Alþýðublaðið - 30.12.1983, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.12.1983, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 30. desember 1983 r-FUTSTJORNARGREIN- Blikur á lofti í alþjóðamálum Dökkar blikureru á lofti í alþjóðastjórnmálum um þessar mundir. Ekki verður sagt, að miðað hafi í rétta átt I neinum meginatriðum á því ári sem nú erað kveðja — 1983. Hins vegarmáfull- yrða, að valdsmenn þá, sem mestu ráða um framvindu alþjóðastjórnmála I heiminum, hafi boriö verulega af leið og þar meö skapað aukiö hættuástand fyrir alla íbúa jarðarinnar. Hvort sem litiö ertil austurs eðavesturs feta ráðamenn sig nær helstefnu og vargöld með gerðum slnum, en tala um leið fjálglega um nauðsyn spennuslökunar og friðsamlegra lausna á deilumálum. I austri malarsovéski björninn undirsig þraut- pýnda þjóð Afghanistan, sem I fjögur ár hefur orðið að búa við erlenda fhlutun um máiefni sín. Svo er nú komiö, að hátt á fjóröu milljón manna hefur yfirgefið heimaland sitt undan geltandi byssum „verndarans" I noröri. Vitan- lega tala Sovétmenn um það nú, að þeir muni draga herlið sitt út úr Afghanistan um leið og „eðlilegt ástand“ sé komiö á I landinu. Sovétmönnum hefur tekist að koma á „eðli- legu ástandi" I Póllandi, þar sem hin frjálsa verkalýðshreyfing hefur, að því er virðist, verið kveðin I kútinn. Stjórnvöld I Póllandi láta nú kné fylgja kviði; frjáls rithöfundasamtök og önnur óháð félög eru um þessar mundir fyrir rannsóknarrétti pólskra rétttrúarkommúnista. Brýnt er að endurhæfa þá, sem villst hafa af leið. Um leið og þetta gerist er hin dauöa hönd austræns efnahagskerfis að sá feigö sinni I efnahags- og atvinnulíf Pólverja. Og við send- um þeim mat. Hinum megin á jarðkringlunni — I Mið-Ame- ríku standa Bandarfkjamenn að villimannlegri útrýmingu og böðulsverkum, sem lengi hefur einkennt þá I þeirri heimsálfu. Þeir sjá vitfirrt- um glæpamönnum I Mið-Amerikurlkjum eins og El Salvador og Guatemala fyrir vopnum til að herja á landsmenn sfna. Yfir fimmtíu þús- und óbreyttir borgarar hafa þegar fallið I valinn I El Salvador á síðustu fjórum árum. Mörg þús- und manns eru „horfnir“. í fangelsum sitja þar tiltölulega fáir, en það segir ef til vill mest um áhrifarlkar aðgerðir stjórnvalda gegn landslýð, þar sem handtökur og fangelsanir hundruð manna eru daglegt brauð. Engin réttlæting er til fyrir þeim voðaverkum, sem unnin eru I Mið-Ameríku á hverjum einasta degi ársins. Ábyrgð þeirra þjóða, sem taka þátt I hernaðarbandalagi með Bandaríkjunum er einnig mikil. Löngu er tímabært að aðildar- þjóðir Atlantshafsbandalagsins tali I þessu efni tæpitungulaust við stjórn Reagans I Bandaríkjunum. Engin leið er fyrir V-Evrópu- þjóðirnar, sem kenna sig við lýðræði og mann- úð, að verja glæpi stjórnar Reagans i Mið-Ame- rlku, sem viðgengist hafa allt of lengi. En fleiri dökkar blikur eru í alþjóðamálum um þessarmundir. Ekki þarf stóran neistatii að tendra mikið bál I Mið-Austurlöndum. Þar staf- ar heimsbyggðinni mikil hætta af öfgamönn- um til hægri og vinstri, sem skirrast ekki við að draga að sér athygli með fólskuverkum gegn almenningi I þessum iöndum. Stórfelld hætta stafar einnig af útþenslustefnu öfgaklerka I íran, sem leita nú hófanna um landvinninga I nágrannarlkjunum. Síðast en ekki slst er þróun I kjarnorkuvígbún- aði stórháskaleg. Ekki þarf að fjölyröa um víxl- spor stórveldanna I því efni á árinu 1983. Atlantshafsbandalagið hefur gefið Sovét- mönnum kost á að fækka kjarnorkueldflaug- um slnum I Evrópu allt frá árinu 1979. Þrátt fyrir þessar óskir hafa Sovétmenn haldið áfram vit- firringslegri kjamorkuuppbyggingu á sama tímaog gereyðingargetavopnannaermargföld miðað við það sem þarf til að drepa alla íbúa Evrópu. Ákvörðun NATO um að koma upp fleiri eldflaugum I Evrópu er af sama toga spunnin. Hún er ekki sigur fyrir Atlantshafsbandalagið heidur mikill ósigur fyrir alla V-Evrópubúa. Fjölgun kjarnorkuvopna er ekki annað en heimska við núverandi aðstæður. Af öllum þessum atriðum I alþjóðastjórnmál- um eigum við íslendingar að læra. Við erum ekki einangrað eyland lengur með fjarlægðina að vörn og sókn. Fyrst og fremst eigum við að móta utanrlkisstefnu okkar með dómgreind okkar sjálfra, en hllta þarekki forsögn herfor- ingja og herskárra stjórnmálamanna úti I heimi. Með það I huga skulum við meta stöðu okkar I heiminum á komandi ári. Þ.H. RITSTJORNARGREIN* Horft um öxl og fram á veg Það ár sem senn kveður hef- ur á margan hátt verið við- burðarlkt. Á innlendum stjórn- málavettvangi hafa mörg stór- tlöindi gerst, sem munu hafa áhrif á gang mála á næsta ári og lengur. Þar ber fyrst að geta um hörmulegan viöskilnað ríkis- stjórnar sjálfstæöismanna, Alþýðubandalags og Fram- sóknarflokks sl. vor. Kosning- ar fóru fram ( aprfl og niöur- stöður urðu þær helstar, að ný og áðuróþekkt framboð hlutu umtalsverðan styrk meðal kjósenda og nokkur þingsæti. Þetta leiddi aftur til þess, að llnur skýrðust sáralltiö I kosn- ingunum; öllu frekar að flækj- ur hins íslenska flokkakerfis yrðu meiri og erfiðari viðfangs en fyrr. Það breytti þó ekki þv(, sem margir höfðu spáð, að íhaldsflokkarnir tveir, Sjálf- stæðisflokkur og Framsókn- arflokkur, féllust (faðmaað af- ioknum kosningum og mynd- uðu dæmigeröa helminga- skiptastjórn. Á ýmsu áttu menn von, þegar þessir flokk- ar mynduðu ríkisstjórn, enda reynslan af stjórnarsamstarfi þessara flokka tveggja ekki góð; þeir hafa öllu jafna dregið það versta fram hjá hvor öör- um í sllku samstarfi. Engan óaði þó viö þeirri hrottalegu árás á lifskjör iaunafólks, sem boðuð varog framkvæmd þeg- ar á fyrstu dögum stjórnar- samstarfsins. Upp úr pússi stjórnarflokkanna var gripin nakin leiftursóknarstefna íhaldsins frá 1979, sem kjós- endur höfnuðu þá alfarið. Rik- isstjórnin ætlaði sér að rota verðbólguna I fáum stórum höggum og nota bök verka- fólks sem stökkpall I þeirri at- lögu. Þetta hefur svo gengið eftir. Allan stjórnartimann hef- ur ekkert lát verið á marghátt- uðum kjaraskerðingum — beinum og óbeinum. Þetta hefur aftur leitt til þess að verðbólgustigið hefur gengið niður, en á sama tíma er öllum Ijóst að svo harkalega hefur verið gengið á kjör launafólks, að stórir hópar fólks eru hrein- lega á vonarvöl. Aðgerðir stjórnvalda gegn verðbólgu hafaeinvörðungu verið fólgnar I launaniðurskurði; hinir raun- verulegu verðbólguhvatar, svo sem dellufjárfestingar og gegndarlaust sjóðasukk, t.d. I höfuðatvinnuvegunum, hafa verið látnir óáreittir. Engum duldist það, að til rót- tækra aögerða yrði aö grlpa eftir viðskilnað fyrri rlkis- stjórnar. Veröbólgan komin I þriggja stafa tölu og á fljúg- andi uppleið, viðskiptahallinn ógnvænlegur og erlendar skuldir hreinlega orðnar hættulegar efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar. Þann tíma sem Alþýðuflokkurinn átti hlut að máli f tilraunum til stjórnarmyndunar lagöi hann höfuðáherslu á þaö, að það yrði að grípa til róttækra og víðtækra aðgerða — aðgeröa sem snertu hin fjölmörgu sviö efnahags- og atvinnullfs. Al- þýðuflokksmenn vöruðu ein- dregið við þeirri leið, sem rlkis- stjórnin slöan fetaði, að ein- vörðungu yrði ráöist á iaunin til þess að snúa ofan af verð- bólguásnum; sllkt hefði veriö reynt áður og væri ekkert ann- Grímsbær óskar öllum sínum viðskiptavinum gleðilegs nýs árs og þakkar viðskiptin á liðnu ári. Grímsbær við Bústaðaveg að en skammtímaúrræði og hailærisredding. Alþýöuflokk- urinn vildi uppskurð á sjóða- kerfinu I landinu, hugarfars- breytingu hvað varðar fjárfest- ingastefnuna og margháttað- ar strúktúrbreytingar I stjórn- kerfinu. Fyrir þessum hug- myndum Alþýðuflokksins var ekki hljómgrunnur; stjórnar- flokkarnir einbllndu á kaup- skerðingu og aftur kaupskerð- ingu, sem allra meina bót og Alþýðubandalagið eins og fyrri daginn, sló úr og í og vildi i hvorugan fótinn stlga. Það er engin ástæöa til að leyna því, að þótt síðari hluti þessa árs hafi verið launafólki þungur I skauti, þá bendir allt til þess aó hið næsta ár verði ekki síður erfitt. Rfkisstjórnin hefur boðað áframhaldandi láglaunapólitik; laun munu ekki hækkaaö neinu marki allt næsta ár, sumir ráðherranna segja þau ails ekkert mega hækka. Á sama tima er skatt- byrðin aukin, gert er ráð fyrir gjaldskrárhækkunum opin- berra stofnana og einnig hitt, að umtalsverð verðbólga er enn til staðar og hana eiga launþegar að bera bótalaust. Og stjórnarherrarnir ýja ekki einu sinni að þvl að fólki verði bætt á einn eða neinn hátt all- ar þær kaupmáttarskerðingar, sem það hefur mátt þola allan slðari hluta þessa árs. Það er því Ijóst að á meðan rlkisstjórn Steingríms Hermannssonar heldur óbreyttum kúrs I efna- hags- og atvinnumálum, þá mun enn harðna á dalnum hjá hinum almenna launþega á næstu misserum. O. g hér hefur þó ekki verið minnst á þá erfiðleika sem steðja aö Islensku atvinnullfi og hafa meðal annars birst I stórauknu atvinnuleysi síð- ustu mánuði. Því miðurvirðast engin þau teikn á lofti sem boða bjartari tíma I þeim efn- um. íslenskur sjávarútvegur mátti allra slst við því nú á gíf- urlegum erfiðleikatlmum út- gerðarog fiskvinnslu, að jafn- svört skýrsla um ástand þorsk- stofnsins yrði sá kaldi raun- veruleiki, sem við blasir. Þegar ofan á bætist úrræðaleysi og um margt fumkennd viðbrögð stjórnvalda, þáverðurekki séð annað, en áframhaldandi erfið- leikar með talsverðu atvinnu- leysi verði viövarandi í fs- lensku atvinnulífi á næsta ári. Gengi Alþýðuf lokksins I sið- ustu kosningum var slakt. Jafnaöarmenn reyna ekki að draga fjööur yfir þá staðreynd. Kosningaúrslit urðu þeim mik- il vonbrigði. Ýmsar skýringar má tilfæra, en mjög sennilega hefur nýtt framboð Bandaiags jafnaðarmanna, haft lamandi áhrif á aukinn vöxt og viö- gangs flokksins I þeim kosn- ingum. Það hefur þvl að ýmsu leyti verið á brattann að sækja fyrir Alþýðuflokkinn á þessu ári. Alþýðuflokkurinn hefur hins vegar áður gengið I gegn- um erfiöleikatimabil. Hann mun gera það aftur nú, enda sjaldan meiri þörf fyrir sterk- an, samhentan og raunveru- legan flokk jafnaöarmanna en einmitt nú, þegar verkafólk á I vök að verjast gegn fjandsam- legri rlkisstjórn. Tlminn mun leiða í Ijós á næstu vikum og mánuðum, aö I þeirri baráttu er Alþýöuflokkurinn hin eina sanna brjóstvörn lauhafólks. Með þeim orðum Sendir Al- þýðublað lesendum sinum og landsmönnum öllum hugheil- ar árnaðaróskir með von um farsælt nýtt ár. -GÁS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.