Alþýðublaðið - 14.12.1983, Side 4
alþýou
Miðvikudagur 14. desember 1983
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guðmundsson.
Stjórnmálaritstjóri og ábm. Guðmundur Árni Stefánsson.
Blaðamenn: Þráinn Hallsrímsson oe Friðrik Þór Guömundsson.
Auglýsingastjóri: Helma Jóhannesdóttir
Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir.
Ritstjórn og auglýsingar eru að Árroúla 38, Reykjavík, sími 81866.
Setning og umbrot: Alprent hf. Ármúla 38.
Prentun: Blaðaprent, Síðumúla 12.
Áskriftarsíminn
er 81866
Tölvur misnotaðar í Noregi:
SAS njósnar um
starfsmenn sína
Starfsmenn SAS-flugfélagsins
eru ekki sérlega ánægðir með yfir-
menn sína þessa dagana. Þeir vita
þó varla hvert þeir eiga að beina
reiði sinni, hvort hún á að bitna á
hönnuðum tölvukerfa fyrirtækis-
ins eða að einstaklingum í yfir-
stjórn flugfélagsins, sem misnotað
hafa tölvuupplýsingar á undan-
förnum mánuðum. Það hefur sem
sé komið í Ijós, að einhverjir yfir-
menn fyrirtækisins hafa notað
tölvukerfi SAS til að kanna vinnu-
framlag ýmissa starfsmanna og
fleira í þeim dúr. Raunar er það svo,
að allir sem aðgang eiga að tölvu-
kerfi SAS, geta notfært sé eða mis-
notað þessar upplýsingar. Þar með
taldar ferðaskrifstofur i öllum
Norðurlöndunum.
Fjöldi upplýsinga um starfsfólk
er í tölvubanka SAS; þar má t.d.
finna upplýsingar um sjúkdóma,
leyfi, uppsagnir, starfsaldur og sitt-
hvað fleira, sem ýmsum kann að
finnast næsta persónulegir hlutir.
Þá er einnig að finna t.d. heimildir
um seinkanir flugvéla og hvaða
flugumferðastjórar hafa átt þar
hlut að máli. „Við teljum að þetta sé
algerlega ólöglegt og við höfum
lagt málið fyrir Tölvueftirlitið",
segir formaður félags flugumferða-
stjóra í Noregi, Asbjörn Wikestad.
Það var af einskærri tilviljun, að
þetta mál komst upp. Þannig var að
nokkrir starfsmenn voru að leik við
eitt af innsláttarborðum fyrirtækis-
ins. Þegar af tilviljun ákveðnir lykl-
ar voru slegnir skilaði tölvan frá sér
upplýsingum, sem vöktu furðu
starfsmanna.
Þarna var að finna fjölda flug-
umferðarstjóra og einkennisorð við
þá eftir því, hvort flug sem þeir
höfðu stjórnað gengu eftir áælun
eða ekki. Þegar kannað var hvort
tölvulykillinn framkallaði sömu
upplýsingar á SAS - skrifstofum í
nokkrum borgum, kom í ljós að svo
var. Einnig var hægt að ná fram
upplýsingunum frá öllum ferða-
skrifstofum, sem tengdar eru SAS.
Formaður flugumferðastjóra
segir, að þetta sé ekki í fyrsta sinn,
sem yfirmenn SAS leiki þennan leik
gagnvart starfsmönnum. í fyrra
kom svipaður atburður fyrir og var
málið kært. Kallaður var saman
samningafundur með starfsmönn-
um og yfirmönnum fyrirtækisins
en á meðan á honum stóð, var pró-
gramm með umræddum upplýs-
ingum þurrkað út úr tölvunni.
Stjórn fyrirtækisins lofaði þá, að
þetta myndi ekki endurtaka sig, en
nú er augljóst að ekki á að standa
við það.
Tölvueftirlitið í Noregi hefur
óskað eftir því við SAS-samsteyp-
una, að hún geri grein fyrir þessu
máli innan eins mánaðar. í Tölvu-
eftirlitinu er tekið undir þær skoð-
anir starfsmanna SAS, að greini-
lega sé um lögbrot að ræða og gerð-
ar hafa verið ráðstafanir til að
hreinsa út umrætt prógramm.
Nokkrir starfsmenn brugðu á dögunum á leik við tölvur SAS-fyrirtœkis-
ins. Þeir voru undrandi þegar tölvan sýndi allt í einu upplýsingar sem alls
ekki er heimilt að safna um starfsmenn og frammistöðu þeirra í vinnunni.
JOHANNA SIGURÐARDÓTTIR:
Atak gegn út-
breiðslu fíkniefna
Jóhanna Sigurðardóttir
Á undanförnum vikum hafa
komiö fram opinberar upplýsingar
um, að notkun fíkniefna hafi á
undanförnum einum til tveimum
árum fariö ört vaxandi og fram
hafa komið ógnvekjandi tölur í því
sambandi. í riti heilbrigðis og
tryggingamálaráðuneytisins, sem
gefið var út í júní 1983 um kannanir
á áhrifum fíkinefnadóma 1980 og
kannanir á kannbisneyslu íslend-
inga gefur m.a. eftirfarandi könnun
sem gerð var í skólum landsins til
kynna.
1. Að af liðlega 1000 manns sem
könnunin náði til, neyttu 222 á aldr-
inum 16 til 26 ára kannabis eða
22,18%. Fram kemur einnig í þessu
í síðustu viku urðu talsverðar umræður um fíkniefni á Al-
þingi. Jóhanna Sigurðardóttir spurði m.a. dómsmálaráð-
herra Jon Helgason hvernig og hvort hann hygðist efla toll
og löggæslu vegna stóraukinnar neyslu fíkniefna hér á landi
á undanförnum misserum. Ýmsar fróðlegar upplýsingar
komu fram í inngangi að fyrirspurn Johönnu og eru megin-
atriðin dregin saman hér að neðan.
Dýr störf í norskum skipasmíðaiðnaði:_
Hvert starf kostar
ríkið 600
þús. krónur
Fjárlögin hækkuðu um
166 milljónir í meðförum fjár-
veitinganefndar...
Hvers lags eiginlega með-
ferð er þetta? Skyldi Albert
kæra?
Stjórnvöld í Noregi hafa af því
þungar áhyggjur, að kostnaöur rík-
isins af skipasmíöum þar í landi
hefur á undanförnum árum farið
'stórvaxandi. Skipaiðnaður hefur
eins og kunnugt er átt í vaxandi
erfiðleikum víða um heim í þeirri
efnahagskreppu, sem ríkt hefur
undanfarin ár. Þetta hefur m.a.
komið fram í því að fjölda skipa
hefur verið lagt og verð á nýjum
skipum hefur farið hlutfallslega
lækkandi. Þar sem tilkostnaöur
hefur ekki lækkað að sama skapi
hafa skipasmíöastöövar víða á Vest-
urlöndum leitað eftir aðstoð ríkis-
stjóma til að haida starfseminni
gangandi. Þannig er kostnaður
norska ríkisins af smíði hvers skips
í landinuu nú kominn í 21.5% og
þykir mörgum nóg um. Nióur-
greiðslur norska ríkisins á hvert
starf i skipasmíðaiðnaði nemur nú
hvorki meira né minna en 20.000
dölum eða nálægt 600 þúsund ís-
lenskum krónum á starf.
Mikið var deilt um þessar niður-
greiðslur á norska Stórþinginu fyrir
nokkrum dögum, þegar ríkis að-
stoðin kom þar til umræðu. Ríkis-
stjórnarflokkarnir vildu ekki auka
aðstoðina mjög úr því sem nú er, en
stjórnarandstaðan. Þ.e. jafnaðar-
menn, frjálslyndir og vinstri sósía-
listar vildu auka niðurgreiðslur enn
frá því sem nú er og fara í allt að 700
þúsund á hvert starf.
Þó að farið hafi verið að tillögum
stjórnarinnar í þessu efni, kemur
• Framhald á 2. síðu
riti að á þessum aldri sé í landinu 48
þús. manns og ef reiknað er með
sama hlutfalli neytenda og fram
kemur í könnuninni þá nái neyslan
til 10.656 manns á þessum aldri.
í öðru lagi kemur fram í sömu
könnun að á aldrinum 15 til 30 ára
noti 222 eða 19,75% kannabis, í
þessum aldurshópi eru 67.383 í
landinu, ef sömu forsendur eru not-
aðar um neyslu í þessum aldurshópi
þá neyttu 13.312 manns á aldrinum
15 til 30 ára kannabisefna.
Fram hafa auk þess komið opin-
berlega nýverið enn meira ógnvekj-
andi tölur en ég hef hér lýst, en það
kom fram hjá formanni Æskulýðs-
ráðs í sjónvarpi að 40 til 60% þeirra
semeruáaldrinum 16—30áraneyti
fíkniefna í einhverjum mæli. Erfitt
er að staðhæfa þessar tölur sem
þarna koma fram og ber því að taka
þær með fyrirvara. Að auki má
benda á að í Dagblaðinu nýlega
kemur fram að þriðji hver sjúkling-
ur sem leitar til lækna á meðferðar-
stöð S.Á.Á. gerir það vegna lang-
varandi ofnotkunar á kannabisefn-
um eða öðrum sterkum eiturefnum.
Á undanförnum árum hefur verið
gert upptækt töluvert magn af
fíkniefnum, og hefur það sem af er
á þessu ári verið tekin 20 kíló af
kannabisefnum og 600 gr. af an-
fetamíni en til saman burðar voru
tekin 8 kíló af kannabisefnum 1981
og 50 gr. t(f amfetamíni og 1982 um
8 kíló af kannabisefnum og73 gr. af
amfetamíni!
Aðeins smábrot
Þeir sem gerst þekkja til, telja að
hér sé aðeins um að ræða smábrot
af því sem í umferð er hér á landi, en
tölur hafa komið fram um að áætl-
að sé að allt að 3 tonn séu í umferð.
Á undanförnum dögum og vikum
hef ég rætt við marga þá, sem að
þessum málum vinna, bæði toll og
löggæsluyfirvöld svo og yfirnefnd
heilbrigðismála. Allir þessir aðilar
eru sammála um, að fíkniefna-
neysla hafi farið ört vaxandi á und-
anförnum árum og að aukist hafi
notkun á sterkum fíkniefnum svo
sem amfetamíns. Það er því ljóst,
að stjórnvöld verða að grípa til allra
tiltækra ráða, til að fyrirbyggja út-
breiðslu þessara stórhættulegu og
skaðlegu efna, og gera verður stór-
aukið átak til að fyrirbyggja að
fíkniefni berist til landsins, svo og
að auka í skólum og fjölmiðlum
alla fræðslu um skaðsemi fíkniefna
eins og hér hefur komið fram fyrr í
dag. Hér er svo alvarlegt mál á ferð-
inni sem getur haft svo ógnvekjandi
afleiðingar fyrir einstaklinga og
þjóðina í heild ef ekki er brugðist
við með skjótum hætti. Bæði getur
afleiðing þess orðið stóraukin af-
brot þar sem fíkniefna neytendur
neyta allra ráða til þess að verða sér
út um peninga og fjárráð til þess að
kaupa þessi fíkniefni og eins hitt að
þetta getur eyðilagt líf fjölda ung-
menna ef þessi mál eru ekki tekin
föstum tökum. Auk þess sem af-
leiðing þess getur orðið stóraukinn
kostnaður við alla heilbrigðisþjón-
ustu í landinu.
Ég hef leyft mér ásamt nokkrum
þingmönnum að flytja þetta mál
Framhald á 2. síðu