Tíminn - 18.01.1967, Qupperneq 5
5
MIÐVIKUDAGUR 18. janúar 1967
TÍMINN
Gtgefandl: FRAMSÓKNARIFLOKKURINN
Framkvæmdastjórl: Krlstján Benediktsson. Rltstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Krisljánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Ang.
lýsingastj.: Steingrimur Gíslason. Ritstj.skrltstofur 1 Eddu-
húslnu, simar 18300—18305 Skrifstofur: Bankastrseti 7. Af-
greiðslusimi 12323. Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrifstofur,
síml 18300 Askriftargjald kr. 105.00 á mán. lnnanlands. — I
lausasölu kr. 7.00 einL — Prentsmiðjan EDDA h. f.
Tvær stefnur í
atvinnumálum
Þegar ríkisstjóm Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokks
ins kom til valda haustið 1960, var tekin upp til fulls sú
stefna, sem lengi hafði verið haldið fram af Sjálfstæðis-
flokknum, að uppbygging atvinnuveganna ætti að mark-
ast af því að efla fyrst og fremst þær atvinnugreinar,
sem væru arðvænlegastar hverju sinni. Stundargróða-
sjónarmiðið var m. ö. o. gert að höfuð sjónarmiði í at-
vinnumálum þjóðarinnar.
Um þetta atriði hafði lengi staðið deila milli höfuð-
flokka þjóðarinnar, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðis
flokksins. Framsóknarflokkurinn hefur jafnan haldið því
fram, að ekki mætti láta augnabliksgróðann ráða því,
hvernig atvinnulíf þjóðarinnar yrði byggt upp. Það yrði að
efla fleiri atvinnugreinar en þær, sem bezt gengu hverju
sinni. Annars færi illa, þegar stundargróðinn hyrfi hjá
þeirri atvinnugrein, sem mest hefði verið bvggt á. Þess
vegna beitti Framsóknarflokkurinn sér fyrir eflingu land
búnaðarins, þótt hann væri oft ekki eins gróðavænlegur
og sjávarútvegurinn. Þess vegna studdi hann bátaútveg-
inn, þegar vegur togaraútgerðarinnar var mestur. Þess
vegna hafði hann forustu um það, ásamt Alþýðuflokknum
að koma upp hraðfrystihúsum, þótt vafasamt væri um
hagnað þeirra í íyrstu. Sama gilti um margs konar ann-
an iðnað. Framsóknarflokkurinn hefur þannig viljað
byggja upp sem fjölþættastan atvinnurekstur og talið það
skapa þjóðinni mest atvinnuöryggi. Sjálfstæðisflokkur.
inn hefur lagt áherzlu á að láta gróðasjónarmiðið ráða,
þ. e. þær atvinnugreinar væru fyrst og fremst efldar,
sem væru arðmestar hverju sinni.
Það má hiklaust segja, að þessi stefna Sjálfstæðis.
flokksins hafi verið leidd til öndvegis, þegar ,,viðreisnar“-
stjórnin kom til valda 1960. í bæklingnum „Viðreisn“,
sem ríkisstjórnin sendi öllum kjósendum veturinn 1960,
er það talin einn meginkostur „viðreisnar“.stefnunnar
að samkvæmt henni muni „framleiðslan beinast inn á
þau svið, þar sem erlent verðlag er tiltölulega hagstæð.
ast og framleiðslukostnaður tiltölulega minnstur, en það
er einmitt framleiðslan á þeim sviðum, sem gefur þjóð
arbúinu mest í aðra hönd'. (Bls. 12—13). Þessu markmiði
„viðreisnar“.stefnunnar hefur jafnan verið fylgt síðan,
þótt vanefndir hafi orðið á flestu öðru.
Nú blasa við afleiðingarnar af þessari stefnu. Vegna
þess, að síldveiðarnar hafa verið arðvænlegastar um
skeið, hefur næstum öll uppbygging sjávarútvegsins
beinzt að þeim. Bátaútgerðin ,sem stundar bolfiskveiðar,
hefur orðið mjög útundan, og sama gildir um togaraút
gerðina. Iðnaðurinn hefur líka að mestu leyti orðið oln.
bogabarn og þar átti sér stað miklu minni framleiðniaukn
ing en hjá öðrum þjóðum á sama tíma, að miklu leyti
vegna lánsfjárskorts. Fjárfesting hefur beinzt mest að
síldveiðum og vissum greinum verzlunar og milliliðaþjón
ustu. Þetta er ein meginástæða þess, að allt efnahags-
kerfið riðar nú til falls, þrátt fyrir langvarandi góðæri.
Hér verður að breyta um stefnu. Það má ekki láta
stundargróðasjónarmið ráða uppbyggingu atvinnuvega á
íslandi. Það verður að byggja upp sem fjölþættast at.
vinnulíf og styðja þær lífvænlegar atvinnugreinar, sem
kunna að eiga í erfiðleikum um stund- Þjóðin verður að
fylkja sér um stefnu Framsóknarflokksms í þessum
efnum.
Walter Lippmann ritar um alþjóðamál:
Hversvegna var Harrison Salis-
bury boðiö til Norður-Vietnam?
Stranda ekki viðræður á óþörfum metnaði beggja aðila?
FRÁSAGNIR Harrison Salis
burys í New Yark Times telj-
ast nýstárlegar fréttir vegna
þess eins, að þær birtast í
mikils virtu bandarísku bla'ði.
Meginefni frásagnanna, sem
Salisbury hefir birt, telst alls
ekki til nýstárlegra tíðinda ut
an Bandaríkjanna. Evrópu-
mönnum, sem lesa sín eigin
óháðu blöð, er ekkert nýnæmi
að frásögnum um, að loft-
árásirnar á hernaðarlega mikil
væga staði hafi valdið sárum
eða fjörtjóni fjölmargra ó-
breyttra borgara og eyðilegg-
ingu borgaralegra bygginga.
Frásagnirnar um, að loft-
árásirnar hafi ekki komið j
veg fyrir flutning hermanna
og hemaðarnauðsynja eru
heldur engar fréttir í e yrum
fólks utan Bandaríkjanna. Því
er heldur engin nýlunda að
því, sem Pham Van Dong for
sætisráðherra sagði Salisbury
um málstað Norður-Vietnama
og markmið.
OKKUR er tjáð, að Salis-
bury hafi gerzt brotlegur að
því leyti, að hann hafi sjálfur
gerzt áróðursmaður óvinanna
með því að lýsa styrjöldinni
eins og hún blasir við frá
Hanoi séð. Við verðum að
minnast þess, að á styrjaldar
tímum er allt áróður, sem sagt
er þeim megin víglínunnar,
sem óvinurinn er, en okkar
megin er allur sannleikurinn
og réttlætið, við erum í kross
ferð friðarins og verjum mál-
stað mannkynsins. En er nauð
synlegt fyrir okkur að lúta að
þessarri sjálfsblekkingarvit-
leysu, jafn öflug og við erum?
Fréttamanni í Hanoi er >it
anlega sagt það, sem fyirvöld
in þar vilja fá hann til að trúa.
En hvað er fréttamanni sagt
í Washington, þegar hann á
tal við starfsmenn utanríkis-
róðuneytisins, varnarmála-
ráðuneytisins og Hvíta ..".ss-
ins? Hvort sem hann er Banda
ríkjamaður, Englendingur,
Frakki eða Japani er honum
sagt það, sem bandarískir vald
hafar vilja að hann trúi. En
ekki ætti þetta að hindra hann
í að segja frá því, sem honum
er sagt, og túlka það á þann
veg, sem hann bezt getur.
Sama er að segja um Salis-
bury. Þetta átti ekki að koma
í veg fyrir að hann segði frá
því, sem ráðandi öfl í Hanoi
létu í Ijós, né heldur hinu,
sem hann sá með eigin augum.
NAUMAST þarf að taka
fram, að valdhafarnir í Hanoi
hefðu ekki heimilað Salisbury
viðdvöl í landinu ef þeir hefðu
ekki litið svo á að frásagnir
hans þaðan yrðu Norður-Viet
nömum til gagns. En spurning
in er, hver tilgangur þeirra
Hanoimanna var.
Ætluðu þeir að láta Banda-
ríkjamann staðfesta, að tölu-
vert tjón hefði orðið á lifi
limum og eignum almennra
borgara í Vietnam? Já, auð-
vitað. Ef ekkert slíkt tjón
hefði orðið, þá hefði þetta
„áróðursbragð11 ekki komið að
haldi, ef okkur þóknast að
nefna það svo.
En þetta hefir sennilega
hvorki verið eini né aðaltil-
gangur Hanoimanna með því
að árita vegabréf Salisburys.
Nafnfrægir og ábyrgir aðilar
í Evrópu, svo sem Le Monde,
höfðu áður lýst þeirri stað-
reynd, að tjón hefði orðið á
lífi og eignum almennra borg
ara.
SENNILEGA er hin raun
verulega ástæða til vegabréfs
áritunar Hanoimanna að þá
fýsi að stofna til beins sam-
bands við Bandaríkin. Varla
getur verið tilviljun ein, að
Salisbury skyldi leyft að koma
til Hanoi nákvæmlega á sama
tíma og Norður-Vietnamar
hófu allt í einu alls konar
viðræður og yfirlýsingar.
Að okkur er stungið, að
allt séu þetta vísvitandi brögð
stríðsaðila, sem sé í þann veg
inn að bíða ósigur, og stefni
að því, að öðlast nokkra hvíld.
Okkur er einnig tjáð, að
Hanoimenn ætli að nota á-
unnið hlé tlí ftess áð koma'
sér uPP enn öflugri her en
áður ög blóð hérmanna okkar
komi yfir forsetann og hvern
þann, sem hefji samkomulags
umleitanir.
Þetta er ekki nema skyn
samleg ályktun í hugum þeirra
sem trúa því eins og Lodge
sendiherra, að við náum „sér
stökum, áhrifamiklum ár-
angrí“ á árinu 1967. Kjósi
maður hins vegar að trúa
Westmoreland hershöfðingja
'og kunnugum og glöggum
athugendum eins og Stennis
öldungadeildarþingmanni ,sem
halda fram, að ednalok stríðs-
ins séu alls ekki fyrirsjáanleg,
sýnist ekkj ólíklegt, og raunar
mjög sennilegt, að forustu-
mennirnir í Hanoi telji stríðið
'í þrátefli.
Sé þetta álit ríkjandi með-
al ráðamanna i Hanoi halda
'þeir, að hvorugum aðilanum
hlotnist sigur eða ósigur og
'því þurfi með einhverjum
'hætti að leggja út á hina tor-
förnu leið til samninga.
ÞARNA stöndum við and-
spænis þeim vanda, að leggja
rétta merkjngu í töluð orð,
bæði kröfu Hanoimanna um
skilyrðislausa afléttihgu loftár
ása og fastheldni okkar við
kröfuna um áþreifanlegar
sannanir fyrir, að Norður-Viet
nam dragi úr styrjaldarþátttök
unni. Fyri mitt leyti á ég ef-
itt með að trúa, að þetta sé
hin raunverulega hindrun
samninga um lausn .Af beggja
hálfu er metnaðarhliðin miklu
þyngri á metunum en raun-
veruleg hernaðarútkoma.
Skilyrðislaus aflétting loft-
árása þarf ekki að tákna end-
anlegt fráhvarf frá loftárásum.
Hitt liggur í augum uppi, að
ef aflétting loftárása af okkar
hálfu hefði í för með sér aukna
hernaðarþátttöku Norður-Vieb-
nama, yrði styrjöldinni haldið
áfram af enn meiri ákafa en
áður. Þetta hlýtur Hanoimönn-
um að vera ljóst. Ég geri því
ráð fyrir, að þeir séu í raun
og veru að leita eftir einhverri
viðurkenningu, einhverju, sem
þeir geti sýnt þjóð sinni fram
á að áunnizt hafi vegna þraut
seigju hennar.
Á hinu leytinu er fastheláni
okkar við ákveðnar kröfur
fyrst og fremst metnaðarmál,
spurning um álit annarra en
ekki efnisleg atriði. Ríkjs-
Stjórnin vill geta sagt, að Ha
oimenn hafi látið undan, þeg-
ar til þess kemur að hún þurfi
að fara að verjast Goldwater,
Nixon og öllum hinum.
HIN raunverulega hindrun
umsamins friðar er eigi að síð
ur ærið innihaldsrík. Á því
veltur, hvort Bandaríkin yfir-
gefi herstöðvar sínar á megin-
landi Suð-austur Asíu með
nokkrum þeim skilyrðum, sem
framkvæmandi séu í heiminum
eins og hann er í raun og
veru.
Bandaríska ríkisstjórnin hef
ur ekki enn veitt neitt svar
við þessari spurningu, en með-
an hún hefur ekki veitt já-
kvæð svör, sem gefa fyrirheit
um umsamið brotthvarf af meg
inlandi Asíu í framtíðinni,
Framhald á bis. 15.
DEAN RUSK
utanríkisráðh. Bandarikjanna
PAM VAN DONG
forsætlsráðherra Norður-Kóreu