Alþýðublaðið - 13.07.1983, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.07.1983, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 13. júlí 1983 3 6.7 milljonir fra íslenskum fyrirtækjum til átaks gegn krabbameini Einkafyrirtæki og samvinnufyr- irtæki hafa á undanförnum mánuð- um safnað fé til aukinnar baráttu gegn krabbameini. Söfnun þessi er í óbeinu framhaldi af landssöfnun meðal einstaklinga, en hún fór fram í lok október sl. undir kjörorðinu „Þjóðarátak gegn krabbameini", eins og kunnugt er. Fé það sem safnaðist í fyrir- tækjasöfnuninni var afhent Krabbameinsfélaginu föstudaginn 8. júlí við athöfn í húsi því sem fé- lagið hefur keypt við Reykjanes- braut 8. Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða afhenti dr. Gunnlaugi Snædal formanni Krabbameinsfé- lags íslands söfnunarfé frá 240 einkafyrirtækjum. Benedikt Sig- urðsson fjármálastjóri Samvinnu- trygginga afhenti Gunnlaugi síðan Tramlág" frá "SamlDahdi “ísl.' iam- vinnufélaga og samvinnufyrirtækj- um. Heildarupphæðin er 6,7 millj- ónir króna. Það kom fram hjá talsmönnum gefenda að fyrirtæki landsins gera sér fulla grein fyrir því hve brýnt er að berjast gegn þessum sjúkdómi sem enn tekur stóran toll hjá fólki á besta aldri. Dr. Gunnlaugur Snædal þakkaði fyrir þessar höfðinglegu gjafir til Krabbameinsfélagsins og sagði að þær kæmu sér svo sannarlega vel nú þegar ætti að fara að innrétta hið nýja hús félagsins. Þessi stuðningur getur ráðið úrslitum um það að unnt verði að flytja inn í húsið í byrjun næsta árs og að félagið geti aukið starfsemi sína eins og stefnt hefur verið að. Þess má geta að nú stendur yfir söfnun meðal stéttarfélaga og er búist við að henni ljúki í haust. Frá afhendingu á söfnunarfé frá fyrirtækjum til Krabba- meinsfélagsins. "“A myndinni eru Benedikt Sigurðsson, Gunnlaugur Snædal og Sig- urður Helgason Jón B. Lorange skrifar: Launafólk mátað af eigin viija Það hefði mátt halda að fólk hefði viljað breytingar. En úrslit síðustu Alþingiskosninga bera það ekki með sér. „Gömlu flokkarnir með gömlu úrræðin“, þ.e. Fram- sóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur og Alþýðubandalag, vörðu undan- haldið einstaklega vel. í kosningun- um 1978 fengu þessir flokkar sam- anlagt um 80 af hundraði atkvæða og í vor var þetta hlutfall um 75. En því segi ég „gömlu flokkarnir með gömlu úrræðin" að þessir flokkar hafa haft „stjórnartaumana í sín- um höndum nær allan síðasta ára- tug og þau tvö og hálft ár sem liðin eru af níunda áratugnum. Að vísu áttu Alþýðuflokksmenn aðild að ráðuneyti Ólafs Jóhannes- sonar, sem starfaði í um eitt ár, og strax á eftir mynduðu þeir minni- hlutastjórn í nokkra mánuði um áramótin 1979—80. En Framsókn- arflokkur hefur átt aðild að fjórum ríkisstjórnum í nær tólf ár sam- fleytt, Alþýðubandalag hefur átt aðild að þremur ríkisstjórnum í alls sjö ár og Sjálfstæðisflokkur aðild að tveimur ríkisstjórnum í alls fimm ár. Til samanburðar hefur AI- þýðuflokkurinn átt aðild að þremur ríkisstjórnum en starfstími þeirra allra samanlagt aðeins verið um tvö og hálft ár. Hér er talið frá miðju ári 1970. En höfum við gengið til góðs göt- una fram eftir veg ? Góðir árróð- ursmeistarar mættu kannske telja okkur trú um það en því miður segja staðreyndirnar okkur annað. Efnahagsvandinn hefur vaxið stöð- ugt frá miðju ári 1970 og sumir ábyrgir menn í þjóðfélaginu telja nú að sjálfstæði þjóðarinnar sé stefnt í hættu með svipuðu áframhaldi. Hér koma staðreyndirnar sem eru ef til vill öllum kunnar en allt of fáir virðast gera sér grein fyrir alvöru þeirra. 1. Óábyrg og stjórnlítil stefna stjórnvalda í peningamálum hef- ur leitt til vaxandi verðbólgu og sérfræðingar telja nú að hún fari óðfluga að nálgast fyrsta hundr- aðið. 2. Lítið taumhald hefur verið á töku erlendra Iána og eru erlend- ar skuldir þjóðarbúsins um helmingur af þjóðarframleiðslu. Við þetta má bæta að greiðslu- byrði erlendra lána hefur nú komist upp fyrir 20% af útflutn- ingstekjum okkar. 3. Sparnaður fer minnkandi og fór niður fyrir 20% árið 1982. Allir fjárfestingar- og atvinnuvega- sjóðir eru þurrausnir. 4. Þjóðarframleiðsla hefur dregist saman um 2% á síðasta ári og 5% samdrætti er spáð á þessu ári. 5. íslenska krónan stendur mjög höllum fæti gagnvart erlendum gjaldmiðli. Meðalgengi erlendra gjaldmiðla gagnvart krónunni hækkaði um nær 90% á sl. ári. 6. Ríkissjóður er uppurinn og í hann mun Iíklega vanta rösklega 1000 m.kr., þegar gert verður upp fyrir 1983. 7. Verðgildi nýkrónunnar svoköll- uðu hefur rýrnað um 70%. Þær aðgerðir sem fyrirhugaðar voru samhliða gjaldmiðilsbreyting- unni hafa því greinilega borið lít- inn árangur. 8. Þrátt fyrir stór orð hefur at- vinnuleysi aukist! 9. Skattar til ríkisins hafa hækkað þrátt fyrir allt þetta. Hækkunin nemur 5.7% af þjóðarfram- leiðslu. Svona mætti fleira tína til. Og þó að kannske megi reyna að kenna síðustu ríkisstjórn um stöðu mála þá fellur það hvort eð er um sjálft sig, því umræddir íhaldsflokkar áttu einmitt aðild að henni. En hve mikið sem menn reyna er þetta að meginu til afleiðingar af óstjórn og óábyrgum ákvörðunum stjórn- málamanna. Vissulega má sumt skrifa á reikning úrelts kerfis, sumt á utanaðkomandi áhrif og sumt á óviðráðanleg innlend áföll, en allri skuldinni verður ekki skellt á þessi atriði eins og sumir vilja láta í veðri vaka. En þó staða þjóðarbúsins sé slæm er þá staða heimilanna í land- inu eitthvað betri? Sem betur fer er það svo. En Adam verður ekki lengi í Paradís. Staða heimilanna fer nú bráðversnandi. Kaupmáttur launa hefur verið skertur af stjórnvöldum hægt og bítandi undanfarin ár. Á meðan hefur verðlag hækkað mun meir en kaupið, launamismunur aukist, skattsvik aukist, hrammur hins opinbera stækkað og skattar hækkað. Sem sé þegar leysa átti efnahagsvandann hefur alltaf verið ráðist á launin en látið hjá líða að framkvæma einhvern uppskurð á kerfinu eins og sumir hafa lagt ein- dregið til að verði gert. Fyrir- greiðslupólitík og byggðastefnan hefur verið í miklu uppáhaldi stjórnmálamanna á undanförnum árum enda hafa þeir átt greiðan að- gang að sjóðakerfinu. Peningum hefur verið mokað frá suðvestur- horninu út í landsbyggðina í álíka hlutfalli og þingmenn landsbyggð- arinnar hafa komið til þingsetu á Alþingi Islendinga í höfuðborg- inni. En nóg um þetta. Að öllu þessu sögðu má mönnum vera Ijóst, a.m.k. þeim er hafa hag alls landsins í huga, að breytinga er þörf ef ekki á að kafsigla fleyið. Og viti menn. Betri leiðir bjóðast og upp á þær var boðið í síðustu kosn- ingum. Jafnaðarmenn buðu upp á jafnaðarstefnuna. Þeir höfðu kjark til að gagnrýna stjórn efnahags- mála harkalega, enda ekki að á- stæðulausu samkvæmt ofan- greindu, þeir höfðu og vilja til að fara aðrar ólíkar leiðir. En kjósend- ur höfnuðu þeim leiðum. 19% Iandsmanna völdu breytingar með jafnaðarstefnu, 5.5% kusu hagsýn- ar húsmæður en hin 75.5% kusu gömlu ráðin. Óhætt er að segja að áróðursmeistarar stærstu þriggja dagblaða landsins hafi staðið sig stórkostlega í áróðursstríðinu al- ræmda. Eitt höfðu þessi dagblöð þó annað sameiginlegt, þ.e. að gera jafnaðarstefnuna og fylgismenn hennar tortryggilega og óraunsæja í Góðra 1 ellefu þúsund og sjöhundruð fer- metrar að stærð og Iátin sendiráð- inu í té til sjötíu og fimm ára. Frem- ur óvanalegt mun að lóð sé afhent til svo langs tíma, nema fram- kvæmdir séu þegar hafnar. Það munu vera kröfur yfirvalda í Bandaríkjunum sem hér koma til, en fullkomin gögn verða að liggja fyrir um framkvæmdir sendiráðs- ins þegar beiðni um fjárveitingu verður lögð fyrir stjórnvöld þar í landi. augum kjósenda. Staðreyndin er nefnilega sú að öllum „kerfiskörl- um“ stendur stuggur af frjálslyndri stefnu jafnaðarmanna. Dugandi jafnaðarmönnum og sönnum lýðræðissinnum hefur reyndar lengi verið þetta Ijóst og hafa þeir reynt ýmis ráð til úrbóta. Fremstur í fylkingu var Vilmundur Gylfason. Hann var hvatamaður að útgáfu Helgarpóstsins; hann ræðst í útgáfu nýs vikublaðs sem bar það stefnumarkandi nafn, Nýtt land; hann stofnar ný stjórnmálasamtök jafnaðarmanna, Bandalag jafnað- armanna. Áður hafði hann starfað í Alþýðuflokknum og aukið fylgi hans stórlega. Leiðir hlutu þó að skilja þegar flokkurinn hafnaði honum sem varaformanni á sl. ári. Þá tók hann þá stórhuga ákvörðun að stofna ný stjórnmálasamtök sem ynnu í anda jafnaðarstefnunnar. Vafalaust má lengi deila um þá ákvörðun en vanhugsuð ákvörðun Alþýðuflokksins að sniðganga Vil- mund verður hinsvegar seint skilin til fullnustu. Óhætt er að fullyrða að við fráfall Vilmundar Gylfason- ar hafi jafnaðarmenn misst mikinn og stórhuga stjórnmálamann sem kom miklu til leiðar á þeim skamma tíma sem hans naut við. Ný ríkisstjórn hefur tekið við völdum. Fólkið hefur fengið ná- kvæmlega það sem það kaus. At- vinnurekendur, stórkaupmenn, bankaráðsmenn, samvinnumenn og milliliðir landbúnaðarins verða stjórnendur efnahagslífsins í næstu framtíð. Engum skal koma til hugar að hagsmunir launþega sitji í fyrir- rúmi. Útrekstur allaballanna verð- ur kröftugur og svo sem engin eftir- sjá í þeim en hætt er við að þeir muni hervæðast fyrri vopnum, með alþýðu sem sverð og skjöld, henni bæði til minnkunar og skaða. Góðu lesendur verum þess minn- ug að kjósa er sama og dæma. Dómarinn dæmir samkvæmt sann- leika og lögum. Honum ber að leita hins rétta, hins sanna, án hlut- drægni. Það er mikill glæpur við lýðræðið að ganga bundinn til kosninga. Það er einnig mikill glæpur við réttarfarið að dæma án þess að hafa skoðað allar hliðar málsins. Verum þessa minnug í kjörklefanum við næstu kosningar. Jón B. Lorange Utboö Tilboð óskast í að leggja Elliðavogsæð 4. áfanga fyrir Hita- veitu Reykjavíkur. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík gegn 1.500r kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriöjudaginn 26. júlí 1983 kl. 11 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJ/W KURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 Sumarferð Alþýðuflokksfélaganna í Reykjavík verður farin á laugardaginn n.k. 16. júlí. Ekið verður um Borgarfjarðar- hérað að Surtshelli. Farið verður frá Alþýðuhúsinu v/Hverfisgötu kl. 9 árdegis og komið til Réykjavíkur að kvöldi. Verð farmiða er kr. 300r fyrir fullorðna en kr. 150r fyrir börn. Miðar í ferðina verða seldir í Alþýðuhúsinu v/Hverfisgötu og á afgreiðslu Alþýðublaðsins Ármúla 38. Fólk er hvatt til að láta skrá sig hið fyrsta. Alþýðuflokksfélögin í Reykjavík

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.