Alþýðublaðið - 05.03.1983, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.03.1983, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 5. mars 1983 lukkuriddarar leysa engan vanda —RITSTJÚRNARGREIN— Kröfluflokkar og Þaö er fróðlegt aö rifja upp þróun íslenskra stjórnmála og þjóömála síðasta áratug og rúmlega þaö. Hafa kjósendur t.a.m. áttaö sig á því, aö Framsóknarflokkurinn hefur setiö óslitið í ríkis- stjórn á íslandi frá 1971. Um það leyti fór veröbólg- an einmitt aö rjúka upp á viö. Þaö muna líka vafalaust velflestir eftir fjögurra ára stjórnartímabili ríkisstjórnar Geirs Hallgríms- sonar. Þeir eru vandfundnir - meira aö segja í röö- um sjálfstæðismanna - sem óska eftir slíkri ríkis- stjóm aftur. Sagan hefur sýnt þaö, aö þegar fram- sóknarmenn og sjálfstæöismenn sitja saman (rík- isstjórn, þá framkallar þaö hiö versta úr þessum flokkum báöum; íhaldsúrræöi og argasta aftur- hald. Eftir kosningarnar 197Q sat Alþýöuflokkurinn í rík- isstjórn meö Framsóknarflokki og Alþýöubanda- lagi. í þessum kosningum vann Alþýðuflokkurinn glæsilegan kosníngasigur á grundvelli gerbreyttr- ar efnahagsstefnu og nýrra vinnubragöa viö stjórn landsins. í ríkisstjórnarsamstarfinu voru hins veg- ar samstarfsflokkar Alþýðuflokksins ekki til viðtals um neinar gruhdvallarbreytingar; þeir vildu halda áfram á sömu hentistefnubrautinni og áöur haföi Verið-fetuð. Viö þær aðstæður ákvaö Alþýðuflokk- urinn aö slíta stjórnarsamstarfinu. Mat málefnin of- ar ráðherrastólum. Allir þekkja síðan feril þeirrar ríkisstjórnar, sem nú er I dauðáteygjunum. Sorgarsögu þeirrar stjórnar er óþarft aö rekja. Ástandiö I þjóöarbúinu I dag segir allt um frammistööu ríkisstjórnar Gunn- ars Thoroddsen. Veröbólgan nálgast óöfluga 100% stigiö. Atvinnuástand víöa bágboriö og dökkar blikur á lofti I þeim efnum. Skuldir viö út- lönd hafa stigvaxið. Bilið milli láglaunafólks og þeirra sem hærri hafa launin, hefur breikkaö I- skyggilega. Framleiösluatvinnuvegir þjóðarinnar á heljarþröm. Og svona mætti lengi telja. Þaö er vert aö rifja upp fortíðina, þegar hugaö er að framtíö. Þykir kjósendum þaö fýsilegur kostur aö fela Alþýöubandalagi, Sjálfstæöisflokki og ekki síst Framsóknarflokki, áframhaldandi stjórn landsmála, þegar frammistaöa þeirra víö stjórn landsmála síöustu 10 árin hefur veriö jafn bágbor- in og raun ber vitni. Verkin sína merkin. Úrræöa- leysi Kröfluflokkanna hefur margsannast á liönum árum. Alþýðuflokkurinn benti á þaö fyrir mörgum ár- um, aö þróun íslenskra efnahags- og atvinnumála yröi öll niður á við, ef ekki yröi gjörbreytt um stefnu og vinnubrögð. Þetta hefur komiö á daginn. Alþýöuflokkurinn er stefnu sinni og hugsjónum trúr. Hann rokkar ekki til og frá eftir veðrabrigöum I íslenskri pólitík. Þaö hljóta allir aö vera um þaö sammála, aö uppskurö þarf aö gera á efnahags- kerfinu. Hvaðaöðrum flokki en Alþýöuflokknum er treystandi til aö ráöast gegn kýlum kerfisins og hreinsa til? Þegar órói og ákveöiö los verður I stjórnmálalífi, þá rísa jafnan upp mannkynsfrelsarar og lukku- riddarar á hverju götuhorni, sem hyggjast færa allt til betri vegar með einu pennastriki. Slíkir vind- mylluriddarar hafa skotiö upp kollinum I íslenskum stjórnmálum upp á síðkastið. Undir niðri er þó öll- um Ijóst aö slíkir ,,kraftaverkamenn“ munu engan vanda leysa. Þeir hrópa aðeins hátt á torgum og láta þar við sitja. Alþýöuflokkurinn hefur sterka málefnastöðu og góöan málstaö að verja. Það mun veröa honum drjúgt vegarnesti í þeirri kosningabaráttu, sem nú er aö hefjast. G.Á.S. Starfslaun handa listamönnum ðriö 1983 Hér meö eru auglýst til umsóknar starfslaun til handa íslenskum listamönn- um áriö 1983. Umsóknir skulu hafa borisf úthlutunarnefnd starfslauna, Menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, fyrir 8. april n.k. Umsóknir skulu auökenndar: Starfslaun listamanna. I umsókn skulu eftirfarandi atriði tilgreind: 1. Nafn, heimilisfang, fæðingardagur og ár, ásamt nafnnúmeri. 2. Upplýsingar um náms- og starfsferil. 3. Greinargerð um verkefni, sem liggur umsókn til grundvallar. 4. Sótt skal um starfslaun til ákveðins tíma. Verða þau veitt til þriggja mán- aða hið skemmsta, en eins árs hið lengsta, og nema sem næst byrjun- arlaunum menntaskólakennara. 5. Umsækjandi skal tilgreina tekjur sfnar árið 1982. 6. Skilyröi fyrir starfslaunum er að umsækjandi só ekki i föstu starfi, meðan hann nýtur starfslauna, enda til þess ætlast að hann helgi sig óskiptur verkefni sinu. 7. Að loknu verkefni skal gerð grein fyrir árangri starfslauna. Tekiö skal fram að umsóknir um starfslaun árið 1982 gilda ekki i ár. Reykjavfk 1. mars 1983 Úthlutunarnefnd starfslauna Verkstjóri Starf verkstjóra Hverageröishrepps er laust til um- sóknar. Umsóknarfrestur er til 14. mars n.k. Umsóknir sendist undirrituöum sem ásamt tækni- fræöingi veitir allar nánari upplýsingar um starfið I síma 99-4150. Hveragerði 2. mars 1983 Sveitarstjórinn í Hveragerði M Stjórn V verkamannabústaða I Kópavogi auglýsir eftir umsóknum um 24 íbúðir í fjöl- býlishúsi viö Alfatún 27—35 I Kópavogi. í húsinu eru: 4 tveggja herbergja íbúðir 10 þriggja herbergja íbúöir 10 fjögurra herbergja íbúöir Réttur til íbúðakaupa er bundinn viö þá sem uppfylla eftirfarandi skilyröi: a) Eiga lögheimili I Kópavogi. b) Eiga ekki íbúö fyrir eöa samsvarandi eign í ööru formi. c) Fara eigi yfir það tekjumark sem hér fer á eftir: Meöaltekjur (nettótekjur miöaö viö árin 1980,1981 og 1982) megaekkifarafram úrkr. 141.000r aöviö- bættum kr. 12.500? fyrir hvert barn innan 16 ára ald- urs á framfæri. Heimilt er aö víkja frá þessum reglum I sérstökum til- vikum. Þeir sem búa viö erfiðasta húsnæöisaöstöðu hafa forgang aö íbúöum í vprkamannabústööum. Umsóknareyðublöð ásamf upplýsingabæklingi liggja frammi á bæjarskrifstofu Kópavogs. Umsóknum skal skilaö ásamastaö fyrir 25. marz n.k. I lokuðu umslagi merkt stjórn Verkamannabústaða I Kópavogi. Stjórn VBK Laus staða Staða skólameistara Fjölbrautaskólans á Selfossi er hér með aug- lýst laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 1. apríl 1983. Menntamálaráðuneytiö, 28. febrúar 1983 RÍKISSPÍTALARNIR lausar stödur KÓPAVOGSHÆLI Sjúkraþjálfarar óskast nú þegar eöa eftir samkomulagi við Kópavogshæli. Upplýsing- ar veitir yfirlæknir í síma 41500. Umsjónarmaður lóöa óskast viö Kópavogs- hæli. Menntun I garöyrkju æskileg. Um- sóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist Skrifstofu ríkisspítalanna fyrir 18. mars. Upplýsingar veitir forstöðumaöur I síma 41500. Starfsmaður óskast til starfa á deild. Upplýsigar veitir forstöðumaður I síma 41500. Starfsmaður óskast til ræstinga viö Kópa- vogshæli. Upplýsingar veitir ræstingastjóri I síma 41500. BLÓÐBANKINN Aöstoöarlæknir óskast til eins árs frá 15. apríl n.k. eðaeftirsamkomulagi. Möguleiki á framhaldsráðningu um annaö ár. Umsóknir er greini nám og fyrri störf sendist Skrifstofu ríkisspítalannafyrir 4. apríl n.k. Upplýsingar veitir yfirlæknir blóðbankans I síma 29000. Líffræðingur eöa meinatæknir óskast sem fyrst I fullt starf viö blóöónæmisfræðirann- sóknir. Þátttaka Igæsluvöktum áskilin. Upp- lýsingar veitir yfirlæknir I síma 29000. VÍFILSSTAÐASPÍTALI Sjúkraþjálfari óskast frá 1. apríl eöa eftir samkomulagi. Húsnæöi I boöi. Einnig ósk- ast Sjúkraþjálfari til afleysinga. Upplýsingar veitir yfirsjúkraþjálfari í síma 42800. GEÐDEILDIR RÍKISSPÍTALA Hjúkrunardeildarstjóri óskast á deild 11. Hjúkrunarfræðingur óskast til næturvakta á deild X111, Flókagötu 29. Starfsmaður óskast til ræstinga á geðdeild Landspítala og á Kleppsspííala. Upplýsingar um ofangreind störf veitir hjúkr- unarforstjóri Kleppsspítala I síma 38160 Ríkisspítalar Reykjavík, 6. mars 1.983. Kjördæmisráð Alþýðuflokksins á Vesturlandi Áríðandi fundur verður haldinn í kjördasmisráði Alþýðuflokks- ins á Vesturlandi að Hótel Borg- arnes laugardaginn 12. mars. Fundurinn hefst klukkan 10 ár- degis. Fundarefni: 1) Framboðslisti Alþýðuflokksins í Vesturlands- kjördæmi vegna komandi al- þingiskosninga. 2) Kosningaundirbúningur. Alþýðuflokksfólk í Vesturlands- kjördæmi er kvatt til að mæta á fundinn. Stjórn kjördæmisráðs Alþýðu- flokksins í Vesturlandskjör- dæmi Kaffisala í Landak Næstkomandi sunnudag 6. m foreldra barna I Landakotsskó 14.30. Þar verða ýmsar gómsætar k Ég vildi nota tækifærið og þ unnið að undirbúningi, og bý Sérstaklega þætti mér gamt nemendur skólans. Verið öll hjartanlega velkomir Iðntæknisto ■ I íslands Frá og með 15. mars hættir tækn bóka og tímarita frá Skipholti 37. Eftir 1. apríl verður hægt aö fá að' um á Iðntæknistofnun Islands Kí Skrifstofustjóri Skrifstofustjóri óskast til Þ firði. Þarf aö geta hafiö störf se Umsóknir sem greini frá al um ásamt meðmælum sen arformanns Hinriks Aöal: Siglufiröi sími 96-71363 : nánari upplýsingar ásamt 96-71200. Þormóður Rammi Sigluf

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.