Alþýðublaðið - 30.12.1982, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 30.12.1982, Blaðsíða 1
alþýöu blaðió Fimmtudagur 30. desember 1982 189. tbl. 63. árg. Ríkið tekur 825 millj. kr. lán í London Fyrr í þessum mánuði var undir- Lán þetta er til 10 ára og eru við fjárfestingar- og lánsfjáráætlun ritaður í London samningur um véxtir 12,75%. Útgáfugengi bréf ríkisstjórnarinnar 1982. Dr. Jó- skuldabrcfaútgáfu islcnska ríkisins |anna var 98% og kemur féð til hannes Nordal seðlabankastjóri að fjárhæð 50 milljónir Banda- greiðslu hinn 30. desember n.k. undirritaði lánssamninginn fyrir ríkjadollara (um 825 milljónir Lánsféð verður notað í samræmi hönd islenska ríkisins. króna). Svavar Gestsson félagsmálaráðherra það fer atvinnulífið aftur í fullan gang þar sem hætta var fyrir dyr- um.“ Nú er ástandið víða að verða alvarlegt. „Vissulega er það svo að vanda- mál eru töluverð á einstaka stöðum, en það má ekki dæma um heildina út frá því. Þetta er mikið til bundið þeirri árstíð sem nú er, það hafa alltaf verið uppi örðugleikar um þeta leyti árs. En það er alls ekki hægt að tala um atvinnuleysi, a.m.k. ekki miðað að víða annars staðar. Hér er um að ræða staðbundinn og tímabundinn vanda fyrst og fremst. Ég bendiáað þettaert.d. í sjöunda sinn á þessu ári sem Uggvænlega horfir í atvinnulífi þjóðarinnar: „FYRST OG FREMST STAÐBUNDINN OG TfMABUNDINN VANDI — segir Svavar Gestsson félagsmálaráðherra 11 „Jú það er rétt, það hafa verið ýmsar blikur á lofti í atvinnumál- um þjóðarinnar, en við leggjum sérstaka áherslu á að til atvinnu- leysis komi ekki. Víðtækar ráðstafanir eru í bígerð í sam- bandi við fiskverðsákvörðun og annað sem henni tengist" sagði Svavar Gestsson, félagsmálaráð- herra í gær, þegar Alþýðublaðið innti hann álits á dökkum horfum í atvinnulífi íslendinga. „Það er megin málið hjá okkur að róið verði til sjós og unnið úr aflanum, en til þess þarf að koma í veg fyrir rekstrarstöðvun fyrir- tækja. Ganga verður frá fiskverði strax, það er grundvallaratriði í stefnu okkar Alþýðubandalags- manna og ég vona svo sannarlega að það leysist úr þeim vandamál- um sem nú er við að etja. Takist gripið er til uppsagna í Bæjarút- gerð Hafnarfjarðar og vafalaust er ástandið þar alvarlegt. En mér þykir þetta einnig benda til að eitthvaðséað í stjórnunog rekstri fyrirtækisins. Það verður hver og einn að spjara sig í sinni heima- byggð." Reiknar þú með að væntan- legar aðgerðir muni hafa einhver varanleg áhrif? „Ég tel að það muni takast að ná sameiginlegum niðurstöðum sem komi til með að hafa mikil áhrif til nokkurs tíma. Þessar aðgerðir koma til með að verða víðtækar og a.m.k. er miðað við að vetrarvertíðin gangi eðlilega fyrir sig, hún er undirstaðan", sagði Svavar Gestsson, félags- málaráðherra að lokum. FJARHAGSAÆTLUN KÓPAVOGS LÖGÐ FRAM: 10% LÆKKIIN FASTEIG N AGJ ALDA 11,7 milljón króna framlag til strætisvagna Kópavogs Lögð hefur verið fram fjárhagsá- ætlun Kópavogskaupstaðar fyrir 1983. Heildartekjur eru áætlaðar rúmar 232 milljónir króna. í fjár- hagsáætluninni er gert ráð fyrir því að teknanna verði aflað á eftirfar- andi hátt: Guðmundur Oddsson, bæjarfull- trúi Alþýðuflokksins í Kópavogi. Heildartekjur 232.196.000 Útsvar 130.300.000 Aðstöðugjöld 18.900.000 Fasteignaskattar 32.120.000 Lóðaleiga 3.040.000 Holræsagjald 4.366.000 Jöfnunarsjóður 27.270.000 Þéttbýlisfé 4.700.000 Vaxtatekjur 11.000.000 Aðrar teicjur 500.000 Áætluð gjöld: Stjórn kaupstaðar 11.489.000 Fræðslumál 41.655.000 Eldvarnir 3.500.000 Félagsmál 57.725.000 Heilbrigðismál 4.791.000 Rekstrardeild 27.434.000 Tæknideild 7.527.000 Yextir 6.500.000 Önnur útgjöld 4.380.000 Stofnkostnaður 34.908.000 Framlag til SVK 11.657.000 Áeignabreytingareikn. 20.630.000 Frh. á bls.3 Fjöldauppsagnir hjá Bæjarútgerð Hafnarfjarðar til umræðu á bæjarstjórnarfundi í Firðinum: FULLTRUAR ALÞÝÐU- FLOKKSINS MEÐ TILLÖGUR TIL AÐ MÆTA VANDANUM — svo forða megi stór- felldu atvinnuleysi í bænum Á fundi bæjarstjórnar Hafnar- fjarðar á þriðjudag vöktu bæjar- fulltrúar Alþýðuflokksins, Hörður Zóphaníasson og Guðmundur Árni Stefánsson.máls á rekstrarerf- iðleikum Bæjarútgerðar Hafnar- fjarðar, en eins og kunnugt er af fréttum hefur starfsfólki fiskiðju- versins - um 150 manns - og undir- mönnum á þremur togurum fyrir- tækisins - alls 50 manns - verið sagt upp störfum. Uppsagnir land- verkafólksins koma til fram- kvæmda 4. janúar næstkomandi. Bæjarfulltrúar Alþýðuflokksins lýstu yfir áhyggjum vegna þessa ástands, og lögðu á það áherslu að með öllum tiltækum ráðum yrði að forða rekstrarstöðvun Bæjarút- gerðarinnar og þar með fjöldaat- vinnuleysi í bænum. Hörður Zóphaníasson mælti einnig fyrir tillögu, sem hann ásamt Guðmundi Árna lagði fyrir fund- inn. Hún er svohljóðandi: „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir áhyggjum sínum yfir hinni erfiðu greiðslustöðu Bæjarút- gerðarinnar og þeim hörmulegu afleiðingum sem stöðvun rekstrar hjá fyrirtækinu hefur fyrir atvinnulíf í bænum. Bæjarstjórnin átelur ríkis- stjórnina harðlega fyrir, að um árabil hefur ekki verið tryggður- viðunandi rekstrargrundvöllur útgerðar í landinu. Auk þess hefur ríkisstjórnin og bankarnir vanefnt loforð um breytingu skammtímaskulda í langtímalán, sem nú hefur leitt til þess að rekstur Bæjarút- gerðarinnar er kominn í þrot. Jafnframt telur bæjarstjórn, að fyrirtækið njóti augljóslega verri fyrirgreiðslu í viðskipta- bönkum og lánastofnunum en mörg önnur sambærileg fyrir- tæki í landinu, sem haldið er gangandi af þessum aðilum án þess að nokkrar frekari for- sendur séu fyrir þeim rekstri og þau fyrirtæki séu jafnvel á enn veikari grunni en Bæjarútgerð Hafnarfjarðar. Við slíkt óréttlæti verður ekki unað. Skorar því bæjarstjórn á ríkisstjórnina og þingmenn kjördæmisins að beita sér gegn . slíku óréttlæti og leggja fyrir- tækinu lið í því að fá ekki síðri fjárhagsfyrirgreiðslu en önnur fyrirtæki í landinu. Bæjarstjórn telur, að nú verði allir að leggjast á eitt um að tryggja áframhaldandi rekstur fyrirtækisins. Því beinir bæjarstjórn því enn- fremur til lánastofnana í bænum og sjóðsstjórna verkalýðsfélag- anna að koma til móts við fyrir- tækið eftir mætti. Jafnframt samþykkir bæjar- stjórn að fela bæjarstjóra og bæjarráði að gera tillögur um með hvaða hætti bæjarstjórn og bæjarsjóður geta stutt fyrir- tækið og þannig lagt það af mörkum sem mögulegt er ti! þess að tryggja áframhaldandi rekstur Bæjarútgerðarinnar og forða þannig stórum hópi fólks í bænum frá atvinnuleysi, t.d. meðal annars með því að greiða um komandi áramót hluta af væntanlegu framlagi bæjar- sjóðs til BÚH á árinu 1983.“ Þessari tillögu bæjarfulltrúa Al- þýðuflokksins var vísað til bæjar- ráðs með eftirfarandi tillögu, sem flutt var af fulltrúum Sjálfstæðis- flokks, Óháðra borgara, Alþýðu- bandalags og Framsóknarflokks í bæjarstjórn Hafnarfjarðar: „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir yfir áhyggjum sínum vegna hinnar erfiðu rekstrarstöðu BÚH og þeirra alvarlegu afleið- inga, sem hún hefur í för með sér fyrir atvinnulífið í bænum. Bæjarstjórn skorar eindregið á stjórnvöld að gera nú þegar nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja útgerðinni og fiskvinnsl- unni í landinu viðunandi rekstrargrundvöll og lánastofn- anir að veita BÚH brýna fyrir- greiðslu svo unnt verði að halda starfrækslu fyrirtækisins áfram. Jafnframt tekur bæjarstjórn undir þau meginsjónarmið sem fram koma í tillögu Harðar Zóphaníassonar og Guðmund- ar Árna Stefánssonar um stuðning við fyrirtækið og mikilvægi þess fyrir hafnfirskt atvinnulíf, en samþykkir að öðru leyti að vísa tillögunni til bæjarráðs, þar sem efni hennar verði kannað nánar, vegna Frh. á bls.3 ÚR EINU FARSAKENNDUR SJÓNLEIKUR FRAMSÓKNARMANNA í REYKJAVlK Athygli hcfur vakið, að Guð- hvort hann verði í framboði um ntundur G. Þórarinsson, þing- næstu kosningar. Eins og kunn- ymaðurFramsóknar hér í Reykja- ugt er stendur fyrir dyrum próf- vík, hefur ennþá ekki ákveðið kjör Framsóknar í Reykjavík, Guðmundur G, Þórarinsson Ólafur Jóhanncsson þar sem röð framboðslistans vcrður ákvcðin. Kunnugir telja Guðmund óánægðan með aðdragandann að þeirri ákvörðuii Ölafs Jóhannes- sonar utanríkisráðherra aðgefa kostá sér í slaginnenn einngang- inn. Munu 200 meðlimir fulltrúa- ráðs Framsóknarfélaganna í Reykjavík hafa skorað á Óiaf að vera með. Guðmundur mun líta á þetta sem vantraust á sig, en Guðmundarmenn hafa talið Guðmund sjálfskipaðan í efsta sæti listans í þessum kosningum og gengið að því sem vísu að Ólafur drægi sig í hlé og yrði ekki í framboði að þessu sinni. Frh. á bls.3 í ANNAÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.