Alþýðublaðið - 08.12.1982, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.12.1982, Blaðsíða 4
alþýðu- Miðvikudagur 8. desember 1982 Otgefandi: Alþýöuflokkurinn. Framkvæ'mdastjóri: JóhannesGuómundsson Stjórnmálaritstjóri og ábm. Guömundur Arni Stefánsson.- Biaöamaöur: Þráinn Hallgrimsson. Gjaldkeri: Haiidóra Jónsdóttir. jDreifingarstjóri: Siguröur Steinarsson. Ritstjórn og augiýsingar eru aö Siðumúla 11, Reykjavik, simi 81866. Áskriftarsíminn er 81866 Bandaríska vikuritið TIME: CIA stór eykur starfsemi sína í löndum Mið-Ameríku Vaxandi hætta á átökum á landa- mærum Hondúras og Nicaragúa Bandaríska vikuritið TIME heldur því fram í grein í síðustu viku að ameríska leyniþjónustan hafi aukið mjög alla starfsemi sína í löndum Mið-Ameríku allt undan- farið ár og það sem af er þessu ári. Nú búist margir I þessum heims- hluta við vaxandi átökum og jafn- vel að stríð brjótist út á landamær- um Nicaragúa og Hondúras. Ekki verða ræðuhöld Reagans forseta í för sinni suður á bóginn í síðustu viku til að auka á bjartsýni manna í þessu efni, en þar lýsti hann því meðal annars yfir að hann hygðist taka upp hernaðaraðstoð við hina illræmdu stjórn Rios Montt í Guatemala á ný. Eins og kunnugt er hætti Carter forseti hernaðarað- stoð við Guatemala vegna mann- réttindabrota þar í landi. Vitað er, að Rios Mont hefur staðið fyrir taumlausum ofsóknum á hendur andófsöflum í Guatemala, sérstak- lega indjánum og hafa mannrétt- indasamtök, m.a. Amnesty inter- national talið sannað að stjórnvöld hafí skipulagt stórfelldar ofsóknir á hendur andstæðingum stjórnar- innar. Haukur Helgason endurkjörínn þinglóðs Haukur Helgason skólastjóri var endurkjörinn þinglóðs Al- þýðuflokksins á fundi flokks- stjórnar Alþýðuflokksins í fyrradag. Haukur hefur gegnt þessum starfa um nokkurra ára skeið. Þinglóðs á seturétt á fundum þingflokks Alþýðuflokksins með málfrelsi, tillögu- og at- kvæðisrétti og skal kjörinn sér- staklega af flokksstjórn. Flokksstjórn kaus Hauk einu hljóði á fundinum á mánudag. Fréttaritarar TIMES í Hondúras og Nicaragúa halda því nú fram, að mjög sé rætt um að stríð brjótist út milli landanna tveggja. Stjórn Sandínista í Nicaragúa hefur lýst því yfir, að fimm fylki á landamær- unum við Hondúras teljist hern- aðarsvæði. Stjórnvöld hvetja fólk í landinu til þess að safna matvælum og blöðin í Managúa, höfuðborg Nicaragúa^ru uppfull af sögusögn- um um fyrirhugað samsæri leyni- þjónustunnar bandarísku. í Hond- úras er hinsvegar verið að byggja flugvelli nálægt landamærunum og íTegucialpa, höfuðborginni, úirog grúir’af hermönnum. Stjórnvöld í Managúa hafa feng- ið um það boð frá Reagan forseta, að þau verði að láta af aðstoð við skæruliða í E1 Salvador, en það er einmitt ein grundvallarkenning Reagans forseta, að stríðsátök þar í landi stafi af vopnaflóði utan frá, en ekki af félagslegum átökum í landinu sjálfu. Þessi togstreita milli stjórnanna í Washington og Man- agúa virði st nú vera að þróast út í miklu alvarlegri átök. Afleiðingin er sú að skærur á landamærum ríkj- anna gætu auðveldlega orðið að stórstyrjöld. En jafnvel þótt stríð brjótist ekki út, halda þeir sem gagnrýna Bandaríkjastjórn því fram, að starfsemi Bandaríkja- stjórnar hafi ekki aðeins styrkt bar- áttuþrek Sandínista í Managúa, heldur sé þessi starfsemi nú á góðri leið með að leiða til upplausnar í Hondúras. Skæruliðar Sandínista kollvörp- uðu stjórn Sómósa einræðisherra og tóku völdin í landinu í júlí 1979. En það var ekki fyrr en Ronald Reagan komst til valda í Banda- ríkjunum í janúar 1981 að sam- skipti landanna fóru alvarlega að versna. Stjórnvöld í Washington héldu því þá fram, að Sandínistar í Nicaragúa væru með stuðningi frá Moskvu og Cúbu að birgja skæru- liða í E1 Salvador vopnum og her- gögnum. Tæpu ári síðar gaf Reag- an út fyrirskipun þess efnis, að reynt yrði að stöðva þessar meintu vopnasendingar. Með í bögglinum var fjárhagsaðstoð til ýmissa and- byltingarhópa, sem búa á landamærum Hondúras og Nicar- agúa. Þar eru t.d. hópar, sem unnu að fjöldamorðum með Sómósa á stjórnartíma hans í Nicaragúa. Snemma á síðasta ári varð ljóst, að Bandaríkjamenn voru í vaxandi mæli að koma til Hondúras; mátti þekkja „ráðgjafa" og aðra þjónustu menn á gallabuxunum, köflótt- um skyrtum og stuttu klipping- unni. Gagnbyltingarmönnum vex ásmegin Þar til Bandaríkjamenn komu á þennan hátt til sögunnar, voru and- byltingarmenn ekki til stór- ræðanna. Litlir hópar fyrrverandi þjóðvarðliða úr Sómósaliðinu, höfðust við á landamærum Hond- úras og gerðu árásir inn í Nicarag- úa. Þetta voru hópar með mjög skert baráttuþrek og vanbúnir að öllu skipulagi. Bandaríkjamenn- irnir hófust þegar handa við að endurskipuleggja og sameina hóp- ana undir einn í miðstjórn, en CIA tók að sér að skrá nemendur, Hernaðarráðgjafi frá Bandaríkjunum segir liðsforingja frá Hondúras til í hernaðartækni - Verður stefna Bandaríkjastjórnar til að styrkja Sandínistastjórnina í sessi og skapa óigu á öllu Mið- Ameríkusvæðinu? Þannig spyrja fréttamenn bandaríska vikuritsins TIME í síðustu viku. bændur og aðra óbreytta borgara, í herflokkana. Snemma á þessu ári varð síðan til Fuerza Democratica Nicargúense (FDN), sem gegnir því hlutverki að vera pólitískt afl andstöðuhópanna. Þó að hinir ill- ræmdu þjóðvarðliðar úr her Sómósa fari ekki með leiðtogahlut- verk í samtökunum, er ljóst að þeir stjórna ýmsum hernaðar- aðgerðum. 20 milljónir dala í 500 manna herflokk Ekki er Ijóst hve mikið Banda- ríkjamenn tengjast andbyltingar- öflunum beint með fjárstuðningi og hernaðaraðstoð. En sem dæmi má nefna, að í áætlun sem CIA sendi Öryggisráði Bandaríkjanna um valkosti í þessum efnum, voru áætlaðir kostnaðarliðir upp á tæpar 20 m. dala til þess að halda uppi einu 500 manna herliði. Þetta var í nóvember 1981. Ekki er vitað hvað samþykkt var í þessu tilviki, en andbyltingarhóparnir hafa styrkt stöðu sína og eflst mjög á undan- förnum mánuðum. Það er haft eftir leyniþjónustumanni í Hondúras að þar séu nú um 200 CIA-menn, fjór- um sinnum fleiri en áður var viður- kennt. Aðra hvora viku koma inn hergögn frá Panama, rifflar vél- byssur, handsprengjur og svo frv. Andbyltingarmenn eru nú orðnir 4.500 og hafa nífaldast síðan árið 1980. Það hefur orðið andbyltifigar- mönnum til liðsauka, að Sandínist- ar hafa átt í erjum við Miskitó- indjána. Eitt hundrað þúsund Miskító-indjánar búa í Hondúras og eru þeir þekktir fyrir sjálfstæðis- Stjórnvöld i Washington hafa haldið því fram frá því að Reag- an tók við stjórnartaumum, að vopn skæruliða í El Salvador kæmu mestan part frá Nicarag- úa. Þessu neita stjórnvöld í Nic- aragúa og segja innanlandsátök í El Salvador sprottin af félags- legum átökum í landinu. Þau eigi á engan hátt þátt í að magna upp borgarastríðið þar. baráttu um aldir. Þar sem Sandín- istastjórnin óttaðist, að upp kæmi þar sterk aðskilnaðarhreyfing, létu stjórnvöld brenna þorp indjána, en að sögn fréttamanna TIME varð Framh. á bls. 2 Lennart Bodström á blaðamannafundi: Islendingar verða að móta sína eigin stefhu sagði hann aðspurður um afstöðu ríkjanna til kjarnorku- vopnalausra svæða „Eg vil ekkert um afstöðu NATO ríkja segja, enda taka þau sem önnur ríki sína sjálfstæðu af- stöðu“,sagði Lcnnart Bodström, utanríkisráðhcrra Svíþjóðar, á blaðamannafundi í fyrradag þeg- ar kjarnorkumál bar á góma, sér- staklega með tilliti til kjarnorku- vopnalausra svæða og atkvæða- greiðslunnar í Samcinuðu þjóð- unum um tillögu Svíþjóðar og Mexicó um frystingu kjarnorku- lramleiðslunnar og fordæmingu á nifteindasprengjunni. Sagði hann,að í samtali við Ólaf Jóhannesson utanríkisráð- herra hefði. kjarnorkuvopnalaus svæði borið á góma, en staða þess máls væri óljós og að Svíar myndu ekki þrýsta á um að aðrar þjóðir tækju upp tiltekna stefnu, þær yrðu sjálfar að móta hana. Kafbátamálin voru rædd og 'lagði Bodström á það áherslu að ef slíkt myndi endurtaka sig yrðu viðbrögðin harðari og auknum vopnabúnaði beitt. Hann sagði. útgjöld Svía til varnarmála hafa staðið í stað sl. ár. Launþegasjóðirnir komu einn- ig til tals en eins og kunnugt er ollu þeir miklu fjaðrafoki í kring- um kosningarnar. „Jafnaðarmenn unnu kosning- arnar á efnahagsstefnuskrá sinni. Hluti hennar fjallaði um launþega sjóðina svo kölluðu. Fram mun koma á sænska þinginu frumvarp á næstunni um þetta kerfi,sem felur í sér að ákveðinn-hluti af hagnaði og jafnvel, sem ekki er öruggt enn þá, hluti af laununum sjálfum, verði settur í sjóði til að nota í atvinnulífinu og skapa atvinnutækifæri. Útfærsla þessa kerfis er enn ekki í öllu Ijós, en víst er þó að á árinu 1983 munu fyrirtæki láta 20% af hagnaði sín- um til fjárfestinga á þennan hátt. Við lítum svo á að kjósendur hafi viðurkennt þá grundvallar- reglu sem að baki sjóðunum býr og hagsmunasamtök iðnaðarins hafa síður en svo tekið illa í þetta kerfi, enda hafa hlutabréf hækk- að í verðlagi, en ekki öfugt eins og spáð var af íhaldsflokkunum. En enn sem komið er hefur þetta kerfi ekki verið fullmótað og óljóst nákvæmlega hvernig pen- ingunum verður varið. Bodström svaraði einnig spurningum um flóttamanna vandamálið í Svíþjóð, um við- skipti íslands og Svíþjóðar, um atvinnuleysið í Svfþjóð, hina ný- legu gengisfellingu þar og margt fleira.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.