Alþýðublaðið - 11.01.1984, Blaðsíða 4
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guðmundsson.
Stjórnmálaritstjóri og ábm. Guðmundur Árni Stefánsson.
Blaðamaður: Friðrik Þór Guðmundsson.
Auglýsingastjóri: Helma Jóhannesdóttir
Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir.
Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 38, Reykjavík, sími 81866.
, Setning og umbrot: Alprent hf. Ármúla 38.
Mlðvikudagur 11. janúar 1984 Prentun: Blaðaprent, Síðumúla 12.
Áskriftarsíminn
er 81866
Verkamenn berjast innbyrðis í bílaverksmiðju_
Sumir vilja verk-
fall aðrir ekki
í síðustu viku kom til harðra
átaka meðal verkamanna við Tal-
bot — bílaverksmiðjuna í Boisst
rétt utan við París. Atökin voru á
milli verkfallsmanna og þeirra sem
vildu ekki taka þátt í verkfalli við
verksmiðjuna hefur halda áfram
störfum. 55 verkamenn slösuðust í
átökunum.
Verksmiðjunni var lokað í kjöl -
far átakanna og lögreglumenn stóðti
vörð um hana.
Upphaf þessa ófremdarástands í
verksmiðjunni má rekja til ákvörð-
unar stjórnar verksmiðjunnar fyrir
skömmu, þess efnis að 2905 verka-
mönnum yrði sagt upp störfum.
Eftir hörð mótmæli starfsmanna
greip ríkisstjórn jafnaðarmanna í
taumana og ákveðið var að draga
verulega úr uppsögnunum, þannig
að 1905 yrði sagt upp í stað 2905
eins og upphaflega var ráð fyrir
gert.
Starfsmenn verksmiðjunnar
voru að vonum ekki ánægðir með
þessar niðurstöður og ákveðinn
hluti þeirra fór þá þegar í verkfall til
að mótmæla uppsögnunum og var
krafist að þær yrðu dregnar til
baka. Stjórn verksmiðjunnar taldi
sig hins vegar ekki geta orðið við
þeim óskum; verksmiðjan stæði
höllum fæti og nauðsynlegt væri að
draga saman seglin í starfsemi
Hart barist: Til vinstri verjast þeir
sem vilja vinna þrátt fyrir niður-
skurðinn á starfsfólki, en til hœgri
má sjá í bak eins verkfallsmanna.
hennar. Hins vegar var ekki einhug-
ur meðal starfsmanna um aðgerðir.
Sumir vildu ekki ganga svo langt að
stöðva alla starfsemi hennar með
verkföllum, aðrir vildu sýna stálin
stinn. Og þrisvar á skömmum tíma
hefur komið til uppgjörs meðal
þeirra, 1000 starfsmanna sem hafa
sótt vinnu og hinna, sem vilja mót-
mæla með verkstöðvun.
Forsvarsmenn verksmiðjunnar
hafa látið hafa það eftir sér, að það
sé aðeins fámennur hópur starfs-
manna sem haldi uppi þófi. Einn
forsvarsmanna hennar sagði, að
mótmælunum væri haldið áfram
að undirlagi 200 ofbeldissinnaðra
einstaklinga, sem væru ekki lengur
í starfi eða neinum tengslum við
verksmiðjuna og það væri nauð-
synlegt að koma þessum mönnum
bakvið Iás og slá, þannig að vinnu-
friður fengist".
Þegar þetta er ritað virðist hins
vegar engin endanleg lausn í sjón-
máli. Verksmiðjurnar standa mjög
illa fjárhagslega, starfsemin lömuð,
þeir sem vinna vilja fá ekki til þess
frið og þeir sem uppsagnir fengu
bitrir og sárir og vilja ekki láta sinn
hlut fyrr en í fulla hnefana.
Svo mikill var hitinn í mönnum, að einn verkfallsmanna mundar skamm-
byssu, en annar úr þeirra röðum reynir að róa hann.
Allt notað í slagnum: Teygjubyssur geta verið háskaleg vopn.
Ég skil nú ekki hvernig Davíð
keisari ætlar að komast af án
atvinnusjúkdómadeildar.
Hvar ætlar hann að leita
lækninga við sínum þráláta
atvinnusjúkdómi, að segja
eitt en framkvæma annað?
Almennur lífeyrissjóður
iðnaðarmanna 20 ára
Þann 1. janúar árið 1964 lók Al-
mennur lífeyrissjóður iðnaðar-
manna formlega til starfa. Um
þessar mundir eru því liðin rétt 20
ár frá því að sjóðurinn hóf starf-
semi sína.
Almennur lífeyrissjóður iðnað-
armanna er lífeyrissjóður allra iðn-
aðarmanna og annarra þeirra, sém
framfæri sitt hafa af iðnaði, iðn-
rekstri eða iðnaðarmálum. Sjóðsfé-
lagar í Almennum lífeyrissjóði iðn-
aðarmanna eru nú rifíega eitt þús-
und og dreifðir um allt land.
Einkum hafa þó iðnaðarmenn í
Reykjavík og nágrannabyggðum, í
Hafnarfirði og á Suðurnesjum sýnt
málefnum Almenns Iífeyrissjóðs
iðnaðarmanna mikinn áhuga.
Flestir eru og sjóðfélagarnir búsett-
ir á þessum stöðum.
Hlutverk Almenns lífeyrissjóðs
iðnaðarmanna er auðvitað fyrst og
fremst að tryggja sjóðsfélögunum
elli- og/eða örorkulífeyri, og andist
sjóðfélagi, eiga eftirlifandi maki og
börn rétt á lífeyri eftir hann. Jafn-
framt þvi, sem Almennur lífeyris-
sjóður iðnaðarmanna hefur gegnt
þessu öryggis- og tryggingarhlut-
verki sínu, hefur sjóðurinn jafnan
leitast við að vera fjárhagslegur
bakhjarl sjóðsfélaganna, þegar þeir
hafa ráðist í byggingar, fasteigna,
kaup á fasteignum eða meiriháttar
viðhaldi á þeim. í þeim tilvikum
hefur sjóðurinn lánað félögum sín-
um fjárhæðir, sem um hefur mun-
að.
Nýverið samþykkti stjórn Al-
menns lífeyrissjóðs iðnaðarmanna
nýjar reglur um lánveitingar úr
sjóðnum. Hljóta þær að teljast afar
hagfelldar sjóðfélögunum, séu þær
bornar saman við sambærilegar
reglur ýmissa annarra lífeyrissjóða.
Eftir aðeins 2 ára aðild að lífeyris-
sjóðnum eignast sjóðfélagi veruleg-
an lántökurétt. Hver ársfjórðungs-
leg aðild að sjóðnum eykur lán-
tökurétt sjóðfélagans og geta há-
markslán numið allt að kr. 420.000=
Lánstími getur orðið allt að 25 ár-
um, og af hálfu sjóðsins er kapp-
kostað um að afgreiðsla lánanna
gangi vel og snurðulaust fyrir sig.
Þess vegna eru lán veitt á öllum tím-
um ársins og afgreiðslutími lána lít-
ill sem enginn.
Formaður stjórnar Almenns líf-
eyrissjóðs iðnaðarmanna er Eyþór
Þórðarson, vélvirkjameistari,
Njarðvík. Skrifstofa sjóðsins er í
Húsi iðnaðarins að Hallveigarstíg
1, Reykjavík, en samkvæmt sér-
stökum samningi annast Lands-
samband iðnaðarmanna rekstur
sjóðsins.
„Fyrirkomulagið á sjúkrahúsum
á ekki að vera eins og í flugvélum,
þar sem fjárhagur hvers og eins
ræður því hvort farþegar eru á
lúxusfarrými, bissness klassa eða
almennum ferðamannaklassa. Á
sjúkrahúsum á fjárhagur sjúkl-
inga ekki að ráða því hvaða þjón-
ustu þeir fáí‘
Hvar skyldi þetta hafa verið
sagt? Gæti þetta verið hluti þeirr-
ar umræðu, sem átt hefur sér stað
að undanförnu hér á landi vegna
hugmynda ríkisstjórnarinnar um
sjúklingaskattinn illræmda? Nei,
ekki er það alveg svo. Ofangreind
orð eru höfð eftir Anker Jörgen-
sen formanni danskra jafnaðar-
manna í þeirri kosningabaráttu
sem staðið hefur yfir í Danmörku
frá jólum og fram á gærdaginn,
þegar kosningar fóru fram.
Anker benti á að jafnaðarmenn
hefðu ævinlega lagt þunga
áherslu á félagslega aðstoð til
þeirra sem höllum fæti stæðu í lif-
inu, hvort heldur væru sjúkir,
aldraðir, atvinnulausir eða annað.
Sagði Anker Jörgensen að jafn-
aðarmenn vildu halda áfram því Anker Jörgensen varar við danska íhaldinu eins og íslenskir jafnaðarmenn
Framhald á 2. síðu vara y/d því íslenska.
DANMÖRK QG ÍSLAND:__
íhaldið er
samt við sig
hvar sem það nœr að skjóta rótum