Alþýðublaðið - 04.12.1982, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 04.12.1982, Blaðsíða 1
aljþýöu Laugardagur 4. desember 1982 180. tbl. 63. árg. Geir Hallgrímsson: Sem formaður reiðubúinn til að taka sjöunda sætið í reykjavík Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins lýsti því yfir á flokksráðs- og formannafundi Sjálfstæðismanna í gær að hann væri sem formaður reiðubúinn til að taka sjöunda sætið á framboðs- lista flokksins í Reykjavík í kom- andi kosningum. Hann sagði í ræðu sinni í upphafi fundar, að honum hefði verið skapi næst að létta af sér formannsbyrðinni, þeg- ar ljóst var hver voru úrslit í próf- kjörinu í Reykjavík. En hann hefði við nánari umhugsun tekið þá á- kvörðun að gefa kost á sér í sjöunda sætið og leiða Sjálfstæðisflokkinn til sigurs úr því sæti. Ljóst var að þessi ræða formannsins fékk mik- inn hljómgrunn meðal fundar- manna sem klöppuðu óspart að ræðu hans lokinni. í ræðu sinni sagði Geir Hall- grímsson m.a. „Ég skal fúslega játa, að fyrst eftir úrslit prófkjörsins, þegar per- sónuleg vonbrigði höfðu yfirhönd- ina, var slíkur kostur eðlilega í fyrirrúmi. Tækifæri, afsökun og skýring gefst til að brjóta blað og létta af sér þeirri byrði, sem for- mennska í Sjálfstæðisflokknum, stærsta flokki þjóðarinnar, er raun- ar hverjum, sem hana tekst á herðar. Sú byrði hefur verið meiri hin síðari ár, þegar ýmsir af flokks- mönnum hafa lagt áherslu á að tor- velda með andróðri starf for- manns, af ástæðum sem ég mun ekki fjalla um hér, í stað þess að snúa skeytum sínum að and- stæðingunum og baráttunni við þá. Auðvitað hefur afleiðingin orðið sú, að erfiðara hefur verið fyrir formanninn að sinna höfuð- viðfangsefni sínu að veita flokkn- um forystu, efla fylgi hans og takast á við andstæðinga í öðrum flokkum." Geir Hallgrímsson Samkomulag um kjördæmamálið í sjónmáli?: BREYTTAR UTHLUTUNARREGLUR OG ÓVERULEG FJÖLGUN MNGMANNA Svo virðist sem samkomulag um kjördæmamálið sé í sjónmáfi eftir tíða fundi þingflokkanna og fulltrúa þeirra. Einn mikilvægasti þátturinn sem rætt hefur verið um er breyting á úthlutunarreglunum, þannig að notast yrði við svo kall- að Lagué-kerfi, en það hefur ver- ið í notkun víðast hvar í ná- grannalöndunum. Byggist það kerfi á því að deila í heildarat- kvæðatölur lista aðeins með oddatölum þegar þingsætum er úthlutað, en við núgildandi kerfi er deilt með öllum heilum tölum þar til sætum hefur öllum verið úthlutað. Er núgildandi kerfi frá því um aldamótin og er talað um að það sé úrelt og á eftir tímanum. Einnig hefur verið rætt um óverulega fjölgun þingmanna, í hæsta iagi úr 60 í 63, en minna má á að Alþýðuflokkurinn hefur haft þá stefnu að þingmannatalan færi ekki upp fyrir það. Að sögn Kjartans Jóhanns- sonar virðist vera verulegur vilji meðal þingflokkanna fyrir því að leysa þessi mál fljótt og vel og að þessar hugmyndir væru þær sem flokkarnir geta helst komið sér saman um. Þær væru mikilvægur þáttur í heiidariausninni. Minnti hann á að í þingsetningarræðu sinni á 41. flokksþingi Alþýðu- flokksins 6. nóvember s.l. hefði hann minnst á hugmyndir sem mjög væru á þessari lfnu. Þingmenn Reykjaneskjördæmis með fyrirspum til fjármálaráðherra um kostnað Hafnarfjarðar vegna athugunar á starfsemi álversins: Þessi framkoma fjár- málaráðherra er ögrun við sjálf- stæði sveitarfélaga — segir Kjartan Jóhannsson Allir þingmenn Reykjaneskjör- dæmis hafa lagt fram fyrirspurn í Sameinuðu þingi til Ragnars Arn- alds, fjármálaráðherra um þátt- töku Hafnarfjarðarkaupstaðar í greiðslu kostnaðar vegna athugun- ar á starfsemi íslenska álfélagsins. Eins og fram hefur komið í blaðinu ákvað fjármálaráðherra að taka hluta af framleiðslugjaldi ál- versins til Hafnarfjarðarbæjar (sem Glaðningur til launafólks í jólamánuði: VERÐHÆKKANIR FLÆBA YFIR Miklar verðhækkanir hafa orðið á síðustu dögum. Eins og kunnugt er hækkuðu laun um 7.7% hinn fyrsta desember en ljóst er af verðhækkunum nú síð- ustu daga að sú „kauphækkun” kemur ekki fram í bættum hag launþega, þar sem hækkanir á brýnustu lífsnauðsynjum virðast flestar fara talsvert yfir þau mörk. Þannig má nefna að land- búnaðarvörur hækkuðu nú á bil- inu 13.5-22% eða allt að því þre- falt miðað við launahækkanir. Má nærri geta hvernig þessar hækkanir koma niður á láglauna- fólki. Nú í haust hafa landbúnaðar- vörur hækkað gífurlega umfram kauphækkanir.Landbúnaðarvör - tur hafa þannig hækkað um 30- 70% frá því í september á meðan kauphækkanir eru innan við 16%. Mjólkurlítrinn hækkar nú um 16% og fer í tæpar 10 krónur. Undanrenna hækkar um 15%, smjörið um 21%, ostar hækka um 13.5%, nautakjöt um 14.5% og svipuð hækkun er á kind- akjöti. Þá hækka allir gosdrykkir nú um 11% og öl hækkar um 13%. Smjörlíki hækkaði um 3-6.3%. 8% hækkun varð á fiski og 10- r14% hækkun á unnum kjöt- vörum. Þá samþykkti verðlagsráð að heimila 9% hækkun á far- og farmgjöldum í innanlandsflugi og hafa farmgjöld hækkað langt um- fram ríkisreiknaða verðbólgu á árinu. og iðnlána- og byggðasjóða) upp í kostnað af athugunum á starfsemi þess og hefur þegar verið tekið fyrir síðasta ár um 600 þúsund krónur af framlaginu til Hafnar- fjarðarbæjar. Þessu hefur bæjar- stjórn harðlega mótmælt og þar með talinn fulltrúi Alþýðubanda- lagsins. Var fjármálaráðherra gef- inn frestur til 18. nóvember að gera skil á þessu fé, en hann hunsaði þá ósk og hefur bærinn því gripið til þess ráðs að senda lögmann sinn til ráðuneytisins til innheimtu. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar telur með öllu óeðlilegt að bæjarfélagið eigi að greiða hluta kostnaðar vegna athugana sem fram hafa far- ið án samráðs við það og því óviðkomandi. Ragnar Arnalds hefur hins vegar lýst því yfir að honum finnist þessar athugasemdir nánast broslegar og lítt haldbærar, að hér væri einfaldlega um uppgjör að ræða og eðlilegt að Hafnarfjarð- arbæt tæki áfig hluta af kostnaðin- um, hefði enda hagsmuna að eæta. Að sögn Kjartans Jóhannssonar urðu allir þingmenn kjördæmisins sammála um að rétt væri að fá fram skýr svör ráðherrans varðandi þetta mál allt. „Þessi framkoma fjármálaráð- herra, að ganga með þessum hætti á tekjustofna Hafnarfjarðarbæjar, er fráleit. Hún er ögrun við sjálf- stæði sveitarfélaga. Það nær ekki nokkurri átt að taka á þennan hátt peninga fyrir herkostnaði sem sveitarfélagið hefur ekki óskað eftir og hefur ekki eftirlit með framkvæmd á. Svona lagað getur hreinlega ekki gengið. Fjármála- ráðherra myndi gera réttast í því að taka þetta strax til baka, ef hann á annað borð vill halda sóma sínum“ sagði Kjartan Jóhannsson. Það eru Matthías Á. Mathiesen, Kjartan Jóhannsson, Ólafur G. Einarsson, Geir Gunnarsson, -----RITSTJÓRN ARGREIN:--------------------- Um réttar og rangar ályktanir Flokksblöð Sjálfstæðisflokks- ins, Morgunblaðið og DV gera sér tíðrætt um prófkjör Alþýðu- flokksins í Reykjavík. Einkum þykir leiðarahöfundi DV ónóg þátttaka slæm vísbending um stöðu og fylgi Alþýðuflokksins í komandi kosningum. i DV hefur í krafti skoðana- kannana sinna talið sig vera „sér- fræðing í almenningsáliti”. Al- þýðublaðið hefur oftar en einu sinni fært fyrir því gild rök, að skoðanakannanir D V séu mestan part félagsfræðifúsk. Einkum á það við þegar leiðarahöfundar blaðsins fara að álykta um skoð- anir hópa, sem eru svo fámennir í úrtaki blaðsins, að engar mark- tækar ályktanir verða af dregnar. Þetta á t.d. við um það, hvernig stuðningsmenn flokks skiptist í afstöðu sinni til ríkisstjórnar, efnahagsmála, bráðabirgðalaga o.s.frv. Hvaða skynsamlegar ályktanir má draga af þátttöku í prófkjöri Alþýðuflokksins í Reykjavík? Það hefur farið fram hjá sjálf- skipuðum sérfræðingum í al- menningsáliti, að frambjóðendur í prófkjöri Alþýðuflokksins voru fimm talsins í fjögur sæti. Hver frambjóðandi í prófkjöri Alþýðuflokksins fékk að meðal- tali fjögur hundruð atkvæði. Hver frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, tuttugu og átta að tölu, fékk 270 atkvæði. Hvaða ályktanir vilja menn draga af þessu? Sérfræðingar í almenningsáliti gætu ályktað, að hefðu frambjóðendur Alþýðu- flokksins verið eins margir og frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins, hefðu þeir sameigin- lega skilað inn 12000 atkvæðum borið saman við 8000 atkvæði jafnmargra sjálfstæðisfram- bjóðenda. Alþýðuflokkurinn væri þá í stórsókn, en skuggalegar horfur væru hjá Sjálfstæðismönnuni. Hvað ætli félagsfræðingar hefðu að segja um sérfræði í almenn- ingsáliti af þessu tagi. Staðreyndín er vitaskuld sú, að félagsfræðifúskarar á DV og Mogga eru að bera saman ósam- bærilega hluti og gefa sér niður- stöður sem engar forsendur eru fyrir. Það sem olli minni þátttöku í prófkjöri Alþýðuflokksins nú en stundum áður, var þetta: Of fáir frambjóðendur, spennufall eftir úrsögn Vilmund- ar Gylfasonar úr Alþýðuflokkn- um, sem þýddi að mörgum þótti scm úrslitin væru ráðin fyrir fram. Því má síðan bæta við, að þegar aðsókn var að glæðast síðdegis báða prófkjörsdagana, gerði slíkt foráttuveður, að algert um- ferðaröngþveiti varð í Reykja- vík. Menn þurfa ekki nema að líta á forsíðu DV á mánudegi til að sannfærast um það. Því iná síðan bæta við, að í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins tóku þátt nokkur hundruð ung- lingar á aldrinum 16-18 ára. Þeir kjósa ekki Sjálfstæðisflokkinn í næstu kosningum og sennilega ekki í þeim þarnæstu. Enn er því verið að bera saman ósambæri- lega hluti. Loks álykta snillingarnir á DV, að fyrirsjáanlega sé lítill áhugi á málefnum Alþýðuflokksins. Hver eru þau? Nokkur dæmi: Frh. á bls 3 Uppstokkun landbúnaðarkerf- isins, afnám Framkvæmdastofn- unar, arðsemi fjárfestingar, minnkun ríkisafskipta og skatt- byrði, jöfnun atkvæðisréttar án fjölgunar þingmanna. Athugulir blaðalesendur vita, að allt eru þetta málefni, sem DV hefur í ritstjórnargreinum lýst eindregnum stuðningi við. Enda finnur blaðið engin önnur mál en' þau, sem Alþýðuflokkurinn hef- ur sett á oddinn í íslenskri þjóðmálaumræðu. Alþýðuflokksmenn vita, að á þessum málum er mikill áhugi í þjóðfélaginu. Fundir fram- bjóðenda Alþýðuflokksins háfa aldrei verið jafn fjölsóttir síðan 1978, samanber fundinn á veítingahúsinu Broadway í Reykjavík. Engu breytir þótt floícksblað eins og D V taki þá pó- litísku ákvörðun a'f annarlegum hvötum að láta eins og það viti ekki af slíkum fundum og ljúga því nteð þögninni að lesendum sínum, að þeir hafi aldrei verið haldnir. ÞH

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.