Tíminn - 18.01.1967, Síða 3

Tíminn - 18.01.1967, Síða 3
MIÐVIKUDAGUR 18. janúar 1967 TÍIVflBNN Þessar brosmildu stúlkur eru á eins konar mótmælagöngu á götu í París, en sannast sagna höfum við ekki hugmynd um hvert tilefni móbmælanna er. Liklega eru sbúlkurnar bara að ★ 5. febrúar n.k. verður haldið uppboð og sýning á málverk- um eftir meistarann Picasso og verður þessum atburði sjón- varpað frá London gegnum Early Bird hnöttinn, sem er á braut umhverfis jörðu. Sjón- varpssendingin mun sjást í lit- um samtímis í París, London, New York, Dallas og Los Angel vekja afhygli a ser og tizku- teiknaranum Jaques Esterrel, en þessar hnátur vinna í þjón ustu hans, og samkeppnin úti í hinum stóra heimi er hörð og allra ráða neytt. stutta stund á gítarinn, leyfði stúlkunni að horfa á vanga- svip sinn og lét þar við sitja. Síðan var róið aftur upp að ströndinni — og þá var stúlk- an reiðubúin til að stofna til ástasambands. Greinarhöfundur segir tnn- fremur að norrænar siðvenjur og frjálsiegur hugsunarháttur hafi orðið mikil á'hrif á líf Suðurlandabúa, og mörg þess- ara skyndiástasambanda hafi leitt til hamingjusamar hjóna- banda. ★ Ekki er öll vitleysa eins. Tvær systur, 16 og 17 ára, tóku óléttupillur móður sinnar ófrjálsri hendi, en settu í stað- inn pillur gegn sjóveiki. Með þær pillur fór móðirin í ferða- lag í góðri trú. Þegar fo.reld- arnir komu aftur úr ferðalag- inu, tóku Iþau eftir því, að mik il veizluhöld höfðu átt sér stað í fjarveru þeirra, og þegar faðirinn baðst skýringa, kom það upp úr dúrnum að stúlk- urnar höfðu tekið óléttupillur móður sinnar. Móðirin varð miður sfn við þessi tíðindi, og fór nú að skilja hvers vegna henni hafði ekki liðið sem bezt síðustu daga ferðarinnar. Læknirinn tók síðan af allan vafa — nýr 'borgari mundi bráð lega sjá heimsins Ijós! ★ ísland ber furðu oft á góma í erlendum blöðum, og í karl- mannablaðinu Esquire er bent á helztu kosti landsins fyrir ferðamenn. Fyrir utan eldgos, jökla og önnur náttúrunndur er minnst á ljóshærðar og rauð hærðar íslenzkar stúlkur, af- komendur víkinga, Skota og íra. Bezta ráðið til þess að kom ast í kynni við þessar stúlkur, er að bregða sér á veitingahús t.d. Klúbbinn eða Röðul, þar sem þær er að finna mannlaus- ar, sem stafar einfaldlega af því, að flestir islenzkir karl- menn eru úti á sjó. se"ir blað- ið. ★ Fjórir Villueigendur í ná- grenni Árósa, voru furðu lostn ir er þeir litu út einn morgun- inn og sáu, að gulleit leðja hafði þakið garðana hjá þeim. Albertina Mamphe Makai heitir þessi brosmilda kona, sem er komin alla leið frá Sómalíu til náms' í Danmörku. Hún er ásamt 14 öðrum kon- um frá Afríku, á sex mánaða námskeiði, þar sem kennt év m.a. næringarfræði, umönnun barna, hússtjórn, meðferð hús- dýra, sálarfræði, viðskiptafræði o.fl. gagnlegt. ★ Við athugun reyndist þetta vera hálfunnið smjörlíki 'úr verksmiðju í nágrenninu. Um 80 tonn af smjörlíki höfðu far- ið út í skolpleiðslur og mynd- að þar stíflur, þannig að vökv- inn flæddi yfir garðana og hálf fyllti kjallara eins hússins. * Elzti, starfandi skurðlæknir veraldar er kóna, Florence Ar onstrong Keller, 91 árs gömul. Daglega ekur hún gegnum borgina og til sjúkrahússins. Hún er enn í fullu fjöri og daglega framkvæmir hún margs konar uppskurði, stóra og smáa. 60 ár eru nú liðin síðan hún tók embættispróf í New Zealand og enn eru hendur hennar jafn styrkar og þá. es. í sjónvarpinu verður sýnt stærsta safn mynda eftir Pic- asso er nokkru sinni hefur ver ið sýnt í einu, en hámark send ingarinnar verður þegar eitt verkanna verður boðið upp til stuðnings við endurreisnar- starfið í Flórens á Ítalíu, sem varð svo illa úti í flóðunum á sl. ári. Um 100 myndir sem birtast í sjónvarpinu hafa aldrei ver- ið sýndar almenningi fyrr. Picasso finnst mikiS til um þennan atburð, en það er enska útvarpið og sjónvarpið sem stendur fyrir útsending- unni, sem nefnd hefur verið „Bravo Picasso." ★ Við rákumst á grein í dönsku blaði þar sem rætt var um efni, sem sífellt er á dagskrá — lauslæti norrænna stúlkna á baðströndum Suðurlanda. Einn venjulegur „pappagallo" í Sorr ento sagði greisarhöfundi trúnaði, að hann þyrfti ekki að leggja sig svo mjög í líma til að ná ástasambandi. Tvisv- ar til þrisvar í viku fór hann á stúfana og náði sambandi við norræna stúlku sem hann bauð um borð í ræfilslegan bát. Hann tók þrjú til fjögur áratog þangað sem máninn merlaði á Napoli flóanum, lék ★ ★ Nú er fatnaður úr pappír að 3 dollara. Eins og sjá má gefa hlýtur það að vera skemmli- ryðja sér til rúms. Þessar pappírshattarnir í engu eftir legt að geta valið sér nýjan fögru konur bera hatta úr papp venjulegum höttum, og mikið hatt vikulega eða svo. ír, sem kosta ekki nema um 3 Á VÍÐAVANGI Togarar í landheigi. Dagur á Aþureyri segir: „Útlit er fyrir að draga muni til átaka um I-,|»ð á Alþingi, hvort leyfa skuli botnvörpu- vciðar íslenzkra skipa í iand- helgi. Svokölluð togaranefnd = vcgum ríkisstjórnarinnar vi'i nú bæta hag togaraflotans á þennan hátt og sums staðar á Suðvesturlandi eru kröfur komnar fram um það úr ver- stöðvum, að bátum, sem ekki geta stundað síldveiðar á hafi úti, verði leyft að nota botn- vörpu í Faxaflóa og við suður- ströndina án tillits til land- helgislínunnar. En víða um land mun verða hörð andstaða gegn því, að þannig verði að farið, enda hafa bátasjómenn bitra reynslu af ágangi botn- vörpuskipa, útlendra og inn- lendra, og margir óttast, að upptaka botnvörpuveiða í land helgi geti orðið til að spilla fyrir sókn fslendinga í land- helgismálunum. „Þeir brosa". Einn af þeim, sem látið hafa ljós sitt skína á þessu sviði er Þorsteinn Arnalds fram- kvæmdastjóri Bæjarútgerðar- innar í Reykjavík, sem ritaði í vetur grein um þetta efni í Mbl. Þorsteinn ræðir sean vænta mátti rekstursörðugleika og mælir fast með því að tog- urunum verði hleypt inn í landhclgina. Telur Þorsteinn það mikið hagsmunamál fyrir aðalútgerðarstöð togaranna, Stór-Reykjavík, að þetta verði gert og kallar það furðu milda, að dreifbýlismenn, t. d. Vest- firðingar, skuli gera sig svo digra að ræða það mál á fund- um og bera fram andmæli. Kemur hann í hugleiðingum sínum um það efni víða við og segir m.a.: „f þessu sambandi er vert að minnast hinn fjölmörgu ákvarðana Alþingis, þar sem veitt er fjármagni frá þéttbýl- inu við Suðvesturland til dreif- býlisins með þeim röksemdum að það sé gert til þess að stuðla að jafnvægi í byggð landsins. Er nú svo komið, að enginn fer með þessi orð án þess að brosa.“ Jafnvægi í byggð. Það er kannski ckki nema eðlilegt og í samræmi við ann- að, að þeir sem nú gerast ákaf- astir talsmenn þess, að hleypa togurunum inn í landhelgi „brosi“ að þeirri skoðun að stuðla beri að jafnvægi f byggð landsins. Framtíð landsbyggð- ar byggist sem sé að verulegu leyti á því, að bátaútvegurinn geti haldið áfram að stunda veiðar sem víðast og frá sem flestum útgerðarstöðum og að fiskim'ið þeirra njóti nauðsyn- legrar verndar. Það getur líka vel verið, að Þorsteinn Arn- alds og sálufélagar hans í Reykjavík haldl áfram að „brosa“, þó að landsbyggð eyð- ist. En þeir munu þó reynast fleiri, Reykvíkingarnir, sem ekki „brosa“ að slíku eins og nú standa sakir, hvað sem síð- ar kann að verða“.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.