Tíminn - 18.01.1967, Síða 2
TÍMINN
MIÐVIKUDAGUR 18. janúar 1967
jg!lg!§!
EJ—Reykjavík, þriðjudag.
Gullfoss fór f dag kl. 17 frá Reykjavik álciðis til Kanaríeyja. Fer
hann me3 tvo farþegahópa þangað, en fyrrl hópurinn flýgur helm
eftir ferðina frá Lissabon, en síðari hópurinn fer þangað flugleið-
is og heldur síðan með skipinu til Kanaríeyja og heim aftur til ís-
lands. Verður Gullfoss því I um 40 daga í ferð þessarf.
(Tímamynd GE)
MJÚLKURPOKAR TEKNIR í NOTK-
UN I STÖR-KAUPMANNAHÖFN
FB-Reykjavík, þriðjudag.
Mjólkurpokar hófu innreið sína
í Stórkaupmannahöfn nú fyrir
skömmu, að því er Politiken seg-
ir á laugardaginn var. Það er
Gladsaxe mjólkurbúið, sem hefur
tekið upp notkun mjólkurpoka, en
hefur þó ekki Iagt niður notkun
mjólkurflaskanna, en eins og
fram hefur komið í fréttum hafa
nokkur mjólkurbú úti um land
hér heima hafið sölu mjólkur í
pokum, meðal annars á Sauðár-
króki og Selfossi.
í Politiken-fréttinni segir, að
ekkert hafi verið gert til þess að
auglýsa hinar nýju mjólkurumbúð
ir, og kaupendur hafi getað valið
HAFfSHÆTTA
TF—Flateyri, mánudag.
Bátar hafa ekki getað athafnað
sig hér eins og æskilegt væri við
sjóróðra vegna hafísshættu, en ís-
inn er á slóð línubátanna hér fyrir
utan og norður eftír. Eru það all
stórar ísspangir og íshröngl.
á milli mjólkurflaska og poka, en j
þrátt fyrir það selst nú þegar milli!
30 og 40% af mjólkinni í pokum.
Pokamjólkin er 5 aurum dönsk-
um dýrari en flöskumjólkin, eða
um 40 aurum íslenzkum lítrinn.
Aðalkosturinn við pokamjólkina
segja Danir, er sá, að hreinlætið
í meðferð hennar verður mun
meira en ella. Plastpokarnir erui
hvítir að utan en svartir að inn-!
an, þannig að ljós kemst ekki í1
gegn, og kemur í veg fyrir, að
bakteríurnar nái að dafna.
Eftir þrjár vikur munu fjögur
mjólkurbú hefja notkun mjólku-
pokanna, en þar eigd neytendurn-
ir ekki að geta valið á milli poka
og flaska. Hinir 100.000 íþúar á
mjólkursvæði þessara fjögurra
mjólkurbúa verða því framvegis
að kaupa mjólkina í pokum. Mjólk
verður höfð í lítra pokum, en
smærri pakkningar verða úr perga
menti. Mjólkurverðið á JMorður-
Sjálandi hækkar með tilkomu pok
anha eins og það hefur gert í
Kaupmannahöfn.
Fundur í FramsóknarféBagi
Rvíkur um málefni Tímans
Framsóknarfé-
1 a£ F oyk.i aví k 11 r S';'.-
heldur fund §
fimmtud. 19. *
janúar kl. 8,3" *Jj|
í Framsóknar-
húsinu við Frí- j||||
kirkjuveg. Fund
arefni: Dagblað llf|| jjjlls
ið Tíminn. §|§§||k ;J| Jjpipill
MOTMÆLA INNFLUTNINGS- VINNINGS-
HÖFTUM Á VEIÐARFÆRUM
3J;Reykjavík, þriðjudag.
í ályktunum sem útvegsmanna-
fundurinn á sunnudag, sem frá
-sgir nánar á öðrum stað í blað-
i iu, var m.a. mótmælt öllum inn-
Hutningshöftum á veiðarfærum.
! á voru samþykktar ályktanir um
rauðsyn þess, að öll gagnasöfn-
■ ;n um hag fiskibátaflotans færi
-am á vegum útvegsmanna, og
;>ví mótmælt, að tekið sé til greina
ð verðlagningu bolfisks tilbú-
tn fiskibátur - svonefndur „Fiski
. ílagsbátur."
Þessar ályktanir eru svohljóð-
f‘idi:
„Sameiginlegur fundur haldinn
i Útvegsmannafélagi Reykjavíkur,
■ ■% Útvegsmannafélagi Hafnarfjarð
i' mótmælir eindregið öllum inn-
itningshöftum á veiðarfærum og
hum nauðsynjum til útgerðar
I fiskveiða meðan frjáls innflutn
rigur er á hvers konar vör ann-
. -i hvort sem hún er nauðsynleg
>a ekki.
Útvegsmenn taka það nánast
m persónulega móðgun frá
mdi viðkomandi valdhafa, að
>ra hafðir í sér flokki viðvíkj-
di verzlunarfrelsi.“
„Sameiginlegur fundur haldinn
í Útvegsmannafélagi Reykjavíkur
og Útvegsmannafélagi Hafnar-
fjarðar mótmælir eindregið að tek
inn sé til greina við verðlagningu
bolfisks tilbúinn fiskibátur, svo-
nefndur „fiskifélagsibátur,“ þar
sem reynslan sýnir að þeir út-
reikningar eru ekki í neinu sam-
ræmi við raunveruleikann.
Fundurinn harmar, að til sfculi
vera starfskraftar innan fiskifé-
lagsins, sem láta fara frá sér slík
verk. Með skírskotun til ofanrit-
aðs skorar fundurinn á fiskifélag-
ið að gera út bát af stærðinni
50—120 smálestir í eitt ár við þau
skilyrði, sem nú eru fyrir hendi
og birta rekstursreikning þess
báts.“
MÓTMÆLA VEIÐUM TOG-
ARA Í LANDHELGINNI
Á aðalfundi sjómannadeildar
Verkalýðsfélags Grindavíkur, sem
haldinn var 2. janúar sl. var sam-
þykkt svohljóðandi ályktun:
„Út af framkomnu áliti togara-
nefndar um auknar veiðiheimildir
fyrir togara innan 12 mílna land-
helginnar, vill sjómannadeild
Verkalýðsfélags Grindavíkur mjög
eindregið og afdráttarlaust mót-
mæla því, að slíkar veiðiheimildir
verði auknar. Væru slíkar aðgerð-
ir, ef til kæmu, beinlinis ógnun
við lífsafkomu Grindvíkinga og til
veru Grindavíkur sem verstöðvar.
Eins telur sjómannadeildin að
ekki beri að leyfa togveiðar vél-
báta í landhelginni, sem viðgengst
og veldur háskalegu virðingarleysi
fyrir lögum og rétti.
Þá má einnig á það benda, að
fiskimiðin út af Grindavík og á
Selvogsbanka eru mjög þýðingar-
mikil fyrir vélbátaútveginn á Faxa
flóa — og Suðveslurlandssvæðinu,
enda fá verstöðvamar á þessu
svæði verulegan hluta af afla sín-;
um af þessum miðum á vetrarver-
tíð.“
3 BREZK STÚRBLÚD AÐ DEYJA?
NTB-Lundúnum, miðvikudag.
Hætta er á, að þrjú af átta
stærstu dagblöðum Bretlands
verði ag hætta útkomu innan
fimm ára, segir í skýrslu, sem
samin var fyrir tilstuðlan blaða
útgefenda og prentiðnaðar-
manna, og birf var opinber-
lega í dag.
Úrdráttur úr skýrslunni var
birtur í The Guardian fyrir
nokkru og vakti þá geysilega
athygli.
f skýrslunni kemur greini-
lega fram, við hve mikla erfið-
leika blaðaútgáfa í Bretlandi
á nú við að striða og má þó
segja, að það sé ekki neitt sér-
brezkf fjrrirbrigði.
Það, sem vekur sérstaka at-
hygli í þessari skýrslu er m.a.,
að nú er ekki allri skuldinni
skellt á verkalýðshreyfinguna
eða stétt prentara, heldur
þvert á móti sagt, að megin-
ástæðan fyrir erfiðleikum
blaðaútgáfu, sé vaxandi skort-
ur á hæfu og vel menntuðu
forystuliði við útgáfuna;
Tímaritið The Economist sá
um rannsóknir til grundvallar
skýrslunni, sem samtök‘ áður-
nefndra aðila átti uppástungu
að. Ekki eru í skýrslunni sund
Framhald á bls 15.
Vinningsnúmerin i Happ-
drætti Framsóknarflokksins
eru:
11336
62754
15592.
Vinninga má vitja ti| Skrif-
stofu Framsóknarflokksins,
Tjarnargötu 26 -
Smásögur Ólafs Jó-
hanns Sigurðssonar
á rússnesku
Nýlega kom út á vegum for-
lagsins „PrOgress" í Moskva bókin
LADJa 'iSLANDI (íslandsbátur)
bók þessi er safn smásagna eftir
Ólaf Jóhann Sigurðsson.
Sögur í safn þetta valdi frú Svet
lana Nédléyaéva, sem á árinu 1966
lauk meistaraprófi í íslenzku við
háskólann í Leningrad og kenntr
nú við háskólann í Vilnus jafn-
framt því, sem hún vinnur að þ'3
ingu á einni af bókum Halldórs
Laxness.
Frú Svetlana skrifar grein um
Ólaf Jóhann aftast í smásögusafn
inu og hún hefur þýtt 3 sögur í
bókinni. Aðrir þýðendur eru S.
Stréblova 2 sögur), S. Kltfilipov og
Árni Bergmann. Ólafur Jóhann
skrifar sjálfur formála fyrir sögu
safnið.
Utanríkisráðuneytið.
Reykjavík 17. janúar 1967.
Frummælendur verða Kristján
Benediktsson framkvæmdastjóri,
Indriði G. Þorsteinsson, ritstjóri
og Hannes Pálsson, bankafulltrúi.
kaffjkhihhiirjnn
Kaffiklúbbs-
fundur Fram-
sóknarfélags R-
víkur og FUF /
verður næst-
komandi laug-
ardag í Tjarn-
argötu 26 og
hefst kl. 3 síð-
iegis. Erlendur
Einarsson,
forstjóri spjallar um samvinnumál
og svarar fyrirspurnum.
KJÖLft-
VERD
IGÞ-Reykjavík, þriðjudag.
Af frétt, sem kom í Tím-
anum fyrir skömmu um
verð og álagningu á inn-
fluttum kjólum frá Dan-
mörku, hefði mátt skilja,
að verzlun í miðborginni
seldi kjóla sem keyptir væru
á fimmtán krónur danskar
fyrir allt að tvö þúsund
krónur. Til að fyrirbyggja
allan misskilning vill blað-
ið taka fram, að ódýrustu
kjólar, sem þessi verzlun
selur, eNi_keyptir inn á
tuttugu kronur danskar til
heildverzlunar. Útvöluverð
þeirra fer síðan eftir toll-
um, heildsöluálagningu og
smásöluálagningu.
I þessari verzlun, eins og
öðrum kjólaverzlunum í
bænum eru að sjálfsögðu til
kjólar á tvö þúsund krónur.
en innkaupsverð þeirra er
hærra.