Alþýðublaðið - 06.04.1983, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 06.04.1983, Blaðsíða 4
 alþýðu- Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. , Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guðmundsson. Stjórnmálaritstjóri og ábm. Guðmundur Árni Stefánsson. Blaðamenn: Þráinn Haligrímsson og Friðrik Þór Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Áslaug G. Nieisen. Gjaldkeri: Halldóra JÓnsdóttir. Dreifingarstjóri: Sigurður Steinarsson. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 38, Reykjavík, sími 81866. Setning og umbrot: Alprent hf. Ármúla 38. Áskriftarsíminn er 81866 Miðvikudagur 6. apríl 1983 Magnús H. Magnússon Kosningaloforð Sjálfstæðismanna og Alþýðubanda- lagsins í húsnæðismálum hafa heyrst víða á undanförnum dögum. Sjáifstæðismenn lofa nú 80% lánum til þeirra sem eru að byggja í fyrsta sinn og alþýðubandalagsmenn tala nú um nauðsyn þess að byggja fyrir unga fólkið. Það er eins og þeir gieymi því um ieið, að þeir hafi verið í stjórn undan farin ár. Magnús H. Magnússon skrifaði nýlega í Brautina grein um þetta efni. Hún fer hér á eftir. í kosningastefnuskrá sinni lofa sjálfstæðismenn gulli og grænum skógum án þess að nokkur þurfi neitt fyrir það að borga. Þeir lofa því að takmarka mjög lántökur og stórlækka alla skatta. Ekkert minnst á méiriháttar áþreifanlega lækkun útgjalda. Samtímis lofa þeir ýmsum úrbót- um, sem kosta stórfé. Þannig lofa þeir öllum, sem eignast íbúð í fyrsta sinn, láni sem nemur 80% af í- búðarverðinu. Til að standa við þetta þarf á annað þúsund milljón krónur á ári og þess fjár verður auð- vitað að afla með sköttum og lán- tökum, eða hvað? Alþýðubandalagsmenn vilja ekki verða eftirbátar í loforðagerðinni. Þeir tala nú fjálglega um „íbúðir fyrir ungt fólk“ og fleira í þeim dúr og sérstaka sjóðmyndun til að standa undir lánveitingum til þessara hluta. Þessu lofa sömu mennirnir og skert hafa markaða tekjustofna Byggingarsjóðs ríkisins um 3/4 hluta síðustu 3 ár og lækkað opin- ber framlög til íbúðarlánakerfisins i heild, Byggingarsjóðs ríkisins og Byggingarsjóðs verkamanna um meira en helming þann tíma sem þeir hafa ráðið þessum málum. Afleiðingarnar eru m.a. þær að almenn lán til nýbygginga eru að- eins 10-12% af byggingarkostnaði staðalíbúða, á móti 45% ef stefna Alþýðuflokksins frá 1979 hefði ráð- ið ferðinni, og lán til kaupa á eldri íbúðum eru svo lág, að varla tekur að minnast á þau. Afleiðingarnar eru einnig þær, að nú er báðum sjóðunum bjargað frá greiðsluþroti frá degi til dags með söfnun óhemjumikilla yfir- dráttar- og óreiðuskulda hjá Seðla- bankanum og veðdeild Lands- Þroskahjalp: Námsstefna um samhæf- ingu í almennum skólum veröur haldin í apríl Landssamtökin Þroskahjálp gangast fyrir námsstefnu (symposi- um) í umboði Norrænu samtak- anna NFPU (Nordiska Förbundet Psykisk Utvecklingshamning) um efnið „En skola för alla“ dagana 18r-22. apríl n.k. að Hótel Loft- leiðum. Sérfræðingarí kennslumál- um þroskaheftra á öllum Norður- löndunum munu sækja þessa námsstefnu, en þar verður fjallað um samhæfingu á námi þroska- heftra í hinum almenna skóla og samræmdar aðgerðir í þeim málum á Norðurlöndum. NFPU samtökin eru 20 ára á þessu ári. Bæði einstaklingar og félagasamtök á öllum Norðurlönd- unum eiga aðild að þeim. Þau hafa frá upphafi haft 6-8 námsstefnur um málefni vangefinna á hverju ári, gefa út vandað tímarit — Psykisk Utvecklingshamning — og halda Norðurlandaþing 4. hvert ár. Síð- asta þing í Reykjavík 1979. Það næsta verður í Stavanger, Noregi i ágúst n.k. bankans og nema þær nú 120 millj- ónum króna. Hver tekur mark á þeim? Þegar þær staðreyndir liggja fyrir, að Alþýðubandalagið er á góðri leið með að leggja hið opin- bera íbúðalánakerfi í rúst þá tala þeir fjálglega um endurbætur og nýja sjóði. Hver skyldi taka mark á slíkum málatilbúnaði? Þegar Alþýðuflokkurinn fór með stjórn húsnæðismála, árin 1978 -1980, var mörkuð stórhuga og framsækin stefna í málefnum hús- næðislánakerfisins. Stefnt var að uppbyggingu öflugra íbúðalána- sjóða sem gætu á næstu árum fjár- magnað, til langs tíma og með við- ráðanlegum kjörum, ibúðarhús- næði einstaklinga og leyst um þriðj- ung íbúðarþarfa landsmanna á fé- lagslegum grundvelli. Meðal margs annars var stefnt að því, að almenn nýbyggingarlán Byggingarsjóðs ríkisins hækkuðu í fyrirfram á- kveðnum áföngum, á eigi lengri tíma en 10 árum, í 80% byggingar- kostnaðar og samsvarandi hækk- unar annarra lána. Með rækilegri úttekt á ítarlegri áætlanagerð var sýnt fram á, að þessi markmið voru raunhæf og viðráðanleg, ef rétt væri að málum staðið og jafnframt sýnt fram á, frá ári til árs, hvernig unnt væri að ná þessum markmiðum. Ef stefna Alþýðuflokksins hefði ráðið ferðinni væru almenn ný- byggingarlán Byggingarsjóðs ríkisins nú 45% af kostnaðarverði staðalíbúða í stað 10-12% eins og nú er og greiðslubyrði lána fyrstu 3-5 árin eftir að byggingarfram- kvæmdum lýkur eða eftir íbúðar- kaup aðeins þriðjungur af því sem nú er algengast. Við treystum því, að almenning- ur meti meira vönduð vinnubrögð, sem ekki eru í neinum tengslum við kosningar og þar sem þrædd er leið milli þess mögulega og þess æski- Iegasta, heldur en innihaldslausar upphrópanir rétt fyrir kosningar. Magnús H. Magnússon skrifar um húsnæðismál: Ef Alþýðuflokkurinn hefði ráðið ferðinni - næðu lán nú 45% af verði staðalíbúða Aðalskrifstofa Alþýðuflokksins Alþýðuhúsinu, Reykjavík, er opin daglega frá kl. 09.00 - 22.00. Þar er veitt öll sú aðstoð sem unnt er I sambandi við komandi alþingiskosning- ar, svo sem upplýsingar (þ.m.t. kjörskrárupplýsingar), gögn og leið- beiningar. Símar flokksskrifstofunnar eru 29244, 29273, 29282 og 15020. KOSNINGA- SKRIFSTOFUR ALÞÝÐU- FLOKKSINS: Akranes: Félagsheimilinu Röst, Vesturgötu 53. Sími: 93-1716. Akureyri: Strandgötu 9, sími 96-24399. Opið kl. 13.30 - 18.00 fyrst um sinn. Borgarnes: Skúlagötu 13, sími: 93-7714. Fyrst um sinn opið kl. 20-22.00 virka daga. Hafnarfjörður: Strandgötu 32, simi: 50499. Opið kl. 16-19.00. Starfsmaður: Hólmfríður Finnbogadóttir. ísafjörður: Mjallargötu 5, sími 94-3944. Opið kl. 13.30-19.00. og kl. 20.00-22.00. Starfsmaður: Margrét Pálmarsdóttir. Keflavík: Bárunni, Hringbraut 106, sími: 92-3030. Opið eftir kl. 13.00 daglega. Starfsmaður: Hrafnhildur Gunnarsdóttir. Reykjavík: Laugaveg 59, jarðhæð (Kjörgarður). Gengið inn frá Hverfisg. Opið kl. 09.00-22.00 daglega. Símar: 10027, 10332, 11179, 11307, 13037. Starfsmenn: Marianna Friðjónsdóttir og Kristinn Grétarsson. Reykjaneskjördæmi: Aðalkosningaskrifstofa kjördæmisins er að Jófríðarstaðavegi 11, Hafnarfirði. Sími: 53511 og 54053. Opið kl.09.00 - 22.00 Starfsmaður: Ólafur Einarsson. Kosningasjóður. “ Alþýðuflokksfólk. Munið kosningasjóði Alþýðuflokksins. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Sjálfboðaliðar. Við hvetjum allt alþýðuflokksfólk til að hafa samband við kosninga- skrifstofurnar og láta skrá sig til vinnu, bæði dagana fram að kjördegi og á kjördag. Utankjörfundarkosning. Skrifstofa Alþýðuflokksins vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu i Reykjavík er í Alþýðuhúsinu, Hverfisgötu 8-10. Opið daglega kl. 09.00 - 22.00. Símar 29244, 29273, 29282. Kosningaskrifstofur Alþýðuflokksins annars staðar á landinu veita einnig alia aðstoð og upplýsingar. Alþýðuflokksfólk er vinsamlegast beðið að láta kosningaskrifstofur flokksins vita um kjósendur Alþýðuflokksins sem ekki verða heima ál kjördag, 23. apríl n.k. Kjörskrár. Upplýsingar eru veittar um kjörskrár á öllum kosningaskrifstofum flokksins. Athugið, að kærufrestur rennur út 8. apríl n.k. Alþýðuflokkurinn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.