Alþýðublaðið - 21.01.1984, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 21.01.1984, Blaðsíða 1
Magnússon Neikvæður tekju- skattur besta leiðin Laugardagur 21. januar 1984 15. tbl. 65. árg. „Það er ekki til virkari og betri leið til að bæta hag hinna lægst launuðu og elli- og örorkuþega en að beita neikvæðum tekjuskatti, það er að borga fólki út þann hluta persónu- afsláttar vegna álagningar tekju- skatts er ekki nýtist til greiðslu opinberra gjalda,“ sagði Magnús H. Magnússon, varaformaður Al- þýðuflokksins í samtali við blaðið um þær hugmyndir sem nú hafa ris- Framhald á 3. síðu; Einokunarhringur hægri aflanna á fjölmiðlamarkaðnum: Harðar deilur í stjórn SÍS Borgarstjóri undirritaði samninginn í gær þrátt fyrir hörð mótmæli í borgarráði Fulltrúar Alþýðuflokks, ur borgarstjóra, Davíðs landinu — Morgunblaðs- Alþýðubandalags og Oddssonar um þátttöku ins, DV, Almenna Bóka- Kvennaframboðs lýstu yfir Rvíkurborgar í ísfilm h/f félagsins, ísfilm (Indriði andstöðu sinni á borgar- — hinu nýja fjölmiðla- G. Þorsteinsson) og SÍS. ráðsfundi í gær við tillög- fyrirtæki hægri aflanna í Borgarstjóri og fylgi- fiskar hans í borgarstjórn kváðust hins vegar fara sínu fram og borgarstjóri undirritaði samning um hið nýja fyrirtæki í eftir- miðdaginn í gær með fyr- irvara um samþykki borg- arstjórnar. Ihaldsmeirihlutinn mátti þannig engan tíma missa; það átti að keyra þetta furðumál í gegn, þrátt fyrir óskir minni- hlutamanna um frestun málsins og frekari umfjöll- Framhald á 3. síðu Flokksstjórn Alþýðuflokksins Fundurverðurhaldinn í flokksstjórn Alþýðuflokksins næstkomandi mánudag 23. janúar klukkan 17.00 í Iðnó uppi. Fundarefni: 1. Endurmat á störfum láglaunafóiks. Framsögumaður: Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður 2. Önnur mál. Formaður Alþýðuflokksins Hörður Zóphaníasson stjórnarmaður í SÍS: Var þessu andvígur „Ég var andvigur að Samband íslenskra samvinnufélaga yrði þátttakandi í þessu fyrirtæki,“ sagði Hörður Zóphaníasson, einn stjórnarmanna í SÍS í viðtali við Alþýðublaðið i gær, þegar hann var spurður um afstöðu sína til þeirrar ákvörðunar SÍS að leggja fé og gerast hluthafi i ísfilm, fjöl- miðlafyrirtæki hægri aflanna i landinu. „Ég taldi ekki skynsamlegt að Sambandið færi í þennan félags- skap og vildi leita annarra leiða ef samvinnuhreyfingin vildi fylgjast með og taka þátt í þróun fjölmiðl- unar hér á landi. Þá hefðu t.a.m. launþegafélögin verið eðlilegri samstarfsaðilar" sagði Hörður Zóphaníasson. r-RITSTJORNARGREIN1 Stöðvum einokunarhring íhalds aflanna á fjölmiðlamarkaðnum Geysilega athygli og undrun hefur vakið manna á meðal, fréttir af stofnun nýs fyrir- tækis á sviði fjölmiðlunar, þar sem saman koma (eina sæng, fimm gífurlega fjársterkir og öflugir aðilar á sviði fjölmiðl- unar, auk þátttöku Reykjavlk- urborgar. Hvers konar hringa- myndun er á ferðinni, þegar Árvakur — útgáfufyrirtæki Morgunblaðsins; — Frjáis Fjölmiðlun — útgefandi DV-; Almenna bókafélagið; ísfilm — þar sem aðalsprautan er Indriði G. Þorsteinsson, sem stundaði Svarthöfðaskrif í DV um langt skeið; Samband ís- lenskra saTnvinnufélaga — fyr- irtæki samvinnuhreyfingar- innar á íslandi; — og Reykja- víkurborg, taka saman hönd- um, leggja saman í púkk heilar 12 milljónir króna og ákveða starfrækslu fyrirtækis, sem hefur það að markmiði að stunda ýmiss konar þjónustu- starfsemi á sviði fjölmiðlunar; fyrsta kastið einkum mynd- bandagerð og útgáfu mynd- banda? Þaö þarf ekki að fjölyrða um það, að hér er á ferðinni sam- trygging hægri manna. Nú á að stjórna fjölmiðiun á íslandi i krafti fjármagns og aðstöðu. Það þarf ekki að upplýsa fólk um það ástand, sem nú ríkir í blaðaheiminum, þar sem Morgunblaðiö og DV, með Timann I eftirdragi, einoka þann markað nánast algjör- lega. Þar hafa hægri öflin tögl og hagldir. Aiþýðublaðið og Þjóðviljinn mega sín lltils gegn þv( fjármagnsveldi. Augljóslegaerþaðhugmynd- in að hinu nýja fjölmiölunar- fyrirtæki þursanna, að færa enn út kvíarnar og ná alfarið tökum á öllum þáttum fjöl- miðlunar, hvort heldur litið er til þess sem koma skal á sviði myndbandagerðar og hugsan- iegs kapalsjónvarps, eða aftur þess sem hefðbundið er, s.s. bókaútgáfu, timaritaútgáfu eða annað. Það kemur út af fyrir sig ekki á óvart, þótt hægri maflan I fjölmiðlaheiminum, Morgun- blaðið, DV og Almenna bóka- félagið rugli saman reitum og noti Indriða G. Þorsteinsson — sem oft er kenndur við við Svarthöfðadálk sinn — sem klárfyrirsinn vagn. En aðSam- band fslenskra samvinnu- félaga skuli ganga til liðs við þetta kompanl er gjörsamlega óskiljanlegt. Hætt er viö að margir gamlir og traustir samvinnu- og jafnaöarmenn, sem trúðu á mátt og megin samvinnunnar gegn Ihaldsöfl- unum I þjóðfélaginu, viti ekki hvaðan á sig stendur veðrið, nú þegar SÍS er komið inn á gafl hjásjálfu íhaldsveldinu. Alþýðublaðið veit til þess, að alls ekki var einhugur um þessa afgreiðslu innan stjórn- ar SÍS. í Alþýðublaðinu I dag lýsir Hörður Zophaníasson, einn stjórnarmanna, þvl yfir, að hann hefði greitt atkvæði gegn þessari ákvörðun I stjórninni og látið bókun fylgja. Hörður segir I Alþýðu- blaðsviðtalinu, að hann hefði ekki talið skynsamlegt að SÍS færi I þennan féiagsskap og leita ætti annarra leiða, er samvinnuhreyfingin vildi fylgj- ast með og vera þátttakandi I þróun fjölmiðlunar á íslandi. Samstarf við launþegafélögin hefði verið skynsamlegri leið fyrir Sambandið I þessum efn- um. Það eru og engin haldbær rök sem mæla með þvl að Reykjavikurborg verði hluti þessa nýja einokunarhrings. Fyrir það fyrsta eru vinnu- brögðin I þessu máli innan borgarkerfisins fyrir neðan all- ar hellur. Það er upplýst ( Morgunblaðinu I gær, að borg- arsjóri hefði setiö fundi vegna þessa máls misserum saman. Það var svo ekki fyrr en s.l. þriðjudag, að hann opinberaði það fyrir kjörnum fulltrúum flokkanna I borgarráöi — og þá I trúnaði. Og siðan ætlar borgarstjóri að skrifa nú þegar undir fyrir hönd borgarinnar og skuldbinda þannig þátt- töku borgarinnar I fyrirtækinu, án allrar umfjöllunar í borgar- kerfinu. Leyndarmakkið er svlvirðilegt. Kemur borgarfull- trúum og raunaröllum borgar- búum það ekkert við, hvernig fara á með fjármagn borgar- innar? Heldur borgarstjóri að hann geti gengið I kassa borg- arinnarað vild og hent pening- um I hvaða íhaldsfyrirtæki sem er? Og hvers vegna ætti borgin að gerast hluthafi I þessu fyrir- tæki fremur en öðru? Hvaða hvati lá að baki þvl, að borgar- stjóri hefir án vitneskju borg- arfulltrúa verið á leynifundum úti I bæ til að borgin gerðist aðili að útgáfufyrirtæki? Hefur einhver umræða verið um það innan borgarstjórnar að nauð- syniegt væri fyrir borgina að gerast hluthafi I dagblööum, bókaforlögum eða mynd- bandafyrirtækjum? Nei, ekki eitt orð um slíkt. Hvað gengur (haldinu I Reykjavík til þegar það vill taka tvær milljónir úr vösum skatt- píndra borgarbúa til að leggja I vasa nokkurra fjársterkari fyr- irtækja á landinu? Skyldi Árvakur eða SÍS endilega þurfa fé borgarsjóðs, til að þetta fyrirtæki gæti komist á fæturna? Nei, það er ekki ástæðan. Tilvist Reykjavlkur- borgar I þessum einokunar- hring á að tryggja að þetta fyr- irtæki gangi fyrir, hvað varðar fræöslumyndir fyrir skólana I borginni og hvað snertirýmsar leyfisveitingar borginni tengd- ar. Það eru ekki til tvær milljón- ir I dagvistunarheimili og ýmsa aðra félagslega þjón- ustu, að mati Ihaldsmeirihlut- ans I Reykjavfk. En það eru til tvær milljónir til að greiða I vasa Moggans, DV, SÍS, AB og IndriðaG. Þorsteinssonar. Hér er stórháskaiegt mál á ferðinni. Þessi nýja maskina hyggst augljóslega einoka alla fjölmiðlun hérlendis I krafti fjármagns og aðstööu. Hér er vegið að ritfrelsinu, skoðana- frelsinu og fjölmiölafresti I landinu. Hver verður sam- keppnisaðstaða annarra og smærri aðila gegn þessum fjármagnsrisum á fjölmiðla- vettvanginum? Fjölmiðla einokun er hugmyndin að baki stofnun þessa fyrirtækis. Nú á að mata landslýð á „réttum" skoðunum og halda „óæski- legumáhrifum“fráöörum aðil- um I lágmarki á fjölmiðla- markaðnum. Hér er um að ræða eina alvarlegustu árás- ina á lýðræði í landinu um langt skeið, ef svo fer fram sem horfir. Gegn hringamynd- unþessari áhægrivængnum verða allir sannir félags- hyggjumenn að standa og berjast eftir mætti. - GÁS.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.