Alþýðublaðið - 11.01.1984, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 11.01.1984, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 11. janúar 1984 7. tbl. 65. árg. Sighvatur ráðinn framkvstj. Norræna félagsins Sighvatur Björgvinsson fyrrum alþingismaður fyrir Alþýðuflokk- inn var fyrir skömmu ráðinn framkvæmdastjóri Norræna fé- lagsins á íslandi. Samkvæmt heimildum Alþýðublaðsins mun Sighvatur hefja störf hjá félaginu Framhald á 3. síðu Launamunur kynja 1980—1982: Tvœr af hverjum þrem konum virkar í atvinnulífinu, en aðeins 37% vinna fullt starf. Færðust konur hlutfallslega nær karlmönnum í meðallaunum á árunum 1980 til 1982? Eftir þeim upplýsingum sem finna má í ritum Framkvæmdastofnunar ríkisins um vinnumarkaðinn á þessum árum virðist lítið hafa miðað í þá áttina. Launamismunurinn þarna á milli fyrir hvert ársverk hélst á þess- um árum í 52-53%. Árið 1980 nam mismunurinn á meðallaunum kynjanna 53.1%, meðallaun karla voru þá 84.190 nýkrónur, en kvenna 54.990 ný- krónur, fyrir ársverk. Árið 1981 dró aðeins úr mismuninum, hlutfallið á milli fór þá niður í 51.7%, svo segja má að eitthvað hafi miðað í áttina. Þá voru meðallaun karla um 129 þúsund krónur fyrir ársverk, en kvenna 85 þúsund. Árið 1982 hins vegar eykst bilið á ný, meðallaun karla fara upp í 199 þúsund, en kvenna í 131 þúsund og mismunur- inn því í 51.9%. Á tveimur árum höfðu meðallaun karla því hækkað um 136.4%, en kvenna um 138.2%. Ekki beinlínis stórt stökk í jafn- réttisbaráttunni. Þessar upplýsing- byggjast á launamiðum og eigenda atvinnu- launaframtölum fyrirtæka. Hvað með atvinnuþátttöku kvenna? Alls voru starfandi á vinnumarkaðinum árið 1982 (meir en 13 vikur á árinu) 153.783 manns, þar af 83.282 karlar (54.1%) og 69.435 konur (45.9%). Árið 1980 var hlutfallið hins vegar 55.9% karlar en 44.1% konur, svo ljóst er að hlutfall kvenna á vinnumarkað- inum hefur aukist um 1.8 pró- sentustig. Á þessum tveimur árum hefur karlmönnum á vinnu- markaðinum aðeins fjölgað um Framhald á 3. síðu Launamunur kynjanna hélst nánast óbreyttur á árunum 1980—1982, karlmenn höfðu 52—53% hœrri laun en konur fyrir hvert ársvérk. Þó tvœr af hverjum þremur konum á aldrinum 15—75 ára séu virkar í atvinnu- lífinu, vinna aðeins 37% þeirra fullt starf. Algjör óvissa segir Asmundur Stefánsson um gang samningaviðrœðnanna „Bilið á milli er það stórt, að það er í raun ekki hægt að gera sér grein fyrir möguleikunum i samninga- viðræðunum. Við gerum okkur Ijóst að það er vegna þessa óraun- hæft að fella sig í víggirðingar kröfugerða og gagnkröfugerða, við Kvennaframboðskonur í hár saman: höfum verið að skoða málin, ræða fram komin atriði fram og til baka, bæði hvað varðar almennar launa- hækkanir, stöðu láglaunahópanna og önnur atriði" sagði Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ í samtali við Alþýðublaðið í gær um gang samn- ingaviðræðnanna. Sagði Ásmundur að ekkert hefði komið fram, hvorki í eina áttina eða aðra, sem gerði stöðuna ljósari. „Hitt er alveg ljóst að það skiptir verulegu máli að finna megi skjótt lausn í málinu, því þeir sem minnst bera úr býtum eiga bágt með að bera þessa stöðu öllu lengur. Og vegna framþróunarinnar almennt á þessu ári skiptir miklu máli fyrir alla að samið verði fljótt, svo menn viti hvar þeir standa. En eins og er er ekki hægt að gera sér grein fyrir því hvernig samningaviðræðurnar munu þróast“ sagði Ásmundur. Hlutfallið í 52—53% Sætti mig ekki við vinnubrögðin sagði Lára Júlíusdóttir, sem sagt hefur af sér sem fulltrúi Kvennaframboðsins í heilbrigðisráði „Það kom upp ágreiningur út af tillögum Kvennaframboðsins í borgarstjórn við gerð fjárhagsáætl- unar borgarinnar, þessar tillögur gengu þvert á afstöðu mína í heil- brigðisráði og þær voru ekki bornar undir mig. Því taldi ég forsendurn- ar fyrir setu minni í ráðinu brostn- ar. Þetta voru leiðinleg vinnubrögð sem ég sætti mig ekki við“, sagði Lára V. Júlíusdóttir, lögfræðingur ASÍ, en á fundi borgarráðs í gær var tekið fyrir bréf hennar þar sem hún segir af sér sem fulltrúi Kvenna- framboðsins í heilbrigðisráði Reykjavikurborgar og heilbrigðis- málaráði Reykjavíkurlæknis- héraðs. Þá mun Lára einnig ætla að segja af sér sem fulltrúi Kvennafram- boðsins í stjórn sjúkrastofnana borgarinnar, sem er undir heil- brigðisráði. Þessi ágreiningur innan Kvenna- framboðsins mun hafa vaknað upp þegar borgarfulltrúar Kvennafram- boðsins lögðu til að fjárveiting borgarinnar til reksturs læknastofa við Þórsgötu og í Domus Medica yrði lögð niður, en þessu er Lára ósammála. Sagði hún reyndar að þetta væri ekki eina málið sem ágreiningur væri um. „Ég hefði náttúrlega getað setið áfram sem fulltrúi Kvennafram- mtwm FJÖUBREYTTJ OG BETRA boðsins í þessum ráðum, en ég taldi heiðarlegra að segja af mér“. — í Kvennaframboðinu eru konur með ærið ólíkar skoðanir, má reikna með að þetta dragi dilk á Framhald á 2. síðu Mannaskipti á toppi Tímans Líklegt er að ritstjóraskipti verði á Tímanum í kjölfar þeirra skipu- lagsbreytinga, sem þar eru í vænd- Borgarstjórnaríhaldið samt við sig: Atvinnusjúkdóma- deild lögð niður Borgarstjórnaríhaldið er samt við sig. Alþýðublaðið hefur þegar greint frá því hvernig hrikaleg fjár- málapólitík Davíðs Oddssonar og liðsmanna hans hefur leitt til þess að skattbyrði Reykvíking mun á næsta ári verða geigvænleg, þrátt fyrir 90 milljón króna lántöku og Sett í skúffu hjá borgarlœkni niðurskurð á hinum ýmsu sviðum. Eitt af því sem lenti á niðurskurð- arborði skattakóngsins Davíðs Oddsonar er atvinnusjúkdóma- deild Heilsuverndarstöðvar Reykja- víkurborgar, sem lengi hefur verið við lýði og gegnt mikilvægu hlut- verki. í fjárhagsáætlun meirihlut- ans voru fjárframlög til deildarinn- ar felld niður, þrátt fyrir tilmæli Framhald á 2. síðu um og eiga að koma til fram- kvæmda 1. apríl. Eins og kunnugt er var öllum starfsmönnum Tímans sagt upp störfum með hefðbundnum þriggja mánaða uppsagnarfresti frá og með síðustu áramótum. Meðal þeirra starfsmanna sem fengu uppsagnar- bréf, var annar tveggja ritstjóra blaðsins, Elías Snæland Jónsson, en hinn ritstjóri blaðsins, Þórarinn Þórarinsson, sem starfað hefur ára- tugum saman við blaðið, var hins vegar sá eini starfsmaður blaðsins sem hlaut ekki þá óskemmtilegu sendingu. Það liggur ljóst fyrir, að mati kunnugra, að Þórarinn muni hætta störfum við blaðið síðar á þessu ári, — sennilega í október. Þá hefur Alþýðublaðið einnig hlerað að, ýmsir ráðandi menn í hinu nýja útgáfufélagi, Nútíman- um, sem er i sjálfu sér ekkert annað eri nýtt heiti á „gamla” útgefanda Framhald á 2. síðu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.