Alþýðublaðið - 08.12.1982, Síða 2

Alþýðublaðið - 08.12.1982, Síða 2
2 Miðvikudagur 8, desember 1982 RITSTJORNARGREIN Aframhaldandi kauprán? Olafur Ragnar Grímsson,formaður þingflokks Al- þýðubandalagsins,sagði í forsíðuviðtali við Þjóðvilj- ann þann 20. ágúst s.l.: „Afnám ailra verðbóta í jólamánuðinum hefur ekki og mun ekki koma til greina hjá Alþýðubandalaginu". Degi síðar voru bráðabirgðalög ríkisstjórnarinn- ar gefin út með samþykki Alþýðubandaiagsins. Þar voru verðbætur á laun þann 1. desember skertar um helming. Það kauprán hefur nú verið fram- kvæmt. Því fundu launþegar fyrir, þegar þeir fengu launaumslögin sín í síðustu viku. Nú segir Ólafur Ragnar Grímsson í viðtali við D V, að hann og flokkur hans hafni alfarið hugmyndum, sem fram hafi komið, um kjaraskerðingu í apríl n.k. „Þetta munum við aldrei samþykkja og segjum bara nei“, segir hinn orðhvati þingflokksformaður. Skyldi Ólafur Ragnar Grímsson hafa gleymt því, að í tíð þeirrar ríkisstjórnar, sem Alþýðubandalagið á aðild að, hafa verðbætur verið sk'ertar 13 sinn- um? Hvers vegna segja nei núna, Óiaíur Ragnar? Af hverju ekki hálda kúrsinum og segja já, já, skerðum launin? i Og það sem meira er. í illræmdum bráðabirgða- iögum segir „...að frá 1. desember 1982 fella niður helming þeirrar verðbótahækkunar launa er ella hefði orðið vegna ákvæða..“. Nú hafa fræðimenn túlkaö þetta orðalag þannig, að þetta þýöi sjálf- krafa þelmings skerðingu að óbreyttu 1. mars næstkomandi, eða þegar verðbætur á laun verða næst greiddar út. Með öörum orðum þá feli bráða- birgðalögin ekki aðeins í sér skerðingu 1. desem- ber, heldur líka í framtíðinni. Orðalagið..frá 1. desember 1982....“ segi kvitt og klárt að framhaid verði á skerðingum verðbóta. Þýðir þessi nýja vitneskja það, að Alþýðubanda- lagið komi þá til með að fella bráðabirgðalögin, þegar þau koma til afgreiðslu? Eða verður Ólafur Ragnar Grímsson aftur að gleypa stóru orðin, eins og í ágúst s.l., og standa að annarri kjaraskerðingu í mars eða apríl á næsta ári? Fróðlegt væri að fá svör við því. Ólafur Ragnar: orðið er laust. -GÁS. Helmingshækkun til elli og örorkulífeyrisþega Magnús H. Magnússon varaformaður Alþýðu- flokksins og nokkrir aðrir þingmenn flokksins hafa nýverið lagt fram á Alþingi frumvarp til breytinga á almannatryggingum, þar sem gert er ráð fyrir, að svokaliaðir vasapeningar til handa tekjulausum einstaklingum, verði hækkaðir um helming. Þegar rætt er um tekjulausa einstaklinga, er átt við það fólk sem dvalið hefur langdvölum á dvalarheimilum aldraðra, hjúkrunarheimilum, sjúkrahúsum og fleiri svipuðum stofnunum. „Vasapeningar" til þessa fólks á mánuði, eru nú aðeins um 800 krónur. Ef frumvarp Magnúsar og félaga nær fram að ganga, þá þýðir það helmings hækkun til handa 1740 elli- og örorkulífeyrisþeg- um. Greiðsla „vasapeninga" til þeirra myndi þann- ig hækka úr 800 krónum 11600. Alþýðublaðsviðtali í gær upplýsti Magnús H. Magnússon að heildarkostnaður á ári væri nú um 15,6 milljónir miðað við verðlag í nóvember s.l., eða liðlega 0,5% af greiðslum almannatrygginga. Það er því auðséð að hér er ekki um háar tölur að ræða, en engu að síður skipta þær meginmáli fyrir þann hóp, 1740 elli- og örorkulífeyrisþega, sem hér um ræðir. Magnús H. Magnússon segir I viðtaiinu við Al- þýðublaðið: „Það erekki vansalaust að þjóðfélagið skuli ekki huga betur að kjörum þessa fólks en nú er gert. Þetta er fólk sem margt hefur langan vinnu- dag að baki án þess að öðlast neins konar réttindi í lífeyrissjóðum eða hefur ekki vegna sjúkdóma eða örorku haft tækifæri til að vinna sér inn slík réttindi. Þetta frumvarp mun bæta nokkuð úr misrétti I þessu efni“. -GÁS. CIA 4 þetta einungis til þess að indjánar gengu í lið með andspyrnu- mönnum. Við þetta bætist að margir bændur eru ekki ýkja hrifn- ir af samyrkjubúum sem stjórnvöld vilja koma á stofn og því hafa þeir margir gengið í lið með andbylting- armönnum. Nýliðar fá bestu þjálf- un í fimm vikur í Hondúras. Kennt er meðal annars meðferð fjar- skiptatækja, notkun áttavita, skot- fimi og bardagaaðferðir. Bændurn- Staða forstjóra Vinnuhælisins að Litla-Hrauni er laus til umsóknar. Samkvæmt 11. gr. laga um fangelsi og vinnuhæli nr. 38/1983 skal skipa öðrum fremur lögfræðing eða fé- lagsráðgjafa í stöðuna. Umsækjendur með aðra staðgóða menntun eða starfsreynslu koma einnig til greina. Umsóknarfrestur er til 15. janúar 1983. Umsóknir sendist dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, Arnarhvoli, Reykjavík. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 6. desember 1982 Flokksstarfiö Aðalfundur Alþýðuflokksfélagsins í Kópavogi verður haldinn Í.Hamraborg 7, þriðjudaginn 14. des- ember kl. 20.30. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur má|. Stjórnin. Flokksstjórn Alþýðuflokksins Fundur verður í flokksstjórn Alþýðuflokksins n.k. laugardag 11. des. kl. 10.00 f.h. í Iðnó, uppi. Dagskrá: 1. Framhaldsumræður um kjördæmamálið 2. Önnur mál Formaður ir snúa síðan aftur til Nicaragúa í fjörutíu manna hópum undir stjórn lýrrverandi þjóðvarðliða Sómósa. Argentínumenn koma til aðstoðar Vitað er að Reagan-stjórnin hef- ur einnig kallað til aðstoðar stjórn- völd Argentínu og fengið þaðan hjálp við t.d. að koma fjármagni til andbyltingarmanna. Argentínu- menn sendu einnig 200 manna lið hernaðarráðgjafa til Hondúras, en drógu mjög úr þeirri aðstoð meðan á Falklandseyjadeilunni stóð. Meðan á þessu stóð komu stjórn- völd í Washington á góðu samstarfi við hernaðaryfirvöld í Hondúras. Hermenn Hondúrastjórnar voru sendir í æfingabúðir í Panama, þar sem Bandaríkjamenn sáu um þjálf- un þeirra. En eftir því sem heimildir frá leyniþjónustumönnum í Hondúras herma, virðist sem Bandaríkja- menn hafi ekki fullkomna stjórn á rás viðburðanna lengur. Samtök andbyltingarmanna hafa t.d. ekki látið sér nægja að hræða sandínist- astjórnina, en virðast jafnvel vera að undirbúa styrjöld við Nicarag- úa. „Við munum herða róðurinn í desember“, sagði einn foringi í herliði þeirra við fréttmann TIME, „og við verðum í Managúa að vori“, bætti hann við. Óheppileg áhrif á þjóðlíf Hondúras Fréttamenn Time telja að allt þetta hernaðarbrölt hafi haft mjög svo óheppileg áhrif á það sem þeir kalla lýðræði í Hondúras. Deilurn- ar í nágrannaríkjunum hafa gefið Gústavo Alvarez Martínez, hers- höfðingja, átyllu til að halda völd- um í landinu, þrátt fyrir kosningar í landinu hafi bent til þess að vilji landsmanna væri allt annar. Hann notar nú ákaft þá kenningu, að byltingarmenn í Nicaragúa stefni að innrás í landið. Pannig getur hann aukið vald sitt og hersins innan lands með þessu móti. Líklega munu stjórnvöld í Bandaríkjunum styðja við bakið á andbyltingaröflum. „Þeir eru að gera herfileg mistök“ er haft eftir einum af stjórnarmönnum í Man- agúa. „Fólkið hér í Nicaragúa tekur andspyrnuna gegn Sómósa- einræðinu langt fram yfir and- spyrnu gegn kommúnistum“, bætti hann við. Talið er, að til þess að gagnbylting geti tekist verði stór hópur úr Iiði sandínista að ganga andbyltingarmönnum á hönd. Einn af þeim fáu mönum sem gæti komið slíku til leiðar, er Eden Past- ora Gomez, sem var einn af hetjum byltingarinnar gegn Somósa en sagði skilið við byltingarmenn í júlí 1981. Pastora hefur síðan dvalið í Costa Rica og CIA-menn hefði ekkert á móti því að fá hann með í slaginn. En Pastora hafnar alger- lega að slást í lið með gagnbylting- armönnum. Hann forðast FDN- samtökin, sem hann álítur tals- menn CIA og fyrrverandi stuðningsmanna Sómósa einræðis- herra. En óttinn við stríðið heldur áfram. Ef stríð hefst verður það Hondúras mjög í óhag, þar sem her Nicaragúa er miklu betur vopnum búinn að mati fréttamanna TIME. Reykvíkingar Almennur borgarafundur um heimili til skammtíma- vistunar fyrir þroskahefta verður haldinn I Súlnasal Hótel Sögu fimmtudaginn 9. desember og hefst kl. 20.30. ' Fundarstjóri verður Albert Guðmundsson.forseti borgarstjórnar. Ávörp flytja: Heilbrigðismálaráðherra Svavar Gestsson og borg- arstjórinn í Reykjavík Davíð Oddsson. Frummælendur: Úlfar Þórðarson læknir, Jóhanna Kristjónsdóttir skólastjóri, Skúli Johnsen borgarlæknir, Dóra Bjarna- son félagsfræðingur, Sigurður Þorgrímsson læknir, Ásta Þorsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur, Arinbjörn Kolbeinsson læknir og Ragnheiður Jónsdóttir hús- móðir. Ef svo færi, gætu Bandaríkjamenn dregist inn í ófrið með beinum hætti. Þá gæti svo farið að ekki yrði aftur snúið eins og reyndin hefur verið, er stórveldin blanda sér í innanlandsdeilur á síðustu ára- tugum. Þ/stytti. Túlkun 1 aði því til, að verðbætur yrðu þá áfram helmingaðar, þ.e. aðeins helmingur útreiknaðrar vísitölu- hækkunar kæmi inn sem verðbætur til launafólks. Þessi túlkun byggist á orðalagi bráðabirgðalaganna, en þar segir að frá 1. desember skuli fella niður helming af þcim verðbótum sem ella hefði orðið vegna ákvæða fyrri laga. Drög 1 kjördæmisins yrði um 1:2,4 (er nú hátt í 1:5). Oddatöluaðferðin gerir „litl- um“ flokkum auðveldara en nú er að ná kjörnum þingmönnum í öllum kjördæmum og eykur flokkafjöíbreytni úti á landi. Guðmundur Árni 1 er 27 ára gamall. Starfaði sem blaðamaður við Alþýðublaðið 1975-76, við Helgarpóstinn 1979-81 og síðan ritstjórnar- fulltrúi á Alþýðublaðinu frá því í ágúst í fyrra. Guðmundur Árni er bæjar- fulltrúi fyrir Alþýðuflokkinn í Hafnarfirði og situr í flokks- stjórn Alþýðuflokksins.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.