tilefni til. Hvað stjórnmálaviðhorfið varðar almennt, þá finnst mér allt of mikið um að þegar allt leikur í lyndi er ekki eins mikið hugsað um öryggið, það er ekki fyrr en harðnar á dalnum að menn sjá þetta og að það sé nauðsynlegt að bregðast við á réttan hátt, ef ekki á að ríkja hér hálfgert villimanna- þjóðfélag", sagði Hörður Zop- haníasson, Hafnarfirði. Stjóm Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur mótmælis rækjuverði Ályktun stjórnar Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur, 1. nóv. 1982. Stjórn Verkalýðs- og sjó- mannáfélags Bolungarvíkur mót- mælir harðlega síðustu verðá- kvörðun á rækju. Með ákvörðun þessari er vegið harkalega að kjörum rækjusjómanna og þau verulega skert. Þá mótmælir stjórnin harðlega þeirri ákvörðun sjálvarútvegs- ráðuneytisins að kvótaskipting milli vinnslustöðva skuli enn einu sinni ákveðin með þeim hætti að Bolvíkingar eru áfram settir hjá varðandi aflamagn á rækju, sam- anborið við aðra staði við ísa- fjarðardjúp. F.h. Verkalýðs- og sjómanna- félags Bolungarvíkur Karvel Pálmason RÍKISSPÍTALARNIR ® lausar stöður LANDSPÍTALINN SJÚKRALIÐAR óskast til starfa á Kvennadeild. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri Landspítalans í síma 29000. RÍKISSPÍTALARNIR Reykjavík, 7. nóvember 1982. Hafnarfjörður — Lóðaumsóknir Lóðum verður úthlutað á næstunni á Hval- eyrarholti. Um er að ræða raðhús, tvíbýlishús og einbýlishús, og eru lóðirnar nú byggingar- hæfar. Nánari upplýsingar veitir skrifstofa bæjarverkfræðings, Strandgötu 6. Umsóknum skal skilað á sama stað á eyðu- blöðum sem þar fást eigi síðar en 17. nóv ember n.k. Bæjarverkfræðingur Framboðsfrestur vegna prófkjörs Alþýðuflokksins í Reykjavík Prófkjör um skipan fjögurra efstu sæta á framboðs- lista Alþýðuflokksins við næstu væntanlegar Alþingis- kosningar í Reykjavík fer fram dagana 27. og 28. nóvember 1982. Kjörgengi hafa þeir, sem fuilnægja kjörgengisákvæð- um laga um kosningar.til Alþingis, og hafa auk þess skrifleg meðmæli minnst 50 manna, sem flokks- bundnir eru í félögum Alþýðuflokksins í Reykjavík. Prófkjör er bindandi um skipan sætis á framboðslista, ef sá frambjóðandi, sem kjöri nær, hlýtur a.m. k. 20 af hundraði kjörfylgis Alþýðuflokksins í Reykjavík við síð- ustu Alþingiskosningar. Berist aðeins eitt löglegt fram- boð í eitthvert sæti listans er sjálfkjörið í viðkomandi sæti. Kosningarétt hafa allir þeir, sem orðnir eru 18 ára og lögheimili eiga í Reykjavík, enda séu þeir ekki flokks- bundnir í öðrum stjórnmálaflokki. Fre nboðsfrestur rennur út kl. 24.00, laugardaginn 13. nóvember n.k.. Tillögur um framboð ber að senda formanni kjörstjórnar, Grétari G. Nikulássyni, á skrif- stofu Alþýðuflokksins, Hverfisgötu 8-10, Reykjavík. Reykjavík 11. október 1982 KJÖRSTJÓRN

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.