Alþýðublaðið - 13.07.1983, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 13.07.1983, Blaðsíða 1
Míövikudagur 13. júlí 1983 99. tbl. 64. árg. Borgarráð: 40% hækkun á heitu vatni Hitaveitan hækkað um 170% á einu ári Borgarráð ákvað á fundi sínum í gær að fara að tillögu stjórnar Veitustofnunar Reykjavíkur og samþykkja hækkun á heitu vatni í borginni um hvorki meira né minna en 42%. Rummetrinn af heitu vatni hækkar við þetta úr 8.34 krónum í 12 krónur hinn fyrsta ágúst ef verð- lagsyfirvöld samþykkja hækkun- ina. Ef þetta gengur fram, þá mun heitt vatn hafa hækkað í borginni um 168% á einu ári milli 1. ágúst í ár og 1. ágúst á síðasta ári. Þetta er meira en tvöföld hækkun launa á þessu tímabili. Sigurður E. Guð- Alger óhæfa að samþykkja stöðug- ar hækkanir á opinberri þjónustu á sama tíma og landsstjórnin hefur sett þrælalög á almennt launafólk og skorið niður vísitölubætur, seg- ir Sigurður E. Guðmundsson, borgarfulltrúi Alþýðuflokksins mundsson, borgarfulltrúi Alþýðu- flokksins sagði í samtali við Al- þýðublaðið í gær, að óverjandi væri að samþykkja svo mikla hækkun sem þessa á sama tíma og í gildi væru þrælalög um afnám samn- ingsréttar launafólks og vísitala væri skorin niður hvað eftir annað. Auk hækkunar á heitu vatni var einnig samþykkt á sama borgar- ráðsfundi að hækka stofngjald hitaveitu fyrir nýbyggingar um 20%. Allir minnihlutaflokkarnir í borgarstjórn voru á móti þessum hækkunum. Sigurður E. Guðmundsson sagði í gær, að hann gæti út af fyrir sig fallist á að Veitustofnanir væru fjárþurfi. Þær ættu eflaust við fjár- hagsvanda að glíma eins og fjöldi annarra stofnana og fyrirtækja í landinu. Hins vegar væri það svo eftir nýsett þrælalög ríkisstjórnar- innar, þá eru heimilin í borginni einnig í gífurlegum fjárhagsvanda og væri ekki á bætandi með verð- lagshækkunum hins opinbera margföldum miðað við launabreyt- ingar. „Þetta er óverjandi á sama tíma og launþegar eru sviptir samn- ingsrétti og vísitölubætur á laun eru stórskertar“, sagði hann. Minnihlutaflokkarnir í borgar- stjórninni sem eiga kjörna fulltrúa í borgarráði, Alþýðubandalag og Framsóknarflokkur, greiddu báðir atkvæði gegn hækkununum, en á- heyrnarfulltrúarnir þ.e. Sigurður E. Guðmundsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrir Kvennaframboð, bókuðu andstöðu sinna flokka. Góðra vina fundur í Nýja-Miðbœnum Skammt milli Húss Versl- unarinnar - Morgunblaðs- ins og Bandaríska sendi- ráðsins Það verður eflaust einhvern tím- ann góðra vina fundur í Nýja Mið- bænum við Kringlumýri í Reykja- vík þegar þau andans stórhýsi verða risin sem nú er áformað að leiti til himna úr Kringlumýrinni. Morgun- blaðið fékk fyrir nokkru úthlutað lóð í Nýja Miðbænum — skammt frá stórhýsi Verslunarinnar. Nú hef- ur Bandaríska sendiráðið bæst í hið fríða lið sem fyrir er og verður þar engin smásmíði á ferð. Davíð Oddsson, borgarstjóri út- hlutaði á síðasta fundi borgar- stjórnar bandaríska sendiráðinu lóð við Ofanleiti/Háaleiti í nýja miðbænum i Reykjavík. Lóðin er Framhald á 3. síðu Borgarráð: Lóðum undir 970 íbúðir úthlutað í gær Á fundi Borgarráðs Reykjavíkur var í gær úthlutað lóðum undir alls um 970 íbúðir í borgarlandinu. Þessar lóðir eru undir einbýlishús og raðhús í Selási, Seljahverfi, og fyrstu þremur áföngum í Grafar- vogslandi, sem koma til fram- kvæmda í ár og næstu tvö árin. Borgarráð samþykkti einróma til- lögur lóðanefndar Reykjavíkur um úthlutunina. Samþykkt var jafn- framt að fresta úthlutun lóða í Ár- túnsholti. Ný stjórn kjörin á aðalfundi Alþýðu- flokksfélags Reykjavíkur Hluti fundarmanna á aðalfundinum á mánudagskvöld. Á innfelldu mynd er nýkjörinn formað- ur félagsins, Þorsteinn Eggertsson Aðalfundur Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur var haldinn á mánu- dagskvöld. Auk venjulegra aðal- fundarstarfa var kjörin ný stjórn fyrir félagið. Guðmundur Haralds- son lét nú af formennsku í félaginu, sem hann hefur haft á höndum í þrjú ár. í skýrslu stjórnar kemur fram, að alllíflegt starf hefur verið í félaginu á siðasta starfsári, en hús- næðisleysi háir þó nokkuð allri starfsemi Alþýðuflokksfélaganna. Formaður hinnar nýju stjórnar Alþýðuflokksfélaganna er Þor- steinn Eggertsson, lögfræðingur. Hann sagði í viðtali við Alþýðu- blaðið í gær, að hann væri bjart- sýnn á starfið framundan. „Ég hef mér við hlið í stjórninni dugandi fólk og við munum reyna að efla fé- lagið eins og kostur erý sagði hann. Allmargir hafa að undanförnu bæst við félagatal Alþýðuflokksins í Reykjavík og er það ánægjuleg þróun. Guðmundur Haraldsson, fyrr- verandi formaður sagði í skýrslu stjórnar, að húsnæðisvanda fé- laganna í Reykjavík yrði að leysa á næstunni þar eð hann væri stærsti þröskuldur í vegi fyrir auknu starfi félagsins. í máli hans kom m.a. fram að fjölmargir fundir voru haldnir á vegum félagsins á starfs- árinu, en auk þess gekkst félagið fyrir árshátíð og sumarferð, sem var fjölmenn að vanda. Þá rakti hann nokkuð áform um byggingu undir starfsemi félaganna. Úr stjórn með Guðmundi Haraldssyni gengu að þessu sinni þau Guðrún Sigurgeirsdóttir, Sverrir Kjartansson, Guðmundur Bjarnason og Þorgrímur Guð- mundsson. í hinni nýju stjórn eiga sæti Þorsteinn Eggertsson, formaður eins og áður segir. Með honum í stjórn eru Birna Eyjólfsdóttir, Maríanna Friðjónsdóttir, Grétar Nikulásson, Jón Hjálmarsson, Magnús Marísson og Haukur Haraldsson. í varastjórn eru Garðar Jensson, Lísbet Bergsveinsdóttir og Ágúst Guðmundsson. Ekkert lát á verðhœkkunum: Eðvarð Sig- urðsson látinn Eðvarð Sigurðsson, fyrrver- andi alþingismaður og um ára- bil formaður Dagsbrúnar í Reykjavík lést að Egilsstöðum á sunnudag sjötíu og tveggja ára að aldri. Hann var alla sína starfsævi í forystusveit verka- fólks í Reykjavík, starfsmaður Dagsbrúnar frá 1944 og for- maður félagsins um tveggja ára- tuga skeið. Þá varð Eðvarð Sig- urðsson einnig formaður Verka- mannasambands Islands frá stofnun 1964 til ársins 1975. Eðvarð Sigurðsson kom víða við í félagsmálastarfi. Hann var einn af stofnendum Kommún- istaflokksins, átti sæti í mið- stjórn Sósíalistaflokksins og einnig í miðstjórn Alþýðu- bandalagsins. Hann átti einnig sæti í stjórn atvinnuleysistrygg- ingasjóðs og stjórn Sambands almennra lífeyrissjóða. Hann sat á þingi fyrir Alþýðubanda- lagið frá 1959-1971. Eftirlifandi kona hans er Guðrún Þorbjörg Bjarnadóttir. flllt æðir upp - nema launin Verðhækkanaskriðan heldur áfram, enda þótt launin séu bund- in föst. í gær hækkaði verð á bensini um hvorki meira né minna en 13.5% og kostar nú hver bensínlít- ir 21 krónu og 90 aura. Rúmar tvær krónur hækkunarinnar renna til ríkissjóðs, en um 55 aur- ar til oliufélaganna. En það var ekki aðeins bensinið sem hækkaði. Brauð hækkuðu einnig um allt að 19% smjörlíki um 5%. Þá varð einnig hækkun á þjónustugjöldum skipafélaga. Þessar nýju hækkanir koma í kjölfar þeirrar verðhækkunar- skriðu, sem áttu sér stað í júlí- mánuði, þá m.a. vegna hinnar stórfelldu gengisfellingar, sem þá var gerð. . Visitala framfærslukostnaðar ^ækkaði um heil 14% í mánuðun- um maí og júní. Á sama tíma leyfði ríkisstjórnin aðeins 8% verðbætur á laun og það voru verðbætur vegna hækkunar fram- . færsluvísitölunnar í febrúar, mars og apríl. Það er ljóst að allar þær hrikalegu verðhækkanir, sem orð- ið hafa á ýmsum nauðsynjavörum og sést best i risi framfærsluvísi- tölunnar, verða á engan hátt bætt- ar í launum. Ríkisstjórnin hefur bannað verðbætur á laun og grunnkaupshækkanir verða eng- ar fyrr en 1. október næstkom- andi og þá aðeins um 4%. Og þess ber einnig að gæta, að búist er við annarri verðhækkunarskriðu í haust. Allt að einu, þá er það fyrir- Iiggjandi, að þessar verðhækkanir koma með fullum þunga á launa- fólk og það verður að leysa dæm- ið með þeirn peningum, sem það á nú — eða á ekki — í buddum sín- um. Það er þvi hrópleg móðgun við- alla skynsemi og svívirðilega blekkingarstarfsemi, þegar fjár- málaráðherra reynir að slá sjálfan sig til riddara með hinrii svoköll- uðu tollalækkun á dögunum, þar sem einkum voru lækkaðir tollar á þeim vörum, sem lítt eða ekki eru keyptar, eins og sykruðum niðursoðnum ávöxtum, þurrkuð- um ferskjum og öðru ámóta. Sú tollalækkun mælcjist 0.25% í framfærsluvisitölunni. Þeirri sömu og hækkaði um heil 14% i maí og júní. Sífellt hefur verið klifað á því að skera verði á sjálfvirka víxl- verkun kaupgjalds og verðlags til að stemma stigu við verébólgu- þróun. Nú hefur verið skorið á þessa víxlverkun með afnámi samningsréttarms. Einnig hafa launahækkanir verið bannaðar. En hinn þátturinn í málinu, verð- lagið, er látið ganga laust. Það er einungis hamrað á launafólkinu. Þvi má blæða. Steingrimur segir nefnilega að það verði að ná verð- bólgunni niður, hvað sem það kostar — þótt það kunrii að kosta gjaldþrot þúsunda heimila, land- flótta, og atvinnuleysi. Steingrím- ur og stjórnin ætla nefnilega að stjórna þessu þjóðfélagi til til- breytingar, eins og forsætisráð- herrann sagði í sjónvarpinu á dög- unum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.