Alþýðublaðið - 06.04.1983, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 06.04.1983, Blaðsíða 1
alþýöu blaðið isíl Miövikudagur 6. apríl 1983 i 48. tbl. 64. árg. Kjartan Jóhannsson: flokksmenn muni gera það sem í 'þeirra valdi stendur til að gera okkar útkomu sem besta" Hver finnst þér vera stærstu mál kosninganna í hugum fólks á þeim vinnustöðum, þar sem þið hafið farið um í Reykjaneskjördæmi? „Það sem mér finnst áberandi núna á vinnustöðum, er ótti manna við atvinnuleysi, óvissan og ó- öryggið í atvinnumálum kemur mikið fram hjá fólki. Svo finnum við inn á mikla gremju fólks, sér- staklega ungs fólks með það, hvern- ig staðið hefur verið að húsnæðis- málunum. Þar er nú svo komið, að ungt fólk á sáralitla möguleika á húsnæðismarkaðnum. Margt fólk segist Iíka uppgefið á því að hugsa um efnahagsóreiðuna, verðbólg- una, dýrtíðina og við skiljum vel „Finnum inn á mikla gremju fólks með það hvernig staðið hefur verið að húsnæðismálunum“ Frambjóðendur Alþýðuflokks- ins hafa verið ötulir á undanförn- um dögum við að kynna stefnu Al- þýðuflokksins í komandi kosning- um. Við slógum á þráðinn til for- manns Alþýðuflokksins í gær og spurðum hann hvernig honum þætti að koma á vinnustaði nú til að kynna stefnumál Alþýðuflokksins. „Mér finnst Ijómandi góðar undirtektir við það sem við alþýðu- flokksmenn höfum fram að færa í þessari kosningabaráttu. Það er mjög vaxandi skilningur á því lykil- hlutverki, sem Alþýðuflokkurinn mun gegna í þessum kosningum. Annars vegar er um að ræða óbreytt ástand þar sem efnahagslífið er lát- ið ganga á bráðabirgðaráðstöfun- um á nokkurra mánaða fresti eða hvort gera eigi ráðstafanir til þess að koma efnahagslífinu á réttan kjöl. Mér finnst það góð vísbending og uppörvandi að finna það að fólk er nú opið fyrir málflutningi okkar. Ég tel, að við alþýðuflokksmenn munum sækja jafnt og þétt á í kosningabaráttunni og vona að það vonleysi sem grípur fólk eftir þá efnahagsstjórn, sem hér hefur ríkt undanfarin ár. Og fólk sér náttúrlega í gegn um það þegar þessir menn, sem hafa stjórnað hér undanfarin ár, koma svo núna og segjast geta bjargað málunum. Þá spyrjum við. Hvað hafa þeir verið að gera í nærfellt heilt kjörtímabil? Húsnæóismálin virðast ætla að verða heita málið að þessu sinni. Nú hafa þeir sínar launsir á hreinu, þeir alþýðubandalagsmenn og sjálf- stæðismenn. Hvað vilt þú segja um málflutning þeirra að undanförnu? „Já, Svavar Gestsson hefur nú uppgötvað húsnæðisvanda ungs fólks eftir að hafa farið með ráðu- neyti húsnæðismálanna undanfar- in ár. Nú vill hann allt í einu byggja fyrir unga fólkið, þegar það er á götunni. Allir sjá að þetta er ekki trúverðugur málflutningur. Um málatilbúnað Sjálfstæðisflokksins í þessum efnum er fátt hægt að segja annað en það, að um augljós yfirboð er að ræða. Það er einna Framhald á 2. sfðu Bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar: Um 60 útgerðar- og fiskvinnslu- fyrirtæki fá lánafyrirgreiðslu upp 4 120 milljónir króna Rikisstjórnin ákvað á fundi sín- um í gær að gefa út bráðabirgða- lög þess efnis að veita um 60 út- gerðar- og fiskvinnslufyrirtækj- um . lánafyrirgreiðslu vegna erfiðrar stöðu þeirra. Alls munu 120 milljónir króna fara til þessa- ra fyrirtækja í gegn um Fiskveiða- sjóð. Peningana lánar Seðlabank- inn. Lánafyrirgreiðslur þessar byggjast á víðtækri könnun sem gerð hefur verið á stöðu útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækja. Gögn- um var dreift til allra þeirra um 800 stórra og smárra fyrirtækja sem starfandi eru í þessari at- vinnugrein og þeim fyrirtækjum sem hygðu á lánafyrirgreiðsiu gert að skila inn ítarlegum upplýsing- um. Alls bárust svör frá um 100 fyrirtækjum', en aðeins 59 þeirra voru fullnægjandi. Þessi 59 fyrir- tæki eru hins vegar mörg meðal hinna stærstu, þar eða þau fengu um 30% allra heildartekna út- gerðar- og fiskvinnslufyrirtækja árið 1981. Það eru hins vegar ekki öll þessi fyrirtæki sem fyrir- greiðslu fá að þessu sinni, heldur eru einnig í myndinni fyrirtæki sem hafa orðið fyrir sérstökum rekstrarerfiðleikum eftir að könnunin átti sér stað. Af þessum upplýsinum má ráða, að það eru einkum stærri fyrirtæki sem í erfiðleikum eiga, en megin þorri útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtækja sá ekki ástæðu til að senda inn gögn um stöðu sina upp á mögulega lánafyrir- greiðslu. Jón Baldvin Hannibalsson skorar á Svavar Gestsson: Verður einvígi þeirra á fimmtudag? Jón Baldvin Hannibalsson, efsti maður A-listans í Reykjavík hefur skorað á Svavar Gestsson, efsta mann G-listans að mæta sér á kapp- ræðufundi í Sigtúni við Suður- landsbraut á fimmtudagskvöld. Þetta boð yar sent Svavari í síðustu viku og tók hann sér nokkurra daga umhugsunarfrest, en hafnaði síðan boðinu á þeirri forsendu, að hann væri sjálfur upptekinn á þessum tima. Jón Baldvin Hannibalsson, sagði í gær í samtali við Alþýðublaðið, að Svavar Gestsson hann hefði skorað á Svavar að endurskoða þessa afstöðu sína eða tilnefna annan mann í sinn stað. Hann sagði, að alþýðuflokksmenn væru staðráðnir í að halda þennan fund, hvort sem það yrði Svavar Gestsson eða einhver annar sem tæki upp málsvörn þeirra Alþýðu- bandalagsmanna. Einhver hinna 24 frambjóðenda Alþýðubandalags- ins hlyti að geta séð af tíma sínum þessa kvöldstund í Sigtúnj. „Ég gaf Svavari Gestssyni kost á því að tilnefna stund og stað, ef hann gæti ekki mætt í Sigtún á Jón Baldvin Hannibalsson þeim tíma sem ég tilnefndi sjálfur. Ég trúi því ekki fyrr en ég reyni þá alþýðubandalagsmenn af því að vilja ekki mæta til kappræðufund- ar með okkur alþýðuflokksmönn- um. Þess vegna vona ég, að formað- ur Alþýðubandalagsins taki þessi boði, þó seint sé“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson að lokum. Svavar Gestsson um einvígiö: „ASKORUNIN KOM EINFALDLEGA OF SEINT“ „Askorunarbréfið kom ein- faldlega of seint. Það var enginn fyrirvari á þessu, dagskráin.fram aö kosningum er mjög pökkuð, m.a. eru fyrirhugaðir 11 sjón- varps- og útvarpsþættir" sagði Svavar Gestsson, félagsmálaráð- herra í samtali við Alþýðublaðið, aðspurður um hvers vegna hann hefði ekki orðið við áskorun Jóns Baldvins Hannibalssonar uih ein- vigi þeirra tveggja á milli á kosningafundi Alþýðuflokksins. Svavar bætti því við að sjálfsagt hefði verið að verða við þessari áskorun ef hún hefði borist tímanlega, en því miður hefði Jón haft meiri áhuga á að ræða við Albert Guðmundsson. 20% tannlæknakostnaður endurgreiddur eftir 1. júní: _ Svavar Gestsson ætlar hins vegar nýrri ríkisstjórn fjármögnunina „Það er verið að leggja síðustu hönd á að útbúa endurgeiðslu- formin og tilkynning um reglu- gerðarbreytingu þessa efnis verður gefin út bráðlega,“ sagði Svavar Gestsson, félagsmálaráðherra í samtali við Alþýðublaðið, aðspurð- ur um hvenær hann ætlaði að standa við þá yfirlýsingu sína að koma 20% af kostnaði við almenn- ar tannlækningar inn í trygginga- kerfið. . Það var við umræður um frum- varp Jóhönnu Sigurðardóttur og fleiri um sams konar ráðstafanir að Svavar gaf út þá yfirlýsingu að ein- föld reglugerðarbreyting dygði til að koma þessu í gang og að hann myndi beita sér fyrir því að slík breyting kæmist til framkvæmda nú í sumar. í framhaldi af því var frumvarp Jóhönnu fellt og greiddu þá ýmsir ráðherrar atkvæði gegn efni þess, sem var um leið sam- hljóða þeirra eigin samþykkt. Aðspurður sagði Svavar Gests- son að stefnt væri að því að reglu- gerðarbreytingin tæki gildi 1. júní. Reyndar höfum við verið að velta því fyrir okkur hvort ekki væri hægt að tengja þetta almennri stefnu í tannverndarmálum, en í nokkrum löndum er það svo, að þeir sem reglulega hafa farið til tannlæknis fá svo og svo mikinn afsláttí* Það hefur verið dregið í efa að ráðherra hafi heimild til að gera þetta með einfaldri reglugerðar- breytingu, m.a. vegna þess hversu kostnaðarsamt þetta er? „Við drögum ekki í efa að ráð- herra hafi heimild til þessa og það er samdóma álit embættismanna ráðuneytisins." Svavar sagði af fjármögnunin muni koma úr ríkissjóði. Það liggur því ljóst fyrir að þó Svavar hafi tekið þessa ákvörðun ætlar hann næstu ríkisstjórn það verkefni að finna peningana. Sigurður E. Guðmundsson: Húsnæðisvandi ungs fólks verði tekinn til umræðu I borgarstjórn Sigurður E. Guðmundsson, borg- arfulltrúi Alþýðuflokksins hefur farið þess á leit við forseta borgar- stjórnar Reykjavíkur, að húsnæðis- vandi ungs fólks verði tekinn til sér- stakrar umræðu i borgarstjórninni hinn 7. apríl n.k. Hann sagði í við- tali við Alþýðublaðið í gær, að nú virtist sem ungt fólk í borginni ætti við mikla erfiðleika að etja i hús- næðismálum og nauðsynlegt væri fyrir borgarstjórn að ræða þessi mál og finna þeim einhvern farveg. Leggur hann m.a. til, að ítarleg könnun farí fram á þessum málum og borgarráð taki upp viðræður við Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík um samstarf þessara að- ila til lausnar á húsnæðisvanda unga fólksins. í greinargerð sem fylgir tillögunum segir m.a. „Oft hefur ungt fólk í Reykjavík staðið frammi fyrir miklum erfið- leikum í húsnæðismálum sínum. Sjaldan hafa þeir þó virzt jafn ó- kleifir eins og einmitt nú. Kemur þar margt til, sem ekki er unnt að rekja í stuttri greinargerð, en veldur því, þegar allt kemur saman, að ungt fólk stendur frammi fyrir nær ókleifum vegg þegar það leitar eftir húsnæði fyrir fjölskyldur sínar. í ljósi þessa er því fyllsta ástæða til, að Borgarstjórn Reykjavíkur taki þennan mikla vanda til athugunar og umfjöllunar. Því er þessi beiðni lögð fram. Þar sem Ijóst er að ungt fólk í Reykjavík á við óvenjumikinn vanda að fást í húsnæðismálum sín- um er því lagt til að borgarstjórn Sigurður E. Guðmundsson hrindi í framkvæmd hið allra fyrsta eftirtöldum aðgerðum: • Stofnað verði til ítarlegrar könn- unar á húsnæðisþörf ungs fólks í borginni um þessar mundir, þar sem fram komi m.a. hve margra íbúða er þörf, hve stórar þær þurfa að vera, hvort heldur er óskað eftir eignaríbúðum eða leiguíbúðum, í hvers konar hús-- gerðum o.s.frv. • Borgarráð taki upp viðræður við Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna i Reykjavík um samstarf þessara Framhald á 2. síðu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.