Alþýðublaðið - 30.12.1982, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.12.1982, Blaðsíða 4
alþyðu- Fimmtudagur 30. desember 1982 tJtgefandi: Alþýöuflokkurinn. Framkvæmdastjdri: Jóhannes Guömundsson Stjórnmálaritstjóri og ábm. Guömundur Árni Stefánsson* Blaöamaöur: Þráinn Hallgrimsson. Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir. )Dreifingarstjóri: Siguröur Steinarsson. Ritstjórn og auglýsingar cru aö Slöumúla 11, Reykjavlk, simi 81866. Áskriftarsíminn er 81866 BANDARÍKIN; Ronald Reagan hefur átt í megn- ustu vandræðum með utanríkis- stefnu sína. Mönnum er t.d. enn hulin ráðgáta hin skyndilega stefnubreyting varðandi refs- ingar vegna gasleiðslunnar frá Síberíu. Haig yfirgaf skipið stöðvaðist opin- bert rifrildi Hvíta hússins og utan- ríkisráðuneytisins, en átökin um mótun utanríkisstefnunnar ekki. Afleiðingin er sú að Reagan hef- ur sífellt verið að breyta um stefnu. Eftir misheppnaða efnahagsráð- stefnu að Versölum ýtti stjórn hans undir veikleikann í sambúð vest- rænna ríkja með því að grípa til harðari refsiaðgerða gegn evrópskum fyrirtækjum sem hjálpuðu til við uppbyggingu gasleiðslunnar frá Sí- beríu, Af ástæðum sem enn eru ekki með öllu ljósar, var síðan sagt að ný viðhorf V-Evrópuríkja í við- skiptum sínum við austurblokkina hefu réttlætt að þessum refsi- aðgerðum yrði hætt. John Walcott rifjar í Newsweek upp fleiri brota- lamir í utanríkisstefnu Reagan- stjórnarinnar. Ræða ráðgjafar Reagans ekki saman? Margir minnast þess þegar sendi- Embættismenn Hvíta hússins voru fljótir að lýsa því yfir að Hinton hefði verið að tala fyrir sig persónu lega. En á sama tíma lýstu emb- ættismenn utanríkisráðuneytisins því yfir að þeir væru sammála gagn- rýni hennar og það leit einna helst út fyrir að ráðgjafar Reagans í utanríkismálum ræddu alls ekki saman. Rólegt fas Georgs Shultz virðist draga úr þeim ágreiningi sem ofsa- full framkoma Haigs undirstrikaði. Hann tekur vissulega undir stefnu Reagans, en hann hefur einnig haldið áfram stefnu Haigs við að sníða af herskáustu línunum í utan- ríkisstefnunni. Hann átti sinn þátt í því að afnema refsingarnar vegna uppbyggingar gasleiðslunnar og að nokkru leyti hefur hann breytt við- móti Bandaríkjanna gagnvart ná- grönnum í rómönsku Ameríku. Hins vegar er talið að breytingar Shultz séu fremur hvað leiðir snert- ir en ekki raunverulegt innihald. Ruglingsleg utanríkisstefna Reaganstjórnarinnar Kjörtímabil Reagans er hálfnað, en ekkert bólar á heilsteyptri stefnu í utanríkismálum Nú er Ronald Reagan hálfnaður með kjörtímabil sitt og enn hefur samkvæm utanríkisstefna ekki ver- ið fullmótuö. Þegar Alexander herra Bandaríkjanna í E1 Salvador, Deane Hinton, gagnrýndi í síðasta mánuði hinar hægri sinnuðu dauþasveitir landsins. 48 klukkustundum eftir að samkomulag hafði náðst að Versölum var sá árangur rokinn út í veður og vind. Hér má sjá Margaret Thatcher, Ronald Reagan og Francois Mitterand að Versölum. Þegar hann flutti ræðu frammi fyrir Samtökum amerískra ríkja í nóv ember s.l. tóku menn sérstaklega eftir því að hann lagði áherslu á féiagsleg og efnahagsleg vanda- mál, en sleppti því að minnast á grýlur svæðisins: Kúbu og Nicarag- ua. En fljótlega kom í ljós að þó Shultz taíi varlega er mikill hiti í Reagan. Rétt áður en hann lagði í ferð sína til rómönsku Ameríku nú í desember réðst hann enn einu sinni harkalega á Fidel Castro og kommúnismann sem hina miklu ógnun á vesturhveli jarðar. Og hann hélt áfram að styðja árásir hægri sinnaðra herliða á Nicaragua frá Honduras. Versalasamningur út í veður og vind Samskiptin við V-Evrópu eru einnig í flækju. 48 klukkustundum eftir að samkomulag náðist að Versölum um frekari takmarkanir á viðskiptum við Sovétríkin var sá árangur fokinn út f veður og vind eftir djúpan ágreining í viðræðum fj ármálaráðherra Bandaríkjanna, Donald Regan,og forseta Frakk- lands, Francois Mitterand. Banda- SOVÉTRÍKIN: Eftir fráfall Brésnevs þykir mönnum sem nú hafi opnast möguleikar til áþreifanlegra breytinga á hinum ýmsu sviðum innan Sovétríkj- anna. Það hefur enda sýnt sig að leiðtogaskipti í Sovétríkjunum geta komið ýmsu af stað, þó svo talað sé um að einstaklingurinn á toppnum fái lítið að gert einn sér. Juri Andropov heilsar Georg Bush, varaforseta Bandaríkj- annd. Andropov verður nú að velja á milli þess að vera litlaus „millibils" leiðtogi eða grípa til eftirminnilegra aðgerða innan- lands jafnt sem utan. Þrátt fyrir gagnstæða ímynd, er það rétt að einstaklingar geta og hafa breytt stefnu Sovétríkjanna. M.ö.o. er það ekki alls kostar rétt að leiðtogar kommúnistaflokksins .ráði sem heild eftir vísindalegum * grundvallarreglum marx-leninism- ans. Jósep Stalín sveigði eftirminni- lega af stefnu þeirri er ríkti í valda- tíð Leníns. Krjúseff fordæmdi Stal- ín og viðhafði mildari vinnubrögð. Leonid Brésnev stöðvaði „til- raunir" Krúsjefs og færði þjóðinni 18 ár stöðugleika og stöðnunar. Andropov gæti breytt ýmsu, en til þess þyrfti hann að koma hreyfingu á þunglamalegt skrifræðiskerfi So- vétríkjanna. Robert B. Cullen tel- ur upp í Newsweek nokkra þá möguleika á breytingum sem hann telur að Andropov gæti nýtt sér: Að yfirgefa Afghanistan Það leikur enginn vafi á því að íhlutun og innrás Sovéthersins í Afghanistan frá 1979 hefur í engu heppnast. í mesta lagi hafa 100.000 sovéskir hermenn tryggt lepp- stjórninhi yfirráð yfir helstu stór- borgum Afghanistan og þjóðveg- um. Andropov gæti einfaldlega lýst yfir sigri og kallað herinn heim. Tryggja mætti í gegnum Sam- einuðu þjóðirnar áframhaldandi hlutleysi Afghanistans, án íhlut- unar annarra. Þó samskipti Sovét- ríkjanna við Bandaríkin, Kína og írankynnu aðskána við þetta er hitt víst að hugmyndafræðingar flokks- ins og herinn myndu sjálfsagt fyll- ast reiði og líta á þá þróun sem auðmýkingu og ósigur. En kostirn- ir hljóta, miðað við þá stöðu sem ríkjandi er, að teljast veigameiri. Bœtt samskipti við Kína Hugmyndafræðilegur ágreining- ur Sovétríkjanna og Kína á milli er nú aðallega söguleg minning. Kína nútímans, undir stjórn Deng Xia- oping, getur ekki kallað sovét- menn „endurskoðunarsinna" mið- að við eigin þróun. Hins vegar eru vissulega uppi landfræðileg og póli- tísk ágreiningsefni sem erfið eru viðfangs. Sovétleiðtogar gætu þurft að taka skref sem þeim eru örugglega þung, að fækka her- mönnum við landamærin og hlusta á landamærakröfur kínverja. En möguleikinn er fyrir hendi, þar sem Kínverjar vilja ná betri sambúð við Sovétmenn í því skyni ,að fá vestræn ríki til að leggja meir af mörkum til þróunarmála og til að vara Bandaríkjamenn við því að ýta betur undir Taiwan-stjórnina. í raun er þessi möguleiki sá kostnaðarminnsti fyrir Andropov og sá sem er síst gegn opinberri hugmyndafræði. Hömlur á vígbúnaði í Evrópu Stefna Sovétríkjanna í vígbúnaðarmálum hefur haldið vestrænni samvinnu saman, þrátt fyrir auðsjáanlegan ágreining vesturveldanna. Andstæðingar Pershing II langdrægra kjarnorku- vopna Bandaríkjanna í Evrópu hafa staðið frammi fyrir yfir- burðum SS-20 flauga Sovétmanna. En nú hefur Andropov boðist til að fjarlægja a.m.k. einhvern hluta þeirra. Þetta gæti valdið því að ný þýsk ríkisstjórn freistaðist til að hafna nýjum kjarnorkuflaugum Bandaríkjanna og ýtt undir vest- rænan ágreining. Auðvitað þyrffi til þessa að sannfæra sovéska hers- höfðingja, t.d. gæti Andropov bent þeim á, að fækkun á kjarnorku- vopnum myndi einmitt auka á yfir- burði Sovétríkjanna hvað hefð- bundin vopn varðar. Frysting á útgjöldum til varnarmála CIA telur að Sovétríkin hafi •aukið útgjöld sín til varnarmála um 3-4% á ári á valdatíma Brésnevs. Þeir höfðu efni á því á meðan efnahagurinn óx að sama marki, en nú hefur hann farið niður í 2% vöxt eða minna, með miklum þreng- ingum sem kunnugt er. Aukning á útgjöldum til varnarmála undir þessum kringumstæðum kemur niður á hinum sovéska neytanda fyrst og fremst. Meiri skortur, lengri matarbiðraðir og minnkandi framleiðni eru afleiðingarnar. Hins vegar blasa við stóraukin hernaðarútgjöld Reagans og í raun verður að telja að frysting á hernaðarútgjöldum Sovétmanna byggi á því hvort einhver árangur næst í afvopnunarviðræðum ríkj- anna. Að leyfa stjórnendum að stjórna Jafnvel Andropov hefur viður- kennt að hið íhaldssama skrifræðis- veldi sem stjórnar áætlanagerð- inni, er að kyrkja sovéskt Framh. á bls. 2 Það sem Yuri Andropov _______________________gæti gert Sættir hann sig við að vera „millibils” leiðtogi eða mun hann grípa til eftirminnilegra aðgerða?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.