Alþýðublaðið - 08.12.1983, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.12.1983, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 8. desember 1983 3 Einar Bjarnason form. Lögreglufélags Reykjavíkur: Hatursskrifin hefðu mátt bíða þar til báðir aðilar máttu svara fyrir sig Afkoma 1 4. Geðar verði ráðstafanir er tryggja að lánakjör og vextir af húsnæðis- lánum (Lífeyrissj. og Húsnæðis- stofn.) hækki aldrei umfram tekjur eða launataxta launafólks. 5. Gerðir verði skammtímasamn- ingar er taki gildi eigi síðar en frá 1. jan n.k. og gildi til 1. maí n.k. í ljósi þeirrar staðreyndar, að illa horfir með afkomu þjóðarbúsins, telur launamálaráð SFR skynsam- legt að bíða með frekari kröfur til vorsins. Forsenda þess að slíkt sé gerlegt, er að vandamál þeirra er við verstan kost búa, verði leyst strax. Séu stjórnvöld ekki reiðubúin tilþess.er það skylda launþegahreyfingarinn- ar að láta sverfa til stáls án frekari orðalenginga, því afkoma þess fólks þolir enga bið“ Allt að 1 fyrstu sex mánuði í ár eru samsvar- andi tölur rúmar 1.2 milljónir. Ekki fékkst uppgefið hvaða embætti um er að ræða en augljóslega er þarna átt við borgarfógeta í Reykjavík. Sem sagt um 3.4 milljónir á einu og hálfu ári. Tæpar 200 þúsund á mán- uði og fastar tekjur að auki. Ekki sem verst, sérstaklega þegar þess er gætt, að engin leið er að fá upplýs- ingar um þessar tekjur nema með ráðherravaldi. Það embætti, sem kemur næst borgarfógeta í Reykjavík fær 473 þúsund í sinn hlut. Mun það vera annað hvort fógeti í Hafnarfirði eða Keflavík. Þau embætti sem næst ganga í tekjum fá í sinn hlut 342 þúsund, 262 þúsund og 240 þúsund krónur, en ekki kom fram hvaða embættismenn þarna eiga hlut að máli. Tók ráðherra fram, að hjá níu embættum skiptust tekjurn- ar milli fleiri aðila. Alls voru 27 aðil- ar nefndir í svari dómsmálaráð- herra. Dómsmálaráðherra svaraði einn- ig fyrirspurn um innheimtulaun vegna ríkissjóðstekna. Hæstu tekj- ur í því tilviki voru samtals nærri 400 þúsund krónur á árinu 1982 og fyrra helmingi þessa árs. Er þarna líklega átt við tollstjórann í Reykja- vík. 222 þúsund af þessari upphæð eru til komin vegna innheimtu- þóknunar af skemmtanaskatti. Tekjur 32 aðilja vegna þessara tekna eru yfirleitt á bilinu 30-100 þúsund á umræddu tímabili. Albert 1 vöru og þjónustu, hún lögbundin frá gildistíma bráðabirgðasam- komulagsins. Takist sú verðstöðvun ekki þá skuli laun bætt eftir um- sömdum reglum. — Vextir og verðbótaþáttur vaxta vegna verðtryggðra íbúðalána komi til frádráttar tekjum við á- lagningu útsvars á árinu 1984. — Sérstakt framlag verði greitt leigjendum íbúðarhúsnæðis 1984 miðað við fjölskyldustærð og tekj- ur. Þetta tryggi leigjendum svipaða fyrirgreiðslu og vaxtafrádráttur vegna íbúðalána. Kristján sagði að samninga- nefndin hefði óskað eftir samn- ingafundi um þessar krqfur og að jafnframt hefði sáttasemjara verið skrifað bréf og þess óskað að hann taki kjaradeiluna til meðferðar. Eru tekjur 1 við sölu lausafjár. Rétt er að taka fram að í allflest- um tilvikum ef ekki öllum er hér um að ræða opinbera starfsmenn, sem sækja föst laun sín til ríkissins og uppboðslaunin eru því aðeins við- bót á fastar tekjur. Auðvelt er að afla upplýsinga almennt um launa- kjör ríkisstarfsmanna svo sem al- þingismanna, dómara og fl. Þess vegna er undarlegt ef tekjur upp- boðshaldara eru slíkt feimnismál og ekki er unnt að fá upplýsingar um þau nema eftir sérstökum leið- um. Flestir blaðamenn eru ágætis- menn. Ég þekki allmarga þeirra sem ég veit að hafa sannleikann að leiðarljósi. Marga sem vilja allt misrétti bæta. Menn sem vita að hlutlaus, þó gagnrýnin en umfram allt sönn fréttaþjónusta er sennilega allra nauðsynlegasti hornsteinninn undir sjálfu lýðræðinu. Því miður er örfáum annan veg farið. Þó virði ég stéttina. Hvern einasta dag og flestar næt- ur hringja margir fréttamenn á lögreglustöðina og spyrja tíðinda. Til að greiða fyrir þeirra starfi veita menn úr viðkomandi deildum um- beðnar upplýsingar nema ætla megi að þær spilli málsrannsókn. Nafnleyndar sakborninga að sjálf- sögðu gætt. Þessir tengiliðir sem fréttamenn eiga hér starfa við allar deildir em- bættisins. Einhverjir þeirra ætíð á vakt. Engum þeirra ber skylda til að annast fréttaþjónustu. Þeir gætu vísað á þá tvo yfirlögregluþjóna sem til þess starfa eru settir. Þá yrði nær ókleift að fá fréttir héðan nema á skrifstofutíma. Því miður kemur fyrir að frétta- menn misþyrma þeim trúnaði sem við sýnum þeim. Viðkvæm mál ýkt og afbökuð, þeim slegið upp af al- geru miskunnarleysi. Engu skeytt um sorgir og sviða þeirra sem sak- lausir eru. Blöðin þarf að selja Vegna þessara manna hefur sú hugmynd stundum skotið upp kolli að við meðaljónarnir hættum að þjóna fréttamönnum. Vísum að- eins á þá sem til starfans eru settir. Þessi hugmynd hefur ætíð verið kveðin niður og mun aldrei fá hljómgrunn. Þótt við þekkjum ýkju eða ósannindafólk er ekki rétt- mætt að gera heilli stétt erfitt fyrir. Minnstu þess í skrifum þínum ágæti fréttamaður, þó finnirðu laufblað fölnað eitt, er ekki bara heimska heldur tröllheimska að fordæma allan skóginn. Það er alltaf hryggilegt þegar fólk meiðist. Mínar kröfur til míns fólks og minna félaga eru meiri en þær sem ég geri til annarra. Þess vegna finnst mér stórum hryggi- legra en ella ef meiðsli fólks verða rakin til átaka við lögregluna. Meiðsli Skafta Jónssonar eru allri minni stétt mikið harmsefni. Við vonum innilega að hann verði jafngóður sem fyrst. Ég leyfi mér ekki að láta í ljós, skoðun um aðdraganda þeirra meiðsla. Málsskjöl varðandi kær- una hefi ég ekki fengið að sjá enda hlutlaus aðili sem rannsóknina ann- ast. Það mun hinsvegar vekja furðu mína ef Iögreglumaður sem á löng- um starfsferli er þekktur að sér- stakri gætni hefur allt í einu tryllst og framið fáheyrt níðingsverk. Ef öll sagan er sönn mun stéttarfélagið ekki liðsinna sínum manni. Því má trúa. Hitt mega menn líka reiða sig á að sé fólk úr Lögreglufélagi Reykja- víkur borið röngum sakargiftum verður hendi ekki af því sleppt. Fyrr má drjúgum frjósa. Hamfarir pressunnar gegn Iög- reglunni hafa verið með hreinum ódæmum nú undanfarið. Ég þori að segja að aldrei hafi nokkur ís- lensk stétt fengið því líka meðferð. Sum þessi hatursskrif hefðu að skaðlausu mátt bíða þar til báðir aðilar máttu svara fyrir sig. Þó sumar þessar greinar séu ljótar eru þær allar einhverra svara verðar utan sú sem Dagfarafyrirbrigðið dreit á pappír í gær. Stundum vefst það ögn fyrir mér að skilja fréttamat sumra „frétta- manna“. Það skyidi þó ekki skipta máli hvort fjallað er um miðlungs- jón eða sérajón. Gilda kannski sér- stakar reglur um hinn dýrðlega Pressujón? Meistarar þessara greina hafa flestir áhyggjur af öryggi borgar- anna þegar vitað er að stétt stór- hættulegra lögreglumanna gengur ennþá laus. Ég harma innilega og algerlega refjalaust öll þau tilvik þegar mín stétt hefur orsakað meiðsli eða valdið öðrum tjóni. Því miður erum við afskaplega ófull- komnir. Hvorki betri né verri en önnur mannanna börn. Samt eru tvær hliðar á flestum málum. Ef einhver vill vita þá er auðsannað að mun fleiri lögreglu- menn meiðast í átökum við borgar- ann en hið gagnstæða. Þetta hefur þó aldrei verið frétt. Hversvegna ekki Pressujón? Það skyldi þó ekki vera að nota- legt þyki að níða stétt sem bundin er þagnareiði og má ekki nota þau vopn sem hún þó hefur í hendi. Hversu margir stéttabræðra minna hafa brugðist sínu heiti? Svaraðu því Pressujón. Allt frá því að Danakonungur lét stofna opinbera löggæslu hér á landi og þar til fyrir örfáum árum síðan var talið sjálfsagt að lögreglu- menn sættu sig bótalaust við bæði kjaftshögg og kárínur. Jafnvel höfuðkúpubrot eftir bareflishögg óbótamanns get ég fært sönnur á að lögreglumenn hafa mátt þola án allra miskabóta. Þessu erum við loks á leið með að breyta. Síðasta félagsstjórn Iét á því herrans ári 1981 reka miskabóta- mál. Hið fyrsta í allri sögu félags- ins. Lögmaður okkar rekur nú sex eða sjö skaðabótamál vegna meiðsla sem lögreglumenn hafa hlotið af völdum misyndismanna nú síðustu mánuði. Handarbrot, tvö nefbrot, spörk í kynfæri, rif- brot, brotnar tennur, ljótur skurður i andlit. Þú vissir um þetta allt kæri Pressujón. Aðeins tvö þessara mála urðu þér að fréttum.Reyndar smá- um fréttum. Voru löggurnar ekki nógu vel ættaðar? Voru þetta bara meðaljónar? Viðurkennt skal að þú vissir ekki um þegar ég varð fyrir árás sem olli miklum og varanlegum heyrnar- skemmdum. Ég sagði þér ekki frá því. Síðan eru líka átján eða nítján ár og þá hluti starfsins sem ekki þýddi um að fást. Ég hef heldur aldrei unnið við Tímann. Manstu nokkuð hvað lögreglu- maðurinn (nú ennfremur útvarps- maðurinn), Ragnheiður Davíðs- dóttir, hafði til saka unnið þegar maður sparkaði í andlit hennar og nefbraut hana? Var hann í sjálfs- vörn? Var hún kannski að mis- þyrma honum? Pressan vissi um þetta mál. Ekki fréttist neitt um úr- bræddar ritvélar. Kannski ekki von, ekki er Ólafur Þorsteinsson mágur hennar. Arnþrúður Karlsdótir, núverandi útvarpsmaður starfaði sem lög- reglumaður um árabil. Eitt sinn þegar hún sat undir stýri lögreglu- bifreiðar var ráðist á hana þannig að hún lá eftir meðvitundarlaus. Ég man ekki hvort fjölmiðlarnir fréttu þetta. Hún átti heldur ekki maka við Dagblaðið. Arnþrúður var góður lögreglu- maður. Eitt sinn gekk hún venju fremur hart fram enda mannslíf þá í veði. Við það handleggsbrotnaði hún svo illa að fullur bati fæst aldrei. Hvernig slóstu þeirri frétt upp virðulegi Pressujón? Nú var það. Þetta var líka lítið efni. Enginn starfsmaður útvarpsins var mágur hennar. Eitt sinn sem oftar stöðvaði hún ölvaðan ökumann. Hann ók skyndilega af stað aftur með Arn- þrúði þáverandi lögreglumann fasta við bílinn. Sem alþjóð veit slapp Arnþrúður lifandi. Hún þakkar það góðri líkamsþjálfun. Var á þeim árum landsþekktur íþrótta- maður. Marin var hún þó, bólgin og tognuð. í næstu spurningu minni er enginn broddur og ég treysti því að einhver góður fréttamaður svari henni. Myndu fjölmiðlar gera því áþekk skíl ef Arnþrúður útvarpsmaður lenti nú í því sama. Jónas Kristjánsson lætur sér sæma að senda lögreglustjóranum í Reykjavík brigslyrði. Þ.á.m. að hann nálgist nú endamörk opin- berrar þjónustu. Langt er seilst að telja fólki það ávirðingar að eldast. Það er vissulega ekki mitt að taka upp hanskann fyrir þann sem veld- ur honum fullvel sjálfur. Gaman væri þó að vita hvar í röðinni JK. stóð þegar Drottinn úthlutaði rétt- sýninni. í röðum okkar lögreglumanna má finna þverskurð þjóðfélagsins. Hjá okkur starfa kennarar og mjög margir aðrir prýðilega menntaðir menn. Hér eru fyrrverandi iðnaðar- menn, verkamenn, sjómenn og bændur. Svo mætti lengi telja. Þessu fólki sendir Jónas Krist- jánsson þá kveðju að búast megi við að lögreglumenn ljúgi hver um annan þveran. Mér flýgur í hug málshátturinn gamli. Margur hygg- ur mann af sér. Alténd er löngu tímabært að vernda sannleikann fyrir Jónasi Kristjánssyni. Einar Bjarnason, form. LR. Jafnmikið 1 áætlanir í þessu efni og viðunandi aðstöðu komið á fyrir þessa sjúkl- inga. Á árinu 1982 þurftu nærri þrjú hundruð manns á geislameð- ferð að halda vegna krabbameins. Gert er ráð fyrir, að um 200 manns af þeim hefðu þurft á að halda sér- stakri meðferð með svokölluðum línuhraðli, sem ekki er til hér á landi og aðeins er unnt að koma fyrir í þar til gerðri nýbyggingu. Eins og fram hefur komið er það mat lækna, að ef ekki verður bætt úr aðstöðu krabbameinslækninga á næstu árum, verði að senda sjúkl- inga utan i stórauknum mæli. Með- alkostnaður á sjúkling í ár sem sendur var utan til geislameðferðar er nálægt 440 þúsund krónum og sé aðeins gert ráð fyrir utanferðum um helmings sjúklinga á síðasta ári til ge’slameðferðar með línuhraðli, þá væri þessi kostnaður kominn í um 64 milljónir króna. Það er ein- mitt sú upphæð, sem farið er fram á í K-bygginguna á næsta ári. Matthías Bjarnason, heilbrigðis- ráðherra sagði, að fyrirsjáanlegt væri að framkvæmdir myndu ekki hefjast á þessu ári að óbreyttum að- stæðum. Byggingartíma myndi því seinka um eitt ár. Hann sagðist hafa þungar áhyggjur af stöðu þessara mála eins og fram hefði komið þeg- ar rætt var um hjartaskurðlækning- ar á Alþingi fyrr í vetur. Ráðherra ítrekaði, að nútíma- geislameðferð yrði ekki fram- kvæmd hér á landi fyrr en línuhrað- all hefði verið keyptur til landsins. Fram kom að sjö slík tæki eru nú til á sjúkrahúsum í Kaupmannahöfn. Af tölum, sem ráðherra nefndi um útlagðan kostnað vegna utan- fara krabbameinssjúklinga, sést vel hve alvarleg staða þessara mála er nú. 19 sjúklingar þurftu að leita á síðasta ári utan vegna illkynjaðra sjúkdóma og nam kostnaður vegna þeirra um 2.5 milljónum króna. Nú á þessu ári hefur þessi kostnaðar- liður tvöfaldast, er kominn yfir 5.5 milljónir króna og fjórtán sjúkling- ar höfðu leitað sér lækninga á þessu sviði fram til nóvemberloka í ár. „Og þið kallið ykkur lækna! Þetta er þriðji Andropovinn sem við höfum misst í þessum mánuði!“. (úr Punch.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.