Alþýðublaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 4
atlþýðu- blaöió Laugardagur 18. desember 1982 Útgefandi: Alþýöufiokkurinn. Kramkvæmdastjóri: Jóhannes GuOmundsson Stjórnmálaritstjóri og ábm. GuOmundur Arni Stefánsson.< Blaöamaöur: Þráinn Hallgrim'sson. Gjaldkeri: Haildóra Jónsdóttir. jDreifingarstjóri: Sigurður Steinarsson. Kitstjórn og augiýsingar eru að Siöumúla 11, Reykjavik, simi 81866. Askriftarsíminn er 81866 HraiV.kell Ásj eirsson var fulltrúi Alþýðullokksins fyrri hluta • 37. þings Snmcinuðu þjóðanna. Al- þýðublaðið halði samband við hann og spurði hvað efst hefði verið á baugi þann tíma sem hann sat þingið. „Þegar ég var þarna var efst á baugi í 4. nefndinni, eða „nýlendunefndinni“, sem ég átti sæti í, málefni Falklandseyja, Austur-Tímor, Vestur-Sahara og svo sjálfstæði Namibíu, en auðvit- að komu mörg önnur ntál til um- ræðu. gala og tillagan athyglisverð fyrir þá sök út af fyrir sig. Aðeins fjögur Evrópuríki greiddu tillögunni at- kvæði: Portúgal, írland, Grikkland og svo Island. Af öðrum nefndum má nefna að í þriðju nefndinni svo kölluðu var mikið fjallaö um jafnréttismál og flutti þar íslenski fulltrúinn ræðu fyrir hönd Norðurlandanna, lýsti þróun jafnréttismála í þeim lönd- um og talaði mjög fyrir auknu jafn- rétti kynja á milli. Á öörum vettvangi voru af- vopnunarmálin mikið til umræðu „Mjög lærdómsrík reynsla” Rætt við Hrafnkel Ásgeirsson, sem sat fyrir hönd Alþýðuflokksins fyrri hluta 37. þings Sameinuðu þjóðanna Falklandséyjadeilan var auðvit- að mjög ofarlega í umræðunum og greinilegt að Argentínumenn lögðu mikið kapp á að konra sinni stefnu á framfæri, því þeir sendu á þingið sinn utanríkisráðherra, meðan aðrir létu sendiherra sína duga. Þaö er allt saman kunn saga, en hitt hefur síður komist í hámæli, að Island greiddi atkvæði nteð til- lögu Portúgals og fleiri ríkja um að Austur-Tímor yrði veitt sjálfstæði, en það er nú innan Indónesíu. Þetta er fýrrverandi nýlenda Portú- sem og Apartheid stefnan í S- Afríku. Almennt voru flest öll rík- in á móti þeirri stefnu sem von er, en deildar meiningar voru uppi um orðalag á tillögu þeirri sem átti að leggja fyrir. Voru mörg ríkin rnjög róttæk í stefnu sinni, en almennt voru Norðurlöndin hógværari og höfnuöu alfarið lausn er byggði á hervaldi. Allt saman var þetta mjög at- hyglisverð og lærdómsrík reynsla fyrir mig. Meö mér voru þarna Ás- geir Pétursson fyrir Sjálfstæðis- flokkinn, Svava Jakobsdóttir fyrir Alþýðubandalagið og Stefán Val- geirsson fyrir Framsóknarflokk- inn. Yfirleitt hófst hverdagurá því að við hittumst í sendiráðinu okk- ar, farið var yfir þau mál sem komu til kastanna deginum áður og svo yfir þau mál sem voru á dagskrá þann daginn. Síðan var farið niður í Sameinuðu þjóðirnar og stóðu fundir til kl. 1, en þá kom hié til kl. 3. Eftir það var fundahöldum fram haldið og stóðu mismunandi langt fram eftir, eftir því hvaða mál voru á dagskrá". Sigurður Þór Guðjónsson skrifar um tónlist: HASKOLAKORINN „Hægt er að túlka fyrir fólki dýpstu hræringar okkar tima” Tónleikar I láskólakórsins 4. des. Tónlist eftir Hjálmar II. Ragn- arsson Flytjendur: Háskólakórinn, Dómkórinn, Snorri Sigfús Birgis- son, Einar Jóhannesson og Mart- ial Nordeau. Efnisskrá: Gloria fyrir kór, Róm- ansa fyrir flautu, klarinett og pí- ano og Canto fyrir kór. Háskólakórinn efndi til tón- ieika í Félagsstofnun stúdenta 4. des. Þar voru flutt verk eftir , stjórnanda kórsins Hjálmar H. Ragnarsson. í upphafi söng reyndar kór Dómkirkjunnar undir stjórn Martins H. Friðriks- sonar Gloria. Og kórinn söng þessa erfiðu tónlist ágætlega. Þá léku Snorri Sigfús Birgisson, Ein- ar Jóhannesson og Martial Nor- deau rómönsu. Þeir félagar léku af ntikilli snilld. Og sessunautur minn, sem var 16 ára, fannst þetta skemmtilegasta ntúsikin á tónleikunum. En alir var þetta eins konar forleikur að helsta verkinu á efnisskránni sem beðið var með mikilli eftirvæntingu. Það var Canto sem sanrið er við texta úr Gamla testamentinu sem Þórir Kr. Þórðarson prófessor tók saman. I efnisskrá tónleik- anna skrifar prófessorinn eins konar hugleiðingu um efnivið þeirra félaga. Er skemmst frá því að segja að það er einhver há- fleygasta lokleysa sem ég hef séð á prenti. Þaö hlýtur að þurfa gríðarlegan lærdóm og ógnarlega visku til að skrifa svona með öllu óskiljanlega. En tónlist Hjálmars er auðskilin fyrir eyrað og sá texti sem tónlistin er samin við er sömuleiðis með fullu skiljanlegur í sjálfu sér. Sagt er að hörmungar þjóða úti í heirni hafi legið þungt á tónskáldinu við samningu þessa verks. Og mér finnst þessi tónlist sanna svo ekki verður um villst að hægt er að túlka fyrir venjulegu fólki dýpstu hræringar okkar tíma þegar í hlut eiga menn með kunnáttu og listhæfni í músik. Það eru ekki poppararnir sem endurspegla samtíðina. Þeir eru merki unt úrkynjun nútímans. En menn eins og Hjálmar koma við kvikuna í lífsskynjun okkar tíma: óttinn, örvæntingin, hatrið og þjáningin. Hafi tónskáldið og kórinn margfaldar þakkir fyrir að minna okkur á í jólaösinni að líf mannkynsins á jörðunni er þrúg- að af þjáningu sem er uppspretta allrar listar og hugsjóna um betri heim. Sigurður Þór Guðjónsson RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður Landspítalinn Aðstoðardeildarstjóri óskast á sængurkvennagang 22b. Hjúkrunarfræðingar með Ijósmæðramenntun ósk- ast á sængurkvennaganga. Ljósmæður óskast á sængurkvennaganga. Upplýsingar um ofangreindar stöður veitir hjúkrunar- forstjóri í síma 29000. Kleppsspítali Aðstoðardeildarstjóri óskast á deild I frá 1. mars 1983. Aðstoðardeildarstjóri óskast á deild XI. Hjúkrunarfræðingar óskast við hinar ýmsu deildir spítalans. Fastar vaktir koma til greina. Uppýsingar um ofangreind störf veitir hjúkrunarfor- stjóri Kleppsspítalans í síma 38160. Læknaritari óskast á Kleppsspítala og geðdeild Landspítalans. Stúdentspróf eða sambærileg mennt- un áskilin ásamt góðri vélritunar- og íslenskukunn- áttu. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist Skrifstofu ríkisspítalanna fyrir 30. desember n.k. Upp- lýsingar veitir læknafulltrúi Kleppsspítalans í síma 38160 eða skrifstofustjóri geðdeildar Landspítala í síma 29000. Starfsmaður óskast í fullt starf við barnaheimili Kleppsspítala frá 1. janúar n.k. Upplýsingarveitir for- stöðumaður barnáheimilins í síma 38160. Kópavogshæli Sálfræðingur óskast við Kópavogshæli. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist stjórnarnefnd ríkisspítalanna fyrir 15. janúar 1983. Upplýsingar veitir yfirsálfræðingur Kópavogshælis í síma 41500. Ríkisspítalar Reykjavík, 19. desember 1982. Félagi ORÐ tZŒwfm MATFHIASAR JOHANNESSEN í þesisari bók, Félagi oró, eru greinar, samlöl og Ijóó frá vmsum tímum sem höfundur hefur nú safnað saman í eina bók. Sumt af þessu efni hefur áöur birst á prenii, en annaö ekki. I bókinni eru greinar um bókmenntir og stjórnmál, og m.a. áður óbirtar frásagnir af sovésku andófsmönnunum llrodsky, Búkovskv og Rostropovits, sem allir hafa komiö hingaö til lands, en eru heimsþekktir hver á sínu sviði. Fjölmargir íslenskir og erlendir menningar- og stjórnmálamenn koma við sögu í bókinni. Kaflaheitin gefa nokkra liugmynd um verkið: Af mönnum og málefnum, l'ndir „smásjá hugans" (af Buekminster Fuller), Rispur, Bréf til Gils (Guðmundssonar fvrrum alþingisinanns sem vöktu mikla athygli á sínum tíma), Andóf og öryggi og Vetur á næstu grösum, en þar eru áöur óbirt ljóð Matthías- ar sem tengjast efni bókarinnar með sérstökum hætti. ÞJÓÐSAGA ÞINGHOLTSSTR/ETI 27 — SÍMI 13510

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.