Alþýðublaðið - 05.10.1983, Blaðsíða 2
2
Miðvikudagur 5. október 1983
'i\i iduuniMHivunciiv'
Að játa á sig vesaldóminn
öjálfstæðismenn meö Morgunblaðið í broddi
fylkingar, býsnuðust mikið yfir þeirri óvirðingu,
sem fyrrverandi ríkisstjórn sýndi þingræðinu í
landinu. Voru ófáar þingræðurnar haldnar af þing-
mönnum Sjálfstæðisflokksins vegna þessa máls
og ekki voru þær færri forystugreinarnar í Morgun-
blaðinu. Þessi hatramma — og um flest réttmæta
— gagnrýni Sjálfstæðisflokksins náöi þámarki
sínu, þegar umdeild bráðabirgðalög ríkisstjórnar
Gurtnars Thoroddsen voru gefin út í ágústmánuði
1982 og ekki lá fullljóst fyrir hvort þingmeirihluti
væri fyrir hendi til staöfestingar lögunum. Það
voru svo sjálfstæðismenn sjálfir, sem renndu þess-
um bráðabirgöalögum framsóknar og Alþýöu-
bandalagsins niöur, þegar til kom, með því að sitja
hjá við atkvæðagreiðsluna á Alþingi.
Sjálfstæöisflokkurinn leit það einnig mjög alvar-
legum augum, að Alþýðubandalagið hefði neitun-
arvald í ákveðnum lykilmálum í fyrrverandi ríkis-
stjórn. Morgunblaðið og margir þingmenn flokks-
ins töluðu um leynisamkomulagið á stjórnarheim-
ilínu, þar sem fámennur þingflokkur gæti stöðvað
framkvæmdir sem mikill meirihluti þingmanna
vildi í gang, s.s. eins og framkvæmdir við flugstöð-
ina á Keflavíkurflugvelli.
Þessi afstaða Sjálfstæðisflokksins og Morgun-
blaðsins er hér rifjuð upþ af ákveönu tiiefni. Á fundi
á Akureyri fyrir skömmu, uppiýsti Sverrir Her-
mannsson iðnaðarráðherra að foringjar Sjálfstæö-
' isflokksins hafi gengist undir þá kröfu Framsókn-
arflokksins að þing yröi el^ki kvatt saman í sumar,
eins og meirihluti þingmanna Sjálfstæðisflokksins
hefði verið áfram um. Þetta samkomulag hefði ver-
ið gert munnlega og í bakherbergjum, án vitneskju
flestra þingmanna Sjálfstæöisflokksins. Og Sverr-
ir Hermannsson iðnaöarráðherra sver sjálfur af
sér öll tengsl við þetta mál. Hann segist nefnilega
vera þingræðissinni hinn mesti og hafi þótt þaö
eölilegt að þing hefði verið kallað saman strax að
afloknum kosningum. Hann sagði orörétt á Akur-
eyrarfundinum: „Ég var ekki þar til kvaddur, þar
sem ráöið var ráðum stjórnarsamvinnu í ríkinu ís-
lands á vordögum. Ég hef ekki sannanir fyrir því,
en hlýt að álykta að í lokaviðræöum samninga hafi
veriö gengið undir það jarðarmen af okkar forystu-
mönnum að fallast á kröfu Framsóknarflokksins
um að þing yrði ekki kvatt saman“.
Og Sverrir hélt áfram: „Þetta er hvergi skrifaö,
en ég get ekki annað , ályktað, en að svo hljóti
að hafa. verið og ég dreg þær afleiðingar af eftir-
leiknum, því við fengum engu um þokaö. Og það
var ekkert annað að gera en játa á sig vesaldóm-
inn í því efni. Ég sá engin sköpuð ráð til þess að ná
fram þessu, sem ég taldi mjög mikilvægt, og ýmsir
mínir félagar, þingfloklysformaðurinn og hávaðinn
af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, en málið var
þá þannig vaxið, þegar á reyndi að ég sá ekki ann-
aö ráð en að renna af þessum hólmi“.
Svo mörg eru þau orð Sverris Hermannssonar,
þegar hann lýsir þvi, hvernig foringjar Sjálfstæöis-
flokksins gengust undir kröfur Framsóknarflokks-
ins um aö setja þingræðið í landinu í fjötra. Svo
mikiil var ákafinn í foringjum Sjálfstæðisflokksins
aö komast i stjórn og ráðherrastóla, aö þeir hugs-
uöu sig ekki tvisvar um, heldur gerðu leynisam-
komulag við framsókn, gengust undir neitunar-
vald framsóknar og sviku málstað þingræöisins,
sem þeir hafa í orði barist svo mjög fyrir á liðnum
árum.
Það þýðir lítt fyrir Sverri Hermannsson og aðra
skoðanabræður hans í þingflokki Sjálfstæöis-
flokksins að bregöa sér í hlutverk hins iðrunarfulla
Steingríms Hermannssonar og segja eins og
Sverrir á fundinpm á Akureyri um baktjaldasamn-
inga íhalds og framsóknar gegn þingræðinu:
„Þetta voru mistök en við skulum hafa þau sem víti
til varriaðar. Við þurfum að reisa við þingræði okk-
ar“.
Sannleikurinn er sá, að Sjálfstæðisflokkurinn er
með allt niöur um sig í þessu máli. Þingræðishjal
sjálfstæðismanna á liðnum árum var sýndar-
mennska ein. Það kemur skýrt fram, þegar for-
ingja íhaldsins munar ekki um að selja þingræöið
fyrir nokkra ráðherrastóla. Eða ætli Sverrir Her-
mannsson iðnaðarráðherra, sem telursig sannan
fulltrúa þingræöisins í landinu hafi ef til vill „játað
á sig vesaldóminn“ og „runnið af þessum hóimi"
til að verða ekki af embætti ráðherra í ríkisstjórn
Steingríms Hermannssonar á þeim tíma „sem
ráðum var ráðið í stjórnarsamvinnu í ríkinu íslands
á vordögum" og heiftúðug barátta átti sér stað í
þingflokki Sjálfstæðisflokksins um hinar mjúku
ráöherrasessur?
Auðmýking Sjálfstæðisflokksins er mikil. Flokk-
urinn lætur framsókn eftir forsætisráðherraem-
bættið og í það sest sá maður, sem sjálfstæðis-
menn hafa úthrópað sem mest á liðnum árum.
Sjálfstæðisflokkurinn beygir sig einnig fyrir kröfum
framsóknar um frestun þinghalds og ekki síöur um
afnám samningsréttarins. Risinn á brauðfótunum
í íslenskri pólitík — Sjálfstæðisflokkurinn — er aö
falli kominn. — GÁS
Á sláandi 4
Aðeins 1% kvenna faglærðar
Hlutfallsleg skipting mannafla á störf.
Eig. Fag Ófag Skr. + versl. Sérfr. og stjórnun
Konur 10,5 1,0 47,3 35,8 5,4
Karlar 16, 13,7 37,0 21,6 11,0
Bílgreinasambandið:
Ástand hjólbarða er
algerlega óviðunandi
Vetrardekk undir bílinn kosta nú alls
um 12000 kr. — þar af 45 % til ríkisins
Eins og mönnum er kunnugt þá
skiptast konur og karlar mjög mis-
munandi á störf. Aðeins 1% kvenna
á vinnumarkaði teljast faglærðar
meðan 14<7o karla eru faglærðir.
Tæpur helmingur kvenna flokkast
ófaglærðar eða 47% en aðeins 37%
karla og konur eru helmingi færri í
stjórnunarstörfum og störfum sér-
fræðinga. Þessar tölur sýna ein-
faldlega það sem allir vita.að konur
á vinnumarkaði eru með minni
menntun en karlar og það speglast
í tekjunum.
Sé atvinnulífinu skipt í þrennt
þ.e. frumvinnslu. úrvinnslu og
þjónustu þá kemur i Ijós mjög mis-
munandi skipting kynjanna á þess-
ar þrjár greinar.
Hlutfallsleg skipting mannafla á at-
vinnugreinar 1981.
Konur Karlar
Frumvinnsla 10,5 16,8
Úrvinnsla 2 5,2 4 0,2
Þjónusta 64,3 4 3,0
Næstum 2 af hverjum þrem kon-
um vinna í þjónustugreinum eða
64,3% á móti 43% karla. Innan
þessa þjónustuhugtaks rúmast
niargar atvinnugreinar t.d. versl-
unarstörf, samgöngur, viðskipti og
opinber þjónusta en þessar greinar
eru í lægri kantinum hvað meðal-
laun varðar miðað við frumvinnslu
og úrvinnslugreinarnar þótt mun-
urinn sé ekki mikill.
Samandregnar niðurstöður varð-
andi launamismun kynjanna
hljóma því á þessa leið. Samkvæmt
úrvinnslu launamiða allra lands-
manna eru karlar með helmingi
hærri meðal árstekjur en konur.
Þessi tekjumunur stafar að stórum
hluta af lengri vinnutíma karla en
einnig af því að karlar eru hlutfalls-
lega fjölmennari í sérhæfðum
störfum og stjórnarstörfum.
Niðurstöður könnunar á ástandi
hjólbarða sýna að það er almennt
algerlega óviðunandi og hættulegt.
Bílgreinasambandið hefur síðast-
liðin tvö vor kannað þetta og bæði
árin reyndust nær þriðji hver bíll
vera með ólöglega hjólbarða eða
32.5% í vor en 30.6% í fyrra.
Á þessum tíma árs eiga hjólbarð-
ar að vera í hvað besta ástandi,
vetrardekkin farin og því tækifæri
fyrir hendi að gaumgæfa sumar-
hjólbarðana. Þess má geta að
ökuslysarannsóknarnefnd í Finn-
landi hefur komist að því að 23%
slysa eru vegna ástands bílsins, þar
af 15% vegna hjólbarðanna, en hér
er átt við tilfelli þar sem dauðaslys
varð. í fréttatilkynningu frá Bíla-
greinasambaninu segir enn fremur:
„Ef við lítum á niðurstöður
hjólbarðakönnunarinnar í vor,
kemur í Ijós að meira en fjórði hver
bíll var ekki með mynstur í lagi, þ.e.
of slitna hjólbarða, eða 26.9% bíl-
anna. Þetta er mun hærri tala en í
könnuninni í fyrra, en þá var 21%
bílanna með of slitna hjólbarða.
Aftur á móti voru nú 6.6% bíla með
óeðlilegt slit á hjólbörðum en 9.5%
í fyrra. Munur á þessum könnunum
er ekki ýkja mikill en út úr þeim
virðist þó hægt að lesa varhuga-
verða þróun, þar sem ólöglegum
bílum og bílum með of slitið mynst-
ur hefur fjölgað. Þetta er hættuleg
þróun og algerlega óviðunandi og
nauðsynlegt er að efla fræðslu og
grípa til aðgerða til að bæta úr
þessu bága ástandi.
Þess má geta í framhaldi af þessu
að gera má ráð fyrir að nýir vetrar-
hjólbarðar kosti i kringum 3.000r
kr. eða í kringum 12.000r kr. undir
bílinn auk nagla og ásetningar. Af
þeirri upphæð renna um 45% til
ríkisins í formi aðflutningsgjalda
og söluskatts. Ef aðflutningsgjöld
yrðu felld niður af þessu nauðsyn-
íega öryggistæki fyrir bifreiðir
mundi útsöluverð hjólbarða lækka
um nær þriðjung.
Öllum 1
stjórar Landakotsspítala hætt
störfum vegna óánægju. Hins
vegar er haft eftir Loga Guð-
brandssyni, framkvæmdastjóra
Landakotsspítala að nýja kerfið
hafi reynst vel, þó svo gæti verið
að einhverjar af þeim konum sem
hættu hafi gert það vegna þess að
þær treystu sér ekki til að vinna
eftir því og að einhverjum eldri
konum hafi þótt það erfitt að laga
sig að nýjum aðstæðum.
sjálfra okkar
vegna!
TREfiSTUW TWGCOm
ViUitö SAMNINCSREPf
SKRIFUM UNDIR!
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, Björn Þórhallsson, Guðmundur J. Guðmundsson,
Karl Steinar Guðnason, Ragna Bergmann