Alþýðublaðið - 30.12.1983, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 30.12.1983, Blaðsíða 3
Föstudagur 30. desember 1983 3 Kjartan 4 eða truflaðist þar sem slík endur- skipulagning væri augljóslega nauðsynleg. Atvinnumálasjóður með þessu hlutverki gæti augsýni- lega verið mjög gagnlegur til þess að tryggja fulla atvinnu á komandi ári. Frá bölsýni til bjartari framtíðar Með alhliða stefnubreytingu í þá veru sem ég hef hér lýst gætum við komist úr því bölsýnisfari sem ríkis- stjórnin er nú að festast í og búið okkur bjartariog traustari framtíð. Það er einmitt meginhlutverk efna- hagsmálastjónar. Válynd verður á alþjóðavettvangi Á erlendum vettvangi eru veður öll válynd. Frelsi og mannréttindi eru víða fótum troðin. í Mið-Aust- urlöndum ríkir styrjaldarástand og vígbúnaðarkapphlaupið heldur áfram. En við megum ekki glata trúnni á grundvallarverðmæti eins og frelsi, frið og mannréttindi. Fyr- Auglýsing til skattgreiðenda Samkvæmt lögum um tekjuskatt og eignarskatt eru gjalddagar tekjuskatts og eignarskatts tíu á ári hverju þ.e. fyrsti dagur hvers mánaðar nema janúarog júli. Dráttarvexti skal greiðaaf gjaldfall- inni skuld sé skatturekki greiddurinnan mánaðar frágjalddaga. Gildasömu reglurum greiðslu ann- arra þinggjalda. Af tæknilegum ástæðum hefur til þessa ekki ver- ið unnt að miða dráttarvaxtaútreikning við stöðu gjaldenda um hver mánaðarmót. Hefur því í fram-' kvæmd verið miðað við stöðuna 10. dag hvers mánaðar sbr. auglýsingu ráðuneytisins dags. 27. apríl 1982. Dráttarvextir hafa því ( reynd verið reiknaðir 10 dögum seinna en lög kveða á um. Er nú stefnt að því að stytta þennan frest eins og kostur er. Geta gjaidendur því framvegis búist við að dráttarvextirverði reiknaðir þegareftir að mán- uður er liðinn frá gjalddaga. Þáersérstök athygli vakin áþví að launagreiðend- um ber að skila því fé sem haldið er eftir af kaupi launþega innan sex daga frá útborgunardegi launa. Fjármálaráðuneytið, 27. desember 1983. Frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti Skólastarf Fjölbrautaskólans í Breiðholti á vor- önn 1984 hefst með almennum kennarafundi mið- vikudaginn 4. janúar kl. 9.00—-16.00. Fimmtudag 5. janúar verða nemendum Dagskóla F.B. afhentar stundatöflur frá kl. 9.00—15.00. Sama dag verður deildarstjórafundur kl. 9.00— 12.00 og sviðsstjórafundur kl. 14.00—16.00. Bók- sala skólans verður opin kl. 10.00—15.00. Föstudaginn 6. janúar verður sérstök kynning ný- nemaáskólanum kl. 9.00—16.00. Þann dag verður bóksala skólans einnig opin frá kl. 14.00—16.00. Innritun í Öldungadeild E S svo og val náms- áfanga fer fram 4. og 5. janúar frá kl. 20.00—22.00 einnig 6. janúar frá kl. 18.00—20.00. Kennsla í skólanum hefst mánudaginn 9. janúar samkvæmt stundatöflu nemenda í dagskóla og öldungadeild. Skólameistari Þjóðhátíðarsjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum á árinu 1984. Samkvæmt skipulagsskrá sjóösins nr. 361 30. september 1977 ertilgangursjóðsins „að veitastyrki til stofnanaog ann- arra aöila, er hafa það verkefni að vinna að varðveislu og vernd þeirraverömætalandsog menningar, sem núverandi kynslóð hefur tekið I arf. a) Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins skal renna til Friölýsingarsjóös til náttúruverndar á vegum Náttúru- verndarráös. b) Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins skal renna til varöveislu fornminja, gamalla bygginga og annarra menn- ingarverðmæta á vegum Þjóðminjasafns. Að öðru leyti úthlutar stjórn sjóðsins ráðstöfunarfé hverju sinni I samræmi við megintilgang hans, og komi þareinnig til álita viðbótarstyrkir til þarfa, sem getið er ( liðum a) og b). Við það skal miðaö, að styrkir úr sjóðnum verði viöbótarfram- lag til þeirraverkefna, sem styrkt eru, en veröi ekki til þess að lækkaönnuropinberframlög til þeirraeðadragaúr stuðningi annarra við þau.“ Stefnt er að úthlutun á fyrri hluta komandi árs. Umsóknar- frestur er til og með 24. febrúar 1984. Eldri umsóknir ber að endurnýja. Umsóknareyðublöð liggja frammi ( afgreiðslu Seðlabanka íslands, Hafnarstræti 10, Reykjavík. Nánari upp- lýsingar gefur ritari sjóösstjórnar, Sveinbjörn Hafliðason, i s(ma (91) 20500. Þjóðhátiðarsjóður ir því verður að heyja sífellda sókn. Friður, frelsi, framtíð Á flokksþingi Alþýðuflokksins í nóvember 1982 gerði ég þessi atriði m.a. sérstalega að umtalsefni í setn- ingarræðunni. Þau orð sem ég þá mælti eiga allt eins við nú eins og þá. Ég ætla að gera þau að lokaorð- um mínum í þessari hugleiðingu við áramótin 1983-84. Þau voru flutt undir kjörorðinu: Friður, frelsi, framtíð: „Án friðar er engin framtíð, án frelsis ekki friður. Við íslendingar njótum friðar og frelsis en hvorki friður né frelsi er sjálfgefið. Ófrið- ur hefur verið regla frekar en und- antekning í sögu mannkynsins. Frelsið er nýunnin mannréttindi fárra útvaldra þjóða. Frið og frelsi megum við ekki glata. Jafnaðarstefnan er friðarstefna. Frelsið er hornsteinn jafnaðarstefn- unnar. Við eigum okkur framtíð ef friður og frelsi fær að ríkja í heim- inum. Við eigum okkur batnandi framtíð ef jafnaðarstefnan fær að ríkja, við eigum okkur traustari framtíð í þessu landi ef við kunnum fótum okkar forráð og nýtum land- gæði af kostgæfni. Verkefni okkar er að treysta frið, að efla frelsi, að hafa framtíðarsýn. Verkefni okkar er að jafna kjör, að brúa bilið milli ríkra og snauðra, að efla bræðralag manna og þjóða. Við verðum að læra að lifa saman á bústað okkar, jörðinni. Jafnaðar- stefnan er lykillinn að þeirri leið. Við njótum frelsis og friðar en veröldin er grimm. í Afghanistan er háð hetjufull frelsisbarátta gegn ógnarveldi Sovéthersins. í E1 Salva- dor er lífið murkað úr þúsundum manna. Þar eru pyntingar daglegt brauð og mannréttindi fyrirfinnast ekki. í Póllandi er bannað að bind- ast í samtök eins og verkalýðsfélög. Þar er bannað að hugsa og vilja. Þar ríkir ónýtt kerfi sem ekkert frelsi þolir, kerfi sem ekki einu sinni getur brauðfætt sitt fólk, hvorki í Póllandi né annars staðar þar sem það er við lýði. í Suður-Áfríku er stærsti hluti þjóðarinnar tæpast talinn til manna. Mannréttindi þekkja þeir ekki. Þessar þjóðir fá ekki að njóta frelsins og þær njóta ekki friðar. í stórum hluta heims ríkir argasta fátækt. Bilið milli ríkra þjóða og fátækra er stöðugt að vaxa. Fimmti hver maður á jörðinni býr við algera fátækt, hungur, næringarskort. Hann á í rauninni ekkert nema sjálfan sig. Hann veit ekki hvort hann fær nóg að borða á morgun. í þessari fátækt býr hætta á ófriði. Hætta á ófriði er ekki einungis vegna átaka austurs og vesturs, heldur felst hún líka í viðtæku hungri og baráttunni um auðlindir jarðar. Það er okkar hlutverk að skilja og gera það sem við megum til þess að brúa þetta bil á milli ríkra og snauðra þjóða. Til þess þarf mikið fé. Það fé má finna í samdrætti í vígbúnaði. Það er hörmulegt til þess að vita að fimmtungur mann- kyns svelti meðan síauknum fjár- hæðum er varið til vígbúnaðar. Vígbúnaðarkapphlaupið beinist nú í æ ríkara mæli í kjarnorkuvopn. Vopnabúr stjórveldanna í kjarna- vopnum nægir til þess að drepa mannkynið mörgum sinnum. Þessi vopn má aldrei nota og framleiðsla þeirra erí sjálfu sér vitfirring. Um þettaer fólk aðvakna til vitundar. Menn biðja um grið frá því að afrakstri vinnunnar sé varið í slíka vitfirringu. Þessi vakning verður að ná jafnt til vesturs sem austurs.norð- urs sem suðurs. Við skulum Ieggja okkar lóð á vogarskálarnar í þeirri vakningu. Enginn vinnur heldur þetta vígbúnaðarkapphlaup, sem knúið er áfram af tortryggni og ótta. Þeirri tortryggni og þeim ótta þarf að eyða. Smáþjóð eins og við eigum þar hlutverki að gegna. Smá- þjóð ógnar engum, smáþjóð er vopnlaus eða vopnlítil. Smáþjóðir ættu að bindast samtökum um það verkefni að eyða tortryggni stór- veldanna í milli. Þámun raunhæfur árangur nást í afvopnun. Þá opnast leiðirnar til þess að jafna bilið á milli snauðra og ríkra þjóða. Megi nýtt ár færa okkur frið, og batnandi framtíð. Gleðilegt nýtt ár. Kjartan Jóhannsson. Scx bombur og skothólkur saman í pakka. Þrumur > sem scgja scx. h- GÍTl FLUGELDAMARKADIR HJÁLPARSVEITA SKÁTA Útboð Fyrir hönd Innkaupanefndar sjúkrastofnana er óskað eftir tilboðum í eftirtaldar sjúkrahúsavörur fyrir sjúkrahús og heilsugæslustofnanir á höfuð- borgarsvæðinu og víðar: 1. Utboð nr. 2976/83 — Skurðstofuhanskar o.fl. gerðir hanska. 2. Utboð nr. 2977/83 — Pappír á skoðunarbekki og munnþurrkur. Söluverð útboðsgagna er kr. 500.- per sett. Út- boðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri og skal til- boðum skilað á sama stað eigi síðar en kl. 11:00 f.h. föstudaginn 27. janúar nk. og verða þau þá opnuð í viðurvist viðstaddra bjóðenda. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS Boraartuni 7. simi 25844

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.